Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 12
Það má spyrja hvaða hagsmuniÍslendingar hafi af að halda lífi í varnarsamningnum við Banda- ríkjamenn ef ríkisstjórn Banda- ríkjanna sér engan hag í því fyrir sitt leyti. Íslendingum getur verið huggun af að halla sér að ríkis- stjórn Bandaríkjanna í utanríkis- og varnarmálum en aðeins ef Bandaríkjamenn sjá sjálfir í því tilgang. Þegar ríkisstjórn þeirra endurskilgreinir utanríkisstefnu sína svo að varnarsamstarfið við Íslendinga rúmist þar ekki lengur eru forsendur þessa samstarfs í raun fallnar – og ekki síður sökum þess að samstarfið var ætíð svo einhliða að vart var hægt að kalla það samstarf. Íslendingar þurfa því – hvort sem þeim líkar betur eða verr – að endurmeta utanríkis- stefnu sína. Og er það gott. Þó ekki kæmi til stefnubreyting- ar Bandaríkjastjórnar þá hefur veröldin breyst svo á undanförnum áratugum að varnarsamningur við Bandaríkjaher getur ekki verið hornsteinn utanríkisstefnunnar. Ef utanríkisstefnan er látin hverfast um þennan samning þá mun hún ekki þjóna hagsmunum Íslendinga. Tilraunir til að blása lífi í þennan samning og egna ríkisstjórn Banda- ríkjanna til að halda hér úti her geta því snúist í höndum okkar. Við gætum sætt okkur við varnarsigur í viðræðum við Bandaríkjastjórn og fengið hana til fresta brottför hersins eða jafnvel að sætta okkur við lengri dvöl takmarkaðs liðs en slíkt mun aðeins tefja það verk sem er fyrir höndum: Að endur- skilgreina utanríkis- og varnar- stefnu okkar. Það er verkefnið sem krefst úrlausnar. Mildun af áhrif- um ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um flutning hersins er í sjálfu sér verðugt verkefni en ekki ýkja mik- ilvægt. Miðað við fyrirferð varnar- samnings í þjóðmálaumræðu á Ís- landi í hálfa öld er dálítið skrítið hversu lítil umræða hefur farið fram um brottför hersins. Vera hersins er skilgreind sem atvinnu- málefni Suðurnesjamanna og þar sem flestir landsmanna eru sam- mála um að betra sé að þeir hafi sem flest tækifæri til atvinnu virð- ist vera nokkuð breið samstaða um það að framlengja skuli sem lengst varnarsamstarfið við Bandaríkin og draga sem mest úr fækkun her- manna á Miðnesheiði. Að öðru leyti virðist stefnubreyting ríkisstjórn- ar Bandaríkjanna ekki kalla á um- ræður um utanríkismál. Það er erfitt að aðgreina stuðn- ing íslensku ríkisstjórnarinnar við hernám Íraks frá varnarsamningn- um og þeirri sígildu skilgreiningu að hann sé hornsteinn utanríkis- stefnu landsins. Á sama tíma og ís- lensk stjórnvöld reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um að framlengja varnarsamstarfið er óðum að koma í ljós að þær upplýsingar sem ís- lensk stjórnvöld byggðu stuðning sinn við innrásina í Írak á voru rangar – og líklega vísvitandi rang- færðar af ríkisstjórn Bandaríkj- anna. Sú staða ýtir enn frekar á endurskoðun þessa samstarfs. ■ Viðar Hreinsson bókmennta-fræðingur hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma bók mína um Halldór Kiljan Laxness án þess að hafa lesið hana. Í viðtali hér í blaðinu laugardaginn 24. janúar sagði hann, að vinnubrögð mín væru forkastanleg. Hann skýrði þetta ekki nánar, svo að ég hring- di í hann og spurði hann, hvað hann ætti við. Hann svaraði því til, að hann ætti við það, að ég tæki sums staðar í bókinni upp texta Halldórs án þess að breyta þeim mikið. Þá vitum við það. Allt tal um ritstuld fráleitt Af því tilefni vil ég segja þetta: Í fyrsta lagi tók ég skýrt fram í eftirmála bókar minnar, að ég flétt- aði lýsingar Halldórs á atvikum, að- stæðum og einstaklingum inn í frá- sögn mína. Mér fannst sjálfsagt og eðlilegt að gera það. Það hvarflaði ekki að mér, að neinn hefði neitt við það að athuga. Hafi ég með þessu brotið lög um höfundarrétt, sem ég vona ekki, þá er það svo sannarlega óviljaverk. Í öðru lagi vísaði ég í neðanmáls- greinum margsinnis í bækur Hall- dórs, þótt eflaust megi um það deila, hvort ég hafi gert það nógu oft. Á það er þó að líta, að þessar bækur eru til á nær hverju heimili í landinu, svo að erfitt er um að vill- ast, þegar ég nýti mér efni úr þeim. Allt tal um ritstuld var því fráleitt. Í þriðja lagi tel ég þá aðferð sem ég beitti beinlínis betri og heppi- legri en