Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 22
FÓTBOLTI Íslendingar komu lítið við sögu í leikjum 4. umferðar ensku bikarkeppninnar í gær. Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu 24 mín- úturnar þegar Úlfarnir töpuðu 1-3 á heimavelli gegn West Ham en Árni Gautur Arason og Brynjar Björn Gunnarsson voru meðal varamanna í sínum liðum. Árni Gautur Arason lék ekki með Manchester City gegn Totten- ham. Árni meiddist á æfingu á laug- ardag og ákvað Kevin Keegan að velja Kevin Stuhr-Ellemann í byrj- unarliðið. Nicolas Anelka skoraði mark City á elleftu mínútu. Robbie Fowler skallaði í stöng eftir horn- spyrnu og Anelka sendi frákastið í netið af stuttu færi. Gary Doherty jafnaði fyrir Tottenham snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði hornspyrnu Helder Postiga í netið. Nottingham Forest tapaði illa fyrir Sheffield United á heimavelli. Brynjar Björn Gunnarsson var meðal varamanna Forest en hann vék fyrir Þjóðverjanum Eugen Bopp. Jóhannes Karl Guðjónsson byrjaði á varamannabekknum þeg- ar Úlfarnir töpuðu 3-1 fyrir West Ham á heimavelli. Jóhannes kom inn í lið Wolves fyrir Jorge Manuel Silas á 66. mínútu. Varamaðurinn Francis Jeffers bjargaði Everton frá tapi með marki á lokamínútunni. Duncan Ferguson skallaði að merki eftir hornspyrnu Thomasar Gravesen, Edwin van der Saar varði en Jeffers setti frákastið í markið. Sean Davis, sem Everton reyndi að kaupa fyrir þessa leiktíð, skoraði mark Fulham eftir að Nigel Martyn hafði varið skot Bandaríkjamannsins Carlos Bocanegra. Manchester United vann Nort- hampton 3-0 með mörkum Mickael Silvestre og Diego Forlan og sjálfs- marki Chris Hargreaves. United fékk vítaspyrnu á fjórðu mínútu en Lee Harper varði spyrnu Diego Forlan. Derek Asamoah fékk tæki- færi til að koma Northampton yfir á 19. mínútu og varamaðurinn Marc Richards átti hörkuskot í þver- slánna af löngu færi um miðjan seinni hálfleik. ■ 22 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Milan burstaði Ancona 5-0 í ítölsku A-deildinni í gær. Það tók Mílanó-liðið rúman klukkutíma að sigrast á vörn Ancoan og eftir það brustu allar flóðgáttir. Úkraínu- maðurinn Andriy Shevchenko skoraði fyrsta markið á 64. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var þeg- ar Roberto Maltagliati handlék boltann í vítateignum. Sjö mínútum síðar skoraði Portúgalinn Rui Costa sitt fyrsta mark fyrir AC Milan. Hann hafði ekki skorað í deildarleik síðan hann setti eitt marka Fiorentina í leik gegn Vicenza í mars 2001. Daninn Jon Dahl Tomasson skor- aði þriðja mark Milan úr víta- spyrnu og Brasilíumaðurinn Kaka bætti tveimur mörkum við undir lokin. AC Milan er komið með 42 stig og er einu stigi á eftir toppliði Roma. Milan á auk þess inni leik gegn Siena á heimavelli og verður hann leikinn á miðvikudag. Roma gerði jafntefli við Udi- nese á heimavelli í gær. Varnar- maðurinn Christian Panucci skor- aði fyrir Roma í fyrri hálfleik en Tékkinn Marek Jankulovski jafn- aði fyrir Udinese skömmu fyrir leikslok. Inter Milan gerði 1-1 jafntefli við Modena á heimavelli. Alvaro Recoba skoraði fyrir Intern en Nígeríumaðurinn Ayodele Mak- inwa jafnaði fyrir Modena. Inter er í fjórða sæti og hefur 32 stig eins og Lazio sem vann Lecce 1-0 og Parma sem gerði markalaust