Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 26 janúar 2004 HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari var beygður en ekki brotinn eftir leik- inn gegn Tékkum. „Þetta eru geysilega mikil von- brigði og það er mjög sárt að upp- lifa að vera dottinn út því það vant- aði aðeins herslumuninn að við færum áfram í þessu móti. Þá hefðum við fengið nýtt tækifæri þar þótt við hefðum farið þangað án stiga. Við spilum á köflum mjög vel en það eru of miklar sveiflur í leiknum. Við erum alltaf í væn- legri stöðu en svo vantar yfirveg- un og þar að auki höfum við ekki efni á að klúðra svona mörgum dauðafærum. Liðið var ekki að spila nægilega vel til þess að fara áfram að þessu sinni. Það er einfalt mál. Við verðum að kyngja því og átta okkur á því að við verðum að gera betur. Allir sem einn. Ég segi að við séum ein heild og allir verða að skila sínu,“ sagði Guðmundur og játti því að menn hefðu kannski sett of mikla pressu á sjálfa sig. „Mitt mat er að þessi riðill var erfiðari en sá sem við vorum í á EM fyrir tveim árum síðan og liðið er ekki í jafn góðu ásigkomulagi og það var þá. Miðað við það var markið einfaldlega sett of hátt að þessu sinni,“ sagði Guðmundur sem ætlar ekki að hætta með liðið þrátt fyrir þetta áfall enda er hann með samning til 1. maí 2005. „Það er aftur á móti stundum hollt að upplifa vonbrigði og mótlæti því þannig eru íþróttir. Það er ekki alltaf hægt að gera vel. Við þurfum einfaldlega núna að bæta mjög margt í okkar leik. Ég er að tala um vörn, sókn, skotin, leikskipulag almennt séð sem og líkamlegt ástand leikmanna. Ég ætla ekki að skýla mér bak við neitt eftir þetta því við erum ein heild og verðum að taka þessu með karlmennsku en læra af því um leið því fram undan er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleika. Við erum mjög sárir því við vildum gjarna gera betur en svona er lífið.“ ■ Áttum ekki skilið að fara áfram Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari metur hlutina raunsætt STUNDUM HOLLT AÐ UPPLIFA VONBRIGÐI Guðmundur Guðmundsson reyndi að líta á björtu hliðarnar eftir leikinn gegn Tékkum. HANDBOLTI „Þetta var frábært,“ sagði Torben Winther, þjálfari dans- ka landsliðsins, eftir 24-20 sigur á Spánverjum. „Nú höfum við leikið tvo leiki með frábærri vörn og höf- um staðist prófið með sóma.“ Öflug- ur varnarleikur lagði grunninn að sigri Dana. Kasper Hvidt átti stór- leik í markinu og Lars Jørgensen átti frábæran leik í miðri vörninni. „Mín hugmyndafræði byggir á vörn og markvörslu. Ef árangur næst ekki þar næst enginn árang- ur og þetta gekk upp í dag. Ég er ánægður með að leikmennirnir gerðu allt sem lagt var fyrir þá og liðsheildin var eins góð og þegar best lætur.