Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 4
4 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR Var einhvern tímann líf á Mars? Spurning dagsins í dag: Hvað finnst þér um árangur Íslands á EM í handbolta? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 68,7% 31,3% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Stjórnmál Saakashvili sór embættiseið sem forseti Georgíu: Yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu TBILISI, AP Mikhail Saakashvili tók formlega við embætti forseta Ge- orgíu við hátíðlega athöfn í höf- uðborginni Tbilisi í gær. Sa- akashvili er 36 ára og því yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu. Saakashvili, sem er lögfræð- ingur að mennt, stýrði mótmæla- aðgerðum sem leiddu til afsagnar Eduards Shevardnadze, fyrrum forseta, í nóvember. Georgíu- menn binda miklar vonir við nýja forsetann sem hefur heitið því að koma á pólitískum stöðugleika, útrýma spillingu og stuðla að friði og velmegun í landinu. Saakashvili hefur einnig lýst því yfir að hann ætli að bæta sam- bandið við Rússa og styrkja tengslin við Evrópu. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var við- staddur vígsluna en Bandaríkin hafa sýnt því áhuga að kaupa olíu af Georgíumönnum þegar þeir hefja útflutning til vesturs. Eftir fund með Saakasvhili lýsti Powell því yfir að Bandaríkja- stjórn hefði samþykkt sem svar- ar tæplega tólf milljarða króna fjárhagsaðstoð til uppbyggingar Georgíu. Powell notaði einnig tækifærið og bauð Saakashvili í heimsókn til Washington 25. febr- úar fyrir hönd George. W. Bush Bandaríkjaforseta. ■ Seljandinn átti ekki íbúðina Ungt par taldi sig hafa fest sér húsnæði. Seljandinn hafði ekki umboð til að selja á því verði sem var á undirrituðu kauptilboði. Þá hvíldi miklu meira á húsinu en skuldayfirlit frá fasteignasala gaf til kynna. Kaupunum var hafnað að kröfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem átti húsið í raun og veru. VIÐSKIPTI Ungt par, sem gerði kauptilboð í lítið einbýli við Soga- veg, er afar ósátt við framgöngu viðkomandi fasteignasölu. „Fasteignasalinn sýndi mér yfirlit yfir það sem hvíldi á hús- inu,“ segir ungi maðurinn. „Sam- kvæmt því hvíldu um tólf milljón- ir króna á því. Hann lét þess getið, að hann hefði ekki náð að klára skuldayfirlitið, þannig að endan- leg upphæð væri líklega eitthvað hærri. Hún reyndist vera hvorki meira né minna en um 20 milljón- ir þegar öll kurl voru komin til grafar. Þar átti Sparisjóður Hafn- arfjarðar tvö stór veð, en á milli þeirra áttu for- eldrar eigand- ans veð upp á tvær milljónir króna. Það veð véfengir spari- sjóðurinn.“ Unga parið gerði tilboð í húsið upp á 12,5 milljónir. „Síðan hófst ferli, þar sem fasteigna- salinn sagði okk- ur að komið væri hærra tilboð vel yfir 13 milljónir. Hann sagði að ef við byðum 13,5 þá værum við nokkuð örugg með að fá það. Við hækkuð- um okkur og á miðvikudagskvöldi undirrituðum við kauptilboð, með fyrirvara um samþykki lánar- drottna. Við vildum hafa samband við sparisjóðinn til að athuga hvort málið væri ekki í höfn. Það vildi fasteignasalinn alls ekki, en hélt okkur allan tímann að því að ræða einungis við eiganda húss- ins, sem hefði samþykkt kaup- tilboðið. Hann skyldi sjá um spari- sjóðinn.“ Síðan heyrði unga fólkið ekkert frá fasteignasölunni fyrr en það hafði samband við hana eftir tæpa viku. Þá tjáði fasteignasalinn þeim að sparisjóðurinn hefði ekki samþykkt fyrirhuguð kaup, en hann átti raunar húsið. Hann hafði keypt það 4. desember á nauðung- aruppboði, en eigandinn fékk frest til 15. janúar til að bjarga sínum málum. „Ég hringdi þá loksins í spari- sjóðinn,“ segir ungi maðurinn. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu aldrei samþykkt þessa sölu því upphæðin hefði ekki dugað til að þeir fengju fyrir veði upp á tæpa milljón. Þetta vissi fast- eignasalinn allan tímann og þetta hefði ég vitað hefði ég séð veðbókarvottorð eða rétt skuldayfirlit í upphafi.“ „Seljandinn hafði staðhæft við mig að fyrir lægi samþykkt til 60 fermetra stækkunar hússins. Hjá borgarskipulagi fékk ég þær upp- lýsingar, að þetta væri rangt, og að það myndi kosta okkur 700.000 krónur til viðbótar við kaupverðið að fá samþykktina. Ég hvet fólk til að athuga vel sinn gang þegar það kaupir sér húsnæði,“ sagði ungi maðurinn. „Það margborgar sig að hafa lög- fræðing með í ráðum því stóra spurningin er hverjum maður geti treyst.