Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 14
Það er nú orðinn hversdagsleguratburður á Íslandi að ráðandi hlutir í stórfyrirtækjum skipti um eigendur. Kaup fyrirtækis þeirra Hannesar Smárasonar og Jóns Helga Guðmundssonar á hlut Íslandsbanka og dótturfélaga bankans í Flugleið- um eru vissulega mikil tíðindi – en ég er ansi hræddur um að þau hefðu vakið meiri athygli fyrir misseri eða tveimur. Það er ekki svo langt síðan að sala Heklu-fjölskyldunnar á sínu fyrirtæki var nánast ótrúleg frétt. Ís- lenskt viðskiptalíf var í undarlega föstum skorðum allan seinni hluta síðustu aldar. Það endurspeglaði illa eðli venjulegs markaðsbúskaps þar sem sífelld leit að hagkvæmari lausnum leiðir til látlausrar endur- nýjunar. Á síðustu tólf mánuðum hef- ur hins vegar brugðið svo við að hvert stórfyrirtækið á fætur öðru hefur skipt um eigendur, fyrirtæki hafa sameinast og öðrum verið skipt upp. Í ljósi þessara miklu breytinga er skiljanlegt að einhverjum kunni að finnast nóg um. Það nægir að nefna nöfn fyrirtækjanna sem hafa farið í gegnum svona breytingar: Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Eimskip, Sjóvá-Almennar, Skeljung- ur, Flugleiðir, Norðurljós, Kaupás – og eru þá aðaeins allra stærstu fyrir- tækin nefnd. Í langflestum tilfellum hafa við- skiptabankarnir spilað stórar rullur í þessari uppstokkun. Ef þeir eru ekki aðaldrifkraftar breytinganna eru þeir bakhjarlar þeirra. Það þarf því ekki mikinn speking til að halda því fram að einkavæðing ríkisbankanna hafi í raun hleypt þessari atburðarás af stað. Menn geta síðan dregið mis- munandi ályktanir af þessu. Sumir halda því fram að breytt eignarhald á bönkunum hafi leitt til innleiðingar nýrra og háskalegri sjónarmiða í ís- lenskt viðskiptalíf – eflt enn frekar græðgisvæðingu atvinnulífsins. En það er líka hægt að snúa þessu við- horfi á haus og halda því fram eign- arhald bankanna á meðan þeir voru í ríkiseign hafi staðið í vegi fyrir að eðlileg viðskiptasjónarmið hafi feng- ið að dafna í íslensku viðskiptalífi. Vægi ríkisbankanna í viðskiptalífinu hafi í raun hindrað að eðlileg endur- nýjun í fyrirtækjarekstri næði fram og þar með sljóvgað helstu kosti markaðsbúskaparins; hagkvæmni með betri þjónustu fyrir lægra verð. Það á eftir að koma í ljós hversu mikinn hag almenningur á Íslandi fær af uppstokkun viðskiptalífsins. Við merkjum nú aukna samkeppni viðskiptabankanna með loforðum um verðlækkun á þjónustu. Olíu- og tryggingarfélögin eru í einskonar limbói vegna rannsóknar Samkeppn- isstofnunar og Ríkislögreglustjóra og neytendur hafa ekki merkt vax- andi samkeppni í þessum geirum. Það á því enn eftir að koma í ljós hvort sú mikla uppstokkun sem átt hefur sér stað í íslensku viðskiptalífi leiði til betra samfélags. Kenningin segir að svo verði en tíminn mun leiða það í lós. ■ Félagið Oddaflug hf., sem er íeigu Hannesar Smárasonar og tengdaföður hans, Jóns Helga Guð- mundssonar, hefur keypti 38,5 pró- senta hlut í Flugleiðum. Hannes Smárason er aðstoðarforstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. Hann lærði á sínum tíma verkfræði og viðskiptafræði við MIT-háskól- ann í Massachu- setts. Á árunum 1992–1996 starf- aði hann sem ráð- gjafi hjá McKins- ey&Co í Boston. Eftir það