Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 2
2 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR „Nei, ég var ekki á honum. Ég hef fengið fréttir af honum og mun bregðast við ályktun sem fundur- inn væntanlega samþykkir. Allmörg samtök stóðu að opnum fundi í gær í Austurbæ við Snorrabraut. Efni fundarins var niðurskurður á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og afleiðingar hans fyrir sjúklinga. Jón Kristjánsson er heilbrigðisráðherra. Spurningdagsins Jón, fórstu á fundinn? Hafa ekki fengið desemberlaunin Starfsmenn Olgukots ætlað að ganga út á föstudag verði vangoldin laun ekki greidd. Rekstrarstjórinn vonar að málið leysist fyrir þann tíma og segir sex starfsmenn ætla að gefa lengri frest náist ekki að greiða launin. LAUNAMÁL „Starfsfólkið hefur ekki enn fengið desemberlaunin sín og þessir starfsmenn eru komnir í verulegan vanda vegna vanefnda á launagreiðslum,“ segir Sigurlaug Gröndal hjá Eflingu en starfsfólk Olgukots gengur út eftir vinnu á föstudag hafi vangoldin laun ekki verið greidd. Sigurlaug segir að fyrir liggi launakrafa en nýir eigendur hafi keypt reksturinn og með tilliti til þess hafi starfsmenn gefið aukinn frest til að ganga frá launagreiðsl- um. Hafi laun hins vegar ekki ver- ið greidd á föstudag verður litið svo á að ráðningarsamningi hafi verið rift og mun starfsfólkið hætta störfum. „Ég vona að greitt verði úr launamálunum á sem farsælastan hátt,“ segir Olga Ó m a r s d ó t t i r , rekstrarstjóri og fyrrverandi eigandi leikskólans Olgukots. Olga fór af stað með rekstur leik- skólans í febrúar árið 2001 en varð gjaldþrota fyrir skemmstu. Nýir eigendur hafa keypt leikskólann með nafninu en Olga starfar hjá þeim sem rekstarstjóri. Olga segir ástæður þess að rekstur hennar hafi farið í þrot þær að stofnkostnaður hafi verið mikill auk þess sem Leik- skólar Reykjavíkur greiði um 60 þúsund krónur fyrir pláss í einka- reknum leikskólum en um 100 þús- und krónur fyrir plássið hjá sínum leikskólum. Saman hafi það keyrt reksturinn í þrot. Þá segir hún launakostnað vera meiri en á mörg- um leikskólum þar sem mjög ung börn fái pláss og því þurfti fleiri starfsmenn. „Í dag eru níu starfsmenn á leik- skólanum og við verðum sex eftir helgi. Þannig að ég verð enn með hluta starfsfólksins þó ekki náist að greiða launin fyrir lokun á föstudag. Þeir sex sem ætla sér að vera áfram hafa ákveðið að gefa þessu lengri tíma ef þarf og telja víst að þau fái laun sín greidd.“ Hún segir að þeir sem ætli sér að hætta geri það ein- göngu vegna fjárhagsörðugleika en náist að bjarga þessu á tilsettum tíma eigi hún ekki von á að nokkur fari. „Það vinnur enginn án þess að fá laun. Ég veit hversu erfitt þetta hefur verið, sjálf er ég einstæð þriggja barna móðir og er líka launalaus,“ segir Olga. hrs@frettabladid.is Sparisjóður Mýrarsýslu stefnir KÁ: Deilt um umboð framkvæmdastjórans DÓMSMÁL Þingfest hefur verið í Hér- aðsdómi Vesturlands mál Spari- sjóðs Mýrarsýslu gegn Kaupfélagi Árnesinga, en það varðar kaup sparisjóðsins á 30 milljóna króna víxli frá eignarhaldsfélaginu Brú, sem meðal annars rak Hótel Sel- foss. Eignarhaldsfélagið var úr- skurðað gjaldþrota síðasta haust, en KÁ er í greiðslustöðvun og leitar enn nauðasamninga. Kaupfélagið var útgefandi víx- ilsins og skrifaði Óli Rúnar Ástþórs- son, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, undir hann og veðsetti fjárkröfu á hendur Flugleiðum. Þess er meðal annars krafist að KÁ verði dæmt til þess að greiða víxilinn að fullu, að frátaldri rúm- lega fjögurra milljóna króna inn- borgun. Einar Gautur Steingríms- son, aðstoðarmaður KÁ á greiðslu- stöðvunartímabilinu, hefur gert kröfu um að Flugleiðir standi ekki skil á greiðslum af víxlinum, Óli Rúnar hafi ekki haft heimild til þess að skrifa undir og veðsetja fjárkröf- una vegna þess að ráðstöfunin hafi verið óvenjuleg og mikilsháttar. Sparisjóður Mýrarsýslu mótmælir þessu og telur að útgáfan á víxlin- um falli ekki utan verksviðs fram- kvæmdastjórans. Ekki þótti ástæða til að stefna Flugleiðum þar sem fé- lagið hyggst greiða greiðslurnar í samræmi við niðurstöðu málsins. ■ Gæsluvarðhald: Úr fangelsi í þjófnað DÓMAR Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem héraðsdómur úrskurðaði í varðhald til 4. mars vegna síendurtekinna brota. Maðurinn hefur játað á sig