Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 17 tónlistina. „Við eigum enn eftir að móta þetta. Hann hefur auðvitað mest um þetta að segja en ef hon- um dettur í hug að gera stelpulega diskóplötu þá mun ég benda hon- um vinsamlega á að gera eitthvað annað,“ segir Þorvaldur og hlær og tekur fram að hann hafi ekki nokkrar áhyggjur af að slíkt ger- ist. Hann hefur oftsinnis unnið með ungu og efnilegu tónlistar- fólki og er Írafár ágætt dæmi. „Þetta er yfirleitt mjög skemmti- legt þó aðkoma mín að verkefnun- um sé misjöfn. Hljómsveit getur átt góð lög og haft góðan söngvara en algjörlega ómótaðan stíl og litl- ar hugmyndir um hvernig þetta á að hljóma. Þá þarf ég að taka vel á því og beita allri minni reynslu. Hljómurinn vill þá stundum verða svolítið „toddalegur“. Svo er það hin hliðin, margt ungmennið veit upp á hár hvað það vill gera og lætur ekki segja sér til. Slík tilvik geta verið mjög skemmtileg því þá lærir maður sjálfur svo mikið.“ Um íslenska dægurtónlistarheim- inn segir Þorvaldur að of djúp gjá sé á milli tónlistartegunda og samstarfið ekki nægt. „Við höfum flott poppbönd eins og Írafár, 200.000 naglbíta og Í svörtum föt- um sem skapa flott popprokk og eru geislandi stjörnur en það virð- ist flestum fjarstæðukennt að huga að útflutningi á þeim og afar lítill áhugi á að hjálpa slíkum sveitum í útrás. Jaðartónlistin fær hinsvegar mikla athygli þeg- ar kemur að útflutningi, þau hafa sum hver náð góðum samböndum og kunnáttu í útlöndum og ýmsir vilja styðja við bakið á þeim sem er auðvitað gott en það þarf að koma einhverju samstarfi á lagg- irnar á milli þessara heima til að kunnáttan í samskiptum við er- lenda aðila flæði um allan brans- ann. Íslenski dægurlagaheimur- inn allur ætti að njóta góðs af vel- gengni einstakra banda, hvort sem það er popp eða pönk. Ég held reyndar að íslenskt popp sé eitt best geymda leyndarmál okkar Ís- lendinga. Nú er bara að virkja það eins og vatnsföllin. Sjáum bara hverju Svíar hafa áorkað með stuðningi við sitt popp. Það er þeirra önnur stærsta útflutnings- grein. Hinsvegar er afar jákvætt í þessu öllu saman að vinsælasta sjónvarpsefnið í landinu snýst um tónlist.“ Fengum að æfa í kjallarnum heima Þorvaldur Bjarni byrjaði fimm eða sex ára í tónlistarskóla og eft- ir að hann hafði lært fyrstu gítar- gripin og gat breytt lögum eða jafnvel leikið eitthvað upp úr sér var ekki aftur snúið, allt snerist um tónlist. Þrettán ára lék hann í hljómsveitinni Exodus með Björk Guðmundsdóttur, Geira Sæm og Skúla Sverrissyni og þeir síðar- nefndu áttu eftir að verða sam- ferðamenn hans í poppinu, bæði í hljómsveitinni Pax Vobis og eins á sólóferli Geira. En hvernig tóku foreldrar hans, Þorvaldur S. Þor- valdsson arkitekt og Steinunn Jónsdóttir þessu músíkvafstri hans? „Þau voru mjög jákvæð á þetta og studdu mig heilshugar. Pabba langaði til að verða tónlist- armaður en kom frá fátæku heim- ili og hafði ekki tækifæri til að verja tíma til tónlistarnáms. En til marks um þeirra stuðning þá get ég nefnt að Exodus æfði í kjallar- anum heima í Árbæ kvöld eftir kvöld án nokkurar hljóðeinangr- unar og þau létu sig hafa það að heyra ekkert í sjónvarpinu.“ Sjálfsagt er Þorvaldur hvað kunn- astur fyrir hljómsveitina Tod- mobile sem hann stofnaði ásamt vinum sínum úr tónlistarskólan- um, þeim Andreu Gylfadóttur og Eyþóri Arnalds. Þau fengu út- gáfusamning hjá Steinum og fyrsta platan þeirra Betra en nokkuð annað varð mjög vinsæl. „Vinsældir sveitarinnar komu nokkuð á óvart þar sem tónlist okkar var ekki hefðbundin. Við komumst upp með að gera það sem okkur langaði án þess að falla í einhver fyrirfram ákveðin hólf.“ Um tíma voru þau Þorvaldur og Andrea par. Hvernig var að vera í hljómsveit með kærustunni sinni? „Það var mjög fínt, við vorum heppin þegar hótelin voru bókuð, við fengum alltaf svítuna,“ segir Þorvaldur og hlær. En hvernig var þá að vera í hljómsveit með fyrrverandi kærustunni sinni? „Þegar fólk, eins og við Andrea, er sálufélagar og svona miklir vinir þá er það ekkert vandamál.