Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR „AF HVERJU LÆTUR MAMMA SVONA?“ Í kvöld klukkan 20 flytur Svava Aradóttir erindi á vegum Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimer- sjúklinga og annarra minnissjúkra. Fund- urinn er haldinn í Skógarbæ, Árskógum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG GÆTI VÍÐA ORÐIÐ BJARTVIÐRI Með hægviðri vestantil en dálitlum vindi á Norðausturlandi. Afskaplega aðgerðalítið veður. Frostlaust yfir daginn suðvestan- og vestantil, annars frost. Sjá síðu 6 27. janúar 2004 – 26. tölublað – 4. árgangur ● sýning á ferð og flugi Thalamus: ▲ SÍÐA 30 In Transit ● 30 ára í dag Þór Steinarsson: ▲ SÍÐA 15 Sósíalískt afmæli ● loksins vann hringurinn Golden Globe: ▲ SÍÐA 29 Forleikur að Óskari ● fótaaðgerð eða -snyrting? Erfðabreyttar lífverur geta breytt miklu heilsa o.fl. Jónína Þ. Stefánsdóttir: ▲ SÍÐA 18 og 19 DEAN DREGUR Á KERRY Litlu mun- ar á tveimur sigurstranglegustu frambjóð- endunum í prófkjöri demókrata í New Hampshire. John Kerry nýtur stuðnings 31% væntanlegra kjósenda en Howard Dean má vænta 28% samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Sjá síðu 9 ÁBYRGÐ VERÐI SKOÐUÐ Félagar í Tryggingasjóði lækna vilja að ábyrgð Gunn- ars Arnar Kristjánssonar, fráfarandi forstjóra SÍF, verði skoðuð. Hann var endurskoðandi sjóðsins þegar framkvæmdastjóri dró sér fé. Sjá síðu 2 LÆKKA Í LAUNUM Starfsfólk þvotta- húss sjúkrahússins á Húsavík lækkar í laun- um um 20% við það að nýtt fyrirtæki tekur við rekstri þvottahússins. Formanni verka- lýðsfélagsins finnst slæm kynning á nýju fyrirtæki að lækka lág laun. Sjá síðu 8 UMBÓTASINNAR ÆFIR Æðstaráð klerkastjórnarinnar í Íran beitti neitunar- valdi gegn lagabreytingu þingsins sem átti að tryggja rétt umbótasinna til að bjóða fram í komandi þingkosningum. Umbóta- sinnar eru æfir. Sjá síðu 10 ÍRAK „Ef í ljós kemur, eins og nú er haldið fram, að Írakar hafi ekki verið að þróa áfram gereyð- ingarvopn, og jafnvel ekki átt þau, þá er það mikið áfall fyrir helstu leyniþjónustur heims, og jafnframt Bandaríkjamenn og Breta. Leyniþjónustur fullyrtu að Írakar væru að byggja upp vopnabúr, þar með talin gereyð- ingarvopn. Írakar hafa aldrei gert hreint fyrir sínum dyrum og höfnuðu samvinnu við vopnaeft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman í þessu máli,“ seg- ir Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra. Halldór telur það alvarlegt ef upplýsingarnar reynast ekki rétt- ar, ekki síst þar sem afdrifaríkar ákvarðanir hafi verið teknar á grundvelli þeirra. Fullsnemmt sé þó að slá einhverju föstu. „Íslensk stjórnvöld tóku ekki þátt í innrásinni í Írak, heldur studdu aðgerðir um að koma lög- um yfir einn harðsvírasta harð- stjóra mannkynssögunnar sem ógnaði allri heimsbyggðinni. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta treyst þeim upplýsingum sem koma frá leyniþjónustum risa- veldanna, en það er ekki ólíklegt að gert hafi verið meira úr ger- eyðingarvopnaeign Íraka en efni stóðu til. Leyniþjónusturnar hafa beðið álitshnekki og það er ljóst að menn munu síður treysta upplýs- ingum þeirra í framtíðinni,“ segir utanríkisráðherra. Sjá síðu 4 Halldór Ásgrímsson um hugsanleg gereyðingarvopn í Írak: Erfitt að treysta leyniþjónustum LJÓS Á HIMNI Fólk dreif að hallartorginu í St. Pétursborg í gær þegar þess var minnst að 60 ár eru liðin frá því að 900 daga löngu um- sátri þýskra hersveita um borgina, sem þá hét Leníngrad, var hrundið í síðari heimsstyrjöld. Ljósgeislarnir sem lýstu upp himininn yfir St.. Pétursborg voru tákn fyrir leitarljósin sem voru notuð til að finna sprengjuvélar á flugi yfir borginni meðan á umsátrinu stóð. Strætisvagnabílstjórar reknir: Með bjór undir stýri KAUPMANNAHÖFN Tveir danskir strætisvagnabílstjórar hafa verið reknir fyrir að drekka áfengi í vinnunni. Annar bílstjórinn var stöðvaður af lögreglunni þegar hann ók á ólöglegum hraða í mið- bæ Kaupmannahafnar með