sjö brot gegn almennum hegningar- lögum og fíkniefnalöggjöf. Þrem- ur vikum eftir að honum var veitt reynslulausn úr fangelsi á síðasta ári gerði hann tilraun til þjófnað- ar. Í ljósi síendurtekinna brota mannsins telur Hæstiréttur lík- legt að gangi hann laus haldi hann áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið. ■ VALT NIÐUR 70 METRA Ökumað- ur slapp ómeiddur þegar bíll valt sjötíu metra niður Odd- skarð í gær. Lögreglan á Nes- kaupstað segir að mikil hálka hafi verið á vegum þegar óhappið varð og afar hvasst. Ökumaður bjargaði sér sjálfur upp á veg og lét vita af óhapp- inu. Lögreglan segir að bílbeltin hafi örugglega bjargað mannin- um. Bíllinn er gjörónýtur. FÉKK SÖGUNARBLAÐ Í HENDI Ungur kjötiðnaðarmaður fékk sögunarblað í höndina í vinnu- slysi á Húsavík í gærmorgun. Maðurinn var að saga frosið dilkakjöt þegar sögunarblaðið losnaði. Að sögn lögreglu eru meiðslin minniháttar en maður- inn fékk aðhlynningu á sjúkra- húsinu á Húsavík. FÉLL SEX METRA OFAN AF VINNU- PALLI Maður féll sex metra fram af vinnupalli á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka í gærdag. Maður- inn hlaut skurð á höfði og lær- brotnaði. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Nefndin var sett upp vegna árásanna 11. september 2001. Flugmálastjórn: Gerðu lítið úr hættunni WASHINGTON, AP Flugmálastjórn Bandaríkjanna gerði of lítið úr möguleikanum á því að farþega- þotum yrði rænt og þeim beitt í sjálfsmorðsárásum segir í niður- stöðum bandarískrar nefndar sem skoðaði hryðjuverkaárásir á Bandaríkin. Í skýrslu nefndarinnar segir að Flugmálastjórnin hafi snemma árs 2001 tilkynnt stjórnendum flugvalla að það væru engar vís- bendingar um að hópar hryðju- verkamanna væru með hugmynd- ir í þá veru að nota farþegaflug- vélar til sjálfsmorðsárása. Stofn- unin óttaðist frekar að sprengjum væri komið fyrir í farangurshólf- um flugvéla. ■ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Formaður Frjálslynda flokksins: Áhersla á velferðarmálin ALÞINGI „Ég tel brýnt að ræða þau málefni sem snúa að heilbrigðis- þjónustunni í landinu. Til dæmis þarf að leggja áherslu á vistunar- úrræði geðfatlaðs fólks og fólks sem hefur ánetjast fíkniefnum og brotið af sér. Það þarf að skil- greina betur hvar draga eigi lín- urnar á milli úrræða. Við þurfum líka að ræða um samþjöppunina í þjóðfélaginu, ekki síst í sjávar- útvegi og í bankageiranum og skoða hvert stefnir í þeim efn- um,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, um þau mál sem hann telur að verði efst á baugi á vorþinginu sem hefst í dag. Guðjón býst við því að stjórn- arandstaðan leggi áherslu á þau mál sem snúa að almennri velferð fólksins í landinu, af nógu sé að taka í þeim efnum. „Ég á von á því að stjórnar- andstaðan láti að sér kveða á vor- þinginu, sérstaklega í velferðar- málum. Það eru mörg mál sem liggja fyrir þinginu og það er æskilegt að þau fái ítarlega um- fjöllun, til dæmis í formi þings- ályktunartillagna, þannig að þau verði skoðuð í ítarlegu sam- hengi,“ segir Guðjón. ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslynda flokksins segir að á vorþinginu, sem hefst í dag, verði brýnt að ræða þau málefni sem snúi að heilbrigðisþjónustunni í landinu. ■ Lögreglufréttir ■ Hún segir að þeir sem ætli sér að hætta geri það ein- göngu vegna fjárhagsörðug- leika en náist að bjarga þessu á tilsett- um tíma eigi hún ekki von á að nokkur fari. OLGA ÓMARSDÓTTIR. REKSTRARSTJÓRI LEIKSKÓLANS OLGUKOTS Olga segist skilja vel fjárhagsörðugleika starfsfólksins og vonast til að málið leysist á farsælan hátt. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA Á SELFOSSI Sparisjóður Mýrarsýslu hefur stefnt KÁ vegna deilna um greiðslur á 30 milljóna króna víxli sem fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins skrifaði undir. Sophia Hansen: Hittir ekki dæturnar FORRÆÐI Sophia Hansen hefur dvalið í Tyrklandi síðan í nóvember síðast- liðinn án þess að fá að hitta dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu. Lög- maður Sophiu náði tali af Halim Al sem sagðist engu geta lofað um það hvenær Sophia fengi að hitta dætur sínar. Á mánudag fékk Sophia þær fréttir að Rúna, sem er 21 árs, sé gift og búi í Istanbul, en Dagbjört, sem er 22 ára, var sögð vera hjá ættingjum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.