Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 27 Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% aukaafsláttur á stórútsölunni Bandaríski rithöfundurinnOlivia Goldsmith lést nýlega, 54 ára gömul. Hún var í verkum sínum fulltrúi miðaldra kvenna og talaði ákaft gegn æskudýrkun. „Meginmarkmið mitt í lífinu er að breyta menningu okkar þannig að litið verði á eldri konur sem full- gildar mannverur. Þegar konur verða fertugar verða þær ósýni- legar,“ sagði hún eitt sinn í viðtali. Það er kaldhæðni örlaganna að Oliva Goldsmith lést eftir lýtaað- gerð. Hún fékk hjartaáfall í svæf- ingunni og komst aldrei til meðvit- undar. Goldsmith gekk á sínum tíma í gegnum erfiðan skilnað þar sem hún komst nálægt því að missa al- eiguna. Hún flutti til London og skrifaði fyrstu skáldsögu sína The First Wives Club eftir að hafa les- ið blaðagrein um miðaldra karl- menn sem skildu við eiginkonur sínar til að ná sér í ungar fyrirsæt- ur. Bókin kom út árið 1992 og varð vinsæl Hollywood-kvikmynd með Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton í aðalhlutverkum. Goldsmith skrifaði á ferli sínum ellefu skáldsögur um svipað efni, auk barnabóka. Hún sagði sjálf að þegar hún dæi myndu bitrir karl- menn hrækja á gröf hennar. Dauði Goldsmith hefur nú orðið tilefni umræðna um lýtaaðgerðir og þær hættur sem þær geta falið í sér. Goldsmith, sem talaði svo mjög um að miðaldra konur ættu að sætta sig við útlit sitt og aldur, var greinilega ekki sátt við sjálfa sig eins og hún var. Breytingarnar sem hún vildi gera kostuðu hana lífið. Fyrir dauða sinn hafði hún nýlokið við skáldsöguna Wish upon a Star, sem kemur út seinna á þessu ári. Breskur útgáfustjóri hennar lýsti henni sem konu sem hefði haft frábæra samræðuhæfileika og fengið fólk til að veltast um af hlátri en hefði á seinni árum orðið hlédræg vegna vonbrigða í einka- lífi. ■ Höfundur First Wives Club lést eftir lýtaaðgerð: Dauði Oliviu Goldsmith OLIVIA GOLDSMITH Höfundurinn sem talaði gegn æskudýrkun lést eftir lýtaaðgerð. Það hefur verið íslensk slag-síða á bókahlaðanum að und- anförnu,“ segir Tómas R. Ein- arsson tónlistarmaður, sem er lesandi vikunnar. „Hótelsumar Gyrðis Elíassonar var fyrst; hann lætur fleira flakka en áður, það eru ýmis teikn um meira óþol, harðari stíl í allri fáguninni. Náðarkraftur Guð- mundar Andra er skratti fín stúdía á vönduðu en tímavilltu fólki, afar vel stíluð. Krafturinn er mestur í Stormi Einars Kára- sonar sem siglir öruggt þessi árin; Óvinafagnaður var topp- bók og þessi er glettilega vel heppnuð. Skugga-Baldur Sjóns er frábærlega stíluð nóvella, ég hefði þegið hana helmingi lengri. Splunkunýr dagur Pét- urs Gunnarssonar var óviðjafn- anleg stefnuyfirlýsing og nýi hlutinn í ljóðasafninu Að baki daganna bætir þroskanum við; móðurminningin er þar sterk- asta lesningin. Linda Vilhjálmsdóttir er líka gott ljóðskáld og Lygasaga er víða góð, en ég held hún hefði getað orðið meira en það með lengri yfirlegu. Ég held að Herra Alheimur Hallgríms Helgasonar hefði líka þolað lengri biðtíma, eða kannski leiðast mér bara vísindaskáld- sögur. Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur þótti mér vel fléttuð og í réttri fjarlægð frá viðfangsefninu. Ég er svo í Kíkóta númer tvö, þar er margt skemmtilegt en víða teygður fullmikill lopi fyrir okkur Njálumenn. Ég greip svo ofan í snilldar- ævisögu Stephens Spender, World Within World, til að rifja upp lýsingu hans á Virgin- íu Woolf, eftir að hafa séð The Ho- urs; Spender var e i n k e n n i l e g a brilljant gufu- menni. Svo bíð ég núna eftir nýjum bókum tveggja Íslandsvina; fyrra bindi af lífshlaupi spæns- ka útgáfustjórans Jaime Sal- inas, Travesías, eða Flakk, sem kom út á Spáni í nóvember og hefur fengið verðlaun og fína dóma. Hin er Snowleg eftir Nicholas Shakespeare, sem var að koma út í Bretlandi og fékk stjörnudóm í The Economist síðastliðinn laugardag. Mig er eiginlega farið að klæja í putt- ana eftir þeim báðum.“ ■ Krafturinn er mestur í Stormi Einars Kárasonar sem siglir öruggt þessi árin; Óvinafagnaður var toppbók og þessi er glettilega vel heppnuð. Skugga-Baldur Sjóns er frábærlega stíluð nóvella, ég hefði þegið hana helmingi lengri. Splunkunýr dagur Péturs Gunnarssonar var óviðjafnanleg stefnuyfir- lýsing og nýi hlutinn í ljóða- safninu Að baki daganna bætir þroskanum við; móðurminningin er þar sterkasta lesningin. ,, Íslensk slagsíða TÓMAS R. EINARSSON „Ég er svo í Kíkóta númer tvö, þar er margt skemmtilegt en víða teygður fullmikill lopi fyrir okkur Njálumenn.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.