Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 16
16 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Bandaríska geimskutlan Chal-lenger hóf sig til lofts frá Kennedy geimstöðinni á Flórída þann 28. janúar 1986. Einni mín- útu og 13 sekúndum eftir geimskotið sprakk flaugin í loft upp og sjö manna áhöfn hennar fórst. Sérfræðingar vildu fresta skotinu vegna óvæntrar veður- breytingar en það fraus nóttina fyrir skotið. Stjórnendur NASA létu sér þó ekki segjast og vildu ótrauðir halda sínu striki. Spreng- ingin var mikið áfall fyrir banda- rísku þjóðina sem syrgði geimfar- ana og varð til þess að hlé varð á geimskutluverkefninu frá 1986 til 1988. Atburðurinn vakti heims- athygli, ekki síst vegna þess að skólakennarinn Christa McAulif- fe var um borð. Hún hafði verið valin úr hópi 7000 umsækjenda úr menntastéttum og geimferðin átti að vera tímamótaatburður í geim- ferðasögunni þar sem óbreyttur borgari var með í för. McAuliffe fékk nokkurra mán- aða þjálfun hjá NASA fyrir geimskotið og fjölskylda hennar og nemendur fylgdust spennt með geimskotinu sem endaði með fyrrgreindum hörmungum. ■ Ebba Paludan-Müller, Hrólfsskála, Sel- tjarnarnesi, lést laugardaginn 3. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Friðjón Þorleifsson, Einholti 9, Garði, lést mánudaginn 26. janúar. Guðmundur Ámundason, bóndi að Ásum, Gnúpverjahreppi, er látinn. Tyrfingur Ármann Þorsteinsson, Hrafn- istu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 15. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey. Þuríður Guðrún Ólafsdóttir, Hæðar- garði 33, lést sunnudaginn 25. janúar. 13.30 Páll Sigurðsson bifreiðastjóri, Austurbrún 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. 13.30 Sigmar Guðmundsson, Smyrla- hrauni 43, Hafnafirði, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Gunnlaugur Sigurður Sigur- björnsson, Jaðarsbraut 15, Akra- nesi, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju. 14.00 Sveinn Björnsson verður jarð- sunginn frá Kálfafellskirkju í Fljóts- hverfi. 15.00 Jón Frímann Jónsson húsasmíða- meistari , Einibergi 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. ELIJAH WOOD Þessi geðþekki litli hobbitaleikari er 23 ára í dag. 28. janúar ■ Þetta gerðist 1547 Hinrik VIII Englandskonungur deyr og hinn níu ára gamli sonur hans, Játvarður VI, tek- ur við krúnunni. 1596 Breski aðmírállinn Sir Francis Drake deyr um borð í skipi sínu undan ströndum Panama. Úför hans fór fram á hafi úti. 1807 Fyrstu gasgötuljósin eru kveikt í London. 1914 Hollywood í Kaliforníu fær kaupstaðarréttindi og verður að borg. 1915 Bandaríska strandgæslan er sett á laggirnar samkvæmt þingsákvörðun. 1916 Louis D. Brandeis verður fyrsti gyðingurinn sem tekur sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. 1999 Ford-bílaframleiðandinn kynnir áform sín um að kaupa bíladeild sænska fram- leiðandans Volvo á 6,45 millj- arða dollara. CHALLENGER Yfirmenn Geimferðastofnunar Bandaríkj- anna voru mjög áfram um að koma Challenger upp í himinhvolfið og vildu ekki fresta geimskoti þrátt fyrir ísingu. Flaugin sprakk 73 sekúndum eftir að hún hóf sig til lofts. Challenger ferst í flugtaki ÖRLAGARÍKT GEIMSKOT ■ Geimskutlan Challenger sprakk í tætlur skömmu eftir flugtak. 28. janúar 1986 Ástkær faðir okkar og afi, Guðmundur Óskar Guðmundsson f. 13. júní 1927 lést þann 26. