Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 20
Á hverju ári koma fram nýjar ís-lenskar stjörnur sem lands- menn vonast til að auki hróður lands og þjóðar um allan heim. Þessar stjörnur koma úr misjöfnum áttum; íþróttum, kvikmyndum, tón- list eða jafnvel viðskiptaheiminum, og er hampað sem kóngafólki. Þótt þær geti verið afar umdeildar hreykja Íslendingar sér af þeim hvar og hvenær sem tækifæri gefst til. Framundan eru Ólympíuleikar, Óskarsverðlaun og hvers kyns upp- ákomur og þá er ekki að spyrja – stjörnurnar sem við bindum vonir við verða þar fremstar í flokki og munu ábyggilega láta að sér kveða. Íslenskar íþróttastjörnur Íslenskum íþróttastjörnum hef- ur fjölgað til muna síðustu ár. Sjald- an eða aldrei hafa jafn margir Ís- lendingar leikið í atvinnumanna- deildum í öðrum löndum; í hand- bolta, fótbolta eða jafnvel körfu- bolta. Árangur Íslands á alþjóðamótum í handbolta hefur verið góður síð- ustu ár, þar á meðal fjórða sæti á Evrópumóti og sjöunda sæti á heimsmeistaramóti. Í ár mun virki- lega reyna á landsliðið með þátttöku á Evrópumótinu í Slóveníu og Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Ólafur Stefánsson, leikmaður hjá Ciudad Real, er einn besti hand- boltamaður heims og skærasta stjarna landsliðsins. Það mun sann- arlega reyna á hann á mótunum sem framundan eru og nánast hægt að gefa sér það að hann verði með markahæstu mönnum og í kjölfarið valinn í heimsúrvalið. Ólafur er sannarlega vonarstjarna Íslands. Ungir og efnilegir Þótt kröfurnar til Ólafs séu mikl- ar má búast við að aðrir leikmenn muni láta til sín taka á stórmót- unum tveimur. Þar á meðal er Guðjón Valur Sig- urðsson sem er á leið að verða einn besti handknattleiksmaður lands- ins. Fáir standast Guðjóni snúning- inn þegar að hraðupphlaupum kem- ur og hann er iðinn við að skora. Guðjón Valur á eftir að verða með bestu leikmönnum landsliðsins í ár og væntanlega taka við stjörnuhlut- verkinu af Ólafi. Annar leikmaður sem á eftir að láta ljós sitt skína á komandi mótum er hinn ungi og bráðefnilegi leik- stjórnandi Snorri Steinn Guðjóns- son sem leikur með Grosswallstadt í Þýskalandi. Snorri Steinn, sem er uppalinn Valsari, hefur sýnt það í síðustu leikjum að hann er tilbúinn í alvöru verkefni og á eftir að gegna stóru hlutverki með landsliðinu. Enginn eins og Eiður Hafa verður í huga að hand- bolti er ekki viðlíka vinsæl íþrótt og fótbolti eða körfubolti í heim- inum. Fyrir vikið munu hand- boltastjörnunar ekki ná sömu frægð og aðrar sem gera það gott í öðrum greinum. Eiður Smári Guðjohnsen er frægasti íþróttamaður sem Ís- land hefur alið af sér. Landsliðs- fyrirliðinn hefur staðið sig vel í stjörnuprýddu liði Chelsea. Frægðarsól Eiðs Smára er hvergi nærri farin að dala og ef eitthvað er á hún eftir að aukast á kom- andi árum, ekki síst ef Chelsea nær að vinna einhverja titla. Eiður Smári verður einnig í eldlínunni þegar undankeppni heimsmeistaramótsins hefst í haust en hann gegnir lykil- hlutverki í landsliðinu. Án hans er landsliðið eins og bý- fluga án broddsins. Hermann Hreiðarsson er annar leikmaður sem kemur til með að láta að sér kveða á árinu. Fáir menn eru jafn harðir af sér og Eyjapeyinn sem lætur ekki stærðarskurði á höfði aftra sér frá því að leika. Her- mann hefur staðið sig vel með Charlton og má búast við að hann eigi eftir að blómstra þegar líða fer á mót enda Charlton komið liða mest á óvart í ensku deild- inni. Einn í Ameríku Jón Arnór Stefánsson, bróðir Ólafs Stefánssonar handknatt- leiksmanns, er ein af vonar- stjörnum Íslands. Hann er annar Íslendingurinn sem gerir samn- ing við lið í bandarísku at- vinnumannadeildinni en þar leika aðeins bestu körfuknatt- l e i k s m e n n heims. Jón Arnór hefur ekki enn fengið að spreyta sig með Dallas Ma- vericks og litlar líkur á að svo verði á þ e s s u keppnistímabili. Ef Jón Arnór heldur hins vegar áfram að bæta sig eins og undanfarin ár má bú- ast við að hann fái að spreyta sig á næsta tímabili sem hefst í októ- ber. Á barmi heimsfrægðar Á hverju ári berast fréttir af íslenskum hljómsveitum sem hafa skrifað undir stóra samn- inga í útlöndum og flestir telja vera á barmi heimsfrægðar. Fáum hefur þó tekist að komast á toppinn að Björk Guðmundsdótt- ur undanskilinni. Þeir sérfræðing- ar sem Fréttablaðið leitaði til sáu ekki margar verðandi stjörnur í kortun- um. Svo virðist vera að þær ís- lensku sveitir sem veki hvað mesta athygli séu jaðarsveitir á borð við Sigur Rós og Múm, sem laða að- eins að sér takmark- a ð a n 20 22. janúar 2004 LAUGARDAGUR á gátt um Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í *Toyota Betri Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina Heimsfrægum Íslendingum fjölgar með hverju ári. Árið í ár verður að vonum viðburðaríkt og allar líkur á að íslenskum stjörnum muni fjölga. En hverjir eru það sem eru líklegir til að slá í gegn úti í hinum stóra heimi? Vonarstjörnur Íslands * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.