Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2004 Vöruafgreiðslan ehf. starfar án leyfis til flutninga: Alvarlegt að ekki sé aðhafst VÖRUFLUTNINGAR Sævar Ingi Jóns- son, deildarstjóri umferðareftir- lits Vegagerðarinnar, segir alvar- legt að lögregla hafi ekkert að- hafst vegna ólöglegra vöruflutn- inga Vöruafgreiðslunnar. Vegagerðin hefur við eftirlit sitt haft afskipti af ökutækjum í eigu Vöruafgreiðslunnar. „Starfs- maður frá Ríkislögreglustjóra er með í umferðareftirliti Vegagerð- arinnar og skrifar hann skýrslu ef um brot er að ræða á lögum og sendir viðkomandi sýslumanni eða Ríkislögreglustjóra áfram til úrlausnar.“ „Ég get ekki sagt hvort afskipt- in hafi verið vegna þess að rekstr- arleyfi vantar. Ef lögreglu er ljóst að um brotastarfsemi sé að ræða ber henni væntanlega skylda að stöðva það,“ segir Sævar Ingi. „Ég hef ekki vitneskju um að Vöruafgreiðslan sé rekstrarleyf- islaus. Ég þarf að skoða þetta mál áður en ég get sagt til um hvað verði gert. Sýslumanninum á Pat- reksfirði ætti að vera kunnugt að um þetta hafi skýrslur verið gerð- ar, en væntanlega eru skýrslur lögreglumanns í umferðareftirlit- inu sendar þangað,’’ segir Jón Friðrik Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki náðist í Þórólf Halldórs- son, sýslumann á Patreksfirði. ■ Vinstri grænir: Valdhafar beri ábyrgð HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs kallar pólitíska valdhafa til ábyrgðar á því að reka öfluga heil- brigðisþjónustu í þágu allra lands- manna. Í ályktun stjórnarinnar segir að sú aðför að heilbrigðiskerfinu, sem menn verði vitni að þessa dagana sé í takt við allt annað sem sé lagt á mælistiku fjármagnsins. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar af- sali sér ábyrgð á skertri þjónustu við almenning. Vinstri grænir krefjast þess að stjórnvöld móti framtíðarsýn í heilbrigðismálum sem snúi ekki einungis að því að taka á afleið- ingum sjúkdóma og slysa, heldur einnig að því að efla forvarnir, og að heilsugæslan verði efld sem hornsteinn heilbrigðiskerfisins. ■ ALÞINGI Þingmenn snúa aftur á morgun. Þingstörf: Hefjast á morgun ALÞINGI Alþingismenn mæta aftur til starfa á morgun en þá hefjast þingstörf að nýju eftir sex vikna jólaleyfi. Mörg mál liggja þegar fyrir vorþinginu, þó engin stór- mál að sögn Halldórs Blöndal, for- seta Alþingis. „Ég geri ráð fyrir því að það verði mikið rætt um heilbrigðis- mál þegar þing kemur saman. Annars á ég von á því að vorþing- ið verði rólegt, enda er þetta fyrsta þing eftir kosningar og engin stór og tímafrek mál sem bíða úrlausnar. Það má þó búast við því að skattamál og húsnæð- ismál taki sinn tíma,“ segir Hall- dór. Hann bætir því við að jafn- vægi í efnahagsmálum hafi mikla þýðingu sem og það að stóriðju- mál og sjávarútvegsmál séu í föstum skorðum. ■ Benedikt Jóhannesson: Engir eftirmálar VIÐSKIPTI Benedikt Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður Eimskips og Skeljungs, segir að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins sé að engir eft- irmálar verði fyrir félög honum tengd vegna viðskipta með hluta- bréf í Skeljungi þann 30. júní 2003. „Það voru ábendingar um einhverja hluti sem betur hefðu mátt fara,“ segir hann. Þann dag seldi Shell Petroleum 21% hlut sinn í Skeljungi til Eimskips og Sjóvár-Almennra á gengi sem var undir markaðsvirði. Benedikt segist vita að engir eft- irmálar verði heldur hvað varðar þátttöku Sjóvár-Almennra og Ís- landsbanka í viðskiptunum. ■ VÖRUFLUTNINGAR „Sýslumanninum á Patreksfirði ætti að vera kunnugt að um þetta hafi skýrslur verið gerð- ar,“ segir Jón Friðrik Bjartmarz yfirlögregluþjónn. Myndin er ekki úr húsnæði Vöruflutninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.