Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 24
24 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR TIL ARSENAL Arsenal keypti í gær Spánverjann Jose Antonio Reyes frá Sevilla á 20 milljónir punda. Fótbolti FÓTBOLTI Íslendingar hefja und- ankeppni HM 2006 með heimaleik gegn Búlgurum 4. september í haust. Fjórum dögum síðar leika þeir við Ungverja í Búdapest. Full- trúar knattspyrnusambanda þjóð- anna í 8. riðli náðu samkomulagi á fundi á Möltu í gær. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði að mark- miðið hefði ekki endilega verið að fá Búlgara í fyrsta leik, frekar að fá heimaleiki í haust við tvær þeirra þjóða sem keppa í lokakeppni EM í sumar. Íslendingar leika heima við Búlgara og Svía í haust og Ungverja og Möltumenn á útivelli. Þjálfarinn Lars Lagerbäck sagði í viðtali á heimasíðu sænska knatt- spyrnusambandsins að allar þjóð- irnar hafi þurft að gefa eftir svo ekki þyrfti að draga um leikdaga. Lagerbäck sagði ennfremur að Sví- ar hafi lagt áherslu á að ferðalögin yrðu ekki löng og erfið. Geir sagði að í niðurröðuninni væri ekkert sem KSÍ gæti ekki sætt sig við. Að vísu væri langt ferðalag til Möltu fyrir heimaleikinn gegn Svíum í september en á móti kæmi að erfiður leikur í Krótatíu yrði stakur og að Íslendingar fengju tvo heimaleiki í byrjun júní á næsta ári. KSÍ vinnur að því að fá heima- leik á landsleikjadaginn 18. ágúst. Þann dag leika Svíar við Hollend- inga á heimavelli og Króatar heimsækja Íra en ekki liggur fyr- ir við hverja Búlgarar og Möltu- menn leika. ■ Þjarma að Ferguson Tveir stærstu hluthafar í Manchester United vilja ekki semja við Ferguson til langs tíma. Þeir hafa einnig krafið stjórn félagsins skýringa á framgöngu hennar á leikmannamarkaðnum. FÓTBOLTI „Þó fjölmiðlar hafi greint frá ýmiskonar ávirðing- um hefur Manchester United ekki fengið skriflegar sannanir frá nokkrum aðila sem staðfesta þessar ásakanir,“ sagði í yfirlýs- ingu frá félaginu. „Samt sem áður mun stjórn Manchester United láta fara fram nákvæma innanhússrannsókn á nýlegum leikmannakaupum,“ sagði enn- fremur í yfirlýsingunni en rann- sóknin mun einkum beinast að kaupunum á David Bellion, Tim Howard, Kleberson og Ronaldo síðasta sumar. Kaupin verða ekki eingöngu rannsökuð vegna fréttaflutnings fjölmiðla heldur einnig vegna kröfu Johns Magnier og JP McManus sem eiga í sameiningu um fjórðungshlut í Manchester United. Magnier og McManus hafa að undanförnu sent stjórn United margar fyrirspurnir og í síðustu viku sendu þeir stjórn- inni sjö síðna bréf í 63 liðum. Þar fóru þeir fram á skýringar á ýmsum ákvörðunum, svo sem um greiðslur til umboðsmanna leikmanna og fullar launa- greiðslur til Rios Ferdinand meðan hann tekur út leikbann. „Allar viðræður um kaup á leikmönnum eru í höndum fram- kvæmdastjóra félagsins og lög- fræðilegum ráðgjöfum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu sem stjórn United sendi frá sér í síð- ustu viku. „Við tilkynnum úrvalsdeildinni um allar greiðsl- ur til umboðsmanna og til kaup- hallarinnar vegna reglna um fé- lagaskipti. Við teljum að stjórn- un okkar sé með þeim ströng- ustu innan fótboltans og Sir Roy Gardner, stjórnarformaður félagsins, hefur nýlokið athugun sem staðfestir þetta. En stefna okkar er að sjálfsögðu í stöðugri endurskoðun.“ Magnier og Mc- Manus sættu sig ekki við þessar skýringar og ákvað stjórnin því að láta rannsaka kaupin. Krafa þeirra um svör við ávirðingum vegna framgöngu félagsins á leikmannamarkaðn- um beinist ekki aðeins að stjórn félagsins heldur einnig að þætti Jasons Ferguson, sonar fram- kvæmdastjórans, í félagskiptun- um. Hann er sagður hafa hagn- ast á kaupum United á Tim Howard og David Bellion. Talið er að Magnier og McManus hafi þar fundið högg- stað á Alex Ferguson en Magnier og Ferguson hafa átt í hörðum deilum um tekjur af veðhlaupa- hestinum Rock of Gibraltar. Breska blaðið Guardian telur að hesturinn sé metinn á 200 millj- ónir punda. Ferguson heldur því fram að Magnier hafi boðið sér helmingshlut í hestinum