“ Danir leiddu 12-11 eftir jafnan fyrri hálfleik og jafnræðið hélst þar til tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoruðu Danir fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 18-19 í 23-19 á fimm mínútum. Sig- urinn tryggir Dönum tvö stig í milliriðli en Spánverjar hefja keppni þar án stiga. Portúgalar og Króatar skildu jafnir, 32-32, í B-riðli Evrópumóts- ins í handknattleik í Ljubljana í gær. Þessi úrslit skipta þó engu máli því að Króatar fara með fjög- ur stig í milliriðil en Portúgalar sitja eftir með sárt ennið og eru á leiðinni heim. Jose Costa var markahæstur hjá Portúgölum með átta mörk, Eduardo Coelho skoraði sex mörk og Ricardo Costa og Rui Rocha skoruðu fimm mörk hvor. Mirza Dzomba var markahæst- ur hjá Króötum með ellefu mörk, Renato Sulic skoraði sjö og Niksa Kaleb skoraði fjögur mörk en lið- ið hvíldi sinn besta mann, Petar Metlicic. Mario Kelentric varði þrettán skot í marki Króata í leiknum. ■ Danir unnu Spánverja Króatar fara í milliriðli með fjögur stig, Danir tvö en Spánverjar ekkert. SÖREN STRYGER Sören Stryger fagnar sigri Dana á Spán- verjum. Slóvenía-Ungverjaland: Skiptur hlutur HANDBOLTI Tvö efstu lið C-riðils, Slóvenía og Ungverjaland skildu jöfn, 29-29, í lokaleik riðilsins í gærkvöld. Uros Zorman jafnaði metin fyrir Slóvena þegar átta sekúndur voru til leiksloka en úr- slitin þýða að bæði liðin taka með sér þrjú stig í milliriðil. Zoran Jovicic var markahæst- ur Slóvena með sex mörk, Renato Vugrinec og Ivan Samonovic skoruðu fimm mörk, Ales Pajovic, félagi Ólafs Stefánssonar hjá Ciu- dad Real, og Uros Zorman skor- uðu fjögur mörk hvor, Vid Kavt- icnik skoraði þrjú mörk og Toma- sz Tomsic og Zoran Lubej skoruðu eitt mark hvor. Gorazd Skof varði sex skot í marki Slóvena og Dusan Podpecan varði þrjú. Stórskyttan örvhenta, Laszlo Nagy, sem lék ekki gegn Íslend- ingum á föstudaginn, var marka- hæstur hjá Ungverjum með níu mörk, línumaðurinn tröllvaxni Richard Mezei skoraði fimm mörk, Gergö Ivancsik og Ivo Diaz skoruðu fjögur mörk hvor, Daniel Buday, Tamas Mocsai og Balasz Kertesz skoruðu eitt mark hver og Arpad Mohacsi skoraði eitt mark. Janos Szatmari varði sext- án skot í marki Ungverja. ■ GÓÐUR STUÐNINGUR Slóvenar hafa fengið frábæran stuðning hjá sínum mönnum í Celje. HANDBOLTI Svisslendingar tryggðu sér sæti í milliriðli Evrópumótsins í handknattleik með því að leggja Úkraínumenn að velli, 25-22, í A- riðlinum í Velenje. Svisslendingar voru með yfirhöndina framan af og leiddu, 13-12, í hálfleik. Þar fór fremstur í flokki fyrirliðinn Ro- bert Kostadinovich en hann skor- aði sjö af fyrstu tíu mörkum liðs- ins. Úkraínumenn náðu að komast yfir, 22–21, en Svisslendingar skor- uðu fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigur. Robert Kostadinovich var markahæstur hjá Sviss með ellefu mörk, Thomas Gautschi skoraði sex mörk og Iwan Ursic skoraði þrjú mörk. Yuriy Kostetskyi var öflugur hjá Úkraínumönnum með ellefu mörk, Sergiy Shelmenko skoraði fjögur mörk og Yevgeniy Budko varði sautján skot í markinu. Rússar fara með fjögur stig í milliriðil eftir sigur á Svíum, 30- 26, í A-riðli í Velenje í gær. Rúss- ar höfðu yfirhöndina allan leikinn