Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 22
■ Nafnið mitt 22 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Opinberun ástmanns Leikarinn og fyrirsætan Mich-ael Bergin, þekktastur fyrir leik sinn í Strandvörðum, vinnur nú að bók sem heitir Hinn mað- urinn: John F. Kennedy yngri, Carolyn Bessette og ég, en þar skýrir hann frá ástarsambandi sínu við Carolynu, eiginkonu Johns. Hann vinnur einnig að heimildarmynd um sambandið. Michael segir að samband sitt við Carolynu hafi verið svo ástríðuþrungið að ekki einu sinni hjónaband hennar og „am- eríska prinsins“ hafi getað kom- ið á milli þeirra. Michael átti í ástarsambandi við Carolynu áður en hún giftist John Kennedy og hann heldur því fram að þau hafið haldið sambandi sínu áfram eftir að hún gekk í hjónaband. Carlyn lést ásamt eiginmanni sínum og systur í hörmulegu flugslysi árið 1999. Hún var 33 ára. Uppljóstrun um leynilegt ást- arsamband Carolynar er for- eldrum hennar áfalll en þegar hún lést sögðu þeir að John og Carolyn hefðu verið sannir sálu- félagar. Þetta er ekki eina áfall- ið sem foreldrarnir hafa orðið að þola síðan Carolyn lést en skömmu eftir lát hennar full- yrtu kunnugir að hún hefði ver- ið umsvifamikil kókaínæta og að hjónaband hennar og Johns hefði verið í molum og stefnt hefði í skilnað. Á síðasta ári kom út í Bandaríkjunum bókin Bölv- un Kennedyanna þar sem höf- undurinn Edward Klein opin- beraði það sem hann kallaði „dökku hliðina“ á hjónbandi Johns og Carolynar. Þar sagði Michael höfundi frá sambandi þeirra Carolynar og lýsti henni sem ráðríkri og skapmikilli en hún mölvaði oftar en einu sinni eigur hans í afbrýðiskasti. Ed- ward Klein segir í bókinni að þegar Carolyn reifst við John Kennedy hafi hún sagt í bræði að hún svæfi enn hjá Michael. Klein sagði í bókinni að Michael og Carolyn hefðu haldið ástar- sambandi sínu áfram meðan hún bjó með John Kennedy en því sambandi hafi lokið eftir gift- ingu hennar og Johns. Michael heldur því hins vegar fram að sambandið hafi haldið áfram meðan hún var í hjónabandi. Vinir og ættingjar Carolynar og Johns taka þessar fullyrðing- ar nærri sér og segja að Carolyn hafi þótt vænt um John en viður- kenna þó að hjónaband þeirra hafi verið stormasamt en harð- neita því að hún hafi haldið fram hjá honum. ■ CAROLYN OG JOHN KENNEDY YNGRI Þau létust í flugslysi árið 1999. Skömmu eftir það komu fram fullyrðingar um að stefnt hefði í skilnað milli þeirra. MICHAEL BERGIN Leikarinn úr Strandvörðum vinnur að bók og sjónvarpsþætti þar sem hann skýrir frá ástarsambandi sínu og Carolynar meðan hún var gift John Kennedy. CAROLYN BESSETTE Er sögð hafa átt í ástarsambandi við fyrirsætuna Michael Bergin sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum um Strandverði. Guð er náðugur Ég er skírður í höfuðið á lang-afa sem hét Jón Sigurðsson og var bóndi austur undir Eyjafjöll- um,“ segir Jón Sigurðsson, söngv- ari og pabbi, sem heillaði þjóðina upp úr skónum með söng sínum og brosi í Idol-stjörnuleitinni, að- spurður um nafn sitt. Nafnið Jón er stytting á nafn- inu Jóhannes og merkir Guð er náðugur. „Hann var mér að mestu leyti náðugur í þessari blessuðu Idol- keppni. Í það minnsta undir það síðasta,“ segir Jón hlæjandi. Jón er langvinsælasta karl- mannsnafnið í þjóðskrá. Um 5.546 manns bera nafnið sem fyrsta eig- innafn, um 4% karlmanna á Ís- landi. Nafnið er einnig vinsælt sem annað eiginnafn. Um 904 bera nafnið sem annað eiginnafn. „Ég er feginn að heita Jón Sig- urðsson. Þetta er nafn sem hefur sterka merkingu. Ég væri ekki jafn sáttur ef ég bæri eitthvað millinafn, til dæmis Jón Ársæll eða eitthvað álíka,“ segir Jón og hlær enn sínum heillandi hlátri. Sigurður er annað vinsælasta karlsmannsnafnið í þjóðskrá. Rúmlega þúsund færri Sigurðar eru á landinu en Jónar. Jón segir að honum hafi tals- vert verið strítt á nafninu þegar hann var yngri, sérstaklega þegar nafnið Jón Jónsson var notað í auglýsingum. „Ég tók stríðninni með jafnað- argeði. Þá minnti ég viðkomandi á Jón Sigurðsson, fulltrúa lýðveld- isins, þannig að hann fékk það beint aftur í bakið,“ segir Jón og útilokar ekki að hann sé skyldur hetjunni. „Það getur vel verið. Við erum ábyggilega öll tengd saman langt aftur í ættir.“ ■ JÓN SIGURÐSSON Er skírður í höfuðið á langafa sínum sem var bóndi austur undir Eyjafjöllum. Hann var mér að mestu leyti náðugur í þessari blessuðu Idol- keppni. Í það minnsta undir það síðasta. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.