Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 10
10 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Greining Íslandsbanka: Stöðugleika ekki ógnað EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Ís- landsbanka telur ekki að stöðug- leika sé ógnað þrátt fyrir mikla verðhækkun eigna á síðasta ári. Í Markaðsyfirliti Greiningar ÍSB, sem kom út í gær, segir að verð innlendra eigna hafi hækkað mjög á árinu 2003; hlutabréf á Kauphöll hafi hækkað um 236 milljarða, skuldabréf um 70 millj- arða og íbúðarhúsnæði um 115 milljarða. Samkvæmt Greiningu ÍSB læt- ur nærri að eignaverðhækkun á síðasta ári nemi 1,5 milljón króna á hvert mannsbarn á Íslandi. Greiningin spáir áframhald- andi hækkunum á eignaverði en telur ekki að hún verði jafn mikil í ár og hún var í fyrra, en Íslands- banki gerir þó ráð fyrir að eigna- verðhækkun á þessu ári muni nema um 800 þúsund krónum á hvern Íslending. Greiningin telur að þessar hækkanir séu í takt við almennar efnahagsforsendur og því sé ekki hætta á því að stöðugleika á fjár- málamarkaði sé ógnað. Greining ÍSB spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýri- vexti á síðari hluta ársins úr 5,3% í 6,5% í nokkrum skrefum. Grein- ingin segir að hátt gengi krónunn- ar muni áfram vega gegn verð- hækkunum vegna þenslu. ■ Ríkið greiði Háskóla Íslands 400 milljónir Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands afhenti í gær menntamálaráð- herra greinargerð um málefni og stöðu skólans. Þar er bent á leiðir til þess að leysa fjárhagsvanda HÍ og tryggja stöðu skólans í fremstu röð. MENNTAMÁL „Við leggjum meðal annars til að ríkið greiði fyrir alla þá nemendur sem stunduðu nám við skólann á árunum 2001-2003. Það voru töluvert margir nemend- ur við nám á þessum árum sem Háskólinn fékk ekki greitt fyrir. Árið 2001 voru þetta um 30 nemendur og á árunum 2002 og 2003 voru þeir enn fleiri. Þetta varðar 300-400 m i l l j ó n i r króna,“ segir Davíð Gunnars- son, formaður S t ú d e n t a r á ð s Háskóla Íslands, en hann afhenti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálráðherra greinargerð um málefni skólans í gær. HÍ á við mikinn fjárhagsvanda að etja og er í greinargerðinni bent á leiðir til lausnar þeim vanda. Lagt er til að einkaleyfisgjald á Happdrætti Háskólans verði fellt niður, en það nam 115 milljónum á síðasta ári sem eru 20% af hagnaði ársins. „Ef Háskólinn þyrfti ekki að greiða þetta gjald myndi aukast verulega það fjármagn sem hann hefði til að taka á brýnum hús- næðisvanda,“ segir Davíð. For- ysta Stúdentaráðs vill að málefni Háskólans verði leyst á uppbyggi- legan hátt og telur að leita þurfi leiða til úrlausnar, bæði hjá ríkis- valdinu og Háskólanum sjálfum. Stúdentar vilja að megináhersla verði lögð á að bæta starf og stöðu Háskóla Íslands. „Það er mikilvægt að treysta fjármögnun skólans til langframa og mæta kröfum um hagkvæmari rekstur og með því að endurbæta kennsluaðferðir væri hægt að spara stórfé. Við teljum að endur- skoða verði stjórnun og stjórn- skipulag Háskólans, meðal annars í tengslum við rektor og deildar- forseta,“ segir Davíð. Með greinargerðinni vonast stúdentar til þess að umræða um Háskólann haldi áfram og að vinna hefjist fljótlega við að endur- skipuleggja starfsemi stofnunar- innar. „Markmiðið er þó fyrst og fremst að taka á bráðum fjárhags- vanda Háskólans og ef þessar til- lögur ná fram að ganga teljum við að hægt verði að gera góðan skóla enn betri,“ segir formaður Stúd- entaráðs HÍ. bryndis@frettabladid.is AUMINGI OG RÆFILL Forstöðu- kona heimilis fyrir aldraða í Breiðholti varð hissa þegar hún mætti á skrifstofu sína á þriðju- dagsmorgunn. Þar inni stóð