en Magnier segir tilboðið miklu lægra. Ferguson hafnaði sjö milljóna sáttatilboði Magnier og hefur ákveðið að sækja málið fyrir dómstólum. John Magnier hefur til- kynnt stjórn Manchester United að hann vilji að ekki verði samið við framkvæmdastjórann Alex Ferguson til margra ára eins og stjórnin hefur viljað. Magnier vill ekki að samn- ingurinn bindi United til margra ára strax í upphafi heldur verði endurnýjanlegur til eins árs í senn og megi með þeim hætti gilda í lengur. Ólíklegt er að Ferguson sætti sig við þetta og er framtíð hans hjá United því í uppnámi. Ekki er þó talið að Magnier og McManus vilji losna við Ferguson meðan United stendur í baráttu um enska meistaratitilinn og keppir í meistara- deildinni heldur vilji Magnier gera fram- kvæmdastjóran- um lífið leitt meðan þeir eiga í deilum. Einnig hefur komið fram að Magnier réð einkaspæjara til að fylgjast með einkalífi og viðskiptum Fergusons. Framvinda m á l s i n s stjórnast samt ekki aðeins af h a g s m u n u m s t j ó r n a r , Fergusons eða einstakra hlut- hafa. Stuðn- ingsmenn og l e i k m e n n United vilja ekki að sigur- sæll fram- kvæmdastjóri verði flæmdur í burtu. Stuðn- ingsmennirnir sendu Magnier tóninn þegar United lék við Northampton í bikarnum á sunnudag með orðum sem verða ekki höfð eftir hér. Ferguson getur einnig vænst stuðnings leikmannanna. „Verði Fergie ógnað er öruggt að leikmennirnir standa með honum,“ sagði umboðsmaður eins leikmanns United. „Haldið þið virkilega að þeir muni standa aðgerðalausir og horfa á þegar honum verður bolað burtu?“ ■ 36/14,50 R 15 GROUND HAWG 28,900. - 38/15.50 R 15 GROUND HAWG 29,900. - 36/14,50 R 16,5 GROUND HAWG 32,900,- 38/15,50 R 16,5 GROUND HAWG 39,900,- 44/18,50 X 15 GROUND HAWG 45,000,- 44/18,50 X 16,5 GROUND HAWG 49,900,- STÁLFELGUR 12 TOMMU BREIÐAR 12,900,- STÁLFELGUR 14 TOMMU BREIÐAR 13,900,- HJÓLBARÐAHÖLLIN H/F FELLSMÚLA 24 SÍMI - 530 5700 Lækkað verð á GROUND HAWG jeppadekkjum Dollarinn lækkar og við lækkum líka. FRANK DE BOER Á æfingu hjá nýju félagi. Frank de Boer: Leikur með Rangers til vors FÓTBOLTI „Ég er mjög ánægður að leika með bróður mínum að nýju en við léku saman með Ajax og Barcelona,“ sagði Frank de Boer sem gekk til liðs við Rangers í gær. Frank de Boer hefur leikið með tyrkneska félaginu Galata- saray í vetur en Ronald tvíbura- bróðir hans hefur leikið með Rangers í hálft fjórða ár. Frank og Ronald de Boer hófu feril sinn hjá Ajax en fóru til Barcelona árið 1998. Félagaskipti Frank de Boer snúast ekki aðeins um að leika við hlið bróður síns að nýju. „Ég vil leika fyrir þjóð mína á Evrópu- meistarakeppninni í sumar svo félagaskiptin skipta mig miklu máli,“ sagði de Boer sem fékk sig lausan undan tveggja ára samn- ingi við Galatasaray. Alex McLeish, framkvæmda- stjóri Rangers, var ánægður með að fá jafn reyndan leikmann til félagsins. „Honum gekk ekki sem best í Istanbúl svo við veitum hon- um tækifæri til að gera það sem hann hefur metnað til,“ sagði McLeish. ■ A-LANDSLIÐIÐ Undankeppni HM hefst á leik við Búlgara í Laugardalnum. LEIKIR A-LANDSLIÐSINS 4. sep. 2004 Ísland - Búlgaría 8. sep. 2004 Ungverjaland - Ísland 9. okt. 2004 Malta - Ísland 13. okt. 2004 Ísland - Svíþjóð 26. mar. 2005 Króatía - Ísland 4. jún. 2005 Ísland - Ungverjaland 8. jún. 2005 Ísland - Malta 3. sep. 2005 Ísland - Króatía 7. sep. 2005 Búlgaría - Ísland 12. okt. 2005 Svíþjóð - Ísland LEIKIR U21 LANDSLIÐSINS 3. sep. 2004 Ísland - Búlgaría 7. sep. 2004 Ungverjaland - Ísland 8. okt. 2004 Malta - Ísland 12. okt. 2004 Ísland - Svíþjóð 26. mar. 2005 Króatía - Ísland 3. jún. 2005 Ísland - Ungverjaland 7. jún. 2005 Ísland - Malta 3. sep. 2005 Ísland - Króatía 6. sep. 2005 Búlgaría - Ísland 11. okt. 2005 Svíþjóð - Ísland ALEX FERGUSON Á undir högg að sækja gagnvart tveimur stærstu hluthöfum í Manchester United. ROY KEANE Leikmenn United, með fyrirliðann Roy Keane í broddi fylkingar, styðja Ferguson. Undankeppninni HM 2006: Fyrsti leikur gegn Búlgurum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.