og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 16-12. Minnstur var mun- urinn þrjú mörk en mestur sex mörk og ljóst að Rússar ætla sér stóra hluti á mótinu. Mikhail Chipurin var marka- hæstur hjá Rússum með sjö mörk, Vitaly Ivanov skoraði sex mörk, Eduard Koksharov og Alexey Rastvortsev skoruðu fimm mörk hvor og Alexander Tuchkin skor- aði fjögur mörk. Gamal brýnið Andrey Lavrov varði sextán skot í marki Rússa. Stefan Lövgren var marka- hæstur hjá Svíum með sex mörk og Jonas Källmann skoraði fimm mörk. Peter Gentzel varði þrettán skot í marki Svía. ■ SVÍAR SÆKJA Svíinn Martin Boquist sækir að rússnesku vörninni. Sergey Pogorelov er til varnar. Evrópumótið í handbolta: Rússar unnu Svía HANDBOLTI Frakkar sýndu mikinn karakter þegar þeim tókst að ná jafntefli gegn Þjóðverjum, 29-29, í D-riðli Evrópumótsins í handknatt- leik í gær. Christian Schwarzer kom Þjóðverjum í 29-26 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Frakkar gáfust hins veg- ar ekki upp og skoruðu þrjú síð- ustu mörkin, það síðasta skoraði Nikola Karabatic þegar sautján sekúndur voru eftir. Nikola Karabatic var marka- hæstur hjá Frökkum með tíu mörk og línumaðurinn snjalli Bertrand Gille skoraði sex mörk. Línumaðurinn Christian Schwarz- er var markahæstur hjá Þjóðverj- um með sjö mörk, hornamaðurinn Florian Kehrmann og skyttan Pascal Henz skoruðu sex mörk hvor. Serbar og Svartfellingar unnu Pólverja 37-28. Serbarnir náðu strax frumkvæðinu í leiknum og leiddu 11-5 um miðjan hálfleikinn og 19-11 í leikhléi. Svipaður mun- ur hélst á liðunum í seinni hálfleik en Pólverjar minnkuðu muninn í níu mörk með síðasta marki leiks- ins. Nenad Maksic skoraði átta mörk fyrir Serba og Svartfell- inga, Vladan Matic sex og Danijel Andjelkovic fimm. Grzegorz Tkaczyk skoraði sjö af mörkum Pólverja og Tomasz Paluch sex. ■ Evrópumótið í handbolta: Stórmeistarajafntefli EM Í HANDKNATTLEIK A-RIÐILL Svíþjóð-Úkraína 31-25 Rússland-Sviss 28-20 Svíþjóð-Sviss 35-24 Úkraína-Rússland 27-29 Rússland-Svíþjóð 30-26 Sviss-Úkraína 25-22 Rússland 3 3 0 0 87:73 6 Svíþjóð 3 2 0 1 92:79 4 Sviss 3 1 0 2 69:85 2 Úkraína 3 0 0 3 74:85 0 B-RIÐILL Spánn-Króatía 29-30 Danmörk-Portúgal 36-32 Portúgal-Spánn 27-33 Króatía-Danmörk 26-25 Portúgal-Króatía 32-32 Danmörk-Spánn 24-20 Króatía 3 2 1 0 88:86 5 Danmörk 3 2 0 1 85:78 4 Spánn 3 1 0 2 82:81 2 Portúgal 3 0 1 2 91:101 1 C-RIÐILL Ísland-Slóvenía 28-34 Ungverjaland-Tékkland 30-25 Ungverjaland-Ísland 32-29 Slóvenía-Tékkland 37-33 Tékkland-Ísland 30-30 Slóvenía-Ungverjaland 29-29 Slóvenía 3 2 1 0 100:90 5 Ungverjal. 3 2 1 0 91:83 5 Tékkland 3 0 1 2 88:97 1 Ísland 3 0 1 2 87:96 1 D-RIÐILL Frakkland-Pólland 29-25 Þýskaland-Serbía/Svartfj. 26-28 Serbía/Svartfj.-Frakkland 20-23 Pólland-Þýskaland 32-41 Frakkland–Þýskaland 29-29 Serbía/Svartfj.-Pólland 37-28 Frakkland 3 2 1 0 81:74 5 Serbía/Sv. 3 2 0 1 85:77 4 Þýskaland 3 1 1 1 96:89 3 Pólland 3 0 0 3 85:107 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.