Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 14
14 27. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Afmæli ■ Jarðarfarir Uppfinningamaðurinn ThomasAlva Edison fékk skráð einka- leyfi á ljósaperunni sinni á þessum degi árið 1880. Edison er alla jafna talinn faðir ljósaperunnar eins og við þekkjum hana en hún átti sér vitaskuld langan aðdraganda þar sem ýmsir menn komu við sögu. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er látinn hlaupa milli skauta. Davy tókst líka að fá mjóan platínuvír til að glóa með því að senda rafstraum um hann. Fjöldi einkaleyfa var gefinn út á glóðarlömpum af þessu tagi upp úr 1840 en enginn þeirra náði merkjanlegri útbreiðslu fyrr en Edison kom fram á sjónarsviðið árið 1879 með ljósaperuna sína, með glóandi kolefnisþræði. Tíminn og reynslan leiddu það síðan í ljós að málmurinn wolfram eða þungsteinn hentaði betur í ljósa- perur en kolefnið sem Edison not- aði. Notkun wolframs í perur hófst árið 1913 og flúrljós komu síðan á markað árið 1938. Edison er einn þekktasti upp- finningamaður seinni tíma en hann á ekki aðeins heiðurinn af ljósaper- unni heldur fann hann einnig upp rafala, hljóðrita, rafhlöðu og kvik- myndatökuvél. ■ Geir Sveinsson handboltakappi er 40 ára. Jón Ásgeir Jóhannesson kaupahéðinn er 36 ára. 13.30 Kári Borgfjörð Helgason, Skúla- götu 40, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. 13.30 Unnsteinn Stefánsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Rebekka Lóa Lúthersdóttir, áður til heimilis í Sörlaskjóli 90, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Nes- kirkju. 15.00 Bergljót Ólafsdóttir, kjólameist- ari, Norðurbrún 1, Reykjavík, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Kveðjuathöfn um Svein Björns- son, rafvélavirkja, Teigaseli 1, Reykjavík, verður haldin í Lang- holtskirkju. Mestu tímamótin voru þegarBarnaspítali Hringsins var tekinn í notkun 26. janúar 2003,“ segir Áslaug Viggósdóttir, for- maður líknar- og mannúðarfélags- ins Hringsins sem fagnaði aldar- afmæli í gær. „Stuttu eftir að fé- lagið var stofnað 1904 var mark- miðið að vinna gegn útbreiðslu berkla og var það forgangsatriði allt til 1942 þegar ákveðið var að hér skyldi rísa barnaspítali.“ Áfram verður lögð áhersla á að styrkja barnaspítalann með starfi Hringsins og segir Áslaug að það verði að vera vel að honum búið í framtíðinni. „Þetta er hátæknispít- ali og það þarf að endurnýja reglu- lega tæki og búnað. Það er talið að það þurfi 20-30 milljónir árlega til endurnýjunar og eins og samdrátt- urinn er hjá Landspítalanum í dag sjáum við að þar er helst sparnað- ur í endurnýjun tækja. Því munum við starfa áfram af krafti til að búa vel að tækjakosti Barnaspítala Hringsins.“ Eins og kom fram í fréttum í gær líta Hringskonur í fleiri áttir en þær gáfu Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans 50 millj- ónir á afmælisdeginum og Barna- spítalanum 15 milljónir. „Þegar barnageðdeildin var stofnuð 1971 var það með liðstyrk Hringskvenna en við gáfum allan innbúnað þar. Það er afskaplega áríðandi og brýnt að styðja við BUGL, því þarna eiga börn líka í hlut.“ Tæplega 330 konur eru nú í Hringnum og er félagsstarf mjög öflugt og miðar að fjáröfl- un fyrir þau verkefni sem Hring- urinn styður, til dæmis með sölu á minningarkortum og jólakort- um og með jólabasar í nóvem- bermánuði. „Síðasta árið höfum við prófað nýja fjáröflun með veitingastofu Hringsins á jarð- hæð Barnaspítalans. Við erum með opið frá 8 til 16 á hverjum degi. Hún er aðallega notuð af aðstandendum barna, gestum og starfsfólki spítalans. Með þessu erum við í daglegum tengslum við spítalann og heyrum hvað er ánægja með og hvar er hægt að grípa inn í.