Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 8
8 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Má segja svona? „Sökin liggur ekki hvað síst hjá okkur útgerðarmönnum sem hafa aldrei getað náð sátt við sitt starfsfólk, það er að segja sjómenn.“ Guðmundur Kristjánsson um álit almennings á útgerðinni. Morgunblaðið 25. janúar. Lík lík „Öll lík eru hver öðrum lík.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra spurður um mismunandi erfðafjárskatt eftir ættartengslum. Fundur í Valhöll 24. janúar. Öllu safna menn „Það er svo ótalmargt í kringum okkur sem hefur menningargildi og við tökum ekki einu sinni eft- ir. Á sýningunni er verið að sýna að kóktappar, bjórtappar og rakvélablöð hafa t.d. mikið menningarlegt gildi.“ Ólafur J. Engilbertsson, sýningarstjóri safnara- sýningar í Gerðubergi. Tímarit Morgunblaðsins 25. janúar. Orðrétt Íslendingum fjölgar á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka: Eru nú 40% starfsmanna KÁRAHNJÚKAR Hlutfall Íslendinga af heildarfjölda starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun hefur aukist um rúman helming síðustu mánuði. Í dag starfa 928 manns á Kára- hnjúkasvæðinu, samkvæmt upp- lýsingum aðaltrúnaðarmanns. Þar af eru 373 Íslendingar eða nálægt 40% starfsmanna. Síðastliðið haust var hlutfall Ís- lendinga aðeins 20% af heildar- starfsmannafjölda á Kárahnjúka- svæðinu. Þeim hefur því fjölgað um 100%. Enn vantar þónokkuð upp á að áætlunum, sem stjórnvöld lögðu fyrir stéttarfélögin, verði náð. Þar var gert ráð fyrir að erlendir starfsmenn yrðu um 20% og inn- lendir starfsmenn um 80%. Á vegum Impregilo eru nú 748 manns á Kárahnjúkum, þar af 223 Íslendingar. Hjá Arnarfelli eru 80 manns, allt saman Íslendingar og hjá Fosskraft eru 100 manns, þar af 70 Íslendingar. Þessu til viðbótar hefur nokkur hópur íslenskra rafiðnaðarmanna verið að störfum á svæðinu. Þeir hafa unnið við að leggja og ganga frá 11 kílóvolta dreifikerfi á svæðinu, sem og ljósleiðarakerfi. Auk þess hafa nokkrir íslenskir rafiðnaðarmenn verið að störfum við að ganga frá og lagfæra raf- lagnir í búðum. ■ Matvöruverslanir: Betri verðmerkingar NEYTENDUR Verðmerkingar í mat- vöruverslunum hafa batnað veru- lega á undanförnum árum að mati Samkeppnisstofnunar. Á liðnu ári kannaði stofnunin samtals 15.100 vörur í 76 mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Í ljós kom að í 1,8% til- vika var vara á hærra verði í af- greiðslukassa en í hillu og í 1,5% tilvika var varan á lægra verði í kassa en í hillu. Í 1,4% tilvika voru vörur óverðmerktar í hillu. Niðurstaðan er svipuð á var árið 2002. Breytingin á síðustu árum er gífurleg. Verst var staðið að verðmerkingum í kringum aldamót. Árið 2000 var mis- brestur í nærri ellefu prósentum tilfella og í níu prósentum tilfella árið áður. ■ VIRKJUNARSVÆÐIÐ DIMMUGLJÚFRUM VIÐ FREMRI KÁRAHNJÚK Íslenskir starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka eru afar óánægðir með að ríflega tuttugu Kínverjar starfi þar án staðfestra atvinnuréttinda. Réttindalausir á þungavinnuvélum Pirringur er meðal íslenskra starfsmanna við Kára- hnjúka þar sem ekki hefur verið gengið frá staðfest- ingu