Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 1
ALDRAÐIR Reykaðstaða heimilis- fólksins á Hrafnistu í Reykjavík er lítið nokkurra fermetra glugga- laust herbergi. Starfsmaður heimilisins, sem ekki vill láta nafns síns getið, seg- ir aðstöðuna vera fyrir neðan allar hellur og ekki gamla fólkinu bjóð- andi. Þetta sé heimili fólksins og því eigi þeir sem reyki rétt á al- mennilegri aðstöðu. Auk þess sem reykherbergið er mjög lítið og gluggalaust, er enginn öryggis- hnappur inni í því sem býður hættunni heim. Starfsmaðurinn segir að ef eitthvað komi fyrir inni í herberginu sé hætta á að viðkomandi verði bjargarlaus og geti ekki kallað eftir hjálp. Mikill reykur myndast inni í herberginu þegar heimilisfólkið fær sér að reykja. Til þess að bæta andrúmsloftið hefur verið sett upp vifta sem fer sjálfkrafa í gang þegar ljósið í herberginu er kveikt. Starfsmaðurinn segir að margir hinna öldruðu íbúa hafi kvartað sárlega undan þessu því viftan trufli heyrnartækin þeirra. Hann segir ljóst að þetta gangi ekki svona til lengdar. Fyrir rúmu ári síðan hafi yfirstjórn Hrafnistu lofað að bæta úr þessu en ekkert hafi enn verið gert. Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segist taka undir það að aðstaðan sé alls ekki nægilega góð. Það standi hins vegar til að bæta úr henni samfara breyting- um á anddyri hússins í vor. „Það þýðir að reykherbergið verður flutt þar sem anddyrið er,“ segir Sveinn. „Það er stefnt að því að herbergið verði mun betra – stærra og með gluggum.“ Samkvæmt starfsmanninum hefur gamla fólkið líka kvartað undan því að ekki sé lengur hægt að fara út á svalir hússins. Ástæðan fyrir því sé að vegna átaks gegn reykingum starfs- manna hafi svölunum verið læst. Sumir starfsmenn hafi átt það til að fara út á svalir að reykja. Sveinn segir það rétt að Hrafn- ista sé með átak í gangi gegn reykingum starfsmanna. Það hafi tíðkast í einhverjum mæli að starfsmenn hafi reykt úti á svölum, þó það sé stranglega bannað samkvæmt lögum. Hins vegar sé það ekki rétt að svölun- um hafi verið læst vegna reyk- inga starfsmanna. Reyndar séu svalirnar læstar eftir klukkan fimm á daginn en þannig hafi það lengi verið. Hann segir að til að hjálpa starfsmönnum að hætta reykingum hafi heimilið boðið þeim nikótínplástra og nikótíntyggjó. trausti@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR FJÖLSKYLDUVIKA Í HÍ Í dag hefst fyrsta fjölskylduvika stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hugo Þórisson flytur fyrirlestur um uppeldi barna í sal 101 í Odda og boðið verður upp á fimleikakennslu fyrir börn stúdenta. Dagskráin stendur fram á miðvikudag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HELDUR HLÝNANDI VESTAN TIL Það ætti að vera orðið frostlaust um eða eftir hádegi. Áfram kalt allra austast. Úr- komulítið á landinu öllu. Rofar heldur til síðdegis. Sjá síðu 6 ● húseigendafélagið ● allt um mottur▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Verslunin Brynja er 85 ára Björn Snæbjörnsson: 26. janúar 2004 – 25. tölublað – 4. árgangur ● 34 ára í dag Bjarni Benediktsson: ▲ SÍÐA 17 Hvíld milli þorrablóta ● amma má ekki vita Mínus: ▲ SÍÐA 30 Fleiri yfirlýsingar YNGSTI ÞJÓÐARLEIÐTOGINN Mikhail Saakashvili, sem tók formlega við embætti forseta Georgíu við hátíðalega athöfn í höfuð- borginni Tbilisi í gær, er yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu, aðeins 36 ára. Sjá síðu 4 RÚMRA 400 MILLJARÐA EINKA- NEYSLA Heimilin í