Fréttablaðið - 24.01.2004, Side 18

Fréttablaðið - 24.01.2004, Side 18
18 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 Toyota o Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu *RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Toyota Betri notuðum bílum Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 Teiknimyndahetjan Tinni ermaður að mínu skapi,“ segir Kormákur Geirharðsson veit- ingahúseigandi. „Hann var ekki að vesenast í kerlingum og svona, heldur flakkaði um heim- inn með hundinum vini sínum. Eini gallinn við hann er að hann drakk ekki nóg. Hann átti þó vin, Kolbein kaftein, sem hann drakk í gegnum.“ Kormákur hefur verið Tinna- aðdáandi um árabil. Hann á meðal annars fyrstu Tinnabók- in, Tin Tin in the Soviet, sem er svarthvít. „Þar var hann dálítið brjálaður blaðamaður. Í bókinni eru menn meðal annars drepnir og hún er uppfull af kynþátta- fordómum,“ segir Kormákur. „Sá Tinni var svolítið skemmti- legur. Hann var teiknaður á sín- um tíma fyrir fullorðna. Það var hins vegar gott að alast upp við hinn.“ Kormákur á allar Tinnabæk- urnar nema eina, Tinna og bláu appelsínurnar. „Hergé hlýtur að hafa verið kominn með ofnæmi fyrir Tinna þegar hann skrifaði bókina. Ég held að hann hafi fengið exem eða önnur útbrot þegar hann sá hann. En hann var víst búinn að gera samning um aðra bók og því skrifaði hann hana.“ Kormákur minnir um margt á Tinna. Hann hefur brugðið sér í hlutverk hans á grímuballi og er að eigin sögn með náttúrleg- an Tinnatopp. Tinni fagnaði fyrir skömmu 75 ára afmæli sínu og í tilefni þess var tíuevrumynt slegin með mynd af honum og hundin- um Tobba. Kormákur segist vissulega hafa hugsað til teikni- myndapersónunnar á afmælis- deginum en hann hefur ekki enn komist yfir peninginn góða. „Ég verð nú að eignast einn slíkan og hann verður örugglega lukku- peningurinn minn. Það er ekki seinna vænna að fá sér lukku- pening,“ segir Kormákur Geir- harðsson, Tinnaaðdáandi. ■ Maður að skapi Kormáks Geirharðssonar: Laus við kerlinga- vesen en drakk of lítið KORMÁKUR OG TINNI Kormákur hélt ekki matarboð þegar Tinni átti 75 ára afmæli en hugsaði vissulega til hans. Hann segist vita um nokkra aðdáendur Tinna sem eigi styttur eða aðra safngripi af teikni- myndapersónunni skemmtilegu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.