Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 24
24 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli „Freedom to us has always been a trick, freedom to you has always been whoever landed on your dick. I've seen it in you one too many times. Might trick me once, I won’t let you trick me twice.“ - Kelis lætur gæjann róa í laginu Trick Me af nýjustu breiðskífu sinni Tasty sem kom út fyrir mánuði síðan. Popptextinn KELIS Leikkonan Halle Berry þurfti álæknishjálp að halda eftir slys sem varð á töku- stað Catwoman- myndarinnar. Berry fékk ljós- kastara í höfuðið og var keyrð rak- leiðis á spítalann þar sem læknar skoðuðu hausinn á henni í sjö klukku- stundir til þess að ganga úr skugga um að meiðsli hennar væru ekki alvarleg. Eftir það fékk hún að fara heim. Hún virð- ist vera ólukkudýr hún Halle því hún handleggsbrotnaði við tökur á Gothika og meiddist á auga við tökur á James Bond-myndinni Die Another Day. Poppstöllurnar Britney Spearsog Beyoncé Knowles lentu í hörkurifrildi á veitingastað í London á mánudag. Þær voru þar staddar til þess að verða vitni að frumsýningu Pepsí-auglýsingar sem þær léku í ásamt Pink. Þar virtust stúlkurnar allar vera bestu vinkonur en eftir sýning- una á Trafalgar-torgi fóru þær á veitingastaðinn Nobu þar sem sauð upp úr. Rifrildið endaði þan- nig að Britn- ey rauk út af staðnum í reiðikasti. Hvað þeim fór á milli er ekki vitað. Svo virðist sem ráðabrugg BenStiller um að fá Barböru Streisand í framhaldsmynd Meet the Parents sé að virka. Myndin fer í tökur eftir nokkrar vikur og Streisand er að lesa handritið. Ef hún tekur hlutverkinu bætist hún í ansi myndarlegan leikarahóp því nú þegar hafa Dustin Hoffman, Robert De Niro, Ben Stiller og Owen Wilson tekið að sér hlut- verk í myndinni Meet the Fockers. Í svörtum fötum fær átta tilnefningar Barnaverndarsam-tök í Bandaríkj- unum hafa spjallað töluvert við börn Michaels Jackson eftir að móðir þeirra Debbie Rowe lýsti yfir áhyggjum sínum á uppeldi þeirra. Fyrrum eiginkona Jacksons hefur ákveðið að berjast við hann í réttarsalnum um forræði á börnum þeirra og kallar hann óhæfan faðir. Hún hefur einnig haldið því fram að Jackson sé ekki líffræðilegur faðir barna þeirra. Leikstjórinn KevinSmith kennir fjölmiðl- um um sambandsslit Jennifer Lopez og Ben Affleck. Smith leikstýrði parinu í kvikmyndinni Jersey Girl sem fer í sýningar bráðum. Hann segist vera fullviss um að sér hafi tekist betur til en leikstjóra Gigli en sú mynd skötu- hjúanna floppaði algerlega. ÚTVARP Tilnefningar til Hlustenda- verðlauna FM957 í ár voru tilkynnt- ar í gær. Þetta eru helstu verðlaun poppara á Íslandi og hefð er fyrir því að gera hátíðarhöldin sem glæsilegust. Jónsi og félagar hans Í svörtum fötum hljóta flestar tilnefningar í ár, eða átta talsins. Vinsælasta popphljómsveit landsins, Írafár, fær svo sex tilnefningar. Fjórar sveitir, Skítamórall, Á móti sól, Sál- in og Land & synir, fá fimm tilnefn- ingar. Sérstaka athygli vekur að