tók hann við starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu sem fjármála- stjóri og fram- k v æ m d a s t j ó r i viðskiptaþróun- arsviðs. Árið 1999 var hann skipaður aðstoð- arforstjóri. Kvikur og ör „Hann er skemmtilegur og klár strákur, dálítið kvikur og ör, lifir hratt. Stundum veit maður ekki hvort hann er að koma eða fara. Mér er til efs að hann viti það alltaf sjálfur,“ segir Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfða- greiningar. Þó að ætla megi að drjúgur tími fari í að vera næstráðandi í því stór- fyrirtæki sem Íslensk erfðagrein- ing er, er það síður en svo það eina sem Hannes gerir. Hann er stjórn- arformaður félagsins sem reisti Smáralind og situr einnig í stjórn Kers, áður Olíufélagið, og í vara- stjórn KB-banka. Þá var hann ný- lega sagður í hópi fjárfesta sem hafði hug á að eignast flutningaarm Eimskipafélagsins og er sú kenning uppi að fyrst sá kostur gafst ekki hafi hann snúið sér að samgöngum í háloftunum. Sækist ekki eftir sviðsljósi Hreggviður Jónsson, forstjóri PharmaNor, var við nám í Boston á skólaárum Hannesar þótt ekki hafi þeir verið í sama skóla. Þeir hafa haldið vinskap síðan. „Hannes er góður drengur og bráðgáfaður og fljótur að sjá hluti sem aðrir sjá ekki,“ segir Hreggviður. „Hann hef- ur snarpa hugsun og er snöggur að framkvæma hlutina. Hann hefur létta lund og er hrókur alls fagnað- ar þegar svo ber undir.“ Hannes hefur ekki verið áberandi í fjölmiðl- um og virðist ekki sækjast eftir sviðsljósinu. „Ég held að hann vilji frekar láta verkin tala,“ segir Hreggviður. Sagt er að viðskipti séu helsta áhugamál Hannesar en hann mun einnig vera ansi duglegur að mæta í heilsurækt. Hannes er fæddur árið 1967 og er sem fyrr sagði tengdasonur Jóns Helga Guðmundssonar sem kennd- ur er við Byko. Kona Hannesar, og dóttir Jóns, er Steinunn Jónsdóttir innanhússarkitekt og eiga þau tvö börn. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um uppstokkun Maðurinn HANNES SMÁRASON ■ keypti á dögunum ráðandi hlut í Flugleiðum ásamt tengdaföður sínum, Jóni Helga Guðmundssyni. 14 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Davíð Oddsson forsætisráð-herra hefur síðustu daga verið með hálfkveðnar vísur, nánast dylgjur um öryrkja. Ástæðan fyrir því að þeim hafi fjölgað gæti verið sú að hjá Tryggingastofnun væru menn úrskurðaðir öryrkjar á ein- hvern frjálslegri hátt en áður tíðkaðist. Þarna er Davíð Odds- son á villigötum. Sú spurning sem hann ætti að vera að velta fyrir sér er hvernig á því standi að á Íslandi hafa til mjög langs tíma verið hlutfallslega færri öryrkjar en á hinum Norður- löndunum. Hvers vegna skyldi það vera? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú að hér hefur verið næg atvinna – lítið atvinnuleysi. Breytt afstaða til atvinnuleysis í Stjórnarráði Íslands Nánast allan lýðveldistímann var það keppikefli stjórnvalda númer eitt tvö og þrjú að bægja atvinnu- leysi frá. Kenning- um um að nota at- vinnuleysi sem hagstjórnartæki til að slá á þenslu og halda niðri kjörum var hafnað af nánast öllum ríkisstjórnum. Þetta tókst bærilega. Að undanskildum ár- unum í lok sjöunda áratugarins þegar síldarstofninn hrundi, var atvinnuleysi lítið – og það atvinnuleysi sem á annað borð var, skýrðist