Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 45
Fyrrum hljómborðsleikari Jet-hro Tull fór í kynskiptaaðgerð og er í dag kona. Hann hét áður David Palmer og skartaði í gamla daga alskeggi. Nú er hann 66 ára með sítt ljóst hár, farðar sig, elskar svartar þröngar sokkabuxur og hefur breytt nafni sínu í Dee. Dee átti mjög erfitt með að til- kynna Ian Anderson, flautuleikandi höfuðpaur sveitarinnar, tíðindin. Á endanum settist hann niður með honum og sagði að hann hefði svolít- ið sem hann þyrfti að „tappa af sínu rúmgóða brjósti“. Anderson stóð við bakið á félaga sínum en viðurkenndi að hafa átt mjög erfitt með ákvörðun hans í fyrstu. Dee hefur ákveðið að hefja loks- ins sólóferil sinn. „Ég vil vera dæmdur út frá tónlist minni en engu öðru,“ sagði hann í viðtali við The Evening Standard. Þar segir hann löngun sína til þess að skipta um kyn hafa verið „opið leyndar- mál“ í bransanum og að hann hafi ákveðið að láta verða af því þegar eiginkona hans lést fyrir 9 árum síð- an. Jethro Tull var stofnuð árið 1968 og er enn starfandi. Palmer hætti þó árið 1980. ■ LAUGARDAGUR 24. janúar 2003 41 Alfa III Nýtt námskeið um Fjallræðuna. Kynning í Neskirkju við Hagatorg, þriðjudaginn kl. 20. Kaffi og veitingar. Séra Örn Bárður Jónsson, leiðir námskeiðið. www.neskirkja.is Hljómborðsleikari Jethro Tull í kynskiptiaðgerð JETHRO TULL Ekki ýkja kvenlegir... eða hvað? Skrýtnafréttin JETHRO TULL ■ Hljómborðsleikari Jethro Tull hefur lát- ið breyta sér í konu. Jón „góði“ þokkatröll Hlustendur Rásar 2 völdu JónÓlafsson, hljómborðsleikara og sjónvarpsmann, kynþokka- fyllsta mann ársins en valið er ár- viss viðburður og fer jafnan fram á bóndadeginum. Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík, varð í öðru sæti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fréttamaður í Kastljósinu, varð þriðji. Idolstjarnan Kalli Bjarni hafnaði í fjórða sæti og Ólafur Þór Rafnsson byggingaverkfræð- ingur í því fimmta. Topp tíu listann fylltu síðan í þessari röð Vilhelm Anton Jóns- son Naglbítur, Guðjón Valur Sig- urðsson, handboltamaður og sig- urvegari síðasta árs, Jónsi Í svört- um fötum, Sigfús Sigurðsson handboltamaður og Jón Sigurðs- son Idol. Jón tók niðurstöðunni af sinni stöku hógværð, leit í spegil og spurði: „Er þetta virkilega kyn- þokkafyllsti maður ársins?“ ■ JÓN ÓLAFSSON Oft nefndur „góði“, var valinn kynþokka- fyllsti maður ársins af hlustendum Rásar 2 á bóndadeginum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.