landinu vörðu meira en 400 milljörðum króna í einkaneyslu í hittið- fyrra. Einkaneyslan hefur aukist um 25 millj- arða króna á tveimur árum en þjóðin fjárfestir minna en áður. Sjá síðu 2 SELDI ÍBÚÐ SEM HANN ÁTTI EKKI Ungt par lenti í vandræðum þegar það keypti íbúð. Sá sem seldi hana hafði misst hana út úr höndunum og neitaði bankinn, sem hafði eignast íbúðina, að samþykkja sölu á um- sömdu verði. Sjá síðu 4 ÓVISSA UM GEREYÐINGARVOPN Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segir ekki vissu fyrir því að Írakar hafi átt gereyðingarvopn þegar ráðist var inn í landið. Halldór Ásgrímsson hefur ekki trú á að Írakar hafi náð að eyða öllum gereyðingar- vopnum sínum. Sjá síðu 2 VÖRUFLUTNINGAR Lögreglumaður og héraðslögregluþjónn vinna sem afleysingabílstjórar hjá Vöru- afgreiðslunni á Patreksfirði. Fyr- irtækið hefur sinnt vöruflutning- um um rúmlega tveggja ára skeið án þess að hafa rekstrarleyfi. Því er reksturinn ólöglegur að sögn Vegagerðarinnar og hefði átt að vera stöðvaður af sýslumanni. Helgi Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Vöruafgreiðslunnar, staðfestir störf mannanna tveggja en segir ekkert athugavert við starfsemina. „Það er mjög algengt að fyrirtæki í vöruflutningum séu ekki með rekstrarleyfi.“ Á bæjarráðsfundi í Vestur- byggð var samþykkt að sækja um styrk frá samgönguráðuneytinu til að efla vöruflutninga inn og út af svæðinu. „Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti að fela Brynjólfi Gísla- syni bæjarstjóra að sækja um styrkinn,“ segir Jón B. G. Jónsson, forseti bæjarstjórnar. „Ég veit ekki hvenær er von á svari frá samgönguráðuneytinu.“ Hann segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvernig styrknum verði varið eða hvort hann renni til Vöruafgreiðslunnar. Hann þver- tekur fyrir að það hafi verið rætt í bæjarstjórn og verði vart gert fyrr en svar berst. ■ Vifta í reykherbergi truflar heyrnartæki Starfsmaður Hrafnistu gagnrýnir aðbúnað heimilisfólks. Reykherbergið er lítið og gluggalaust og þar er enginn öryggishnappur. Forstjórinn segir að aðstaðan verði bætt á næstu mánuðum. Sérstakt átak í gangi gegn reykingum starfsmanna. Flutningafyrirtæki starfar án rekstrarleyfis: Lögreglumenn starfa við ólöglega flutninga FJÖLDI Á SKJALDBREIÐ Viktor Einar naut útiverunnar á Skjaldbreið í gær. Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína þangað, hvort tveggja á jeppum og snjósleðum. Sólin skein skært á ferðalanga sem nýttu sér tækifærið sem stillt veðrið gaf fólki til útiveru þrátt fyrir mikið frost. EM-draumurinn úti: Mjög sárt HANDBOLTI „Þetta eru geysilega mik- il vonbrigði og það er mjög sárt að upplifa að vera dottinn út því það vantaði aðeins herslumuninn að við færum áfram í þessu móti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handbolta, eftir að ís- lenska liðið féll út af Evrópumótinu í handbolta. Ísland gerði jafntefli við Tékka en þurfti að vinna til að komast áfram. „Það er gríðarlega sárt að aðeins hafi vantað eitt mark og mér fannst í þessari keppni að herslumuninn hafi vantað til þess að fylgja þessu eftir í 60 mínútur. Við spilum á köfl- um mjög vel en það eru of miklar sveiflur í leiknum. Við erum alltaf í vænlegri stöðu en svo vantar yfir- vegun og þar að auki höfum við ekki efni á að klúðra svona mörgum dauðafærum.“ Sjá síðu 24 Langar í Subaru VRC rallbíl bílar o.fl. Rúnar Jónsson: ▲SÍÐA 18 ● nýr freelander FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.