Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 2004 Ellefu hæða bygging hrundi til grunna: Á annan tug björgunarmanna fórst KAÍRÓ, AP Að minnsta kosti fjórtán manns létu lífið og 33 slösuðust þeg- ar ellefu hæða bygging hrundi til grunna í úthverfi Kaíró í Egypta- landi. Flestir hinna látnu voru slökkviliðsmenn sem höfðu verið kallaðir út til að ráða niðurlögum elds í byggingunni. Húsið hrundi eftir að eldur braust út í áhaldaverslun á neðstu hæðinni aðfaranótt þriðjudags. Síð- degis í gær höfðu björgunarmenn fundið fjórtán lík í rústunum en leit- inni var haldið áfram fram á kvöld þar sem ekki lá fyrir hversu margir voru inni í húsinu þegar það hrundi. Tvær aðrar byggingar urðu fyrir skemmdum og voru rýmdar í ör- yggisskyni. Að sögn lögreglu hafði eigandi byggingarinnar bætt við fjórum hæðum án þess að fá til þess tilskil- in leyfi. Hann hafði ekki farið að til- skipunum yfirvalda um að rífa tvær efstu hæðirnar og hunsað viðvaran- ir um að viðgerðir á neðstu hæðinni gætu eyðilagt undirstöður hússins. Gefin hefur verið út handtöku- skipun á hendur eigandanum sem liggur á sjúkrahúsi. ■ LEITAÐ Í RÚSTUNUM Björgunarmenn leituðu í yfir sólahring í rústum ellefu hæða byggingar sem hrundi til grunna í úthverfi Kaíró DÆMD FYRIR UMSKURÐ Sjötug kona í Gana hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyr- ir að umskera kynfæri stúlku. Dómarinn sagði harða refsingu hugsaða sem víti til varnaðar þeim sem hygðust láta umskera stúlkubörn sem hann sagði úreltan sið. GADHAFI VILL TIL BRUSSEL Moammar Gadhafi Líbíuleið- togi vill fara í opinbera heim- sókn til höfuðstöðva Evrópu- sambandsins í Brussel. Yfir- maður líbískrar sendinefndar hjá ESB sagði að slík heimsókn gæti verið til marks um upphaf nýrra tíma í samskiptum Líbíu og Evrópusambandsins sem hafa verið erfið vegna stuðn- ings Líbíu við hryðjuverk. ■ Afríka ■ Asía ■ Norðurlönd Verktaki: Þarf ekki rekstrarleyfi DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur sýknað verktaka af fimm ákærum Vegagerðarinnar. Verktakinn neitaði að sækja um rekstrarleyfi frá Vegagerðinni til flutninga. Hann taldi að einungis flutningafyrirtæki þyrftu á leyf- inu að halda og tók dómurinn und- ir það sjónarmið. Kristrún Heimisdóttir, lögmað- ur Samtaka iðnaðarins, segir nið- urstöðuna fagnaðarefni. Löggjöf- in sé skýrt dæmi um það þegar lög séu sett og látin ná til fyrir- tækja með íþyngjandi hætti án þess að tilgangurinn eða mark- miðin séu ljós. Dómurinn stað- festi að iðn- og verktakafyrirtæki sem standi í einhverjum flutning- um þurfi ekki sama rekstrarleyfi og flutningafyrirtæki. ■ SJÁLFSMORÐSÁRÁS Á ÖRYGGIS- SVEITIR NATÓ Afgani og kanadískur hermaður féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan. Þrír kanadískir her- menn og átta óbreyttir borgarar særðust. Árásarmaðurinn stökk í veg fyrir bílalest öryggissveita Nató og sprengdi sig í loft upp. Herskáir talíbanar hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér. FISKUR Í STAÐ FUGLA HJÁ KFC Bandaríska skyndibitakeðjan KFC hefur ákveðið að bregðast við faraldri fuglaflensu með því að bjóða viðskiptavinum sínum í Víetnam upp á fisk í stað kjúk- lings. Að sögn yfirmanns KFC í Víetnam er þessi ráðstöfun tíma- bundin. Fuglaflensan hefur kost- að sex manns lífið í Víetnam. FRIÐARVIÐRÆÐUR INDVERJA OG PAKISTANA Háttsettir embættis- menn frá utanríkisráðuneytum Indlands og Pakistan ætla að ræðast við í Islamabad dagana 16.