Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 2
2 27. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Já, marga! Ég hef stundað við- skipti í 12 ár og hitt óteljandi yfir- og millistjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum - þar er mikið af flottum álfum!“ Steinn Eiríksson er nýr eigandi fyrirtækisins Álfasteins í Borgarfirði eystri. Álfasteinn sérhæfir sig í framleiðslu ýmiss konar gjafavöru og fram- leiðir einnig legsteina. Spurningdagsins Hefur þú séð álfa, Steinn? Telja endurskoðanda læknasjóðs ábyrgan Hlunnfarnir sjóðfélagar í gjaldþrota Tryggingasjóði lækna vilja bætur frá endurskoðanda. Sjóð- stjóri þóttist kaupa ríkisskuldabréf. Ákæru ríkislögreglustjóra beðið. FJÁRDRÁTTUR „Einstakir sjóðfélag- ar vilja láta reyna á ábyrgð endur- skoðandans,“ segir Þorsteinn Gíslason þvagfæraskurðlæknir, sem er einn þeirra lækna sem eiga háar fjárhæðir í hinum gjald- þrota Tryggingasjóði lækna. Þorsteinn var formaður stjórn- ar sjóðsins á þeim tíma sem hluti af fjárdrætti sjóðstjóra upp á 80 milljónir króna átti sér stað. Seinna endurgreiddi sjóðstjórinn 27 milljónir króna. Efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra hefur haft málið til rannsóknar í á annað ár. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður deildarinnar, segir að stutt sé í að rannsókn á málinu ljúki. Þorsteinn, sem á 2,5 milljónir króna í sjóðnum, segist vilja trúa því að ákæra verði borin fram á bæði Lárus Halldórsson sjóð- stjóra og Gunnar Örn Kristjáns- son, endurskoð- anda sjóðsins. „Verði báðir ákærðir mun fjöldi sjóðfélaga skoða möguleika á einkamáli til að reyna að fá til baka eitthvað af lífeyri sínum,“ segir Þorsteinn. Hann telur vonlítið að Lár- us sjóðstjóri endurgreiði þær 50 milljónir sem vantar í sjóðinn. Fjárdrátturinn hjá Trygginga- sjóði átti sér stað þannig að Lárus þóttist hafa keypt ríkisskuldabréf þegar hann var í raun að draga sér fé. Þorsteinn segir að stjórnin hafi treyst sjóðstjóranum í blind- ni og verið ánægð með að fjár- munir væru festir í ríkisskulda- bréfum. „Við vorum ánægðir með að hann skyldi ekki fjárfesta í ein- hverjum ævintýrum sem hefðu getað leitt til þess að fé okkar glataðist. Lárus lék á okkur og svo virðist sem endurskoðandinn hafi sömuleiðis trúað honum. En með undirskrift reikninganna tók hann sína ábyrgð á því sem þarna gerð- ist,“ segir Þorsteinn. Uggi Agnarsson, sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður, tekur í sama streng og Þorsteinn. Hann og fjölskylda hans tapa um fimm milljónum króna fáist ekkert upp í fjárdráttinn. „Endurskoðandinn brást skyldu sinni og við viljum láta reyna á það mál,“ segir Uggi. Gunnar Örn Kristjánsson þvertók fyrir það í samtali við Fréttablaðið að vera ábyrgur sem slíkur vegna fjárdráttarins. Gunnar Örn benti á að sem endur- skoðandi gæti hann ekki séð mis- fellur þegar gögn til grundvallar ársreikningi væru fölsuð. rt@frettabladid.is Forsætisráðherra um athugun ESA á ríkisábyrgð: Engin ákvörðun verið tekin ÁBYRGÐ „Ef menn skoða ábyrgðir sem veittar hafa verið á undan- förnum þremur til fjórum árum sem veittar hafa verið í ýmsum Evrópulöndum eru þær miklu viðameiri og algengari en menn gáfu til kynna að þær væru þegar þetta var í hvað mestri umræðu á Íslandi,“ segir Davíð Oddsson for- sætisráðherra um stöðu athugun- ar Eftirlitsstofnunar EFTA á laga- heimild til að veita Íslenskri erfðagreiningu ríkisábyrgð vegna lántöku fyrir uppbyggingu lyfja- þróunarfyrirtækis hérlendis. Einungis ein athugasemd hefur borist til Eftirlitsstofnunarinnar vegna málsins en á sínum tíma olli frumvarpið miklum deilum. „Athyglisverðast er að því var haldið fram að við hefðum verið búnir að ákveða ríkisábyrgð með lagasetningunni en við lögðum áherslu á að aðeins væri um heim- ild að ræða sem hefur tekið allan þennan tíma að fara yfir. Ég hef ekki fengið niðurstöðu ESA- nefndarinnar í þessum efnum þannig að ég sé ekki hvernig það er. Ég held að það séu rök fyrir því að fá slíka heimild,“ segir Davíð og leggur áherslu á að eng- in ákvörðun verði tekin fyrr en niðurstaða ESA liggur fyrir. ■ Opinn fundur í dag: Afleiðingar niðurskurðar HEILBRIGÐISMÁL Allmörg samtök boða til opins fundar klukkan 17 í dag í Austurbæ við Snorrabraut. Efni hans er niðurskurður á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi og afleið- ingar hans fyrir sjúklinga. Meðal ræðumanna á fundinum eru Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, og