af skammvinnum aðstæðum í sjávarútvegi. Vinnu- markaðurinn var tiltölulega stöðugur og vinsamlegur – líka gagnvart fólki með skerta starfsgetu. Á þessu verður síðan grundvallarbreyting upp úr 1990. Þá kemur til sögunnar fjöldaatvinnuleysi sem verður viðvarandi – nokkuð breytilegt frá ári til árs – en alltaf eru þó þúsundir manna án vinnu – nú eru fimm þúsund manns án at- vinnu í hverjum einasta mánuði. Á hverjum skyldi þetta bitna fyrst? Það liggur í augum uppi: Á fötluðum eða fólki með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða langtímaveikinda. Skýringin á því að öryrkjar eru hlutfallslega færri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum er með öðrum orðum sú að hér hef- ur verið gott atvinnuástand og að fólk vill vinna jafnvel þótt starfsþrekið þverri. Fólk vill vinna í lengstu lög Vissulega hefur öryrkjum fjölgað á síðustu misserum. Fjölgun þeirra sem fara á ör- orkubætur er hins vegar ekki eins ör og hefði mátt ætla við þessar erfiðu aðstæður á vinnu- markaði. Staðreyndin virðist vera sú að fólk sem á rétt á ör- orkubótum reyni í lengstu lög að halda sér inni á vinnumarkaði, sæki um atvinnuleysisbætur eða sjúkradagpeninga eftir at- vikum og þrauki. Þetta gerist jafnvel þótt atvinnuleysisbætur og sjúkradagpeningar séu í sumum tilvikum lægri en greiðslur til öryrkja. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að örorka á sér yfir- leitt langan aðdraganda. Vissu- lega missa margir orkuna í slysi en fleiri veikjast og heilsuleysið ágerist smám saman. Það liggur þess vegna ekki í augum uppi nákvæmlega hvenær þörf er á að sækja um örorkubætur og ef- laust einstaklingsbundið hvern- ig fólk ber sig að. Til þess að skilja samhengi hlutanna þarf að hugleiða þessa þætti. Þegar það nú kemur í ofaná- lag að spáð er áframhaldandi fjöldaatvinnuleysi þá er ekki að undra að margir missi móðinn og fái úrskurð um heilsufar sitt. Sá úrskurður byggir á stað- reyndum og fráleitt að dylgja um að hann sé einhver tilbún- ingur. Forsætisráðherranum væri nær að taka ofan fyrir fólki sem í lengstu lög hefur viljað halda sér inni á vinnu- markaði og íhuga á hvern hátt stjórnvöld geti komið til aðstoð- ar. Hvað ríkisstjórninni ber að gera Ríkisstjórnin getur veitt fólki sem býr við hrakandi heilsufar stuðning, t.d. með því að stór- hækka sjúkradagpeninga en fyrst og síðast með því að beita öllum tiltækum hagstjórnar- tækjum til að draga úr atvinnu- leysi. Atvinnuleysi er þjóð- félagsmein en verst kemur það fólki með skerta starfsorku. Ríkisstjórnin gengur í þver- öfuga átt, slær milljarða lán til óarðbærra fjárfestinga og sveiflar síðan niðurskurðar- sveðju til að slá á þenslu. Afleið- ingarnar eru fjöldauppsagnir og aukið atvinnuleysi. Allt var þetta fyrirsjáanlegt þegar ákvörðun var tekin um stóriðjuframkvæmdirnar við Kárahnjúka fyrir rúmu ári. Það sem ekki var fyrirsjáanlegt var að fyrstu fórnarlömbin yrðu hjúkrunarfólk á Landspítala- há- skólasjúkrahúsi og blórabögglar síðan fólk með skerta starfsorku sem ekki á annars kost en fá stuðning úr almannatrygginga- kerfinu. ■ Krónur, aurar og viska „Forystumenn Verkamanna- flokksins, með Blair í broddi fylkingar, hafa tileinkað sér orð- ræðu frjálshyggjunnar og fram- fylgja henni nú í