Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 17
Bjarni Benediktsson, þingmað-ur Sjálfstæðisflokksins, er 34 ára í dag. Af því tilefni er hann staðráðinn í því að leyfa sér að brjótast út úr hversdagsleikanum. Öfugt við marga felst það í því að taka því rólega og halda ekki veis- lu, enda voru þrjú þorrablót á dag- skrá vikunnar. „Ég man nú ekki eftir því að það hafi neitt stórkostlegt gerst á afmælisdaginn minn,“ segir hann líklegast bara vegna þess eins að hann getur ómögulega munað eft- ir sinni eigin fæðingu. „Þetta hef- ur alltaf verið mjög þægilegur og góður dagur. Konan mín er meira afmælisbarn heldur en ég. Hún sér alltaf til þess að þessi dagur verði ekki alveg eins og hversdag- urinn. Ég veit ekki hvað við ákveðum að gera, kannski borða mat heima og hafa það huggulegt með börnunum.“ Afslöppunin er kærkomin enda hefur Bjarni átt í mörgu að snúast síðustu daga. „Á föstudagskvöld var þorrablót í Íþróttahúsinu í Garðabæ. Ég er formaður í knatt- spyrnudeildar Stjörnunnar og við fengum 600 manns í mat svo var ball á eftir. Á laugardag vorum við að klára heimsóknir í bæjarfé- lögin í kjördæminu. Erum búin að halda fundi í öllum bæjarfélögum. Dagskrá laugardags endaði á þorrablóti í Kópavoginum. Það hefur því verið nóg að gera. Svo er maður byrjaður að huga að þeim málum sem bíða þegar þing- ið kemur aftur saman í vikunni.“ Bjarni er greinilega ekki mik- ið fyrir það að klappa sjálfum sér á bakið. Hann hefur að minnsta kosti ekki haldið afmæl- isveislu frá því að hann fagnaði þrítugsafmælinu. „Maður gerir ekkert stórmál úr því þegar afmælin eru ekki tímamóta- afmæli. Ég býð kannski ein- hverjum heim til mín á næsta ári þegar ég verð 35 en næsta stór- veisla verður ekki fyrr en ég verð 40 ára. Ég held ekki svaka partí í hvert sinn sem ég á af- mæli,“ segir Bjarni að lokum. ■ 17MÁNUDAGUR 26 janúar 2004 Afmæli BJARNI BENEDIKTSSON ■ alþingismaður fagnar 34 ára afmæli sínu í dag. Ætlar að taka því rólega. Rólegur á milli þorrablóta BJARNI BENEDIKTSSON „Maður gerir ekkert stórmál úr því þegar afmælin eru ekki tímamótaafmæli. Næsta stórveisla verður ekki fyrr en ég verð 40 ára. Ég held ekki svaka partí í hvert sinn sem ég á afmæli.“ Það var á þessum degi árið 1972sem söngkonan stórkostlega Mahalia Jackson dó. Hún var far- þegi á jörðu í 61 hring í kringum sólina áður en hún kvaddi þennan heim. Mahalia fæddist í New Orleans árið 1911. Líf Mahaliu var ekkert alltaf dans á rósum. Mahalia vann fyrir sér sem þjónustustúlka, hjúkrunarkona, eigandi fegrunar- stofu og afgreiðslukona í blóma- búð. Hún söng með kirkjujór babtista og tileinkaði sér snemma að syngja til dýrðar drottni. Hún gerði sína fyrstu plötu árið 1937 og varð á skömmum tíma ein þekktasta gospelsöngkona allra tíma. Hún var góð vinkona Arethu Franklin og átti það einnig til að koma fram með Duke Ellington. Hún kunni þó ekki vel við að láta tengja sig djass- eða blússenunum sem hún hafði þó áhrif á. Sem dæmi um hversu virt hún var í heimalandinu sínu þá söng hún í Hvíta húsinu þegar John F. Kennedy var vígður í forsetaemb- ættið og í jarðaför Martin Luther King Jr. Mahalia virti þann mann mikils og söng lagið Precious Lord sem hann hafði beðið um sem óskalag á einum tónleika hennar. Mahalia blandaði sér í réttlæt- isbaráttumál blökkumanna og dró sig í hlé árið 1968 eftir að King og Kennedy-bræðurnir voru myrtir. Um svipað leyti skildi hún við eig- inmann sinn og var mikið skrifað um skilnaðinn í blöðum. Það tók þungt á Mahaliu og hún fékk röð hjartaslaga auk þess sem hún grenntist ógurlega. Á seinni árum sínum náði hún þó aftur jafnvægi og hélt kveðju- tónleika í Þýskalandi árið áður en hún dó. ■ MAHALIA JACKSON Blandaði sér í réttindamál blökkumanna auk þess að vera talin ein merkasta gospelsöngkona allra tíma. Mahalia Jackson deyr Danska nektardansmærin Liaer byrjuð að dansa á súlu- staðnum Bóhem við Grensásveg. Þetta þætti vart í frá- s ö g u f æ r - andi nema fyrir þær sakir að Lia, sem dansar u n d i r sviðsnafn- inu Miss Lia, er sjálf- sagt fræg- asta nektar- d a n s m æ r Danaveldis eftir að hún komst í heimsfréttir f y r i r n o k k r u m árum þegar hún krafðist þess að danska ríkið endurgreiddi sér brjóstastækkunaraðgerð. Lia tekur starf sitt hátíðlega en gerir sér þó grein fyrir því að líf- tími nektardansmeyja er tak- markaður. „Ég á það til að týna mér í tölv- um og ég vona að ég eigi eftir að geta menntað mig á þessu sviði. Þá hef ég eitthvað spennandi að snúa mér að þegar ég hætti að dansa,“ segir Lia á heimasíðunni sinni, www.lia.dk, sem hún bjó til sjálf. Þar segist hún einnig elska það að dansa, daðra og ögra á skemmtilegan hátt. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég er í þessum bransa,“ segir Lia sem tekur einnig að sér heimasíðugerð í hjáverkum. Hún dansar aðallega í Dan- mörku en bregður sér stundum út fyrir landsteinana og er nú mætt til Íslands til þess að sýna áhuga- sömum brjóstin dýrkeyptu og um- deildu. ■ LIA Frægasta nektardansmey Danaveldis er byrjuð að dansa á Bóhem við Grensásveg. Myndir af henni hafa birst meðal annars í Se og hör í Dan- mörku og Noregi og dönsku klámblöðunum Rapport og Cats. Dýr myndi daman öll Strippl MISS LIA ■ Hin danska Lia dansar nú á Bóhem. Hún komst í heimsfréttir þegar hún krafði danska ríkið um endurgreiðslu á brjóstastækkun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.