jafntefli við Bologna. ■ Úlfarnir úr leik Töpuðu fyrir West Ham. Manchester City og Tottenham þurfa að leika að nýju og Jeffers tryggði Everton aukaleik gegn Fulham. FORMÚLA 1 „Hann hefur fimm ára samning við McLaren en við verð- um að hugsa til framtíðar og gera langtímaáætlanir,“ sagði Luca di Montezemolo, forseti Ferrari, um Finnann Kimi Raikkonen. „Hann er mjög ungur en hann er besti ökumaðurinn á eftir Michael Schumacher og Rubens Barrichello,“ sem eru ökumenn Ferrari. Di Montezemolo bætti því við að Raikkonen væri helsta ógning við Ferrari og Michael Schumacher en Ferrari kynnir í dag bílinn sem verður notaði í Formúlunni í ár. Samningur Schumacher við Ferrari rennur út árið 2006 en Di Montezemolo gaf í skyn að hann myndi framlengja samninginn. „Ef Michael hefur enn sömu ástríðu og löngun þá og hann hef- ur nú mun hann halda áfram að keyra.“ ■ Kimi Raikkonen: Til Ferrari? ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K TÍ K n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-) AC MILAN FAGNAR Leikmenn AC Milan fagna langþráðu marki Portúgalans Rui Costa. Hann skoraði síðast í deildarleik fyrir þremur árum. Ítalska knattspyrnan: Milan hrökk í gang Íslandsmótið í íshokkí: SA vann SR ÍSHOKKÍ SA sigraði SR 6-4 á Ís- landsmóti karla í íshokkí á laugar- dag. Leikurinn fór fram í skauta- höllinni í Laugardal. Rúnar Rúnarsson, Arnþór Bjarnason og Tibor Tatar færðu Ak- ureyringum þriggja marka forystu á fyrstu átta mínútum leiksins en Hallur Árnason og Árni Bernhöft náðu að laga stöðuna fyrir SR fyrir lok fyrstu lotu. Gauti Þormóðsson jafnaði fyrir Reykvíkinga snemma í annarri lotu en Tibor Tatar kom SA yfir á ný. Tatar og Rúnar skoruðu mörk SA í þriðju lotunni en Jason Selkirk mark Reykvíkinga. Eftir leikinn hefur SA átta stig í efsta sæti, SR hefur sjö stig og Björninn eitt. SR hefur leikið átta leiki en hin félögin fjóra. ■ KIMI RAIKKONEN Á leið til Ferrari á næstu árum? hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 JANÚAR Mánudagur SJÓNVARP  15.20 EM í handbolta á RÚV. Sýnd verður upptaka frá leik Frakka og Þjóðverja.  15.30 Ensku mörkin á Stöð 2.  16.40 Helgarsportið á RÚV.  18.30 Ensku mörkin á Sýn.  19.00 Spænsku mörkin á Sýn.  20.00 NBA á Sýn. Útsending frá leik Dallas og Sacramento í NBA-deildinni.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin á Sýn.  23.00 Spænsku mörkin á Sýn.  23.40 EM í handbolta á RÚV. Sýnd verður upptaka frá leik Frakka og Þjóðverja. BIKARBARÁTTA Mikael Silvestre skorar fyrsta mark Manchester United gegn Northampton. Fyrir aftan hann er Chris Hargreaves, sem skoraði annað markið, og lengst til hægri er Diego Forlan sem setti þriðja markið. Markvörðurinn Lee Harper varði hins vegar vítaspyrnu Forlan snemma í leiknum. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Everton - Fulham 1-1 0-1 Davis (49.), 1-1 Jeffers (90.) Man. City - Tottenham 1-1 1-0 Anelka (10.), 1-1 Doherty (57.) Northampton - Man. United 0-3 0-1 Silvestre (34.), 0-2 Hargreaves, sjm (47.), 0-3 Forlan (68.) Nott. Forest - Sheffield Utd 0-3 0-1 Lester, vsp (33.), 0-2 Morgan (79.), 0-3 Allison (90.) Wolves - West Ham 1-3 0-1 Deane (4.), 0-2 Harewood (13.), 1-2 Ganea (23.), 1-3 Connolly (32.),

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.