Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 24
Ruinart-vínþjónakeppnin varfyrst haldin árið 1979 í tilefni af 250 ára afmæli Ruinart-kampa- vínsframleiðandans en Ruinart er elsta kampavínshúsið, stofnað árið 1729. Markmiðið með keppn- inni er að auka þekkingu vínþjóna og fá fram í sviðsljósið bestu vín- þjóna Evrópu í sameiginlega keppni. Yfir 10 þúsund vínþjónar í 30 löndum hafa tekið þátt í keppninni frá upphafi en hún er haldin annað hvert ár í hverju landi fyrir sig og sigurvegari hvers lands fer síðan í lokakeppn- ina í Frakklandi. Þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin hér á landi og hafa sigurvegarar keppninnar hér heima alltaf stað- ið sig mjög vel í lokakeppninni í Frakklandi. Keppt verður í blindsmökkun, umhellingu á vín- um, samsetningu á matseðlum og vínlistum og fleiru sem góður vínþjónn þarf að kunna skil á. Keppnin verður bæði skrifleg og verkleg og komast 3 vínþjónar áfram í sjálf úrslitin, sem fara fram seinni partinn á laugardag. Í úrslitunum geta ýmsar óvæntar þrautir hugsanlega beðið kepp- enda. Fulltrúi Ruinart, Michéle Chantome, verður viðstödd keppnina. ■ 24. janúar 20042 Austurbakki leggur áherslu á samansetningu matar og vína og þá sérstaklega með brúðartertuna og önnur sætindi í huga. Boðið verður upp á smakk af sérvöldum vínum fyrir árshátíðir, brúðkaup og móttök- ur ásamt vel völdu úrvali af Petit Fours og öðru góðgæti frá Sandholt bakaríi ásamt einhverju óvæntu en kaka sem sérstaklega var búin til með vín í huga var söluhæsta kaka bakarísins í fyrra. Allied Domecq mun kynna ný og spennandi vín sem eru um þessar mundir komin í reynslusölu. Má þar nefna vín frá Sikiley, Spáni, Frakklandi, Chile, Argentínu, Ítalíu og Bandaríkjunum. Undirstrikar þetta hversu mikil sókn er hjá Allied Domecq í heimi léttvínanna. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem úrvalið er mikið og vínin sem kynnt verða eru á verðbilinu 950-1.790 kr. í Vínbúðum. Bourgogne var stofnað haust- ið 2001 og einbeitir sér að innflutn- ingi á gæðavíni frá Frakklandi, aðal- lega frá „vínbændum“ frekar en stór- um fyrirtækjum. Áherslan er á að geta tryggt uppruna vínsins og hafa viðamikla þekkingu á því hvernig vín- gerðin fer fram. 13 vín eru í boði í dag hjá fyrirtækinu og má nefna vín- in frá D’Allaines og Pujol. Eðalvín er þrátt fyrir ungan aldur orðið eitt af fimm stærstu vínfyrirtækj- um landsins. Fyrirtækið kynnir eðalvín frá Casa Lapostolle, besta framleið- anda Chile 2003, Wolf Blass, besta framleiðanda Ástralíu og heims 2002, Trivento, sem er mest selda vínið frá Argentínu á Íslandi, og Gonzalez Byass, stærsta vínframleiðanda Spán- ar. Ný umboð eru Rust en Vrede frá Suður-Afríku og Otard Cognac. Elgur mun kynna vín frá 20 fram- leiðendum. Flest eru nýlega komin í sölu í Vínbúðum en einnig verða kynnt vín sem þegar hafa fest sig í sessi. Má nefna vín frá hinum þekkta ástralska vínframleiðanda De Bortoli auk hvítvína frá Schmitt Söhne í Mosel. Helstu nýjungar eru frá franska vínrisanum Cellier des Daup- hins, Finca Santa Maria í Argentínu, Centíare og Montalto á Sikiley og Campagnola á Norður-Ítalíu. Globus verður með góðan gest, Stéphane Oudar frá Bouchard Ainé & Fils. Einnig verða kynnt vín frá E. Guigal í Rhone. Spænsku vínin frá El Coto og Montecillo hafa verið gífur- lega vinsæl á Íslandi og skoðað verð- ur hvað er að gerast í spænskri vín- gerð. Frá Nýja heiminum verða kynnt Montes-vínin frá Chile og Gallo frá Bandaríkjunum auk vína víngerðar- manns ársins 2003 í heiminum, Ástr- alans Peters Lehmann. Rolf Johansen & Company kemur eingöngu til með að vera með ítölsk vín á sýning- unni. Fyrst má telja vín frá Planeta á Sikiley og verður fulltrúi víngerðar- innar viðstaddur á sýningunni til þess að kynna vínin. Einnig verða kynnt vín frá fyrirtækjunum Pasqua, Frescobaldi, Fonterutoli, Pieropan, Allgrini, Morgante og Poliziano. Vin.is munu kynna úrval portvína frá gæðaframleiðendunum Croft, Ferreira, Hunt’s, Noval og Sandeman. Mismunandi tegundum portvína verða gerð sérstök skil og gestir fá tækifæri til að smakka allt frá ruby portvíni til colheita 1981. Samspil portvíns, gorgonzola, þurrkaðra ávax- ta og súkkulaðis verður kynnt ítar- lega. Fjölbreytt skipulögð dagskrá verður báða sýningardagana. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson kynnir frönsku vínin Sirius ásamt Les Corioles frá Maison Sichel-fyrirtækinu í Bordeaux. Boland Kelder frá Suður-Afríku er margverð- launað vín sem er nú loks fáanlegt á Íslandi. Frá Beaucaire-svæðinu í Languedoc-héraðinu í Suður-Frakk- landi koma OC Cuvée 178 vínin. Ein- föld og þægileg vín á góðu verði. Einnig verða kynnt spænsku vínin Marques del Puerto. Vín 2004 Sýnendur á Sævar Már Sveinsson, vín-þjónn á Hótel Holti, hefur verið valinn vínþjónn ársins í síðustu tvö skipti en sá titill er veittur þeim vínþjóni sem fær flest stig á hverju ári úr þeim keppnum sem fara fram. Sævar er að taka þátt í Ruinart í þriðja sinn en hann varð í öðru sæti í fyrra þegar Stefán Guðjónsson bar sigur úr býtum. „Þetta er erfið keppni sem er sæmbærileg við þær sem fram fara erlendis enda er keppt eftir alþjóðlegum stöðlum. Þetta er keppni sem haldin er með sama sniði víðs vegar um heim og fulltrúar Ruinart koma til hvers lands að fylgjast með því að allt fari fram eftir kúnstarinnar reglum. Úr- slitakeppnin í Reims í Frakk- landi er svona óopinber Evrópu- keppni, hefur um margt svipaða stöðu og Bocuse d’ Or-keppnin í matreiðslugeiranum. Þetta er kjörin leið fyrir unga áhuga- menn um vín, hvort sem er fag- menn eða leikmenn, að læra um allt það fjölbreytta sem snýr að vínum. Vín er ekki bara til að drekka heldur er þetta vinsælt áhugamál milljóna manna og auðvitað atvinna margra. Hér á landi hefur víngeirinn stækkað mjög á undanförnum árum með auknum vinsældum léttvína og áhugi almennings er gríðarleg- ur. Fagmennska hefur einnig aukist mikið og það eru alltaf betri og betri vínþjónar að koma fram. Það er gaman að sjá alla þá ungu vínþjóna og nema sem taka þátt í Ruinart-keppninni og ég vona að gestir á sýningunni skemmti sér vel við að fylgjast með keppninni“, segir Sævar en auk hans eru fimm keppendur, þau Bjarnheiður Hauksdóttir frá Maru, Lúðvík Leó Lúðvíksson og Björgvin Viktor Sigurðsson úr Perlunni og þau Atli Már Rafns- son og Erla Júlía Jónsdóttir af Hótel Holti. ■ SÆVAR MÁR SVEINSSON Tekur við viðurkenningu fyrir að hafa verið valinn vínþjónn ársins úr hendi Sigurðar B. Bjarkasonar, forseta Vínþjónasamtakanna. Vín 2004 Reynið að skrúfa upptakaranumaðeins á ská ofan í tappann, ekki beint ofan í, því ef tappinn er þurr er minni möguleiki á að hann brotni ef upptakarinn fer á ská í gegnum hann. Mikið er af vondum upptökurum á markaðnum, jafnvel dýrum. Best er að nota upptakara sem eru með reglulega gormlögun en eru ekki steyptir með kjarna í miðjunni eins og algengt er. Þetta sjáið þið með því að horfa í gegnum endann á gorminum; ef sést bein leið í gegn er gormurinn réttur en ef ekki sést í gegn er hann líklega með kjarna og kemur til með að þrýsta tappanum meira en góðu hófi gegnir til hliðanna. Þetta veldur því að tappinn stoppar í flöskustútn- um og brotnar auðveldlega. Verið óhrædd að smakka nokkrartegundir af vínum og finnið bestu samsetninguna. Gott er að vera með nokkur glös og skilja smálögg eftir í hverju glasi og bera saman. Þar hef- ur nefið mest að segja, það segir mun meira um vínin í samanburði að lykta af þeim frekar en að smakka þau í belg og biðu. Ef þið eruð nokk- ur saman að borða, hvort sem er heima eða á veitingastað, fáið ykkur nokkrar ólíkar tegundir. Það er mikill misskilningur að blöndun ólíkra teg- unda af léttvíni ein og sér valdi óþægindum daginn eftir, yfirleitt er það nú magnið sem ræður mestu þar um. Þar sem víðar gildir hið fornkveðna að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Trophée Ruinart Vínráð Ruinart keppni vínþjóna kl. 14.00 á laugardag: Vínþjónn ársins aldrei unnið keppnina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.