“ ■ Afmæli HRINGURINN ■ Líknar- og mannúðarfélagið Hringur- inn fagnaði aldarafmæli í gær. Hrings- konur hafa unnið ötullega að uppbygg- ingu Barnaspítala Hringsins auk annars stuðnings við börn. WOLFGANG AMADEUS MOZART Tónskáldið sígilda fæddist á þessum degi árið 1756, fyrir 248 árum síðan. 27. janúar ■ Þetta gerðist 1910 Thomas Crapper, breski pípulagninga- maðurinn sem margir vilja eigna það að hafa fundið upp vatnssalernið, deyr. 1945 Rússneskir hermenn frelsa fanga í út- rýmingarbúðum nasista í Birkenau og Auschwitz. 1951 Bandaríski flugherinn sprengir kjarn- orkusprengju í tilraunaskyni í Nevada- eyðimörkinni. 1967 Fulltrúar yfir 60 þjóðríkja undirrita samkomulag sem bannar flutning á kjarnorkuvopnum. 1967 Þrír geimfarar láta lífið þegar eldur kemur upp við prufu á Apollo I geim- farinu. 1984 Michael Jackson er lagður inn á spítala eftir að það kviknar í hári hans viðtök- ur á Pepsi-auglýsingu. 1990 Fjórir nánir samstarfsmenn einræðis- herrans Nicolae Ceausescu eru dregnir fyrir dómstóla vegna ásakana um þjóðarmorð. 1995 Fimm þúsund syrgjendur koma sam- an við útrýmingarbúðirnar í Auschwitz til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá frelsun fanga þar. THOMAS EDISON Uppfinningamaðurinn nafntogaði fékk einkaleyfi fyrir ljósaperunni sinni fyrir 124 árum. Edison kveikir á perunni LJÓSAPERAN ■ Edison fær einkaleyfi á þessari mögn- uðu uppfinningu. 27. janúar 1880 Með stuðningi þjóðarinnar Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% aukaafsláttur glæsilegur fatnaður á ótrúlegu verði Finnskt rokk á Gauknum Finnska rokksveitin The Rasm-us hefur um árabil verið vin- sæl í heimalandi sínu en hóf á síð- asta ári almennilega útrás. Í dag er hún á meðal vinsælli rokk- sveita Evrópu með stöðuga spilun á MTV og hefur selt tugþúsundir platna. Hún kom Íslendingum fyrst fyrir sjónir á síðasta ári þeg- ar slagararnir In the Shadows og First Day of My Life skutust hátt upp á vinsældalista FM957 og á vinsældalistum PoppTívi. Sveitin er rokksveit en virðist þó höfða til breiðari hóps en rokksveitir gera oft hér á landi. The Rasmus heldur tónleika á Gauki á Stöng föstudaginn 6. febr- úar en miðasala á herlegheitin hefst í dag. Miðarnir verða seldir í Japis, Laugavegi 13, og kostar miðinn 2.000 krónur. Maus sér um upphitun fyrir Finnana en óhætt er að fullyrða að síðasta ár hafi verið með betri árum sveitarinnar. Fimmta breið- skífa Maus, Musick, var meðal annars tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna sem besta platan og nú þegar hafa fjögur lög af henni ómað í útvarpi og sjón- varpi. Maus hefur verið að þreifa fyrir sér á erlendri grundu og er aldrei að vita nema sú vinna fari að skila áþreifanlegum árangri. Húsið opnar kl. 20. Maus stígur á svið klukkan 21 og The Rasmus klukkustund síðar. ■ Icelandic Hotel Selfoss  . Eyrarvegi 2 . 800 Selfoss . selfoss@icelandichotels. is . www.icelandichotels. is l á t t u o k k u r u m skipulagið við gerum tilboð í aðrar árshátíðir, ráðstefnur, fundi & uppákomur HOTELSELFOSS SÍMI 480 2500 Tónlist ROKK ■ Finnska rokksveitin The Rasmus spilar á Gauki á Stöng í byrjun febrúar. Miða- salan hefst í dag. THE RASMUS Stækka bara og stækka. Eru að koma sér í hóp stærstu rokksveita Skandinavíu. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, YFIRLÆKNIR HJÁ BUGL, ÁSGEIR HARALDSSON, FORSTÖÐULÆKNIR BARNASPÍTALA HRINGS- INS, OG ÁSLAUG BJÖRG VIGGÓSDÓTTIR, FORMAÐUR HRINGSINS Á aldarafmæli Hringsins var ákveðið að styrkja Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um 50 milljónir og Barnaspítala Hringsins um 15 milljónir. ■ Kveðjuathöfn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.