blindni. Þeir stíga nú fyrstu skrefin í átt að einkavæðingu opinberra skóla og draga enn úr möguleikum hinna efnaminni til að öðlast háskólamenntun. Rökin eru þau að stúdentar verði betri stúdentar ef þeir þurfa að borga fyrir námið og ekki sé nema réttmætt að þeir greiði fyrir það að hluta vegna þess að háskólanám sé ávísun á hærri tekjur. Enginn nefnir það að opinberir skólar eru reknir fyrir peninga skattgreiðenda; enginn nefnir það að aukin menntun á öllum stigum er þjóðfélagslega hag- kvæm og enginn nefnir það að menntun miðast ekki bara við framtíðartekjur. Margir sækja sér menntun til að leita þekking- ar og skapa nýja þekkingu. Krón- ur og aurar eru þar ekki aðal- málið heldur viska – sem er auðvitað grundvallarmarkmið menntakerfisins til að byrja með.“ - KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á WWW.MURINN.IS Nýtt skilti við Landspítalann „„Eingöngu er leyfilegt að fá hjartaáfall mán.–fös. vegna sparnaðar. Vinsamlegast komið eftir helgi.“ Allt virðist stefna í það að skilti með þessum eða svipuðum texta muni hangi á hurðarhúni bráðamóttöku Land- spítalans við Hringbraut innan skamms. Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana verður ein- nig lokað. Eitthvað sem litið hefur verið á sem fyrirmyndarframtak bæði innanlands og utan. Stórum hluta starfsfólks á Landspítalan- um verður nú sagt upp störfum eða þeirra vinnuhlutfall skert til að spara. Þetta bitnar svo fyrst og fremst á neytendum heilbrigð- isþjónustunnar. Aukið álag á starfsfólk bíður hættunni heim. Mistök eru tíðari ef mannekla er og álag er fram úr hófi. Þetta er þá strax farið að ógna þeirri grundvallarhugmynd sem heil- brigðiskerfi okkar byggir á. Þeirri hugmynd að allir eigi að hafa rétt á bestu fáanlegri heilbrigðisþjón- ustu burt séð frá fjárhag og svo framvegis. Við munum með þessu áframhaldi ekki getað ætlast til þess að okkar annars færa heil- brigðisstarfsfólk geti veitt bestu þjónustu sem völ er á. Það er ein- faldlega ekki gerlegt í þessum þrönga stakki sem heilbrigðis- þjónustunni hefur verið sniðinn.“ - ELÍN BIRNA SKARPHÉÐINSDÓTTIR Á WWW.POLITIK.IS Rónni raskað „Í síðustu viku var ég, aldrei þessu vant, vöknuð snemma að horfa á Ísland í bítið. Þar heyrði ég þingmann Samfylking- arinnar, Katrínu Júlíusdóttur, segja að hún neitaði að horfa á málin út frá sjónarhóli einstak- lingsins, eins og við Heimdell- ingar erum þekktir fyrir, heldur vildi hún aðeins tala út frá sam- félaginu. Þetta raskaði ró minni þennan morguninn. Hvað fær fólk til að halda svona löguðu fram?“ Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ skrifar um atvinnu- leysi. Atvinnuleysi og örorkubætur ■ Af Netinu Bráðgáfaður fram- kvæmdamaður Látlaus endurnýjun „Hann er skemmtilegur og klár strák- ur, dálítið hvikur og ör, lifir hratt. Stundum veit maður ekki hvort hann er að koma eða fara. Mér er til efs að hann viti það alltaf sjálfur. ■ Ríkisstjórnin gengur í þver- öfuga átt, slær milljarða lán til óarðbærra fjár- festinga og sveiflar síðan niðurskurðar- sveðju til að slá á þenslu. Af- leiðingarnar eru fjöldaupp- sagnir og aukið atvinnuleysi. HANNES SMÁRASON Er sagður hafa snarpa hugsun og vera fljótur til framkvæmda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.