Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR ÞINGMENN SNÚA AFTUR Alþingi fundar í dag í fyrsta sinn frá því fyrir jól. Í dag verður utandagskrár- umræða um Íraksmál og fyrirspurnatími þar sem ráðherrar svara fyrirfram ákveðnum spurningum þingmanna. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGAR BREYTILEGAR ÁTTIR Með frosti víðast hvar, síst þó með ströndum vestan til. Vægt frost í borginni en veðrið þar verður bjart og fallegt. Sjá síðu 6. 28. janúar 2004 – 27. tölublað – 4. árgangur ● aðgengilegt í bókabúðum Feministar: ▲ SÍÐA 30 Kæra gróft klám ● 53 ára í dag Þórhildur Líndal: ▲ SÍÐA 16 Göfugt að gæta barna ● nói albínói ekki með Óskarsverðlaunin: ▲ SÍÐA 29 Hringurinn með 11 tilnefningar ● hópferðir í enskuskóla ● don kíkóti Börnin lifa sig inn í námsefnið nám o.fl. Ása Helga Ragnarsdóttir: ▲ SÍÐA 18 og 19 HÓTA AÐ GANGA ÚT Starfsmenn leikskólans Olgukots hafa ekki fengið greidd laun fyrir desember. Þeir hafa gef- ið stjórnendum skólans frest til laugar- dags til að ganga frá greiðslu launa ella gangi þeir út. Sjá síðu 2 DÝRARI LYF Lyfjakostnaður hækkaði um 49% á árunum 1999–2002. Mest hækkaði lyfjakostnaður hjá Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga, þar rúmlega tvöfaldað- ist kostnaðurinn. Sjá síðu 6 MESTI HAGNAÐUR ÍSLANDS- BANKA Íslandsbanki hagnaðist um tæpa sex milljarða á síðasta ári og fær hver og einn starfsmaður 240.000 krónur í kaupauka vegna þess. Eignir bankans eru komnar í 444 milljarða króna. Sjá síðu 10 KOMIÐ FYRIR DÓMSTÓLA Mál Sparisjóðs Mýrarsýslu gegn Kaupfélagi Ár- nesinga vegna kaupa sparisjóðsins á 30 milljóna króna víxli frá eignarhaldsfélaginu Brú hefur verið þingfest. Sparisjóðurinn vill fá víxilinn greiddan að fullu. Sjá síðu 2 HEILBRIGÐISMÁL „Á meðan ekki liggur fyrir tillaga um aðra út- færslu, sem nær sömu markmið- um að spara fé, þá stendur fyrri ákvörðun,“ sagði Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, um fyrirhugaða helgarlokun bráðamóttöku við Hringbraut. Á fundi framkvæmdastjórnar spítalans var fjallað um bráðamót- tökuna, en áform um helgarlokun hafa fengið mikinn andbyr. Stéttar- félög, launþega- samtök og hags- munasamtök hafa mótmælt sparnað- a r á f o r m u n u m kröftuglega og bent á að aðgerð- irnar skerði ör- yggi sjúklinga verulega. Meðal þeirra sem hafa mót- mælt eru Lands- samtök hjarta- sjúklinga. Í álykt- un þeirra segir að stjórn LSH hafi „ekki leyfi“ til að draga úr þjónustu bráðamóttök- unnar og þar með að draga úr lífs- og batalíkum sjúklinga. Aðgerð- irnar muni ekki skila sér í sparn- aði þegar upp verði staðið. Fjórir til fimm veikist af hjartasjúkdóm- um á hverjum sólarhring. Hættan sé alvarleg alla daga ársins. „Sviðsstjórum hefur verið falið að reyna að finna leið sem skilar sama fé og skaðar starfsemina minna,“ sagði Jóhannes. Hann sagði, að sparnaðartalan sem nefnd hefði verið í tengslum við helgarlokun bráðamóttökunnar hefði verið misvísandi. Talað hefði verið um nítján milljóna sparnað. Ef ekki væri gert ráð fyrir neinum breytingum á starfs- fólki myndi lokunin ein og sér skila 35 milljónum króna. „Það er ekki á okkar færi að draga tilkynningar um áformaðar uppsagnir til baka. Það verður ekki gert,“ sagði Jóhannes spurð- ur um viðbrögð við fram komnum kröfum Bandalags háskólamanna þess efnis. Hann sagði að spítalinn hefði sent fulltrúum