Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 41
37LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 kringlunni s.588 0079 Kringlunni Fallegur og vandaður fatnaður fyrir herra og dömur allt að 60% afsláttur Vorum að taka upp nýjar vörur - vor 2004 ÚTSALA opið sun 13-17 ZORAN LUBEJ Skoraði níu mörk úr tíu skotum gegn Tékkum. Slóvenar unnu Tékka Íslendingar og Tékkar leika um sæti í milliriðli á morgun. HANDBOLTI Slóvenar unnu Tékka 37-34 á öðrum leikdegi á Evrópu- mótinu í handbolta. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi og skiptust liðin á að hafa forystuna. Slóvenar tóku frumkvæðið í upphafi leiks og leiddu 11-8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Tékkar náðu að jafna í 11-11 og 12-12 en tvö mörk frá Vid Kavt- icnik færðu heimamönnum tveggja marka forystu. Tékkar svöruðu með sex mörkum í röð en Roman Pungartnik átti lokaorðið í fyrri hálfleik og var staðan 18-15 fyrir Tékka í hléi. Slóvenar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks en Tékkarnir náðu forystunni að nýju, 21-20, með þremur mörkum í röð. Þeir héldu forskotinu fram undir miðjan hálf- leikinn en þá skoruðu Slóvenar sjö mörk gegn tveimur á fimm mínútna kafla og leiddu 30-27. Aftur skoruðu Tékkar þrjú mörk í röð og jöfnuðu en Slóvenar reyndust sterkari á endasprettin- um og unnu með fjögurra marka mun. Línumaðurinn Zoran Lubej var markahæstur Slóvena og skoraði níu mörk úr tíu skotum. Zoran Jovicic og Vid Kavticnik skoruðu fimm mörk hvor, Ales Pajovic, Roman Pungartnik og Uros Zorm- an fjögur mörk hver og Ognjen Backovic og Renato Vugrinec þrjú hvor. Jan Filip og David Juricek skoruðu sjö mörk hvor fyrir Tékka, Michal Bruna skoraði fimm, Karel Nocar fjögur, Filip Jicha og Daniel Kubes þrjú hvor, Milan Berka tvö og Michal Kraus og Alexandr Radchenko eitt hvor. Þjóðverjar unnu Pólverja 42-31 í hinum leik gærdagsins. Markus Baur var markahæstur Þjóðverja með tólf mörk úr fjórtán skotum en Grzegorz Tkaczyk skoraði níu mörk fyrir Pólverja úr sextán skotum. ■ Ólafur Stefánsson er ekki á leiðinni heim strax: Við rífum okkur upp úr þessu HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var dapur í bragði í leikslok enda var tapið gegn Ungverjum mikið áfall. „Við ætluðum okkur sigur hér í dag. Við fórum með slæm dauðafæri í lokin þegar við vorum að ná okkur upp. Það var samt aðallega vörnin sem klikkaði. Það kostar okkur miklu minni orku ef við náum vörninni í gang og þurf- um ekki að vera að sprengja okk- ur í sífelldum eltingarleik. Við náðum upp smá kafla en það var bara ekki nóg. Við verðum að þétta betur fyrir miðju eins og við vorum búnir að tala um og þá kemur þetta,“ sagði Ólafur, sem er ekki á þeim buxunum að fara heim á mánudag. „Þetta er erfið- asta staða sem maður getur lent í. Við erum búnir að glata okkar tækifærum en þurfum samt að spila vel gegn Tékkum til þess að bjarga heiðrinum. Ef vörnin kem- ur þá sigrum við því sóknin hefur gengið vel á köflum. Við rífum okkur upp úr þessu,“ sagði Ólafur. Tekur fulla ábyrgð „Þetta er rosalega sárt því við vorum búnir að spila okkur út úr leiknum en komum okkur alltaf aftur og aftur inn en klúðrum því þá aftur á ný,“ sagði Guðjón Val- ur Sigurðsson, sem lék ágætlega en hefur gengið illa að nýta fær- in sín það sem af er. Hann tekur fulla ábyrgð á sínum hlut. „Ég verð að taka stóran hlut af sök- inni á sjálfan mig því ég gat minnkað muninn í eitt mark með 3 mínútur eftir og þar fór leikur- inn endanlega.