Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 21
fjölda fólks. Síðarnefnda sveitin hyggur á útgáfu í apríl næstkom- andi og mun væntanlega festa sig í sessi í sínum flokki. Sigur Rós er einnig með nýja plötu í bígerð, á tíu ára starfsafmælinu, og aldrei að vita nema sveitin nái að bæta í aðdáendahóp sinn. Emilíana sú eina Eina hugsanlega vonarstjarn- an sem sérfræðingarnir sáu er Emilíana Torrini sem hefur alið manninn í Bretlandi upp á síðkastið. Emilíana samdi meðal annars lagið Slow fyrir Kylie Minogue sem komst á topp breska vinsældarlistans sem og þemalag Gollris, geðklofa hobbit- ans í Hringadróttinssögu. Emili- ana hefur allt sem til þarf, hæfi- leika og útlit, og ef hún heldur rétt á spilunum gætum við Ís- lendingar eignast nýja stjörnu í poppheiminum. Rokkhljómsveitin Mínus er sú sveit sem vakti hvað mesta at- hygli hér á landi á síðasta ári. Sveitin hefur fengið frábæra dóma í virtum tónlistarblöðum ytra og mun vonarstjarna hennar líklega skína skært í ár. Nýr samningur við Sony gæti fleytt henni langt, jafnvel yfir þröskuld heimsfrægðar. Íslensku ídolin munu láta til sín taka hér á landi í ár en frægð- arsól þeirra mun þó líklega ekki ná út fyrir landsteinana. Nói og Óskarinn Dagur Kári Pétursson komst svo sannarlega í hóp með vonar- stjörnum Íslands með myndinni Nói Albinói. Það skýrist brátt hvort myndin komist á lokahóf Óskarsverðlaunanna og ef það gengur eftir er brautin rudd, bæði fyrir leikstjórann sem og aðalleikarann Tómas Lemarquis. Huldar Breiðfjörð gæti náð fyrri sess á stjörnuhimninum. Það fer þó allt eftir því hvernig Næsland í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar gengur. Huld- ar fær þó tvö tækifæri því seinna á árinu kemur bók um Kínaferð hans út. Kaldljós hefur notið gríðar- legra vinsælda hér heima fyrir og er stórfyrirtækið Miramax farið að gefa henni auga með heimsdreifingu í huga. Hilmar Oddsson gæti í kjölfarið fengið nokkur spennandi verkefni sem og höfundur bókarinnar, Vigdís Grímsdóttir. Hver veit nema kvikmyndin My name is Iceborg, I’m a lion verði ein af stórmynd- um Hollywood næstu ára. Aðrir rithöfundar Annars verður erfitt að segja til um hvaða rithöfundar slá í gegn á árinu og hvort einhver þeirra muni ná heimsfrægð. Arn- aldur Indriðason heldur væntan- lega áfram að mjaka sér til frægðar í útlöndum og spurning hvort kvikmyndir byggðar á bók- um hans muni gefa honum byr undir báða vængi. Líklegt þykir þó að Ólafur Jóhann muni slá í gegn í Bandaríkjunum með Höll minninganna. Efnið er talið virka vel ofan í hinn ofvaxna markað vestanhafs og líklegt að bókin verði kvikmynduð innan skamms. Ólafur Jóhann mun ein- nig fylgja eftir velgengni sinni með nýrri bók fyrir jól. Íslendingar í viðskiptum London er borg heimsfrægðar Íslendinga í viðskiptum næstu árin. Íslendingar hafa verið að gera sig gildandi í borginni. Lýð- ur og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör eru á uppleið í borg- inni. Baugur undir forystu Jón- anna Ásgeirs og Scheving Thor- steinssonar hafa verið að fjár- festa í verslunarkeðjum í Bret- landi og gætu orðið næstu tísku- kóngar. Björgólfur Thor er á barmi heimsfrægðar í borginni og ljóst að fylgst verður með honum og forstjóra Pharamco Róbert Wessman. Ef fer fram sem horfir og verður Pharmaco meðal 250 stærstu fyrirtækja í FTSE-vísi- tölunni í London. Óþekkt andlit Þótt ofantaldar vonarstjörnur séu líklegastar til að halda heiðri Íslands á lofti um allan heim á ár- inu má ekki gleyma því að stjörn- um skýtur oft hratt upp á himin- inn. Því má eins búast við því að óþekkt fólk muni láta til sín taka á árinu og sýna alþjóð hvað í því býr, landi og þjóð til sóma. kristjan@frettabladid.is LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 m helgina! notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * Eigða'nn eða leigða'nn tilboð lc 90 53.300 verð pr mán Avensis 26.800 verð pr mán Yaris 17.400 verð pr mán ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.