atvinnuréttinda rúmlega tuttugu Kínverja. ATVINNUMÁL „Ég get staðfest, að það er mikill pirringur meðal ís- lenskra starfsmanna á virkjunar- svæðinu hér á Kárahnjúkum,“ segir Oddur Friðriksson aðaltrún- aðarmaður um við- brögð vegna vinnu fjölda Kínverja á þungavinnuvélum sem þeir hafa ekki réttindi á. Oddur segir að pirringur- inn beinist alls ekki gegn Kínverjunum sem slíkum. Þeir séu afbragðsmenn í alla staði, bæði í vinnu og öllu samneyti. „Hins vegar á að staðfesta at- vinnuréttindi þeirra áður en þeir taka til starfa. Þeim bar að gang- ast hér undir próf en það próf hef- ur ekki verið tekið ennþá. Út frá þeim forsendum er þetta sjónar- mið vel skiljanlegt,“ sagði Oddur. „Það er Vinnueftirlitið sem á að staðfesta starfsréttindi þessara manna. Mér skilst að það hafi ekki verið gert. Ég er ósáttur við það.“ Kínverjarnir umræddu vinna allir á þungavinnuvélum. Íslensk- ir vélamenn hafa ekki verið látnir víkja úr sínum störfum, heldur hefur þeim fjölgað um 25 frá ára- mótum. Tveir íslenskir starfs- menn sem voru á grjótflutninga- bílum voru að vísu settir í eftirlit með efnisnámum, en það hafði ekkert með komu Kínverjanna að gera, heldur voru þessir menn hæfir til eftirlits,“ segir Oddur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er aðbúnaður mannanna tveggja allsendis ófullnægjandi hvað varðar starfsaðstöðu. Til að mynda átti að vera búið að koma upp skjóli eða kaffiaðstöðu fyrir þá í námunum. Það hefur enn ekki verið gert. Spurður um þetta atriði sagði Oddur, að það væri Vinnueftirlits- ins að fylgjast með málum af þessu tagi og sjá til þess að þeim sé komið í viðunandi horf. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um málið. Oddur kvaðst hafa gert athuga- semdir til viðeigandi yfirvalda um málefni Kínverjanna og bíður nú viðbragða frá þeim. jss@frettabladid.is STARFSMENN VIÐ KÁRA- HNJÚKAVIRKJUN Íslendingar Útlendingar Samtals Impregilo 223 525 748 Fosskraft 70 30 100 Arnarfell 80 0 80 Samtals 373 (40%) 555 (60%) 928 KÁRAHNJÚKAR Íslendingum hefur fjölgað mjög við fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka. Þeir eru nú 40% starfsmanna en áætlanir stjórnvalda gerðu í upphafi ráð fyrir að Íslendingar yrðu um 80% starfsmanna við fram- kvæmdina. Misbrestur í verðmerkingum í matvöru- verslunum á árunum 1995–2003 1995 4,9% 1996 6,3% 1997 7,4% 1998 6,8% 1999 9,2% 2000 10.6% 2001 7,9% 2002 4,3% 2003 4,7% ■ Samkvæmt upplýsingum blaðsins er að- búnaður mann- anna tveggja allsendis ófull- nægjandi hvað varðar starfs- aðstöðu. HUNDUR HLJÓP FYRIR BÍL Sjónarvottur segir að litlu hafi munað að bíll ylti þegar hund- ur hljóp í veg fyrir bíl á Reykjanesbraut á fjórða tíman- um á laugardag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hundurinn hljóp í veg fyrir hann en hélt honum þó á rétt- um kili. Lögreglan vill ná tali af eiganda hundsins, sem er svartur, að talið er blandaður írskur setter og labrador. GEKK YFIR HÚDDIÐ Á BÍLNUM Brotist var inn í bíl við Víkur- braut í Keflavík í fyrrinótt. Bíllinn var ólæstur. Tveimur hátölurum var stolið og gengið hafði verið yfir húddlok bíls- ins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.