“ jss@frettabladid.is Forseti Póllands: Krefst umbunar VARSJÁ, AP Aleksander Kwasni- ewski, forseti Póllands, ætlar að þrýsta á George W. Bush Banda- ríkjaforseta að umbuna Pólverjum fyrir þann stuðning sem þeir hafa veitt Bandaríkjamönnum í stríðinu í Írak. Kwasniewski, sem fer í opinbera heimsókn til Washington á þriðju- dag, vill að pólsk fyrirtæki fái að taka þátt í uppbyggingunni í Írak og bandarísk yfirvöld hætti að krefja Pólverja um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bandaríkjanna. Um 2.400 pólskir hermenn eru í Írak og fara þeir með yfirstjórn 9000 manna alþjóðlegs herliðs. ■ Þjóðþing Íran: Kosninga- lögum breytt ÍRAN, AP Íranska þjóðþingið hefur samþykkt breytingar á kosninga- löggjöfinni og snúið við banni gegn framboði umbótasinna. Þessi ákvörðun var tekin á neyðarfundi þingsins en til þess að breytingin öðlist gildi þarf lagafrumvarpið einnig samþykki í æðstaráði klerkastjórnarinnar. Þjóðþingið tók kosningalögin til umfjöllunar undir þeim for- merkjum að um einkar mikilvægt mál, sem varðaði grundvallarrétt- indi í þjóðfélaginu, væri að ræða. Þetta lagafrumvarp er hið fyrsta sem fær slíka meðhöndlun frá því trúarlegu stjórnarfari var komið á í byltingunni 1979. ■ LÖNG BIÐ Foreldrar Líbanans Alis Balha, sem hefur setið í fangelsi í Ísrael í ellefu ár, halda á mynd af syni sínum fyrir utan heimili fjölskyldunnar í suðurhluta Líbanon. Hizbollah og Ísraelsstjórn: Samið um fangaskipti LÍBANON, AP Eftir margra mánaða samningaviðræður hafa ísraelsk stjórnvöld og Hizbollah-skæruliðar komist að samkomulagi um fanga- skipti. Yfirvöld í Þýskalandi höfðu milligöngu í viðræðunum. Ísraelar ætla að láta lausa 23 líbanska fanga og um 400 Palestínu- menn auk tólf manna frá öðrum arabalöndum. Í staðinn sleppa Hiz- bollah-skæruliðar ísraelska kaup- sýslumanninum Elhanan Tannen- baum sem hefur verið í haldi sam- takanna síðan í október árið 2000. Ísraelum verða einnig afhent lík þriggja hermanna sem teknir voru höndum um svipað leyti og Tannen- baum. Zvi Rish, talsmaður Hizbollah- samtakanna, segir að fangaskiptin fari fram nk. fimmtudag. ■ VILJA VIÐSKIPTAÞVINGANIR Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kanni kosti þess að Ísland beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna byggingar múrsins sem skilur að landsvæði Palestínumanna og Ísra- ela. Einnig að skoðuð verði að Ís- land segi sig frá fríverslunar- samningi EFTA og Ísraels. Fasteignasalan: Eðlileg vinnubrögð VIÐSKIPTI „Fólkinu var fullkunn- ugt um hvernig um hnúta var búið hvað varðaði þessa eign,“ sagði Ásmundur Skeggjason á Fasteignasölunni Höfða, fast- eignasölunni þar sem unga parið undirritaði kauptilboð á Soga- vegi. „Við gerðum þeim fulla grein fyrir því að þarna væri um yfir- veðsetta eign að ræða. Veð- bókarvottorð lá fyrir og það var fyrirvari í tilboðinu um hvort kröfuhafar myndu samþykkja. Við trúðum því þegar við fórum af stað með þetta að bankinn yrði velviljaðri heldur en raunin varð. En við gátum ekki haft samband við hann fyrr en sölu- verðið lá fyrir. Sama dag og það lá fyrir var haft samband við hann.“ Spurður hvers vegna fólkið hefði ekki verið látið vita fyrr en það hafði sjálft samband við fasteignasöluna nokkrum dög- um síðar, sagði Ásmundur að þeir hefðu viljað hamra á bank- anum. Menn hefðu ekki viljað trúa því að bankinn hleypti söl- unni ekki í gegn. Hann sagði enn fremur, að vinnubrögð fast- eignasölunnar hefðu verið full- komlega eðlileg að öllu leyti í þessu máli, fasteignasalan væri innan vébanda Félags fasteigna- sala og færi í einu og öllu að gildandi reglum. ■ UNGUR ÞJÓÐARLEIÐTOGI Eitt af fyrstu embættisverkum Mikhails Saakashvili var að gera rauðhvítan fána stjórnarandstöðunnar að þjóðfána Georgíu. „Það marg- borgar sig að hafa lögfræð- ing með í ráðum því stóra spurn- ingin er hverj- um maður geti treyst. FASTEIGNASALA Frumvarp til laga um hert eftirlit með fasteignasölum er nú til meðferðar á Alþingi. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um nauðsyn endurskoðaðra laga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.