Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 12
Ég hef reynt að koma mér uppkenningu um menningarlegt ástand nútímans. Hún er svona: Við erum að yfirgefa ástand sem minnir um margt á Grikkland til forna og yfir á plan sem er líkara Rómaveldi. Þrátt fyrir að Grikkirnir hafi stofnað til Ólymp- íuleikanna og verið sportistar góð- ir voru þeir líklega áhugasamari listunnendur en íþróttabullur. Leiklistarhátíðir þeirra voru há- punktar menningarlífsins og þeir reyndu að gæða íþróttaleika sína listrænum þokka – til dæmis með því að láta þátttakendur keppa nakta. Rómverjar voru hins vegar listasnobbarar fremur en list- unnendur. Þeir notuðu listirnar til að hefja sig yfir barbarískan bak- grunn sinn og átu inntak þeirra að mestu hrátt eftir Grikkjunum. Þótt þeir hafi fyrirlitið Grikkina fyrir moðkennda hugsun og deigan kjark öfunduðu þeir þá af auðugum anda og flottum stíl. Þeir höfðu hins vegar ekkert til Grikkjanna að sækja þegar kom að íþróttum. Þeir nenntu ekki að horfa á íturvaxna menn kasta kringlu. Rómverjar vildu alvöru átök á leikvöngum sín- um – og alls engan Ólympíuanda. Íþróttir eru líklega veigameiri þáttur í lífi okkar í dag en þær hafa verið síðan á dögum Rómaveldis. Eiður Smári er Laxness okkar tíma. Góður landsleikur getur hrifið þjóðina eins og ljóð Davíðs Stefáns- sonar gerðu áður. Glæsileiki Ólafs Stefánssonar hefur tekið sess hins reffilega Hannesar Hafstein. Þess vegna eru endalok þátt- töku landsliðsins okkar í Evrópu- keppninni svona sorgleg. Keppnin var eins og bók þar sem eina per- sónan sem við tengjumst deyr á fyrstu blaðsíðunum. Eftir situr flétta með engum aðalpersónum og endi sem enginn kærir sig um að heyra. Ótrúlegan uppgang hins svo- kallaða raunveruleikasjónvarps má ef til vill skija í þessu sam- hengi. Það er eins konar sambland listrænna forma og eiginleika íþrótta. Þar er ekki byggt á hand- riti eða úthugsuðum plottum – eða því eigum við að trúa – og þar eru persónur líkari íþróttamönnum en leikurum eða skáldsagnapersón- um. Raunveruleikasjónvarpið er hringleikahús Rómverjanna. Þar var venjulegu fólki hent inn í til- búnar en óvenjulegar aðstæður svo við gætum fylgst með örlögum þeirra af pöllunum. Mannúðarkröf- ur dagsins banna að þátttakendur bani hver öðrum en þess í stað eru þeir flestir niðurlægðir svo ein- hver þeirra rísi upp sem sigurveg- ari. Og í vinsælustu þáttunum hef- ur þumalfingur okkar sama gildi og á leikvöngum Rómverja. Þeir gáfu og tóku líf með því að vísa honum upp eða niður. Við notum hann til að senda SMS-skilaboð í sambærilegum tilgangi. ■ Veiran sem veldur fuglaflensuer talin geta lagst á flestallar tegundir fugla en alifuglar eru taldir sérstaklega viðkvæmir fyrir henni. Flensan hefur náð að setjast að í mönnum þótt enn hafi ekki fundist sönnun þess að þeir beri hana sín á milli. Flensunni hefur skotið upp í Tælandi, Víetnam, Indónesíu, Kambódíu, Suður-Kóreu, Japan og Tævan. Pakistanar hafa einnig orðið varir við hana og í Laos er beðið eftir niðurstöðu rannsókna, þó líklegt þyki að flensan hafi þegar náð að setjast þar að. Í Tælandi og Víetnam hefur flensan borist í menn. Fuglaflensunnar varð fyrst vart í mönnum í Hong Kong árið 1997. Síðan þá hefur hún skotið upp kollinum víðs vegar um Asíu. Flensan barst einnig til Hollands og er þar vitað um eitt tilfelli þess að maður smitaðist af henni. Talið er að nú þegar hafi tólf manns látist af flensunni en grunur leikur á að þau séu mun fleiri. Flensan smitast meðal annars með munnvatni og saur fugla. Hingað til hafa menn aðeins smitast með beinni snertingu við sýkta fugla. Vísindamenn hræð- ast þó að flensan stökkbreytist og berist á milli manna eins og aðrar flensur. Slík stökkbreyting gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og myndi líklega breiðast út um allan heim. Einkenni flensunnar í mönn- um er hiti, hósti, aumur háls, vöðvabólga, augnsýkingar, lungnabólga og öndunarerfið- leikar. Ódýr lyf hafa verið gefin til að bregðast við flensunni en verið er að rannsaka mun dýrari lyf. Samkvæmt heilbrigðisyfir- völdum hafa engar sannanir fundist fyrir því að veiran ber- ist með unnum matvörum, svo sem kjúklingi. Hiti drepur veiruna og hefur Alþjóða heil- brigðismálastofnunin (WHO) lagt það til að kjúklingur sé eld- aður upp í 70˚ á celsíus. Stofn- unin beinir einnig þeim tilmæl- um til fólks að þvo sér vel eftir að hafa meðhöndlað alifugla til að koma í veg fyrir frekari dreifingu á veirunni. