Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 14
14 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR KAFSNJÓR Í NEW YORK Miklum snjó kyngdi niður í New York í gær og sagðist leigubílstjórinn Nazir Choudhury, sem stundað hefur akstur í níu ár, aldrei hafa lent í öðrum eins snjómokstri. Síldarvinnslan: Afli eykst en aflaverðmæti minnkar SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar var rúmir tveir milljarðar króna á síðasta ári. Þá veiddust tæplega 184 þúsund tonn, sem er um 24 þúsund tonnum meira en árið á undan. Aflaverðmæti minnkar á milli ára þrátt fyrir aukna veiði því árið 2002 var afla- verðmæti skipa Síldarvinnslunnar 2,4 milljarðar króna en það var metár hvað aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar varðar. Talsvert meira veiddist af upp- sjávarfiski á síðasta ári en árinu á undan, 175.500 tonn samanborið við 159.000 tonn, og aukningin því tæp 17.000 tonn. Aflaverðmæti uppsjáv- arfisks var 1.200 milljónir króna. Bolfiskveiði jókst um 600 tonn milli ára og skilaði rúmum 900 milljónum króna til fyrirtækisins. Eitt skip, Ásgrímur Halldórsson SF, bættist í útgerð Síldarvinnsl- unnar á síðasta ári í kjölfar sam- einingar Síldarvinnslunnar og SR- mjöls. ■ Arafat gestrisinn og með góða nærveru Sverrir Þórðarson var um tveggja vikna skeið í Palestínu og upplifði örbirgðina á Vesturbakkan- um. Hann átti ásamt fleiri Íslendingum klukkustundarlangan fund með Yasser Arafat. Sverrir segir mannréttindabrot Ísraela meiri en hann hefði getað ímyndað sér áður. Arafat tók okkur afskaplega vel.Hann kyssti okkur og hafði góða nærveru. Það sem mér fannst merkilegast var að hann talaði eins og þjóðin,“ segir Sverrir Þórðar- son, 23 ára nemi og tankahreinsun- armaður, sem er nýkominn úr heimsókn til Palestínu þar sem hann dvaldi um tveggja vikna skeið til að kynna sér ástandið á Vestur- bakkanum. Í heimsókn sinni hitti hann, ásamt fleiri Íslendingum, þjóðarleiðtogann Yasser Arafat. Sverrir segist hafa viljað sjá með eigin augum ástandið á heimastjórnarsvæði Palestínu- manna og þess vegna lagt upp í þessa för. Hann flaug til Tel Aviv í Ísrael og hélt þaðan inn á Vestur- bakkann, sem þó átti að vera bann- að nema með sérstöku leyfi Ísra- elsmanna. Venjan er sú að þeir sem reyna að komast inn á Vesturbakkann eru handteknir og þeir reknir úr landi. Sverrir og félagar hans báru því við á eftirlitsstöð að þeir hefðu aldrei fengið þau fyrirmæli að sækja um leyfið. Hermennirnir tóku það gott og gilt og hópurinn hélt inn í borgina Nablus. Mikil örbirgð meðal íbúanna Sverrir segir heimsóknina vera minnisstæða fyrir þær sakir hve mikil örbirgð sé á meðal íbúanna. Þá hafi stungið í augu sú gríðarlega gæsla sem Ísraelsmenn haldi uppi sín megin þar sem vopnaðir her- menn séu ævinlega stutt undan. Sverrir var þarna ásamt fleiri Íslendingum og þeir gerðu víð- reist um Vesturbakkann og heim- sóttu nokkrar borgir og þorp. „Í Nablus eru tvennar flótta- mannabúðir. Sem dæmi um þrengslin sem þetta fólk býr við má nefna að um 20 þúsund manns búa þar á hverjum ferkílómetra. Gæsla Ísraelsmanna er gríðarleg og þeir eru með vélbyssuhreiður efst á tveimur fjöllum sem eru sitt hvoru megin borgarinnar. Okkur var sagt að á vélbyssunum væru skynjarar sem næmu það þegar fólk reyndi að komast til eða frá borginni og það væri skotið miskunnarlaust,“ segir Sverrir. Hann segir að hópurinn hafi dvalið í Nablus í þrjá sólarhringa. Gestrisni fólksins, sem bjó við ör- birgð, hafi verið nær óendanleg og allir hafi verið tilbúnir að gefa mat. „Heimili fólks stóðu okkur opin og það voru allir tilbúnir að deila með okkur mat sínum og bjóða okkur gistingu. Aðbúnaðurinn var svo hörmulegur að mér dauðbrá því ég hafði ekki átt von á þessari miklu neyð. Það höfðu allir ein- hverja sorgarsögu að segja,“ segir Sverrir. Færðist allur í aukana Sverrir segir að í heimsókninni til Ramallah, þar sem höfuðstöðv- ar Yassers Arafats eru, hafi komið upp sú hugmynd að reyna að ná fundi þjóðarleiðtogans. Lífverðir Arafats tóku hópnum opnum örm- um en sögðu að því miður gæti Arafat ekki tekið á móti þeim því hann væri lasinn. Viku seinna var farið aftur í höfuðstöðvarnar og þá samþykkti Arafat að hitta hópinn. „Arafat heilsaði okkur öllum með kossi. Skrifstofa hans var afar fábrotin og aðeins var ein mynd uppi á vegg. Það er teikning af Rachel Curry, bandarískri stúlku, sem var að mótmæla nið- urrifi