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg G. Óskarsdóttir Þórhallur H. Óskarsson Bergsteinn Ómar Óskarsson tengdabörn og barnabörn JÓN ÓLAFSSON Er yfirleitt kallaður Jón hinn góði. Góð- mennskustimpillinn kom þó ekki í veg fyrir að hann yrði valinn kynþokkafyllsti karl- maður landsins síðasta bóndadag. ??? Hver? Tónlistarmaður. ??? Hvar? Heima í hljóðveri mínu, Eyranu. ??? Hvaðan? Reykjavík, Íslandi. ??? Hvað? Fer í leikhús eða bíó, borða góðan mat, horfi á eða spila fótbolta ??? Hvernig? Yfirleitt fer ég á bíl í leikhús eða bíó, borða matinn með munninum, horfi á fótbolta með augunum en spila með fótunum og höfðinu. ??? Hvers vegna? Af því að það er gott og það er gaman. ??? Hvenær? Whenever. ■ Persónan ■ Nýir diskar Spaðarnir gáfu út fyrir sköm-mu plötuna Úr segulbanda- safninu 1983–2003. Þar er að finna 43 lög, nýjar og gaml- ar upptökur, af lögum sem hafa ekki komið út áður á geisladisk. Flest laganna eru samin á fyrstu starfsárum Spað- anna en nokkur eru ný. Einhver af eldri lögunum voru svo sér- staklega hljóðrituð upp á nýjan leik fyrir útgáfuna. Spaðarnir gefa sjálfir út en 12 tónar sér um dreifingu. Út er komin geisladiskurinnGirnd sem inniheldur tónlist- ina úr uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Spor- vagninum Girnd eft- ir Tennessee Willi- ams. Verkinu er leikstýrt af Stefáni Jónssyni. Lög og út- setningar eru eftir Lestir frá Reykjavík en þá sveit manna skipa Árni Kristjánsson, Hermann Stefánsson, Jón Hallur Stefánsson og Þórarinn Kristjánsson. Kókosbollur og negrakossar Dagurinn verður venjulegurvinnudagur en svo stendur til að kalla fjölskylduna saman eftir vinnu í afmæliskaffi,“ segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, sem er 53 ára í dag. „Þetta er góð ástæða til að líta upp úr hversdeginum. Maður er á lífi og hvers vegna skyldi maður ekki gera sér dagamun? Afmæli á ekki að vera feimnismál heldur gleðiefni.“ Hvað varðar eftirminnileg af- mæli segir Þórhildur að það sé ekkert eitt sem standi upp úr í minningunni. „Sem barn var ég mikið afmælisbarn. Hápunktur- inn var þegar pabbi kom heim úr vinnunni og færði okkur kókos- bollur og negrakossa. Þá var ekki jafnalgengt og nú að borða sæl- gæti upp á hvern dag. Þá var oft gantast með það að ég hefði feng- ið svo ríkulegar jólagjafir að ég þyrfti ekki stórar afmælisgjafir. Þetta þótti mér þá fremur súrt í broti. Sem betur fer var þetta bara grín og glens og það var aldrei gerð nein alvara úr þessu. Í dag eru gjafirnar ekki aðalmálið, heldur að vera hér og njóta þess að vera til, heil heilsu.“ Á fæðingardegi Þórhildar var mikill veðurhamur og þess reglu- lega minnst á afmælisdögum hennar. „Fólk var veðurteppt á milli húsa og litlu munaði að mamma kæmist ekki upp á fæð- ingardeild til að eiga mig.“ Hún segir þó að það illviðri sé ekki ein- kenni persónu hennar. „Það getur svo sem fokið í mig en maður verður að hemja sig.“ Í starfi sínu sem umboðsmaður barna þarf Þórhildur stundum að beita sér hart en hún segir samt að hún sé alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. „Málstaðurinn getur ekki verið betri en réttindi og hagsmunir barna en þetta er krefjandi. Hér geta komið upp erfið mál og það er barátta alla daga. Það sem þarf að vinna mest að og hefur þó breyst til batnaðar á þeim níu árum sem ég hef verið hér í starfi, er viðhorf fullorðinna til barna. Réttindi þeirra eru við- urkennd í orði en því miður ekki alltaf á borði.“ ■ Þóra Hallgrímsson er 74 ára. Arnaldur Indriðason rithöfundur er 43 ára. Ómar Örn Hauksson, betur þekktur sem Ómar Swarez, tónlistarmaður er ■ Jarðarfarir Afmæli ÞÓRHILDUR LÍNDAL ■ er 53 ára. Finnst þetta tilvalinn dagur til að gera sér dagamun. ÞÓRHILDUR LÍNDAL Starfar sem umboðsmaður barna og telur sig ekki geta unnið fyrir betri málstað en réttindi og hagsmuni þeirra. ÍSLENDINGAR Á MIDEM Síðustu dagana hefur hópur íslenskra viðskipta- manna í tónlist þreifað fyrir sér á Midem-hátíð- inni í Frakklandi. Þar hitt- ast útgefendur, tónlistar- menn og aðrir viðskipta- jöfrar til þess að sýsla með tónlist. Á myndinni má sjá stjórn Samtóns; Gunnar Guðmundsson SFH, Björn Árnason, for- maður FÍH, og Kjartan Ólafsson, formann Sam- tóns. Með á myndinni er Jóhann Ágúst Jóhannsson frá 12 tónum. Um 700 fjölmiðlamenn hafa skoð- að íslenska básinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.