Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 23 Fróðleg ráðstefna á Laugum í Sælingsdal: Samspil skóg- arþekju og lífs í ám og vötnum Ósjaldan hefur verið vitnað tilþeirra orða Ara fróða Þorgils- sonar að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Sjaldnar er vitnað í þá full- yrðingu, sem fram er sett í sömu heimild, Landnámabók, að undir lok 9. aldar hafi fiskigengd í ám og vötnum líka verið feikimikil. Af orðum Ara má ráða að búsetan hafi valdið rýrnun þessara land- gæða og að skógur og fiskigengd hafi vart verið svipur hjá sjón 250 árum síðar, þegar staðhæfingarn- ar voru festar á kálfskinn. Áhugaverð spurning Áhugaverð rannsóknaspurn- ing, sem vaknar hjá þeim sem trúa orðum Ara, er hvort orsaka- samhengi sé á milli skógarþekju á þurrlendi og fiskigengdar í ferskvatnsvistkerfum. Er sam- hengi á milli fjölda trjáa á landi og fjölda fiska í ferskvatni? Get- um við eitthvað ráðið í áhrifin út frá erlendum rannsóknum, eða eru aðstæður á Íslandi svo frá- brugðnar þeim erlendu að ómögu- legt er að heimfæra þær á okkar skilyrði? Hvaða rannsóknir liggja fyrir hérlendis sem varpað gætu á þetta ljósi? Með aukinni skógrækt og stöðugri fækkun sauðfjár má bú- ast við að skógarþekja landsins aukist umtalsvert á komandi ára- tugum. Úr fjölmiðlum hafa komið misvísandi skilaboð um hver áhrif þessa gætu orðið á lífið í fersk- vatni hér á landi, samanber varnarorð sérfræðinga, sem fréttir hafa borist af í fjölmiðlum, um hættur sem steðji að lífi í Þingvallavatni vegna barrskóga á vatnasvæði þess. Það er hagsmunamál fyrir marga bændur og aðra landeig- endur að varpað sé ljósi á þetta samspil hérlendis. Allt er þetta hins vegar órann- sakað á Íslandi en á Laugum í Sæl- ingsdal var rætt um ýmislegt sem viðkom Ara fróða um síðustu helgi á mikilli ráðstefnu um sam- spil milli skógarþekju og líf í ám og vötnum. Hefur stærð óðala áhrif? Margir tóku til máls á tveggja daga ráðstefnu, enda umræðu- efnið viðamikið. Stefán Óli Stein- grímsson var einn mælenda og sagði meðal annars: „Laxfiskar í straumvatni tryggja sér aðgang að fæðu með því að verja óðöl og velja sér hentug búsvæði. Stærð óðala og búsvæðaval getur haft áhrif á dreifingu og hámarksþétt- leika laxfiska í ám. Skóglendi og trjáleifar geta haft mótandi áhrif á atferli laxfiska. Sem dæmi getur skógarþekja valdið breytingum á fæðuframboði, sem aftur getur mótað óðalstærð og þéttleika. Einnig geta trjáleifar í ám leitt til þess að fiskar sjái nágranna sína sjaldnar og verji smærri óðöl. Að lokum geta trjáleifar veitt skjól fyrir straumi og afræningjum. Í dag er lítið vitað um aðlaganir ís- lenskra ferskvatnsfiska að trjá- leifum sem búsvæði“. Berggrunnur ræður miklu Sigurður Guðjónsson tók einnig til máls á ráðstefnunni og sagði meðal annars: „Á Íslandi er að finna fjölbreytt lífsskilyrði í ám og vötn- um. Því valda margbreytileg um- hverfisskilyrði og ræður mismun- andi berggrunnur miklu, en eðli og efnafræði vatna er ólík eftir aldri berggrunnsins. Þá er veðurfar mis- munandi eftir landshlutum. Gróð- urfar á vatnasviðum hefur einnig talsverð áhrif á skilyrði í vatninu. Þekking á umhverfisskilyrðum líf- vera en mikilvæg til að skilja líf- fræði þeirra. Flokkun áa getur auð- veldað okkur þann skilning“. Sigurður kom einnig inn á að á Íslandi er lítið um skóg en áætlanir um aukna skógrækt munu á kom- andi áratugum auka skógþekju landsins. „Skógarþekja kann að hafa umtalsverð áhrif á umhverfis- skilyrði lífvera í fersku vatni. Vatnafar, hitafar og næringarefna- búskapur kann að breytast í lækj- um, ám og vötnum. Þá getur skóg- ur einnig haft áhrif á búsvæði líf- vera og önnur samfélög gróðurs og dýra í ám þar sem skógur er. Stærð og gerð fiskistofna getur einnig breyst. Mikilvægt er að reyna að gera sér grein fyrir þeim breyting- um sem geta orðið á lífríki í fersku vatni við skógrækt og haga rækt- uninni þannig að ekki verði óæski- legar breytingar. Þá ber þess ein- nig að gæta að veiðihlunnindi spillist ekki vegna skógræktar,“ sagði Sigurður meðal annars. Ráðstefnan á Laugum um sam- spil milli skógarþekju og lífs í ám og vötnum landsins var merkileg, en alls mættu um 100 manns á svæðið, þrátt fyrir frekar leiðin- legt veðurfar. ■ Veiði GUNNAR BENDER ■ skrifar um fróðlega ráðstefnu á Laugum í Sælingsdal. VIÐ HAGAFOSS Veiðimaður rennir í Hagafoss í Geirlandsá í Skaftafellssýslu. Ísland er ekki skógi vaxið eins og þegar Ari fróði kom hingað til lands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N S KE LF I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.