húsa Palestínumanna á síð- asta ári. Jarðýta ók yfir hana og hún dó sem píslarvottur. Á skrif- borði hans ægði saman styttum og einhverju dóti sem ég held að fólk hafi gefið honum,“ segir Sverrir. Hann segir að Arafat hafi sýnt þeim myndir af skemmdarverkum Ísraelsmanna á kirkjum og fleiru. Í upphafi hafi leiðtoginn talað rólega og fremur óskýrt en síðan hafi hann færst í aukana. „Hann lagði áherslu á að það væri mikilvægt að umheimurinn fengi að vita hvað væri að gerast í þessum heimshluta og þakkaði okkur fyrir að sýna kjörum palest- ínsku þjóðarinnar áhuga. Hann sýndi sterkar tilfinningar þegar hann lýsti því hvað gert hefði verið á hlut þjóðarinnar,“ segir Sverrir. Arafat bauð gestunum upp á þykk- an mangósafa sem Sverrir segist hafa pínt ofan í sig. Fundurinn stóð í klukkustund. Hann segir heimsóknina til Palestínu aldrei munu líða sér úr minni. „Þarna eiga sér stað meiri mannréttindabrot en ég gat látið mér til hugar koma. Átakanlegast var að sjá vegginn sem Ísraels- menn eru að reisa til að króa fólkið á Vesturbakkanum af. Veggurinn, átta metrar á hæð og þrír ofan í jörðinni, er eins og snákur sem hringar sig utan um þessa hrjáðu þjóð,“ segir Sverrir. ■ ÚTGEFANDI DÆMDUR Tékkneskur dómstóll hefur dæmt útgefanda bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler til þriggja ára fangelsisvist- ar, skilorðsbundið. SELDI SPRENGIEFNI Fyrrum her- foringi í slóvakíska hernum hefur verið handtekinn fyrir að reyna að selja glæpamönnum plastsprengi- efni. Á heimili hans fundust nær 40 kíló af sprengiefninu, sem talið er að komið sé frá hernum. SÆTIR SKATTARANNSÓKN Skatta- ráðuneyti Rússlands hefur tilkynnt að farið verði í gegnum bókhald olíurisans Yukos fyrir árin 2001 og 2002. Áður hafði verið farið í gegn- um bókhald félagsins fyrir árið 2000 og skattar þess hækkaðir um rúma 230 milljarða króna. HÉRAÐSDÓMUR Hálffertugum síbrotamanni var ekki gerð sérstök refsing fyrir þjófnaði á fatnaði og matvöru fyrir tæpar 30.000 krónur. Síbrotamaður dæmdur: Ekki sérstök refsing DÓMUR Héraðsdómur Reykjavíkur gerði hálffertugum síbrotamanni ekki sérstaka refsingu fyrir ítrek- uð þjófnaðarbrot. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á fatnaði úr verslunum Hagkaupa, Olympiu og Dress- mann fyrir rúmar 25.000 krónur og fyrir stuld á matvælum úr verslunum 10-11 og Bónuss fyrir rúmar 4.000 krónur. Maðurinn játaði brot sín ský- laust. Hann á langan sakaferil að baki en síðasta dóminn hlaut mað- urinn í nóvember síðastliðnum, fjögurra mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot. Brotin sem nú var ákært fyrir voru hins vegar framin fyrir upp- sögu þess dóms og telur héraðs- dómur að manninum hefði ekki verið gerð frekari refsing ef þjófnaðarbrotin hefðu verið dæmd með í nóvember. ■ Nýr gjaldmiðill: Henda burt milljónum ANKARA, AP Tyrkneska ríkisstjórn- in hefur ákveðið að taka upp nýj- an gjaldmiðil og fella niður sex öftustu núllin í öllum upphæðum um næstu áramót. Það þýðir með- al annars að stutt ferðalag með strætisvagni, sem í dag kostar rétt tæpa milljón líra, mun í fram- tíðinni kosta innan við eina líru, þó báðar upphæðirnar samsvari innan við 50 krónum íslenskum. Gjaldmiðilsbreytingin er hluti af tilraunum stjórnvalda til að stemma stigu við verðbólgu sem í dag mælist 19%. Breytingin hefur enn fremur þau áhrif að einstak- lingar geta farið og keypt sér í matinn án þess að verja til þess tugum milljóna. Þess má geta til samanburðar að þegar nýir seðlar voru teknir í notkun á Íslandi árið 1981 voru tvö núll tekin aftan af. ■ SÍLDARVINNSLAN Á NESKAUPSTAÐ Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti tæpum 470.000 tonnum af hráefni á síðasta ári samanborið við 536.000 tonn árið 2002. ■ Evrópa MEÐ ÞJÓÐARLEIÐTOGANUM Sverrir Þórðarson og Yasser Arafat í höfuðstöðvunum í Ramallah. Fréttaviðtal REYNIR TRAUSTASON ■ ræðir við Sverrir Þórðarson sem er nýkominn frá Palestínu. GESTIR ARAFATS Hópurinn sem fékk áheyrn Arafats í síðustu viku. Frá vinstri í efri röð: aðstoðarmaður Arafats, Þórsteinn Otti Jónsson, bresk stúlka, Arafat, Eldar Ástþórsson, Árni Freyr Árnason, Axel Wilhelm Einars- son, annar aðstoðarmaður Arafats. Í neðri röð frá vinstri: Sverrir Þórðarson, bresk sjónvarpskona og Leo, sjálfboðaliði frá Svíþjóð. VEGGURINN Ísraelsmenn eru að reisa átta metra háan múr umhverfis Vesturbakkann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.