“ ■ KÆRU SPÁNVERJA VÍSAÐ FRÁ Spænska handboltasambandið kærði leikinn við Króata til aga- nefndar Evrópska handknatt- leikssambandsins. Spánverjarnir telja að sigurmarkið, sem Ivano Balic skoraði beint úr aukakasti, hafi verið ólöglegt. Aganefndin fjallaði um málið í gærmorgun og ákvað að vísa því frá. Króatar sigruðu 30-29 í leiknum. LOEB LEIÐIR Frakkinn Sebastien Loeb, á Citroën, leiðir eftir fyrsta daginn í Monte Carlo-rallinu. Eistinn Markko Märtin, sem ekur fyrir Ford, er í öðru sæti, 18,3 sekúndum á eftir Loeb, en Marcus Grönholm, á Peugeot, er 18,7 sekúndum á eftir Märtin. Norski heimsmeistarinn Petter Solberg, á Subaru, er sjötti. Rall- inu lýkur á sunnudag. TITOV Í BANN Rússneski miðju- maðurinn Jegor Titov var í gær dæmdur í tólf mánaða bann af aganefnd UEFA. Titov féll á lyfjaprófi eftir leik Rússa og Walesmanna í umspili fyrir Evr- ópumeistarakeppnina í sumar. Hann missir því af lokakeppn- inni í Portúgal í sumar. Titov, sem leikur fyrir Spartak frá Moskvu, hefur tvisvar verið val- inn knattspyrnumaður ársins í Rússlandi. Enska bikarkeppnin: Örlátur Abramóvits FÓTBOLTI „Þetta er gríðarlega mikil bú- bót fyrir okkur – alveg frábær. Ég segi aðeins kærar þakkir, herra Abramóvits,“ sagði Malcolm Reynolds, stjórnarformaður Scar- borough, en Roman Abramóvitsh, eigandi Chelsea, gaf Scarborough 25.000 pund til reksturs fótboltaskóla félagsins. Tilefnið er leikur Scar- borough og Chelsea í 4. umferð bikar- keppninnar í dag. Paul Smith, talsmaður Chelsea, sagði að félagið þyrfti að sýna ábyrgð og hjálpa félögum eins og Scar- borough að dafna. „Þessi félög eru hjörtu sinna samfélaga og gegna stóru hlutverki. Við vonum að framlag okk- ar hjálpi Scarborough við að finna stjörnuleikmenn sína í framtíðinni.“ Heimavöllur Scarborough, McCain-leikvangurinn, rúmar 6.899 manns í sæti. Aðsóknin hefur yfirleitt verið 1.000 til 1.500 manns í vetur en völlurinn verður fullsetinn í dag og komast færri að en vilja. Scarborough stendur frammi fyrir nýju vandamáli í dag en á heimasíðu félagsins er var- að við fölsuðum aðgöngumiðum. ■ Íslendingar í ensku bikarkeppninni: Árni Gautur í byrjunarliði? FÓTBOLTI Árni Gautur Arason leikur líklega með Manchester City gegn Tottenham í 4. umferð bikarkeppn- innar á morgun. Enski landsliðs- markvörðurinn David James er ekki hlutgengur með City þar sem hann hefur leikið með West Ham í bikar- keppninni. Árni Gautur keppir við Kevin Stuhr-Ellegaard um sæti í lið- inu og er talið að Keegan veðji á reynslu Árna frekar en Danann. Bjarni Guðjónsson verður í leik- mannahópi Coventry, sem leikur við Colchester á heimavelli í dag. Coventry fékk Bjarna að láni frá Bochum út leiktíðina. Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið í byrjunarliði Nottingham For- est í síðstu þremur leikjum. Frétta- vefur BBC væntir þess að Forest tefli fram sama liði og tapaði fyrir Reading fyrir viku þegar félagið mætir Sheffield United á heimavelli á morgun. Wolves mætir West Ham í fyrsta sinn í bikarkeppni. Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmanna- hópi Úlfanna gegn Liverpool í vik- unni en fréttavefur BBC reiknar með að hann verði með að nýju á morgun. ■ CHELSEA Leikur við Scarborough í dag. 4. UMFERÐ BIKARKEPPNINNAR Leikir í dag Arsenal - Middlesbrough Birmingham - Wimbledon Burnley - Gillingham Coventry - Colchester Ipswich - Sunderland Liverpool - Newcastle Luton - Tranmere Portsmouth - Scunthorpe Scarborough - Chelsea Swansea - Preston Telford - Millwall Leikir á morgun Everton - Fulham Man. City - Spurs Northampton - Man. United Nottingham Forest - Sheffield United Wolves - West Ham ■ Molar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.