Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Nýtt fyrir skapandi börn! Laugavegi 48b, sími 552 2882, meira á www.keramik.is eða í netpósti: keramik@keramik.is Laugardagar kl.11-13: 9-11ára. Mánudagar kl. 18-20: 13-15ára. Nú býður KERAMIK FYRIR ALLA vetrarnámskeið fyrir skapandi börn. Sex vikna námskeið þar sem farið er í skapandi þætti myndmenntar og málaðir keramikmunir. Á annað hundrað barna hafa tekið þátt í sumarnám-skeiðum hjá Keramik fyrir alla, nú býðst skemmtileg og fræðandi viðbót. Vikulegir tímar í sex vikur og hefjast 7. og 9. febrúar. Verð aðeins 8.500 kr. Skógaskólar Lesið í skóginn - með skólum“ er skólaþróunarverkefniSkógræktar ríkisins og íslenskra skólastofnana. Til- gangur verkefnisins er að safna reynslu og þekkingu um skipulega fræðslu um skóga og skógarnytjar í grunnskól- um. Útinám verður eflt og eiga nemendur að fræðast um vistfræði skógarins og skógarnytjar. Sjö skólar taka þátt í samstarfsverkefninu. Hallormsstaðaskóli á Héraði, Hrafnagilsskóli í Eyjafirði, Andakílsskóli, Varmalands- skóli og Kleppjárnsreykjaskóli í Borgarfirði, Laugarnes- skóli í Reykjavík og Flúðaskóli á Suðurlandi. ■ Leiklist í kennslu: Börnin lifa sig inn í námsefnið Börnin muna allt sem þau fóru ígegnum með leiklist. Náms- efnið situr eftir því þau lifa sig inn í það,“ segir Ása Helga Ragn- arsdóttir, leikari og kennari, en síðasta haust var Háteigsskóli valinn móðurskóli í notkun leik- listar í kennslu. Ása stundaði mastersnám í þessari aðferð og vildi prófa að nota hana. Hún er nú deildarstjóri verkefnisins sem hún segir hafa gengið mjög vel. „Á yngsta stiginu notum við ævintýri. Við höfum meðal annars notað spuna í sögunni um Gullbrá. Við notum líka aðferð sem kallast skrifað í hlutverki. Þar skrifa börnin bréf þar sem Gullbrá biðst fyrirgefningar á öllu sem hún gerði í húsi bjarnanna. Við unnum líka með Tuma Þumal sem lendir í ýmsum ógöngum því hann er svo lítill. Hann þarf að komast yfir stórfljót eða upp á borð til að næla sér í súkkulaðibúðing. Börnin þurfa að leysa þessi vandamál. Á miðstigi er unnið með hug- tök eins og umhyggju og virð- ingu. Á unglingastigi tökum við fyrir einelti, ofbeldi, búðarhnupl og hvernig á að segja nei við vímuefnum, aðstæður sem krakkarnir lenda sjálfir í. Þeim finnst léttir að taka á þessu í gegnum leiklist. Þau eru ekki þau sjálf og geta sagt allt sem þeim sýnist. Þá koma oft upp góðar umræður.“ Ása segist nota spuna mikið og setja upp fundi. „Stundum kem ég inn í hlutverki einhvers og þau þurfa að bregðast við. Við notum líka látbragðsleik og kyrrmyndir, blöndum mörgum kennsluaðferð- um í leiklist saman í eitt ferli. Oft vinn ég með námsefnið sjálft. Við setjum okkur í spor fólks, svið- setjum til dæmis Þorgeir Ljós- vetningagoða undir feldinum. Krökkunum finnst þetta ofsalega gaman og líta á þetta sem leik. En þetta er hreinræktað nám því við erum að rifja upp námsefnið.“ Foreldrar eru ánægðir með verkefnið. „Sköpun kyndir undir áhuga nemenda. Þeir eru líka þjálfaðir í að koma fram, verða öruggari og losna við feimnina því þeir gleyma sér í leiknum. Þetta er jákvæð sjálfsstyrking.“ Leiklist í kennslu er þróunar- verkefni og á næsta ári verður aðferðin kynnt í öðrum skólum. audur@frettabladid.is UNNIÐ MEÐ EINELTI 12 ára krakkar í 7. bekk nota leiklist til að finna lausnir á vandamálum. „Þau tóku mjög vel á þessu,“ segir Ása. „Við reynum að sýna þeim fram á að það eru margir fletir á einu máli og að hægt er að komast úr erfiðum aðstæðum með virðingu.“ ÁSA HELGA RAGNARSDÓTTIR Hefur lokið mastersnámi í leiklist í kennslu og er að þróa þessa kennsluaðferð við Háteigsskóla. Ég kem kannski inn með rauðahárkollu í hlutverki Eiríks rauða og býð alla velkomna á fund. Þá breytast nemendurnir ósjálfrátt í landnámsmenn. Ég segi þeim að ég hafi verið gerður útlægur frá Noregi og hvort þau geti leyst málið. Flestir koma þá fram með þá tillögu að fara til Ís- lands, því þeir hafa farið í gegn- um námsefnið. Svo spáum við í hvernig við komumst þangað og hvort við villumst á leiðinni. Á Íslandi þarf að finna bæjarstæði og þannig eru börnin leidd í gegnum allt námsefnið á leik- rænan hátt.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.