Fréttablaðið - 29.01.2004, Page 1

Fréttablaðið - 29.01.2004, Page 1
ATVINNA Um það bil 1.100 einstak- lingar sóttu um sumarstörf sem flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair fyrir sumarið. Alls eru 40 til 60 störf í boði og því eru milli tuttugu og þrjátíu um- sækjendur um hvert starf hjá félaginu í sumar. „Umsækjendur eru mjög hæfir. Meirihlutinn er með há- skólamenntun og algengt að um- sækjendur tali þrjú til fimm tungumál. Stór hluti hefur reynslu úr flugi og ferðaþjón- ustu,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Iceland- air, um þá sem sóttu um sumar- starf hjá félaginu. „Þetta er draumastarf margra og skiljan- legt að margir sæki um. Það hef- ur alltaf yfir sér svolítinn ævin- týrablæ og auk þess er vinnutím- inn sveigjanlegur og þægilegur fyrir marga.“ Mun fleiri konur sóttu um en karlar, kvenkyns umsækjendur eru þúsund talsins en karlarnir hundrað. „Félagið er að bæta verulega við sumaráætlun sína og þess vegna þarf að bæta við fólki,“ segir Arngrímur. „Það eru nokk- ur ár síðan við auglýstum síðast eftir flugfreyjum og flugþjón- um, en þetta er í takt við það sem hefur verið í gegnum tíðina.“ ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR ÞRÍR KÖRFUBOLTALEIKIR Þrír leikir fara fram í Intersport-deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar tekur á móti Breiðabliki. KR fær KFÍ í heimsókn og Haukar sækja ÍR-inga heim. Leikirnir hefj- ast allir klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 29. janúar 2004 – 28. tölublað – 4. árgangur ferðir o.fl. ● biðlistar í hálendisgistingu Tómas Þór Tómasson: ▲ SÍÐA 22 og 23 Opnar ferðaskrif- stofu í dag tíska o.fl. ● hártískan í vor ● lokaðar tískusýningar Björk Jakobsdóttir: ▲ SÍÐA 20 og 21 Bangsanáttföt og prinsessunáttföt STJÓRNIN HREINSUÐ Hutton lávarð- ur gagnrýnir fréttaflutning BBC í skýrslu sinni um dauða Davids Kelly vopna- sérfræðings. Breska ríkisstjórnin er hins vegar hreinsuð af ásökunum um að hafa blekkt almenn- ing. Sjá síðu 8 ÓSÁTTIR VIÐ ÞUNGASKATT Eig- endur flutningafyrirtækja eru óánægðir með að þurfa að greiða þungaskatt í Hval- fjarðargöngunum. Þeir efast um að laga- heimild sé fyrir því að innheimta þunga- skatt fyrir keyrslu í göngunum, sem eru í einkaeigu. Sjá síðu 2 ÁTTA PALESTÍNUMENN FÉLLU Átta lágu í valnum eftir að ísraelsk skrið- drekasveit réðist inn á al-Zeitoun-svæðið á Gaza í gær. Mannfallið er það mesta í að- gerðum Ísraelshers frá því ráðist var inn í Rafah-flóttamannabúðirnar í síðasta mán- uði. Sjá síðu 4 GESTRISINN LEIÐTOGI Sverrir Þórð- arson hitti Yasser Arafat ásamt nokkrum öðrum Íslendingum. Arafat tók vel á móti fólkinu og lagði áherslu á nauðsyn þess að umheimurinn fengi að vita hvað væri að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs. Sjá síðu 14 ENN KÓLNANDI VEÐUR Nú er það orðið býsna kalt loftið yfir landinu. Einnig er vindur heldur vaxandi sem þýðir að vindkælingin er talsverð. Bjart í borginni, él fyrir norðan, einkum síðdegis. Sjá síðu 6. SLÆMUM EFNAHAG MÓTMÆLT Skólum var lokað, byrgt var fyrir glugga fyrirtækja og göturnar tæmdust að mestu þegar tveggja sólarhringa verkfall hófst í Dóminíska lýðveldinu. Efnahagur landsins hefur ekki verið verri um áratuga skeið og er mörgum nóg boðið. Mótmælendur í fátækrahverfi í Santo Domingo kveiktu í hjólbörðum og kröfðust umbóta. Orkuveitan: Sjóböð í Laugardal FRAMKVÆMDIR Gestir