þá að taka beinar og orð- réttar lýsingar Halldórs eða ann- arra, setja þær í gæsalappir og prjóna eitthvað framan við og aft- an. Við aðferð mína var hægt að hnika til orðum, svo að efnið félli inn í verkið, og leiðrétta misminni og missagnir, eins og ég gerði oft í bók minni. Í fjórða lagi tók ég Halldór sjálf- an til fyrirmyndar í þessu efni. Hann greip ósjaldan efni úr ýmsum áttum, felldi það inn í verk sín og breytti aðeins eftir eðli og þörfum verkanna. Dæmi um þetta eru ýmis kvæði hans, ræða Rauðsmýrarmaddöm- unnar í Sjálfstæðu fólki, lýsingar á hermennsku í Íslandsklukkunni og efni úr dagbókum Magnúsar Hjaltasonar í Heimsljósi. Í fimmta lagi hafa aðrir íslensk- ir ævisagnaritarar beitt sömu að- ferð og ég. Í rækilegri greinargerð, sem ég lagði fram á blaðamanna- fundi 8. janúar, benti ég á nokkur dæmi úr bók Guðjóns Friðriksson- ar um Einar Benediktsson, en ein- nig mætti nefna bók Gylfa Gröndal, Við Þórbergur, og raunar mörg önn- ur verk, eins og ég get sýnt fram á. Hvers vegna þegir Viðar Hreinsson um „forkastanleg vinnubrögð“ þessara höfunda? Enginn er dómari í eigin sök Enginn er dómari í eigin sök. Þótt ég telji sjálfur, að vinnubrögð mín hafi verið sjálfsögð og eðlileg, verða lesendur að dæma um það. Ég fékk um einu þúsundi fleiri kaupendur að bók minni (samtals um fjögur þúsund) en Viðari Hreinssyni tókst að betla milljónir af Eimskipafélaginu og öðrum fyr- irtækjum til að skrifa bók um Stephan G. Stephansson (samtals um þrjár milljónir), svo að ég má vel við una. En þau vinnubrögð Viðars Hreinssonar að skunda fram á opin- beran vettvang og hafa uppi svigur- mæli um bók, sem hann hafði ekki lesið, eru svo sannarlega forkastan- leg. Ég lagði mig allan fram um að safna fróðleiksbrotum um ævi Halldórs Kiljans Laxness og fella þau saman í eina heild, sem væri aðgengileg almenningi, læsileg og skemmtileg, um leið og ég fór var- lega í ályktunum og reyndi ekki að troða neinni einni skoðun á Nóbelsskáldinu niður í kok les- enda. Viðar hefur eins og sumir aðrir orðið sér til skammar í þessu máli. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um samninga við Bandaríkja stjórn um varnir. 12 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar þetta er skrifað á sunnu-dagsmorgni hefur leikur Ís- lendinga og Tékka á Evrópumót- inu í handknattleik enn ekki far- ið fram. Ég hef hins vegar lesið það fimm sinnum í Morgunblað- inu að íslenska liðið sé nú „komið upp að vegg“. Það má til sanns vegar færa og er eflaust skrifað til að brýna menn til dáða. Ég vona að það virki en er ekki al- veg viss. Sjálfur veit ég að mót er að loknu þessu. Ég er nefni- lega gamall og vitur. Frá því að ég var barn hefur maður fylgst með gengi íslenska liðsins í handbolta og farið í gegnum geðs- hræringar stór- mótanna. Ég hef ekki rannsakað það sérstaklega en mér finnst eins og gengi ís- lenska liðsins hafi yfirleitt verið ósköp svipað í gegnum tíðina – að það hafi verið eitt af tíu bestu liðum í heimi frá því að ég man eftir mér og einstaka sinnum náð að komast í hóp fimm efstu. Ég held að það sé einhver mis- skilningur sem ég las í Frétta- blaðinu í gær að liðið hafi verið lélegt allt þar til hinn pólski Bod- an tók við því. Reyndar var það mjög gott lið sem hann stýrði – svo gott að hann komst upp með að hafa Sigurð Sveinsson á bekknum nær allan tímann – en samt fannst manni eins og það lið næði aldrei fyllilega að sýna það sem í því bjó. Eiginlega finnst manni það alltaf. Það að hafa fyl- gst með gengi íslenska liðsins í handknattleik áratugum saman er í rauninni saga samfelldra vonbrigða, sem maður veit samt að eru afrakstur óraunhæfra væntinga. Handboltamaðurinn sem reykti Þegar við strákarnir í Karfa- voginum vorum hvað æstastir að fylgjast með lýsingunum að utan – Sigurðar Sigurðssonar sem lét fátt koma sér úr jafn- vægi og nokkru seinna Her- manns Gunnarssonar sem hreif mann alltaf með glóandi mæl- sku – og við hoppuðum um alla íbúð skrækjandi af gleði eða gólandi af hryggð, þá áttu Ís- lendingar leikmenn sem voru alveg jafn góðir á alþjóðavísu og þeir sem núna leika fyrir Ís- lands hönd. Hitt er svo önnur saga að alþjóðlegum handknatt- leik hefur fleygt fram með meiri hraða og meiri