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um íþróttir, listir og raun- veruleikasjónvarp. Úti í heimi ■ Fuglaflensa herjar á Asíu. Vísinda- menn óttast að veiran stökkbreytist og geti þá gengið manna á milli með skelfilegum afleiðingum. 12 27. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hægt er að finna viðeigandiskýringar á því að menn eins og George W. Bush Bandaríkja- forseti og Halldór Ásgrímsson verðandi forsætisráðherra Ís- lands skuli enn halda því fram að gereyðingarvopn sé og hafi verið að finna í Írak. Hins vegar er með ólíkindum að gáfaður maður og vel gerður eins og Tony Blair í Bretlandi skuli enn halda þessu sama fram. Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er eini meiriháttar ráðamaður ríkj- anna sem fóru með ófriði á hend- ur Írak sem hefur leyft sér að ef- ast opinberlega um tilvist meintra gereyðingarvopna Íraka. Líkurnar á því að Írakar hefðu komið sér upp gereyðing- arvopnum voru áður en innrásin í landið hófst nánast engar og fáum mátti vera það jafn vel ljóst og Bandar- r ík jamönnum og Bretum. Í byrjun reyndi Banda- ríkjaforseti að réttlæta her- hlaup gegn Írak með því að halda því fram að tengsl væru milli Al Qaeda og Saddams Hussein. Gríð- arleg vinna var lögð í að sýna fram á tengslin en það var ekki hægt. Næst var því haldið fram að Írakar hefðu uppi áætlanir um að gera kjarn- orkuvopn en síðan þegar ekkert slíkt sannaðist varð enn breyting á málflutningnum og loks var því haldið fram að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum (weapons of mass destruction) þó að skilgreiningin á því hvað í því fælist væri nokkuð loðin og teygjanleg. Staðreyndir sem töluðu sínu máli Robin Cook, fyrrum utanríkis- ráðherra Breta, sagði sig úr ríkisstjórn Tony Blair í mót- mælaskyni við þátttöku Breta í innrás í Írak. Hann benti þá á það hversu ólíklegar og raunar frá- leitar staðhæfingarnar um ger- eyðingarvopn Íraka væru. Spyrja mátti þeirra spurninga hvort her Íraka væri öflugri og betur vopn- um búinn árið 2003 en í Flóabar- daga svonefndum þegar pabbi Bandríkjaforseta bjargaði furstadæminu Kuwait úr klóm Íraka. Eftir þann bardaga var her Írak í verulegri upplausn og fyl- gst var betur með Írak en nokkru öðru ríki. Viðskiptabann var sett á ríkið og bannað að selja því vör- ur sem nýst gætu í hernaði. Hvernig áttu Írakar að geta kom- ið sér upp gereyðingarvopnum? Hvernig áttu þeir að geta falið þessi gereyðingarvopn þrátt fyr- ir ítrekaða leit vopnaeftirlits- manna Sameinuðu þjóðanna? Spurningin er, voru þessu rök hönnuð til að réttlæta ólögmæta innrás? Ýmislegt bendir til þess að svo hafi verið. Breyting á utanríkisstefnu Íslands Íslendingar mótuðu þá utanrík- isstefnu þegar landið öðlaðist sjálfstæði, að við værum vopnlaus þjóð sem færi ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Það vafðist ekki fyrir Bjarna Benediktssyni, fyrrum formanni Sjálfstæðis- flokksins, og Hermanni Jónassyni, fyrrum formanni Framsóknar- flokksins, að þessi stefna væri nauðsynleg vopnlausri smáþjóð. Af þeim ástæðum neituðum við beiðni Bandaríkjamanna og Breta um að segja Þjóðverjum og Japön- um stríð á hendur í lok seinni heimsstyrjaldar og var fyrir vikið meinað að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum. Í þann tíð fylgdu menn hugsjónum sínum og heilbrigðri skynsemi en hröktust ekki undan óeðlilegum kröfum vinveitts stórveldis eins og þeir Davíð