BHM bréf, þar sem þetta hefði komið fram, svo og að unnið yrði eftir föngum með þeim að öflun þeirra upplýs- inga sem þeir hefðu óskað eftir. jss@frettabladid.is FULLSETINN AUSTURBÆR „Nú er nóg komið, nú er okkur að mæta,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, á fundi um málefni Land- spítala háskólasjúkrahúss. Húsfylli var á fundinum sem allmörg samtök efndu til í Austurbæ í gær til að mótmæla niðurskurði í heilbrigð- iskerfinu. Ræðumenn létu í sér heyra og salurinn tók undir með lófataki. Mótmælafundur: Tefla lífi í hættu MÓMÆLI „Við verðum að spyrna við fótunum taka höndum saman til að hindra þessa mannfyrirlitn- ingarstefnu,“ sagði Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, á fjölmennum fundi í Austurbæ í gær þar sem þess var krafist að stjórnvöld endurskoðuðu fjárveit- ingar til Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. Hann hvatti fólk einnig til að hafna kvótakerfi í heilbrigðiskerfinu, því þörf og vilji væri fyrir fyrsta flokks heil- brigðiskerfi fyrir alla. „Nú er nóg komið, nú er okkur að mæta,“ sagði Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður sjúkra- liðafélags Íslands. Hún talaði um að verið væri að svipta fólk atvinnu og þrengja að stærsta sjúkrahúsi landsins. Hún sagði niðurskurðinn, handstýrða stefnu ríkisstjórnarinnar, vera vilja rík- isstjórnarinnar til að einkavæða heilbrigðisþjónustuna þó til þess þurfi að tefla jafnvel lífi og heilsu fólks í hættu. Að fundinum stóðu Geðhjálp, Landssamband eldri borgara, Landssamtök hjartasjúkra, Um- hyggja, Öryrkjabandalag Íslands, ASÍ, BHM, BSRB og Læknafélag Íslands. ■ „ Það er ekki á okkar færi að draga til- kynningar um áformað- ar uppsagnir til baka. Það verður ekki gert. JÓHANNES M. GUNNARSSON Fyrri ákvörðun stendur meðan ekki liggur fyrir tillaga sem nær sama sparnaði og skaðar starfsemina minna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Reyna að forðast lokun um helgar Sviðsstjórum slysa- og bráðasviðs og lyflækningasviðs Landspítalans hefur verið falið að gera tillögur um leiðir sem koma mættu í stað fyrirhugaðrar lokunar bráðamóttöku við Hringbraut um helgar. Tony Blair: Sigraði með naumindum LONDON, AP Tony Blair vann mikil- vægan áfangasigur þegar þing- menn samþykktu frumvarp stjórnar hans um hækkun skóla- gjalda á háskóla- stigi með aðeins fimm atkvæða mun, 316 atkvæð- um gegn 311. 72 þingmenn V e r k a m a n n a - flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og leit lengi vel út fyrir að þeir kynnu að verða fleiri. Mikil áhersla var hins vegar lögð á að þingmenn flokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu svo þeir veiktu stöðu Tony Blairs ekki um of. ■ Þingflokkur Samfylkingar: Skipt um formann STJÓRNMÁL Margrét Frímannsdóttir var í gær kjörin þingflokksfor- maður Samfylkingar eftir að Bryn- dís Hlöðversdóttir, sem gegnt hefur starfinu frá því á síðasta kjörtíma- bili, lét af því. „Ég hef tekið þá ákvörðun í ljósi breytinga á mínum persónulegum högum að sinna fyrst og fremst þingmannsstarfinu og þeim póli- tísku verkefnum sem því fylgja um sinn. Ég er ekki að senda einhver pólitísk skilaboð með þessu og er ekki að hætta í pólitík. Ég þurfti ein- faldlega að gefa mér svolítið and- rými,“ segir Bryndís. ■ TONY BLAIR Hafði sigur í kosningunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.