“ Tod- mobile reyndi fyrir sér utan land- steinanna og gaf út tvær plötur í nokkrum löndum Evrópu. Nokk- urt hljómleikahald fylgdi útgáf- unni en segja má að hin breiða tónlistarstefna sveitarinnar hafi verið henni fjötur um fót: „Menn gátu ekki skilgreint okkur, þeir vissu ekki hvort við áttum að vera í þungarokksgeiranum, poppinu eða þjóðlagatónlistinni og mark- aðsmennirnir töldu sig ekki geta selt okkur vegna þess.“ Og Þor- valdur viðurkennir fúslega að hann hafi langað mjög til að ná fótfestu ytra: „Að sjálfsögðu, ég var á réttum aldri, tuttugu og tveggja, þriggja ára og til í að fórna miklu fyrir þetta“ . Abba og Mozart Í kjölfar Idol-stjörnuleitar er ekki úr vegi að spyrja Þorvald til hverra hann hefur litið á sínum tónlistarferli, hver eru hans ídol? „Úff, ég hef hlustað á margt í gegnum árin. Þegar ég var mjög ungur hlustaði ég jöfnum höndum á Stravinsky og Emerson, Lake og Palmer. Seinna varð ég hrifnastur af Bítlunum, Abba og Mozart. Með gelgjunni komu bönd eins og Yes, King Crimson og Jethro Tull og á níunda áratugnum, eighties- tímabilinu, voru Bowie, Nick Cave, Japan, Gary Newman og fleira slíkt á fóninum í bland við minimalistana Philip Class og Steve Reich. Í dag sæki ég tónlist úr ólíkum áttum og erfitt að nefna eitthvað sérstakt en Stravinsky og Mozart detta þó oft undir geislann í fríum.“ Eins og gefur að skilja hefur Þorvaldur unnið að mörgum og ólíkum verkefnum á ferlinum, sem spannar um aldarfjórðung. Hvað ætli honum þyki vænst um? „Ég verð að nefna fernt: Fyrst af öllu er það Todmobile. Þar er að finna stærsta hlutann af sjálfum mér, ég endurspegla mig í tónlist sveitarinnar og hún verður alltaf bandið mitt, sama hvað ég hef gert annað og sama hvað ég kem til með að gera. Í öðru lagi nefni ég barnasöngleikina sem ég samdi, Ávaxtakörfuna og Bene- dikt búálf, það var mjög gaman að vinna að þeim. Þriðja verkefnið er svo samstarfið við Sinfóníuhljóm- sveitina síðustu þrjú ár, fyrst með Quarashi, svo Sálinni og loks með Todmobile. Það hefur verið ógleymanlegt, hápunktar síðustu ára. Svo verð ég að nefna í fjórða lagi þegar við Selma náðum öðru sætinu í Evrovision árið 1999.“ Starf skapandi tónlistarmanna er fjölbreytt enda fátt líkt með að sitja heima í sófa með gítar í hönd og semja lag og svo að standa upp á sviði, til dæmis í Laugardashöll- inni og leika fyrir þrjú þúsund manns með Sinfóníuhljómsveitina á bak við sig. Þorvaldur segir að sér líði best þegar lögin eru að taka á sig mynd: „Þá ríkir jafnan mikil spenna, draumar vakna og ferskleikinn er allsráðandi. En auðvitað er líka frábært á tónleik- um. Að spila fyrir fullan sal af fólki sem er komið til að hlusta á tónlistina manns“. Bjartsýnn maður að eðlisfari Þorvaldur Bjarni er fjölskyldu- maður. Konan hans heitir Þórunn Geirsdóttir og saman eiga þau dótturina Herdísi Hlíf fjögura ára og von er á öðru barni í apríl. Hann á sínar bestu stundir með fjölskyldunni og hún veitir honum mikla gleði. Spurður um áhuga- mál önnur en tónlistina nefnir hann veiði sem hann hefur þó ekki getað sinnt lengi vegna anna og matargerð, hann gefur sér alltaf tíma fyrir hana. Lundafar Þor- valdar vekur nokkra athygli en hann er iðulega brosandi og glað- ur í bragði: „Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari og sé ekki nokkra ástæðu til að finna neikvæðar hliðar mála að óþörfu. Ég trúi að maður geti auðveldlega fengið sig til að hætta við góðar hugmyndir með endalausum neikvæðum vangaveltum þannig að það er betra að brosa framan í heiminn og kýla á’ða“. Og í takt við þessi orð lítur Þorvaldur björtum aug- um til framtíðarinnar: „Atvinnu- tækifærunum fjölgar ört í þess- um bransa, verkefnin verða fjöl- breyttari og nú er bara að taka þátt í að fjölga störfunum sem mest“. bjorn@frettabladid.is BJARTSÝNN Þorvaldur er bjartsýnn að eðlisfari og leiðir hjá sér neikvæðar hugsanir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.