mað- ur sem tilkynnti henni að hann væri aumingi og ræfill og gekk út. Þegar betur var að gáð var búið að stela prentara, brjóta upp peningaskáp og stela úr honum um tíu þúsund krónum. BÍLVELTA Á HAFNARFJARÐARVEGI Ökumaður missti stjórn á bíl sín- um á Hafnarfjarðarvegi á móts við Nýbýlaveg með þeim afleið- ingum að bíllinn valt. Ökumaður- inn, sem var einn í bílnum, slas- aðist ekki. Fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Ólympíuspilling: Varaforseti handtekinn SUÐUR-KÓREA, AP Suður-Kóreumað- urinn Kim Un-yong, varaforseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, var handtekinn í heimalandi sínu í gær sakaður um spillingu og mútuþægni. Un-yong, sem er 72 ára fyrrum þingmaður stjórn- arandstöðunnar í Suður-Kóreu, hef- ur um áratuga skeið verið einn af helstu forystu- mönnum íþrótta- hreyfingarinnar í Suður-Kóreu og einnig innan ólympíuhreyfing- arinnar. Sjálfur neitar hann öllum sakar- giftum og segir að um sé að ræða hefnd pólitískra andstæðinga og óvildarmanna innan íþróttahreyf- ingarinnar, en í síðustu viku var honum vikið úr sæti varaforseta IOC, að tilmælum siðanefndar ólympíuhreyfingarinnar, á meðan lokarannsókn á ásökunum gegn honum færi fram. ■ „Ef þessar tillögur ná fram að ganga teljum við að hægt verði að gera góðan skóla enn betri. ÍSLANDSBANKI Telur stöðugleika ekki ógnað. RÁÐHERRA AFHENT GREINARGERÐ Davíð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, afhendir Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra greinargerð um tillögur til lausnar fjárhagsvanda Háskólans. UPPRUNI ELDSINS LJÓS Talið er líklegt að fikt barna með eld og flugelda sé ástæða þess að eldur kviknaði í iðnaðarskemmu við bæinn Stóru-Velli í Bárðardal. Gífurlegt eignatjón varð vegna brunans en í skemmunni var tólg- ar- og kertagerð. FÉLL MILLI HÆÐA Vinnuslys varð í nýju sorphreinsistöðinni í Reykjanesbæ klukkan sjö í gær- morgun. Maður féll tvo metra milli hæða og meiddist á höfði. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann var ekki talinn alvarlega meiddur og fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu. ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir KIM UN-YONG Varaforseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, IOC, var handtekinn í Suður-Kóreu í gær, sakaður um spillingu og mútuþægni. ELDHAF Logarnir teygðu sig upp í fimmtíu metra hæð. Öflug sprenging: Heyrðist langar leiðir ÁSTRALÍA, AP Slökkviliðsmenn í Port Kembla í Ástralíu börðust í gær við mikinn eld sem upp kom á einu stærsta iðnaðarsvæði lands- ins eftir að öflug sprenging hafði orðið í stórum tanki sem hafði að geyma sjö milljón lítra af etanóli. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist í 25 kílómetra fjar- lægð og að sögn sjónarvotta teygðu logarnir sig upp í fimmtíu metra hæð. Að sögn Roberts Comberford, talsmanns slökkviliðsins í Port Kembla, urðu engin slys á fólki í sprengingunni og aðeins einn slökkviliðsmaður hafði hlotið minni háttar brunasár. „Það er kraftaverk að enginn skyldi slasast í þessari öflugu spreng- ingu,“ sagði Comberford. Ekki er vitað um orsök spreng- ingarinnar. ■ Prammi og bátur: Árekstur í höfninni ÓHAPP Prammi og bátur rákust á í innsiglingu Reykjavíkurhafnar á þriðjudagskvöld. Bátnum Guðmundi GK 204 var siglt inn í höfnina en pramman- um Mikael 1 var siglt út á sama tíma. Engin slys urðu á fólki. Nokkrar skemmdir urðu á bát- num en pramminn skemmdist ekki. ■ SADDAMS-GRÍMUR VINSÆLAR Grímur af Saddam Hussein, fyrrum Íraks- forseta, eru vinsælar þessa dagana í Rio de Janeiro í Brasilíu, fyrir árlega kjöt- kveðjuhátíð sem hefst í næsta mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.