sérhæf- ingu og markvissara uppeldi. En það var mikill ljómi um nafn Geirs Hallsteinssonar, Ólafs Jónssonar eða Jóns Hjaltalín (sem ég man ekki betur en að allir hafi leikið um hríð með góðum liðum í útlöndum) – svo að nokkrar hetjur séu nefndar. Maður dáði handboltamennina af slíku alefli að ég man enn þau hyldjúpu vonbrigði sem ég upp- lifði þegar ég sá landsþekktan handboltamann á förnum vegi með sígarettu í hendinni. Ég reyndi að telja mér sjálfum trú um að hann væri að geyma hana fyrir einhvern... Handbolti er íslensk íþrótt Handbolti höfðar til Íslend- inga. Það má svo sem til sanns vegar færa að það kunni að vera vegna þess að hann er ekki jafn vinsæll með milljóna- þjóðum og því meiri möguleik- ar að vera þar í fremstu röð en ég hef reyndar aldrei verið hrifinn af þeirri skýringu. Handbolti virðist endurspegla íslenskt þjóðlíf á eindregnari hátt en margar aðrar íþróttir. Það er mikil snerting í honum, mikil átök og hraði, í saman- burði virkar körfuboltinn nán- ast pempíulegur með banni sínu við snertingu. Handbolt- inn virðist höfða til Íslendinga vegna þess að hann er sérstakt sambland af félagshyggju og einstaklingshyggju sem er kannski visst einkenni á ís- lenskri þjóðfélagsskipun; hann er eins og skorpuvinna. Þegar maður horfir á íslenska liðið bruna upp völlinn eftir „slæma kaflann“, taka sig saman í and- litinu er eins og verið sé að „bjarga verðmætunum“, koma heyinu í hús, klára að vinna fiskinn sem liggur undir skemmdum, klára að reisa fé- lagsheimilið fyrir opnunina næsta mánuð; vinna krafta- verkið sem Íslendingar gera alltaf ráð fyrir að komi... Við þekkjum mörg „slæma kaflann“, doðann, andleysið, sinnuleysið. „Slæmi kaflinn“ kemur eins og súld eða bræla á miðum, hann er óhjákvæmileg- ur, hann er náttúrulögmál, hann er hlutskipti Íslendings- ins. Hann endurspeglar þung- lyndið í þjóðarkarakternum – og einhvern veginn er eins og þessi „slæmi kafli“ sé nauðsyn- leg forsenda allrar velgengni; að menn þurfi að vera komnir upp að vegg til að ná að ein- beita sér. Íslenska liðið spilar alltaf eins og maður á dedlæni, sem finnst að hann muni skila á réttum tíma vegna þess að hann hefur gert það svo oft áður – hefur oft „séð það svart- ara“. Þetta dedlæn íslenska liðsins rann út í gær og ég veit enn ekki hvort náðist að skila á réttum tíma: sjálfur þarf ég hins vegar að drífa í að skila þessari grein...■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORS- SON ■ skrifar um handbolta. Slæmi kaflinn ■ Af Netinu Forkastanleg vinnubrögð? „Íslenska liðið spilar alltaf eins og maður á ded- læni, sem finnst að hann muni skila á réttum tíma vegna þess að hann hefur gert það svo oft áður – hefur oft „séð það svart- ara“. Andsvar DR. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, ■ prófessor í stjórnmálafræði skrifar um bók sína um Halldór Laxness. Brestir í hornsteinunum Áfengisauglýsingar hafa engin áhrif Íslenskir áfengisframleiðendur eru afar svekktir yfir því að bannað sé að auglýsa áfenga drykki hér landi. Hvers vegna þeir eru svona svekktir er stund- um óljóst þar sem þeir halda því reglulega fram að áfengisauglýs- ingar hafi í raun engin áhrif á neytendur, sérstaklega ekki börn og unglinga. Ýmsar rannsóknir sýna reyndar fram á að áfengis- auglýsingar hafi áhrif á ungt fólk og því eru enn ágæt rök fyrir auglýsingabanninu. SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON SKRIFAR Á WWW.SKODUN.IS Trúleysi ógnar mannlegu sam- félagi Þeir eru aumkunarverðir sem ekki geta akiterað fyrir sannfær- ingu sinni öðruvísi en að ljúga um staðreyndir. Staðreyndin er þó sú að ótrúlegasta fólk á það til að grípa til slíkra ráða þegar það finnur að það er að missa tiltrú manna á því sem það hefur fram að færa. Við höfum rúmlega ársgamalt dæmi um þetta í málflutningi biskups Íslands og setur það ljót- an blett á þjóðkirkjuna. Ræðan sem hann flutti á nýársdag 2003 bar yfirskriftina „Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi“. Þegar Karl Sigurbjörnsson heldur því fram í hátíðarræðu frammi fyrir hjörð sinni að trúleysi sé ógn við samfélagið er hann einfald- lega að ljúga. BIRGIR BALDURSSON SKRIFAR Á WWW.VANTRU.NET

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.