Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 2004 LESTU ÞETTA! Af gefnu tilefni vegna umræðu um harða fitu í matvælum, viljum við upplýsa þig um að EKKI er notuð hörð fita við framleiðslu á Stjörnusnakki og Stjörnu partý 4x - mixi. Einungis er notuð FLJÓTANDI JARÐHNETUOLÍA sem er í hæsta gæðaflokki til framleiðslu á snakkvörum. Starfsfólk Iðnmarks ehf. HANDBOLTI Heimsmeistarar Króata unnu Svía, 28-26, á fyrsta degi keppni í milliriðlum á EM í hand- bolta í gær. Króatar leiddu, 16-11, í leikhléi en Svíar náðu að minnka muninn í 18-17 á fyrstu átta mínút- um síðari hálfleiks. Liðin skiptust á að skora næstu tólf mínúturnar en þá gerðu Svíar þrjú mörk í röð og komust yfir, 25-24. Króatarnir nýttu sín færi á lokasprettinum en ungu leikmennirnir í sænska lið- inu, Martin Boquist og Kim And- ersson, voru ekki nógu yfirvegaðir í sínum skotum. Slavko Goluza jafnaði úr víti og Ivano Balic kom Króötum yfir að nýju. Stefan Lövgren jafnaði, 26- 26, en Petar Metlicic svaraði fyrir Króata í næstu sókn. Blazenko Lackovic gulltryggði sigur heims- meistaranna með marki þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Mirza Dzomba, Petar Metlicic, Blazenko Lackovic og Tonci Valcic skoruðu fimm mörk hver í liði Króata, Ivano Balic fjögur, Slavko Goluza þrjú og Niksa Kaleb eitt. Króatíski markvörðurinn Vlado Sola fór á kostum í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot á meðan liðið breytti stöðunni úr 4-6 í 16-11. Honum gekk ekki eins vel í seinni hálfleik og leysti Valter Matosevic hann af hólmi um tíma. Martin Boquist skoraði sjö mörk fyrir Svía, Stefan Lövgren sex, Staffan Olsson fjögur, Jonas Larholm þrjú, Jonas Ernelind tvö og Marcus Ahlm, Kim Andersson, Johan Pettersson og Magnus Wis- lander eitt hver. ■ HANDBOLTI Danir eru í góðum mál- um eftir fimm marka sigur á Rússum, 36-31, í fyrsta leik sínum í milliriðli en Danir tóku tvö stig með sér úr riðlakeppninni og hafa því nú fjögur stig í öðru sæti milliriðils 1. Rússar sem höfðu 4 stig með sér til Celje réðu ekkert við léttleikandi Dani sem hrein- lega skutu hinn gamalreynda markvörð Rússa, Andrei Lavrov, í kaf í leiknum. Lavrov varði aðeins þrjú af 39 skotum (8% mark- varsla) en samt fékk varamark- vörðurinn Alexei Kostygov ekki að spreyta sig. Hornamennirnir Lars Christiansen og Sören Stryger voru markahæstir hjá Dönum, báðir með sjö mörk úr sjö tilraunum en Michael Knudsen nýtti líka sín fimm skot 100%. Danska liðið var með 75% skotnýtingu og eru nú líklegastir Norðurlandaþjóða að bætast í hóp með Íslendingum á Ólympíuleik- ana í Aþenu. Eduard Koksharov skoraði mest fyrir Rússa eða sjö mörk en það dugði liðinu ekki að nýta skotin sín betur en Danir (76%) þar sem markvarslan hjá Dönum var ekki mikið betri en hjá Rússum eða alls átta skot (21%). ■ Milliriðill Evrópumótsins í handbolta í Slóveníu: Lavrov skotinn í kaf Króatar unnu Svía Svíar unnu upp fimm marka forskot Króata en gáfu eftir á lokasprettinum. VLADO SOLA Markvörður Króata varði sextán skot í leiknum við Svía. Mótherjar Íslands byrja ekki vel í milliriðli 2 á EM í Slóveníu: Tékkar og Ungverjar steinlágu HANDBOLTI Fyrstu úrslitin úr milli- riðli 2 bera íslenska landsliðinu í handbolta ekki góða sögu þar sem bæði Ungverjar og Tékkar, mótherjar Íslands úr C-riðli, stein- lágu í fyrstu leikjum sínum. Frakkar unnu átta marka sigur á Ungverjum, 29-21, og Tékkar töp- uðu með tíu mörkum fyrir Þjóð- verjum, 27-37. Slóvenar héldu upp heiðri íslenska riðilsins þegar þeir unnu lið Serbíu og Svartfjallaland, 27-20, í sveiflukenndum leik þar sem Slóvenar voru að missa aftur og aftur niður góða forustu þar til að þeir stungu af á lokakaflanum sem þeir unnu 10-3. Slóvenar eru nú efstir í milliriðli 2 ásamt Frökk- um með fimm stig. Línumaðurinn Zoran Lubej skoraði mest fyrir Slóvena eða sex mörk. Frakkar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri sínum á Ungverjum, sex leik- menn liðsins skoruðu á bilinu þrjú til fjögur mörk og Nikola Karabat- ic var markahæstur með fimm mörk. Ungverjar byrjuðu vel og komust í 4-1 en síðan ekki söguna meir. Martin Galia átti enn einn stórleikinn í marki Tékka en Þjóð- verjar léku samt við hvern sinn fingur og unnu afar auðveldan sig- ur. Fjórir Þjóðverjar skoruðu sjö mörk eða meira í leiknum, Florian Kehrmann varð markahæstur með níu mörk, Daniel Stephan gerði átta og þeir Christian Schwarzer og Pascal Hens voru báðir með sjö mörk. Hjá Tékkum skoraði Milan Berka mest sjö mörk og Galia varði 15 skot í markinu, öll fyrstu 40 mínúturnar í leiknum. ■ Bolton Wanderers: Í úrslit þrátt fyrir tap FÓTBOLTI Bolton Wander- ers leikur til úrslita við Arsenal eða Middles- brough í ensku deilda- bikarkeppninni í Car- diff 29. febrúar. Bolton tapaði 2-0 í gær fyrir Aston Villa í seinni und- anúrslitaleiknum en sigraði 5-4 samanlagt í leikjunum tveimur. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger skoraði eina mark leiksins þeg- ar á níundu mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu af um 20 metra færi. Jlloyd Samuel skoraði seinna markið þremur mínútum fyrir leikslok. Gavin McCann, leik- maður Aston Villa, var rekinn af velli á 39. mínútu eftir ljótt brot á Jussi Jaaskelainen, markverði Bolton. Gavin McCann hafði fengið gult spjald tíu mínútum fyrr fyrir að brjóta á Ibrahim Ba. Bolton hefur einu sinni áður leikið til úrslita í deildabikarkeppninni en félagið tapaði 2-1 fyrir Liverpool árið 1995. Úrslitaleikurinn var jafnframt frumraun Guðna Bergssonar með Bolton. ■ SCHWARZER STERKUR Christan Schwarzer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja gegn Tékkum. VILLA VANN EN BOLTON FÓR Í ÚRSLIT Gavin McCann, leikmaður Aston Villa, í baráttu við Ibrahim Ba.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.