Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 32
Söngvakeppni Samfés, samtakafélagsmiðstöðvanna, hefur verið haldin frá árinu 1992 og hafa margir af betri söngvurum landsins stigið þar sín fyrstu spor. Fyrst hóf hún göngu sína í Glæsi- bæ og áhuginn er svo gífurlegur að í dag dugar ekkert annað en Laugardalshöllin. Frá árinu 2001 hefur PoppTívi tekið keppnina upp og sjónvarpað klukkustundar- löngum þætti á stöðinni. Einnig hefur verið hefð fyrir því að gefa út geisladiska með útvöldum lög- um með flytjendum keppninnar sem unglingunum hefur gefist færi á að kaupa. Skærasta stjarnan sem hefur unnið keppnina í gegnum árin er án efa Ragnheiður Gröndal. Í fyrra vann strákur, Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem söng Bítlalagið Til There Was You við undirleik Hjartar vinar síns. Guð- mundur stígur á stokk í kvöld og tekur sigurlagið frá því í fyrra í nýjum búning. „Sigurinn hafði mjög mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Guð- mundur. „Þetta fjölgaði tækifær- um og gerði mikið fyrir mann sjálfan.“ Guðmundur og Hjörtur stofn- uðu í kjölfarið sveitina Svitaband- ið sem hefur spilað mikið og oft eftir sigurinn. „Við höfum spilað gífurlega mikið. Í menntaskólum, grunnskólum, afmælum og fé- lagsmiðstöðvarböllum. Ég vil endilega benda fólki á heimasíð- una okkar, svitabandid.com. Við spilum hvar sem er og fyrir hvaða aldursflokk sem er.“ Guðmundur er nú 16 ára og á fyrsta ári í menntaskóla. Hann viðurkennir fúslega að sigurinn hafi aukið kvenhyllina verulega. „Jú, vissulega,“ segir hann hálf feimnislega. „Þetta ýtti undir hana og hjálpar til. Maður fær sinn skerf af athygli.“ Húsið opnar kl. 16 og er miða- verð 700 kr. Auk keppenda koma fram Yesmine, Kanis og Kalli Bjarni ídolstjarna. Simmi og Auddi af PoppTívi verða kynnar. ■ 28 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki Tónlist SÖNGVAKEPPNI SAMFÉS ■ Fyrst skar Idol út um hver væri næsta poppstjarna Íslands. Nú verður skorið út um það hver er næsta poppstjarna grunnskólanna. Louis Cyphre: They say there's just enough religion in the world to make men hate one another, but not enough to make them love. - Robert De Niro lék sjálfan Andskotann í hryllingsmynd- inni Angel Heart frá árinu 1987. Hér er hann að ræða trúmál við Mickey Rourke í hlutverki einkaspæjarans Harry Angel. Það vildi svo skemmtilega til að þeir voru staddir í kirkju þegar samtalið fór fram. Bíófrasinn Leikarinn Ashton Kutcher er vístá bömmer þessa dagana. Ástæð- an er sú að nýjasta mynd hans The Butterly Effect hef- ur fengið hræðilega dóma. Pilturinn er svo leiður yfir þessu að hann hefur neitað að mæta í viðtöl til þess að kynna mynd- ina af ótta við að blaðamennirnir hakki hann í sig. Kutcher hefur ekki fengið gott start í kvikmynda- heiminum en um daginn var hann rekinn af leikstjóranum Cameron Crowe sem hafði ráðið hann í aðal- hlutverkið á væntanlegri mynd hans. Ástæðan á að vera sú að Crowe fannst Kutcher einfaldlega ekki getað leikið nægilega vel. Ástralski krókódílamaðurinnSteve Irwin slapp við ákæru eft- ir glæfralegt athæfi. Irwin tók upp á því að sveifla og kasta fæðu til krókódíls í metra fjarlægð með hægri hendi á meðan hann hélt á mánaðar gömlum syni sínum undir þeirri vinstri. Hann sá svo ekkert athugavert við gjörðir sínar og átti hann því í hættu að barna- verndunarnefnd Ástralíu kærði hann. Irwin var ítrekað yfirheyrð- ur vegna málsins og eftir það var ákveðið að gera ekkert í málinu. Breska leikkonan Kate Beck-insale sem lék síðast í Und- erworld, fékk alvarlegt botnlanga- kast á leiðinni á Sundance-hátíðina í Utah. Sársaukin var það gríðarleg- ur að hún neydd- ist til þess að fara á spítala þar sem botnlanginn var skorinn burt. Að- gerðin tókst vel og leikkonan er á batavegi. Hver verður næsta popp- stjarna grunnskólanna? GUÐMUNDUR ÓSKAR Kom, sá og sigraði í fyrra. Kvartar ekki yfir kvenhylli í dag. J-Lo og Ben hætt saman FÓLK Það kom að því að ástin kuln- aði á milli stjörnuparsins Jennifer Lopez og Ben Affleck. Fjölmiðla- fulltrúi hennar sendi frá sér fréttatilkynningu á fimmtudag þar sem fram kom að trúlofun þeirra hefði verið slitið og sam- bandið runnið út í sandinn. Í fréttatilkynningunni stóð: „Ég er hér með að staðfesta þær frásagnir að Jennifer Lopez hefur slitið trúlofun sinni við Ben Affleck. Þetta eru erfiðir tímar og við biðjum um að þið virðið það og gefið henni næði“. Þetta kemur ekki mikið á óvart þar sem Ben hefur talað opinskátt um það í viðtölum að parið ætti í vandræðum. Hann virtist þó alla tíð hafa haft trú á að sambandið gæti gengið. Þau eiga að hafa slit- ið sambandinu á þriðjudaginn síð- asta, daginn eftir að Affleck sneri heim frá Sundance-kvikmynda- hátíðinni. Á meðan Affleck var í Evrópu að kynna nýjustu mynd sína, Paycheck, komst það í fréttirnar að Jennifer Lopez hefði sést með fyrrum kærasta sínum Sean „P Diddy“ Combs en bæði þvertóku fyrir það að þau væru að taka saman aftur. Eins og flestir muna aflýstu Ben og Jennifer brúðkaupi sínu í september og kenndu fjölmiðla- fárinu um að hafa eyðilagt fyrir sér daginn. Svo reyndi á samband þeirra þegar myndin Gigli fór illa í gagnrýnendur og kvikmynda- áhugafólk. Næst sjáum við þau saman í Jersey Girl sem er nýjas- ta mynd Kevin Smith, leikstjóra Dogma og Jay and Silent Bob Strike Back. ■ JENNIFER LOPEZ OG BEN AFFLECK Við vissum öll að þessar línur yrðu einhvern tímann prentaðar í dagblaði: „Jennifer og Ben á meðan allt lék í lyndi“. Gæsa- húð! Drottinn, gef þessum mönnum styrk til að hætta að fitla við hvorn annan! Ég er kona! Æi, þú veist... ég hef séð ýmislegt... ÉG ER KONA! KONA! KONA! KONA! OG ÉG GET SANNAÐ ÞAÐ! RITSJ! JESÚS!!! Mamma þín og presturinn bæði á geðveikrahæli? Hvað með ÞIG?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.