í Laugardals- laug og líkamsræktarstöðinni Laug- um í Laugardal geta baðað sig upp úr sjó næsta vetur. Þá verður Orku- veita Reykjavíkur búin að veita sjó frá Laugarnesi í Laugardalinn. „Það var áhugi fyrir því að fá hreinan sjó í Laugardalslaugina,“ segir Ásgeir Margeirsson, aðstoðar- forstjóri Orkuveitunnar. Því var borað eftir sjó og í holu við norður- enda Kringlumýrarbrautar fékkst hreinn og gerlafrír sjór sem verður dælt í Laugardalinn. „Svona sjóböð þykja mjög heil- næm og eru þekkt í löndunum í kringum okkur,“ segir Ásgeir. Það verður ekki aðeins mannfólkið sem nýtur góðs af heldur verður líka dælt sjó í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn og fá selirnir að svamla í söltum sjó á ný. ■ Segir það ekki mistök að styðja innrás í Írak Guðmundur Árni Stefánsson sagði á Alþingi í gær að Halldór Ásgrímsson yrði að horfast í augu við gjörðir sínar og viðurkenna mistök í Íraksmálinu. Halldór sagði að það væri enn skoðun sín að rétt hefði verið að styðja Bandaríkjamenn. ALÞINGI Guðmundur Árni Stefáns- son, Samfylkingu, sagði á Alþingi í gær að meintur ótti við gereyð- ingarvopnaframleiðslu Íraka hefði verið stærsta ástæða inn- rásarinnar á síðasta ári, en nú væri ljóst að sú ástæða væri ekki á rökum reist og að innrásin væri byggð á misskilningi. „Íslenskir ráðamenn hafa hangið á hálmstráum í þessum efnum og forðast að horfast í augu við veruleikann. Það er seinni tíma afsökun þegar þeir segja nú að innrásin hafi verið réttlætanleg eingöngu til þess að koma harðstjóranum Saddam Hussein frá völdum. Menn verða að horfast í augu við gjörðir sín- ar. Því spyr ég hæstvirtan utan- ríkisráðherra hvort hann sé loks reiðubúinn að viðurkenna hið óumflýjanlega, að fylgispekt ís- lensku ríkisstjórnarinnar við Bush-stjórnina vegna innrásar- innar í Írak hafi verið mistök?“ Halldór Ásgrímsson sagði ljóst að ýmsar ástæður hefðu ver- ið fyrir innrásinni, gereyðingar- vopnin væru grunnurinn. Atferli stjórnar Saddams Hussein hefði einnig ógnað heimsfriði og meðal annars torveldað starf vopna- eftirlitsmanna. „Það er óumdeilanlegt að ger- eyðingarvopn voru til í landinu við lok Persaflóastríðsins. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvað varð um þau vopn. Því hefur ver- ið haldið fram að ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafi beitt blekkingum í málinu, en svokölluð Hutton-skýrslu stað- festir að svo var ekki. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að hættan hafi verið ýkt. En var það afsakanlegt að láta harðstjór- ann komast upp með að vanvirða alþjóðasamfélagið út í hið enda- lausa?“ spurði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagði að leitin nú að gereyðingarvopnum í Írak staðfesti að vopnaeftirlit Samein- uðu þjóðanna á tíunda áratug síð- ustu aldar hefði skilað árangri. „Formenn stjórnarflokkanna þurfa að viðurkenna mistökin og biðja þing og þjóðina afsökunar í leiðinni. Þeir eiga að taka Ísland út af lista þeirra ríkja sem studdu aðgerðirnar í Írak. Mín vegna mega þeir félagar sökkva dýpra í fylgispektarsíki Bandaríkja- stjórnar, en ég mótmæli því að þeir dragi orðstír þjóðarinnar með sér,“ sagði Steingrímur. bryndis@frettabladid.is AP M YN D /W AL TE R AS TR AD A 1.100 sóttu um 40 flugfreyjustörf hjá Icelandair: Meirihlutinn með háskólamenntun F í t o n F I 0 0 8 6 2 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.