og Halldór. Á sínum tíma orðaði Hermann Jónasson, for- maður Framsóknarflokksins, það þannig að betra væri að vanta brauð en hafa her í landi. Með því skírskotaði hann til þess að sjálf- stæði þjóðarinnar væri mikilvæg- ast og ekki mætti einblína á efna- hagsleg áhrif varnarstöðvarinnar í Keflavík. Nú þegar engin þörf er lengur á varnarstöð Bandaríkja- manna hér á landi eða annars staðar í Evrópu eru ráðamenn þjóðarinnar fúsari en nokkru sinni fyrr til að leggjast hundflat- ir undir erlent vald og samsinna hverju sem er, meðal annars því að fara gegn farsælli stefnumörk- un í utanríkismálum og skipa okk- ur í raðir hina „viljugu þjóða“ sem samsinntu innrásinni í Írak. Vilji menn síðan reyna að réttlæta inn- rásina með því að segja að þar sem Saddam Hussein hafi verið vondur harðstjóri hafi þetta þrátt fyrir allt verið í lagi, er spurning hvað með ógnarstjórnendurna í Kuwait eða Saudi Arabíu þar sem opinberar aftökur tíðkast og kon- ur eru algerlega réttlausar, mega ekki einu sinni aka bíl. Og síðast en ekki síst: Hvað með Íran, vina- ríki Halldórs Ásgrímssonar, en hann er nýkominn úr kaffiboði frá arftökum Khomeinis og sagði að við værum svo einstaklega líkir þeim. Nýlega var 4.000 manns þar í landi meinað að bjóða sig fram í kosningum. Hvað svo með ríkið sem hefur brotið fleiri ályktanir Sameinuðu þjóðanna en nokkur önnur þjóð og býr yfir gereyðing- arvopnum. Er í lagi að það ríki haldi áfram hermdarverkum með milljarða dollara stuðningi Bandaríkjanna árlega? ■ Sígarettur í felum „Fyrir skömmu síðan var ég staddur í matvöruverslun og beið eftir að fá afgreiðslu. Á undan mér í röðinni var enskumælandi kona sem var ráðvillt á svip. Hún hafði greinilega verið nokkra stund inni í búðinni en ekki fund- ið það sem hún var að leita að. Að lokum gafst hún upp og fór að kassanum og spurði afgreiðslu- manninn: „I’m sorry, but don’t you sell cigarettes here?“ Af- greiðslumaðurinn brosti. Þetta var greinilega ekki í fyrsta skipti sem hann hafði verið spurður að þessu. „Yes, we do. But in this country we have to hide them.“ Svo hlógu þau bæði.“ RAGNAR JÓNASSON Á FRELSI.IS Menningarslys „Það yrði mikið menningarsögu- legt slys ef fréttir Ólafs Sigurðs- sonar af æsispennandi breyting- um á hjúskaparstöðu Britney Spears frá degi til dags lentu í glatkistunni en ekki í öruggri vörslu á Safnadeild RÚV. Í reynd væri líklega athugandi fyrir Sjón- varpið að koma þeim allra bestu á DVD og selja dýrum dómum þegar fram líða stundir. Og þá verður væntanlega af nógu að taka þegar kemur að því að velja aukaefni.“ STEINÞÓR HEIÐARSSON Á MÚRINN.IS Vanhæfi þingmanna Stjórnmálamönnum og þeim sem fara með opinbert vald er mikil- vægt að hæfi þeirra og trúverðug- leiki sé ekki dreginn í efa. Þess vegna hafa verið settar vanhæfis- reglur sem gilda um dómara og sveitarstjórnarmenn. Þó slíkar vanhæfisreglur finnist ekki á vettvangi löggjafarvaldsins ætti skylda þingmanna að vera sú sama og annarra valdhafa að gæta þess að trúverðugleiki þeirra við meðferð mála á löggjaf- arþinginu verði ekki dreginn í efa. Hvað sem líður lögum og reglum er augljóst að Pétri Blöndal ber siðferðilega að segja sig frá því að taka þátt í umfjöllun efnahags- og viðskiptanefndar um málefni SPRON. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SKRIFAR Á WWW.ALTHINGI.IS/JOHANNA Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON ■ hæstaréttarlögmaður skrifar um stríð. Uppgötvunin mikla■ Af Netinu Fuglaflensa herjar á Asíu Við erum orðin eins og Rómverjar „ Á sínum tíma orðaði Hermann Jónasson, for- maður Fram- sóknarflokks- ins, það þannig að betra væri að vanta brauð en hafa her í landi. Með því skírskotaði hann til þess að sjálfstæði þjóðarinnar væri mikil- vægast... VINNUVÉLADEILD ALIFUGLAR Smitaðir fuglar missa yfirleitt matarlystina, þeir fá hita, verða slappir, fá niðurgang og ákaf- an þorsta. jm@nu.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.