Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 40
36 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR SAHA Í TREYJU NÚMER NÍU Louis Saha skrifaði í gær undir fimm og hálfs árs samning við Manchester United. Félagið greiddi Fulham 12,8 milljónir punda fyrir leikmanninn. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 JANÚAR Laugardagur Evrópumótið í handbolta: Omeyer lokaði franska markinu HANDBOLTI Frakkar sigruðu Serba/Svartfellinga 23-20 á öðrum degi Evrópumótsins í handbolta. Frakkar lögðu grunninn að sigrinum á síðustu þrettán mínútum fyrri hálf- leiks þegar þeir skoruðu sex mörk án þess að Serbarnir næðu svara. Staðan var 7-7 þegar sautján mínút- uru voru liðnar af leiknum en þá lok- aði Thierry Omeyer franska mark- inu. Frakkarnir skoruðu sex síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddu 13-7 í hléi. Gregory Anquetil lék mjög vel í fyrri hálfleik og skoraði sex af þrett- án mörkum Frakkanna. Skyttan Jer- ome Fernandez meiddist í fyrri hálf- leik og tók ekki þátt í seinni hálfleik. Sex til sjö marka munur hélst á liðunum langt fram eftir seinni hálf- leik en Júgóslavarnir löguðu stöðuna undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins. Gregory Anquetil skoraði sex mörk fyrir Frakka, Nikola Karabatic fimm, Guillaume Gille fjögur, Joel Abati, Cedric Burdet og Jerome Fernandez tvö hver og Olivier Girault og Christophe Kempe eitt hvor. Nenad Maksic var markahæstur Serba/Svartfellinga með fimm mörk, Danijel Andjelkovic, Marko Curu- vija og Ratko Nikolic skoruðu þrjú hver, Marko Krivokapic og Zikica Milosavljevic tvö hvor og Ivan Lapcevic og Vladimir Petric sitt markið hvor. ■ Gúllassúpa að hætti Ungverja Ungverjar unnu slaka og andlausa Íslendinga, 32-29, og skildu þá eftir stigalausa eftir tvo leiki. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í hand- knattleik er komið í vond mál eftir tap gegn Ungverjum, 32-29, í öðrum leik liðsins í C-riðli Evrópumótsins í Slóveníu í gærkvöld. Íslenska liðið hefur nú tapað báðum leikjum sín- um á mótinu og verður nauðsynlega að vinna Tékka á morgun til að kom- ast í milliriðill. Ef sá leikur tapast fer landsliðið heim, með frímerki af ódýrari gerðinni á rassinum, strax á mánudag. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og það munaði aldrei meira en þremur mörkum á liðinum. Ungverjar voru með frumkvæðið en staðan í hálf- leik var jöfn, 15-15. Kunnugleg sjón en það var einnig jafnt í hálfleik í leiknum gegn Slóvenum á fimmtu- dagskvöldið. Fyrstu sjö mínútur síð- ari hálfleiks var allt með sama brag, liðin skiptust á skora en þá skildu leiðir. Ungverjar skoruðu þá fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-17 í 22-17. Eftir það var alltaf á brattann að sækja fyrir íslenska liðið en þeir áttu þó möguleika á því að jafna leikinn á síðustu mín- útum leiksins þegar staðan var 31-29 fyrir Ungverja. Þá brenndu hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson af í hraðaupphlaupum og í fram- haldinu gulltryggðu Ungverjar sér sigurinn með marki úr hraða- upphlaupi. Íslenska liðið var á hælunum mestallan leikinn og fjarri því að vera sama lið og stóð vaktina í Svíþjóð fyrir tveimur árum og í Portúgal í fyrra. Varn- arleikurinn var varla til staðar og hin sterka 6:0 vörn sem oft hefur komið íslenska liðinu til bjargar virkaði engan veginn. Íslensku leikmennirnir gengu ekki út í ung- versku skytturnar, sem fengu að valsa um að vild við teiginn. Sókn- arleikur íslenska liðsins var þung- lamalegur og hugmyndasnauður og munaði miklu að Ólafur Stef- ánsson virkaði þungur og þreytt- ur. Dagur Sigurðsson hefði betur verið heima í Austurríki miðað við frammistöðu hans í dag og einu ljósu punktarnir voru frammistaða Jaliesky Garcia og Snorra Steins Guðjónssonar, sem sýndi hugrekki miðað við aldur og reynslu þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið upp hjá honum. Það hefur fjarað undan íslenska liðinu í þessari keppni. Væntingarnar fyrir mótið voru miklar og mark- miðin hjá hópnum voru skýr; Sig- ur í riðlinum var skilyrði. Í dag líta markmiðin hjákátlega út svo ekki sé meira sagt og spurningin er hvort íslenska liðið nái að girða sig í brók og vinna Tékkana á morgun – það væri ekki til of mik- ils ætlast. Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia voru markahæstir í ís- lenska liðinu með sjö mörk, Guð- jón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk, Rúnar Sigtryggsson og Snorri Steinn Guðjónsson skor- uðu fjögur mörk hvor og Einar Örn Jónsson og Patrekur Jóhann- esson skoruðu eitt mark hvor. Reynir Þór Reynisson varði ellefu skot í marki Íslands og Guðmund- ur Hrafnkelsson tvö. Ivo Diaz var markahæstur hjá Ungverjum með níu mörk en þeir eru öruggir í milliriðill og geta tryggt sér sig- urinn í riðlinum á morgun með því að leggja Slóvena að velli. oskar@frettabladid.is KSÍ: Tíu milljónir til félaganna FÓTBOLTI Stjórn Knattspyrnusam- bands Íslands ákvað á fundi á þriðjudag að greiða tæpar tíu millj- ónir króna til 57 aðildarfélaga KSÍ. Þetta er þriðja árið í röð sem aðild- arfélög njóta slíks framlags. Félög sem sendu lið til keppni í mót á vegum KSÍ í yngri aldurs- flokkum utanhúss 2003 fá framlag frá sambandinu. Félög sem sendu lið til keppni í yngri flokkum beggja kynja fá 200.000 krónur hvert, en félög sem sendu aðeins lið til keppni í yngri flokkum annars hvors kyns- ins 125.000 krónur hvert. Félög sem voru aðilar að einu samvinnufélagi fá 62.500 krónur hvert. ■ LEIKIR: 12.15 KA og Tindastóll leika í Bog- anum á Akureyri í Powerade- mótinu í fótbolta. 13.30 Þróttur Reykjavík leikur við Þrótt Neskaupstað í íþróttahúsi Hagaskóla í 1. deild kvenna í blaki. 14.00 Keflavík keppir við ÍS í Kefla- vík í 1. deild kvenna í körfubolta. 14.00 ÍBV mætir Víkingi í Eyjum í RE/MAX deild kvenna. 15.15 Völsungur og Hvöt leika í Boganum á Akureyri í Powerade- mótinu í fótbolta. 16.00 KR leikur við Njarðvík í DHL- höllinni í 1. deild kvenna í körfu- bolta. 16.00 KA/Þór mætir Fram í KA- heimilinu í RE/MAX-deild kvenna. 16.00 Grótta/KR og Valur leika á Seltjarnarnesi í RE/MAX-deild kvenna í handbolta. 17.00 SA og Björninn keppa í Skautahöllinni á Akureyri á Ís- landsmóti karla í íshokkí. 17.30 Þróttur Reykjavík leikur við HK í íþróttahúsi Hagaskóla í 1. deild karla í blaki. SJÓNVARP: 11.45 US Champions Tour 2004 á Sýn. 12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Scarborough og Chelsea í 4. umferð bikarkeppn- innar. 14.00 EM í handbolta á RÚV. Sýnd verður upptaka af leik Íslendinga og Ungverja. 14.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Arsenal og Middlesbrough í 4. umferð bikar- keppninnar. 14.55 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Svía og Sviss- lendinga. 15.30 Supercross (Edison International Field) á Sýn. 16.30 EM í handbolta á RÚV. Sýnd verður upptaka af leik Serba og Svartfellinga og Frakka. 16.30 Motorworld á Sýn. 17.00 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Liverpool og Newcastle United í 4. umferð bikarkeppninnar. 19.25 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Villarreal. 22.00 Sterkasti maður heims á Sýn. 22.30 Hnefaleikar á Sýn. 02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá hnefaleikakeppni í Atlantic City. Á meðal þeirra sem mætast eru Arturo Gatti og Gianluca Branco. A-LANDSLIÐ KARLA Leikur gegn Albönum í Tírana í lok mars. A-landslið karla: Leikur við Albani FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið leikur vináttuleik við Albana í Tírana 31. mars. Leikurinn verður þriðja viðureign þjóðanna en þær léku tvisvar í undankeppni EM 1992. Íslendingar unnu 2-0 á Laug- ardalsvelli með mörkum Atla Eð- valdssonar og Arnórs Guðjohnsen en Albanir unnu 1-0 í Tírana með marki Eduards Abazi. Albönsku landsliðsmennirnir leika með félögum í átta löndum. Miðjumaðurinn Lorik Cana leikur með Paris St. Germain, sóknar- maðurinn Igli Tare með Bologna og miðjumaðurinn Besnik Hasi með Anderlecht. Þjálfari Albana er Hans-Peter Briegel, sem lék með Evrópumeisturum Þjóðverja árið 1980 og úrslitaleiki HM árin 1982 og 1986. Hann tók við lands- liðinu í desember 2002 og unnu Al- banar Rússa 3-1 í fyrsta leiknum undir stjórn Briegels. ■ FRAKKAR UNNU Frakkinn Guillaume Gille sækir að vörn Serba/Svartfellinga en Ivan Lapcevic er til varnar. ■ Ummæli UNGVERJALEIKURINN Þjálfari Ung- verja, Laszlo Skaliczky, er maður fárra orða og hann lét hafa eftir- farandi eftir sér á blaðamanna- fundi í gær. „Þetta var erfiður leik- ur en við lékum mjög vel og sóknin okkar var mjög góð. Við spiluðum betur en Íslendingar og þeir hrein- lega réðu ekki við okkur í dag. Vörnin var líka fín hjá okkur og ég er virkilega ánægður með sigurinn. Íslenska liðið lagði sig fram allan leikinn og gafst aldrei upp. Hraða- upphlaup þess voru fín.“ ÓLAFUR STEFÁNSSON Í KRÖPPUM DANSI MYND/DELO Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk gegn Ungverjum í gær og var markahæstur ásamt Jaliesky Garcia en fékk oft á tíðum óblíðar móttökur hjá ungversku varnarmönnunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.