Fréttablaðið - 24.01.2004, Page 33

Fréttablaðið - 24.01.2004, Page 33
29LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 Fréttiraf fólki edda.is Fiskveisla fiskihatarans eftir Gunnar Helga Kristinsson er óvenjuleg matreiðslubók, full af fróðleik, bráðskemmtilegum athugasemdum og girnilegum uppskriftum fyrir þá sem finnst fiskur oftast vondur. Einstakur skemmtilestur. Bók sem sómir sér jafn vel á náttborðinu og í eldhúsinu. Komin í verslanir 3.990 kr. Fiskur gerður góður Vandræði Courtneyjar Lovehalda bara áfram. Nú hafa lög- fræðingar hennar höfðað gegn henni mál vegna ógreiddra reikninga. Lögfræð- ingarnir að- stoðuðu hana við að slíta samn- ingum sín- um við plötufyrirtækið Universal á sín- um tíma en Love á víst enn eftir að borga hluta reikningsins. Þeir sem hafa gaman af því aðheyra Nicole Kidman syngja geta tekið gleði sína. Hún hefur nefnilega tekið að sér aðalhlut- verkið í annarri söng- leikjamynd. Sú heitir The Producers og er eftir söng- leik sem sló nýverið í gegn á Broad- way. Matthew Broderick fer með aðalkarl- hlutverkið. Í myndinni leikur Nicole sænska bombu sem starfar sem einkaritari. Britney Spears hefur tekið aðsér að leika í annarri kvik- mynd. Myndin sem heitir Door to Door er gerð eftir samnefndri skáldsögu Tobi Tobin og ætlar poppprinsessan að framleiða myndina sjálf. Sögu- þráðurinn er ekki svo harla ólíkur fyrri mynd hennar Crossroads. Fjallar um sveitastelpu sem fer til Hollywood með þá drau- ma að verða fræg leikkona. Hún verður ást- fangin af kvikmyndastjörnu en endar sem dyravörður á skemmtistað. Heather Mills, eiginkona PaulsMcCartney, þarf að gangast undir stóra aðgerð á mjaðma- grind sinni. Eftir að hún gekk með dóttur þeirra hjóna hefur losnað um járnskrúfur sem hafa haldið mjaðma- grind hennar saman frá því að hún lenti í bíl- slysi fyrir um ellefu árum síðan. Í því missti hún fótinn. Heather er greinilega sterk kona því hún vill helst bara drífa í þessu svo að hún missi ekki of mikinn tíma frá vinnu. API Í NÝÁRSGJÖF Arnold Schwarzenegger hefur verið iðinn við kolann síðan hann tók við ríkisstjóra- starfinu í Kaliforníu á síðasta ári. Hér sést vöðvatröllið gefa Lena Fat lítinn, sætan leikfangaapa í tilefni af ári apans í Kína. Útvarpsþættirnir Partyzone ogKronik ætla báðir að birta árslista sína í kvöld og efna í beinu framhaldi af því til sameig- inlegrar uppákomu á Kapital, þar sem bandaríski plötusnúðurinn King Britt verður í aðalhlutverki. „Þetta er í fjórtánda sinn sem við kynnum þennan lista,“ segir Helgi Már Bjarnason, annar um- sjónarmanna þáttarins Partyzone á Rás 2. Hann bætir því reyndar við að hann fari nánast hjá sér þegar hann nefnir þessa stóru tölu. Fjórtán ár er langur tími. „En þetta er líka orðinn fastur liður hjá ansi mörgum, bæði að hlusta á þáttinn og fara svo út að tjútta á eftir. Við höfum fengið fjölmarga plötusnúða til þess að skila inn listum yfir bestu lög síð- asta árs og höfum svo safnað þessu saman í einn topp 50 árs- lista. Þessu útvörpum við í kvöld og förum líka yfir allar helstu uppákomur ársins í þessum geira.“ Útvarpsþátturinn Kronik, sem einbeitir sér að hiphoppinu, gerir slíkt hið sama. Veislan á Kapital hefst síðan upp úr miðnætti strax eftir að þáttunum er lokið. „King Britt er mikil hetja bæði hjá þeim og okkur,“ segir Helgi Már um bandaríska plötusnúðinn. „Hann tekur með sér fullt af skemmtilegum plötum. Hann hef- ur reyndar verið að færast meira út í húsmúsíkina í seinni tíð, en er þekktur fyrir að blanda saman öll- um fjandanum.“ Íslensku snúðarnir Margeir, Rampage og B-Ruff láta einnig á sér kræla á Kapítal í kvöld. ■ AP /M YN D KING BRITT Einn flottasti snúður bandarísku danssen- unnar lætur gamminn geisa á Kapítal í kvöld. Fjör PARTYZONE OG KRONIK ■ birta árslista sína í kvöld og í framhaldinu verður djammað á Kaital. Kátir snúðar á Kapítal

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.