bjór í annarri hendi. Farþegi í strætisvagni hafði samband við lögreglu þegar hann sá að bílstjórinn var að drekka bjór undir stýri. Lögreglan stöðv- aði fyrst vitlausan strætisvagna- bílstjóra en sá reyndist einnig hafa drukkið bjór áður en hann mætti í vinnu. Áfengismagnið í blóði hans reyndist óverulegt og var hann því ekki handtekinn. Hinn bílstjórinn mældist aftur á móti með rúmlega eitt prómill af áfengi í blóðinu og var sviptur ökuleyfi. ■ ÓLAFUR SKORRDAL Kennir fólki að rækta kannabis. Námskeið: Kennir fólki kannabisrækt KANNABIS Kannabisræktun er ólög- leg en það er ekki ólöglegt að kenna fólki að rækta kannabis. Þetta hyggst Ólafur Skorrdal nýta sér en hann býður fólki upp á námskeið í ræktun kannabis. „Við munum halda námskeiðið á mörgum stöðum. Fólk fær ekki að vita hvar námskeiðið verður fyrr en skömmu áður en það verður hald- ið,“ segir Ólafur og segir það gert til að lögreglan sé ekki að hafa afskipti af námskeiðinu, auk þess sem þeir sem sæki námskeiðin vilji væntan- lega ekki að fylgst sé með þeim. Hreint sakavottorð þarf til þess að sitja námskeiðið. Sjá síðu 6 Ráðandi hlutur í Flugleiðum seldur Samningar um kaup á ráðandi hlut í Flugleiðum voru undirritaðir í gær- kvöldi. Oddaflug sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar keypti 38,5% hlut í Flugleiðum af Straumi og Íslandsbanka. VIÐSKIPTI Oddaflug hf., félag í eigu eignarhaldsfélaga Jóns Helga Guð- mundssonar í BYKÓ og Hannesar Smárasonar, aðstoðarforstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, keypti í gær 38,5% hlut í Flugleiðum. Selj- endur eru Straumur fjárfestingar- banki, sem selur 32,7%, Sjóvá-Al- mennar með fjögur prósent og Ís- landsbanki með 1,8%. Gengið í þessum viðskiptum er sjö krónur á hlut. Verðmæti viðskiptanna er því um 6,3 milljarðar króna. Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, og Hannes Smárason segja viðskiptin hafa átt sér skamman aðdraganda. Hannes segir að markmið þeirra með fjár- festingunni sé að eiga þennan hlut til lengri tíma. „Kaupin nú eru lið- ur í því að koma festu á eignarhald Flugleiða og í framhaldinu verður aðkoma annarra fjárfesta skoðuð.“ Hannes segir Flugleiðir gegna lykilhlutverki í samgöngum lands- ins og vera í forystu ferðaþjónust- unnar, einnar mikilvægustu at- vinnugreinar landsins. „Við teljum fyrirtækið afar áhugavert og bjóða upp á spennandi tækifæri til auk- innar arðsemi og vaxtar.“ Þórður Már Jóhannesson segir þessi viðskipti afar góð fyrir Straum og hluthafa hans. „Við erum mjög sátt við þessa niður- stöðu.“ Hann vill ekki tjá sig um söluhagnað Straums. Straumur eignaðist hlutinn í stórum við- skiptum á haustmánuðum þegar eignum Burðaráss var skipt á milli Landsbanka, Íslandsbanka og Straums. Gera má ráð fyrir að hagnaður Straums sé allt að einn og hálfur milljarður króna. Hannes segir að ekki hafi verið haft samráð við stjórnendur Flug- leiða í aðdraganda kaupanna. „Við hittum þá eftir undirritun og fór- um yfir málin og fengum jákvæð viðbrögð við þessum viðskiptum.“ haflidi@frettabladid.is FLUGLEIÐIR SELDAR Þórður Már Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Straums Fjárfestingarbanka, og Hann- es Smárason eftir að gengið hafði verið frá viðskiptum með ráðandi hlut í Flugleiðum. Varnarlið Ulster: Vilja koma að viðræðum DUBLIN, AP Leiðtogar Varnarliðs Ulster, ólöglegra samtaka mótmæl- enda sem berjast gegn kaþólikkum á Norður-Írlandi, funduðu í gær með Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, og sóttust eftir því að fá að taka þátt í viðræðum um skiptingu valda á Norður-Írlandi. Fundurinn þykir til marks um mikil sinnaskipti þar sem samtökin hafa barist gegn friðarsamkomu- lagi og hafa myrt fjölda kaþólikka. Í næsta mánuði verður þó ár liðið síð- an samtökin lýstu yfir vopnahléi, sem bresk stjórnvöld hafa neitað að viðurkenna þar sem samtökin teng- ist enn ofbeldisverkum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.