–18. febrúar. Markmiðið er að finna lausn á deilunni um Kasmír. Eftir að hafa sinnt kjörum ís-lenskra bænda í sextán ár samfleytt tel ég mál að linni,“ segir Ari Teitsson sem hefur ákveðið að hætta sem formaður Bændasamtaka Íslands á næsta búnaðarþingi sem haldið verður í mars. Ari sat í stjórn Stéttarsam- bands bænda í sjö ár áður en það sameinaðist Búnaðarfélagi Ís- lands. „Sameiningin þótti rekstr- arlega hagkvæm auk þess sem skil milli kjarabaráttu og faglegra starfa þóttu orðin óljós. Skiptar skoðanir voru um ágæti samein- ingarinnar en í nánu samstarfi við Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdarstjóra BÍ, tókst okkur að ná þessu saman í eina heild. Ég tel að í dag fyrirfinnist engir flokka- drættir milli búnaðarfélagsarms annars vegar og stéttarfélags- arms hins vegar, sem vissulega voru í húsi fyrir níu árum.“ Ari segir stöðnun hafa ríkt í framkvæmdum bænda eftir kreppuna 1990 og lítillar bjartsýni gætt. „Ég minnist þess á búnaðar- þinginu 1995 þegar verið var að ganga frá sameiningunni sló Al- þýðublaðið upp á forsíðu Bændur gjaldþrota.“ Á þessum tíma var mjög þröng staða í landbúnaðin- um. Hún hefur vissulega ekki alltaf verið góð síðan en meiri bjartsýni ríkir í dag og framfarir eru meiri. Kjör bænda hafa hins vegar lítið breyst, þrátt fyrir að staðan sé aðeins skárri en var á þessum árum. Ég hygg ef borin eru saman kjör bænda á árunum 1992–1995 og í dag sé bilið svipað. Kjarabætur hjá hinum almenna launþega hafa batnað en bændur er enn langt á eftir. Fólksflótti af landsbyggð- inni Tekjuleysi er að mati Ara helsta áhyggjuefni bænda og ekki síst erf- ið þróun byggða úti á landi. „Það er stöðugur fólksflótti af landsbyggð- inni. Áhrifin eru aukinn samdráttur í hefðbundnum landbúnaði. Hröð- ust er þróunina í svínaræktinni. Fyrir fimmtán árum voru á annað hundrað svínabændur. Í dag eru þeir orðnir fimmtán, flestir á suð- vesturhorninu. Þessi atvinnuvegur sem skipti máli í mörgum sveitum og byggðum er núna horfin.“ Ari segir svipaða þróun eiga sér stað í mjólkurbúskap þó hægari sé. „Á undanförnum árum höfum við horft á einn framleiðanda í hverri viku hætta. Þessi þróun hefur í för með sér að byggðir grisjast. Skólar og önnur félagsleg starfsemi hverf- ur og um leið veikist mannlífið. Skuldastaða sauðfjárbænda hef- ur ekki vaxið á undanförnum árum. Ari telur ástæðuna aukið aðhald bænda í fjárveitingum og smæð búa. Hins vegar telur Ari hratt vaxandi skuldasöfnun mjólkur- framleiðenda mikið áhyggjuefni. „Mikil uppbygging hefur verið í mjólkurframleiðslu á síðustu árum en hún hefur verið dýru verði keypt, sérstaklega hátt verð á mjólkurkvóta.