Emil Thoroddsen, varaformaður Öryrkjabandalags Ís- lands. Þau samtök sem að fundinum standa eru Geðhjálp, Landssam- band eldri borgara, Landssamtök hjartasjúkra, Umhyggja, Öryrkja- bandalag Íslands, ASÍ, BHM, BSRB og Læknafélag Íslands. ■ MÓÐIR OG BARN Reem Raiyshi fór frá eiginmanni og tveimur ungum börnum til að sprengja sig í loft upp við landamæri Ísrael á Gaza- ströndinni. Heimasíða Hamas: Með barn og riffil JERÚSALEM, AP Hamas-samtökin hafa birt myndir á heimasíðu sinni af hinni 22 ára gömlu Reem Raiyshi og börnum hennar tveim- ur. Raiyshi sprengdi sig í loft upp við ísraelska landamærastöð á Gaza-ströndinni með þeim afleið- ingum að fjórir Ísraelar fórust. Á einni myndinni heldur Rai- yshi á riffli í annarri hendi og þriggja ára syni sínum í hinni. Barnið er með höfuðband merkt Hamas-samtökunum og heldur á lítilli sprengju. Raiyshi er eina konan sem hef- ur gert sjálfsmorðsárás í nafni Hamas-samtakanna. Nokkrar konur úr öðrum andspyrnuhreyf- ingum hafa sprengt sig í loft upp en þær hafa nær allar verið ógift- ar og barnlausar. ■ Hópuppsagnir LSH: Taka á móti ábendingum HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að taka á móti ýmsum ábendingum og at- hugasemdum, fyrst og fremst frá einstaklingum,“ sagði Erna Ein- arsdóttir, sviðs- stjóri starfs- mannamála á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi, spurð um stöðu f y r i r h u g a ð r a hópuppsagna. Magnús Pét- ursson forstjóri mun, ásamt full- trúum spítalans, hitta fulltrúa Bandalags háskóla- manna í dag og svara kröfum þeirra um að einstaklingsbundnar tilkynningar um áformaðar upp- lýsingar verði dregnar til baka. Jafnframt verður á fundinum far- ið yfir ítarlegar athugasemdir há- skólamanna um sparnaðaraðgerð- ir LSH. ■ JACK STRAW Segir stjórn Saddams Hussein hafa átt ger- eyðingarvopn þegar Bretar og Bandaríkja- menn gerðu innrás í Írak. Jack Straw: Stríðið rétt- lætanlegt LUNDÚNIR, AP Jack Straw, utanrík- isráðherra Breta, segir það von- brigði að vopnaeftirlitsmenn skuli ekki hafa fundið gereyðingarvopn í Írak. Straw telur þó enn sem fyrr að stjórn Saddams Hussein hafi átt efna- og sýklavopn og það hafi verið réttlætanlegt að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írak. David Kay, fyrrum yfirmaður bandarískra vopnaeftirlitssveita í Írak, hefur lýst því yfir að hann efist stórlega um að Írakar hafi átt gereyðingavopn. Í viðtali við BBC vísar Straw þessari kenn- ingu á bug. Hann ítrekar jafn- framt að Íraksstjórn hafi ekki far- ið að fyrirmælum Sameinuðu þjóðanna um að vinna með vopna- eftirlitsmönnum. ■ LEIKSKÓLAR Efling stéttarfélag hafði lengi staðið í innheimtuað- gerðunum gegn þeim sem ráku leikskólana Fossakot og Korpukot þar til þeir voru innsiglaðir í síð- ustu viku. Rekstrarfélagið sem þá rak skólana sætir nú lögreglu- rannsókn og varð það til þess að Leikskólaráð í Reykjavík neitaði að gefa út starfsleyfi fyrir þriðja skóla félagsins, Runnakot. Nýtt félag hefur nú tekið við rekstri leikskólanna. Eflingu þraut á sínum tíma þol- inmæði og fjallaði um málið á vef sínum þar sem leikskólarnir voru nafngreindir, sem er mjög óvana- legt. Ástæðan var að starfsfólk leikskólanna hafði leitað til fé- lagsins vegna vangoldinna launa- tengdra gjalda. Var sagt mjög al- varlegt að rekstraraðilarnir hefðu trassað að greiða öll lögbundin gjöld. Að auki hefði verið skipt um kennitölu og því erfiðara en ella að innheimta. Leikskólaráð Reykjavíkur hef- ur veitt nýju rekstrarfélagi bráða- birgðaleyfi til mánaðamóta. Þor- lákur Björnsson, formaður ráðs- ins, segir að farið verði yfir mál félagsins í vikunni og ákveðið á fundi á föstudag hvort það fái rekstrarleyfi til frambúðar. „Það sem við höfum fengið að sjá er mjög traust,“ segir hann. ■ DAVÍÐ ODDSSON Beðið verður niðurstöðu ESA áður en ákvörðun verður tekin. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Rannsókn stendur enn á sjóðþurrð sem varð í Tryggingasjóði lækna. MAGNÚS PÉTURSSON Hittir háskólamenn í dag. FOSSAKOT Nýir rekstraraðilar hafa tekið við leikskólunum. Fyrrum rekstrarfélag leikskóla sem var lokað: Lengi trassað greiðslu lögbundinna gjalda GUNNAR ÖRN KRISTJÁNSSON Læknar vilja láta reyna á ábyrgð hans. UGGI AGNARSSON Tapar fimm milljón- um króna á gjald- þroti Tryggingasjóðs lækna. „Með undir- skrift reikn- inganna tók hann sína ábyrgð á því sem þarna gerðist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.