Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 23
24. janúar 2004Sérblað um sýninguna Vín 2004 Laugardagur: 14:00 Ruinart-keppni vínþjóna Sunnudagur: 14:30 Fyrirlestrar: Einar Thoroddsen Stéphane Oudar Þorri Hringsson Kynnir: Þorri Hringsson Sýningin er haldin í samvinnu við alla helstu innflytjendur vína og er mikil áhersla lögð á samspil víns og matar. Miðaverð er 1.000 kr. og Riedel-glas fylgir með á meðan birgðir endast. Aldurstakmark er 20 ár. Vínþjónasamtökin leggja áherslu á ábyrga meðferð áfengis. Vín 2004 • Dagskrá Þingsölum Hótel Loftleiða • 24. - 25. janúar Opið laugardag og sunnudag frá 14:00 - 18.00 Með hverjum miða á vínsýninguna fylgir glasfrá Riedel meðan birgðir endast. Riedel er án efa einn þekktasti framleiðandi vínglasa í heimin- um í dag og brautryðjandi í að hanna glös sérstak- lega fyrir hinar margvíslegustu vínþrúgur og vín. Árið 1958 kynnti Riedel Burgundy Grand Cru- glasið sitt, en glasið er til sýnis í Museum of Modern Art í New York þar sem hönnunin þykir al- veg einstök. Síðan hefur Riedel hannað yfir 100 mismunandi tegundir af glösum í 7 mismunandi línum. Glösin eru allt frá því að vera glerglös fram- leidd í vélum yfir í það að vera handblásin kristal- glös í hæsta gæðaflokki. Hvert glas hefur sína sér- stöðu og er hannað út frá smökkunum á þeirri vín- tegund sem glasið á að notast fyrir og hefur það margsýnt sig að vínið sýn- ir allar sínar bestu hliðar sé það drukkið úr réttu glasi. Riedel-vínglösin hafa fengið feikigóðar viðtökur hér á landi og hafa margir af bestu veitingastöð- um landsins Riedel-glös á sínum borðum: Hótel Holt, Sjávarkjallar- inn, La Primavera, Argentína, Þrír Frakkar, Sommelier, Austur- Indíafélagið, Grand Hót- el, Lækjarbrekka o.fl. ■ Ein bestu vínglös í heimi: Gestir á vínsýningunni fá Riedel-glas Sigurður B. Bjarkason hefurverið forseti Vínþjónasamtak- anna undanfarin tvö ár. Samtökin stóðu í fyrra fyrir vínsýningu sem þótti heppnast afar vel. „Ég vona að Vín 2004 verði ekki síður spennandi en sýningin í fyrra. Margt hefur breyst á þessu tæpa ári og tölverðar sviptingar hafa verið í vínheiminum bæði hér- lendis og erlendis sem leitt hafa til þess að flóran hefur breikkað af þeim vínum sem í boði eru hér á landi, og er það vel. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á léttvínum að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að komast í snertingu við þau fjölmörgu vín sem í boði verða og afla sér fróðleiks á þeim fyrir- lestrum sem haldnir verða af bæði innlendum og erlendum fyr- irlesurum. Það er ekki oft sem okkur býðst þetta tækifæri. Á laugardeginum verður haldin vín- þjónakeppni þar sem okkar fremstu vínþjónar etja kappi og verður hún fyrir opnum tjöldum þannig að þar ættu menn að sjá eitthvað sem er nýtt og athyglis- vert. Í fyrra voru einnig nokkur matvælafyrirtæki á sýningunni og verður einnig svo í ár. Þá gefst fólki kostur á að smakka vín og mat saman og upplifa þannig nýj- ar víddir í þeim efnum,“ segir Sigurður, sem vill nota tækifærið og koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem hafa gert sýning- una að veruleika. Samtök íslenskra vínþjóna voru stofnuð árið 1997. Markmið samtakanna eru þríþætt: Í fyrsta lagi að stuðla að bættri vínmenn- ingu og efla þekkingu á vínum, jafnt léttum sem sterkum, í hót- el- og veitingageiranum og með- al almennings. Í öðru lagi að styðja áhugamál félagsmanna með því að halda fagfundi, vín- smakkanir og fyrirlestra og í þriðja lagi að standa fyrir keppn- um félagsmanna. Núverandi stjórn tók við fyrir tveimur árum en í henni sitja, auk Sigurðar for- seta, Þorsteinn Gíslason gjald- keri, Andrés P. Júlíusson ritari, Þorleifur Sigurbjörnsson, for- maður fagnefndar, og meðstjórn- endurnir Ágúst Guðmundsson og Kristján Örn Sævarsson. Sam- tökin eru opin hverjum sem áhuga hefur á að starfa innan þeirra en árgjald er 10.000 kr. Áhugasamir geta sent Þorsteini Gíslasyni tölvupóst á netfangið steini@globus.is til að fá frekari upplýsingar. ■ SIGURÐUR B. BJARKASON Vonar að Vín 2004 verði spennandi sýning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Forseti Vínþjónasamtakanna: Sviptingar í vínheiminum Ví 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.