“ Ari segir aukna skuldasöfnun einnig hjá framleið- endum á hvítu kjöti. Máli sínu til stuðnings nefnir hann þrjú stærstu fyrirtækin í framleiðslu á kjúkling- um sem urðu öll nánast gjaldþrota á síðasta ári. Ari segir 1.800 millj- óna króna skuldastöðu Móa lýsa þeirri stöðu sem glímt sé við á kjöt- markaðinum. Bændur séu að fram- leiða kjöt langt undir kostnaðar- verði. Skynsamleg stærð búa Hröð fækkun hefur verið á svínabúum og, sem fyrr segir, hefur kúabændum fækkað um einn í viku hverri. Ari telur tíma- bært að menn velti fyrir sér hvort fækkunin eigi sér einhver ytri mörk og hver sé hin skynsamlega bústærð. Þá sé ekki úr vegi að horfa til byggða í stað þess að ein- blína á hagkvæmni framleiðsl- unnar. „Samfara styrkjum ríkis- ins til bænda mætti velta fyrir sér hvort byggðarmarkmið ættu ekki að vera samfara. Þessu hefur ekki verið velt upp með neinum form- legum hætti. Persónulega er ég ekki með svör á reiðum höndum en mér finnst eðlilegt að menn ræði þessa hluti og spyrji sig um leið hvernig landbúnaðurinn eigi að þróast. Einstakt land Ari telur vaxtabrodd bænda lig- gja í aukinni ræktun, ferðaþjón- ustu og skógrækt. „Það er vaxandi áhugi fyrir ferðaþjónustu og mikl- ir möguleikar til staðar, bæði í gegnum hestamennsku og veiðinýtingar. Þá hefur aukið fjár- magn komið inn í skógræktina sem víðast hvar hefur átt þátt í að styrkja landsbyggðina. Í dag stunda mörg hundruð bændur skógrækt.“ Umræða vísindamanna um raunverulega hlýnun loftslags hef- ur ekki farið fram hjá bændum. Ari segir hlýrra loftslag vissulega gefa nýja möguleika í sambandi við ræktun og þar beri hæst korn- rækt. „Ef um varanlega hlýnun lofts- lags er að ræða gæti kornrækt orð- ið mikilvæg atvinnugrein innan fárra ára, ekki síst í tengslum við svínarækt. Svínabændur á Norður- löndum rækta allt sitt korn sjálfir og bera í svínin. Þá er búfjáráburð- urinn notaður aftur á kornakrana. Hér á landi kaupa svínabændur nánast allt fóður erlendis frá og áburðurinn nýtist ekki til ræktun- ar á korni til næstu kynslóða svína. Ef við næðum að rækta okkar fóð- ur í hvíta kjötið yrði um gjörbreyt- ingu að ræða í landbúnaði.“ „Ég bind vonir við að við fáum að nýta okkur í fyrsta lagi breyt- ingar á veðurfari og í öðru lagi markaðsráðandi straum ferða- manna til Íslands,“ segir Ari að- spurður um framtíðarsýn hans á íslenskum landbúnaði. „Landið okkar er einstakt og aukinn ferða- mannastraumur kæmi dreifbýli og bændum til góða. Að síðustu vona ég að íslenskan þjóðin beri gæfu til að styrkja landbúnaðinn þannig að hann verði öflugur í matvælafram- leiðslu og hornsteinn byggðar.“ ■ Fréttaviðtal KOLBRÚN INGIBERGSDÓTTIR ■ ræðir við Ara Teitsson, formann Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður hornsteinn byggðar Ari Teitsson hyggst hætta sem formaður Bændasamtaka Íslands á þessu ári. Ari telur vaxtabrodd landbúnaðar liggja í aukinni ræktun, ferðaþjónustu og skógrækt. ARI TEITSSON, FORMAÐUR BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS „Ef um varanlega hlýnun loftslags er að ræða gæti kornrækt orðið mikilvæg atvinnugrein innan fárra ára, ekki síst í tengslum við svínarækt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SKAÐABÓTAMÁL Á HENDUR LÖG- REGLUNNI Tvítugur Norðmaður, sem hefur tvisvar verið sýknaður af ákærum um gagnastuld, ætlar að krefja efnahagsbrotadeild lög- reglunnar um sem nemur rúm- lega 1,7 milljónum íslenskra króna í bætur. Þegar Jon Lech Johansen var 15 ára bjó hann til forrit sem brýtur upp öryggis- þætti DVD-diska og birti það á Netinu. Hann var sýknaður á tveimur dómstigum en málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.