ný- liðinn Þórey Heiðdal fær þrjár til- nefningar. „Þetta er alltaf að stækka,“ segir Svali, dagskrárgerðarmaður á FM. „Það var mjög fyndið hvernig þetta byrjaði. Árið 1998 langaði okkur að halda partí og bjóða öllum poppur- unum sem við erum búnir að vinna með í eitt gott geim og þakka þeim fyrir samstarfið. Það þróaðist út í það að halda smá verðlaunahátíð á Astró. Það var ótrúlega skemmti- legt kvöld og eftir það voru sveitirn- ar allar sammála um að þetta hefði verið eitt skemmtilegasta popp- kvöld í lengri tíma. Þar var verið að viðurkenna að það væri til popp- kúltur.“ Hlutirnir hafa þróast hratt eftir það og hefur keppnin stækkað við sig nánast á hverju ári, frá Austur- bæ við Snorrabraut í Borgarleik- húsið og nú í Smáralindina. Svali segir að mikið sé lagt í útlit og að verðlaunahátíðir MTV séu notaðar sem fyrirmynd. Hann segir að í fyrra hafi hugurinn leitað í Smáralindina en þá hafi bekkirnir, sem voru keyptir inn fyrir Idol- keppnina, ekki verið komnir. Tólf sveitir koma fram á hátíð- inni. Á meðal þeirra verða Írafár, Í svörtum fötum, Jagúar, Quarashi, Igore og Sálin. „Allar sveitirnar sem koma fram ætla að frumflytja lög. Það er lagt það mikið í kvik- myndatökurnar að sveitirnar hafa margar svo notað hluta af þeim síð- ar í myndböndum,“ segir Svali. Tilnefningarnar eru ákveðnar út frá spilun og mati umsjónar- manna stöðvarinnar. Verðlaunin í ár verða afhent í Smáralindinni þann 12. febrúar næstkomandi og sýnt verður beint frá afhend- ingunni á PoppTíví. Opnað var fyrir kosningu á heimasíðu FM957, http://www.fm957.is, í gær, en hlustendur ráða úrslit- unum alfarið. ■ Jæja, þá erum það bara við tvö, sykurbollan mín! Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Ó, Jói! VINSÆLASTA HLJÓMSVEITIN Írafár Í svörtum fötum Skítamórall Á móti sól Sálin PLATA ÁRSINS Nýtt upphaf - Írafár Tengsl - Í svörtum fötum Fiðrildi - Á móti sól Óðal feðranna - Land&synir Vatnið - Sálin hans Jóns míns NÝLIÐAR ÁRSINS Þórey Heiðdal Von Kung Fu Igore Love Guru KYNÞOKKI ÁRSINS Birgitta Haukdal Jón Jósep Snæbjörnsson Vilhelm Anton Jónsson Ragnhildur Gísladóttir Þórey Heiðdal MYNDBAND ÁRSINS Fáum aldrei nóg - Írafár Ég opna augun - Skítamórall Mess It Up - Quarashi Von mín er sú - Land & synir Þú sem ert mér allt - Í svörtum fötum HEIMASÍÐA ÁRSINS Skitamorall.is mib.is/isvortumfotum.is irafar.is landogsynir.is salinhansjonsmins.is BESTIR Á BALLI Sálin Í svörtum fötum Á móti sól Skítamórall Stuðmenn SÖNGVARI ÁRSINS Jónsi / Í svörtum fötum Magni / Á móti sól Stebbi / Sálin Gunnar Ólason / Skítamórall Hreimur Örn / Land & synir SÖNGKONA ÁRSINS Birgitta Haukdal / Írafár Þórey Heiðdal Íris Kristinsdóttir / Ber Ragnhildur Gísladóttir / Stuðmenn LAG ÁRSINS Fáum aldrei nóg - Írafár Tímabil - Í svörtum fötum Einveran - Á móti sól Mess It Up - Quarashi Von mín er sú - Land & synir HLUSTENDAVERÐLAUN FM957 2004 - TILNEFNINGAR LIÐIÐ Á FM957 „Þú ert að hlusta á topptónlist, klukkan er þrjú og veðrið er svalt, ískalt!“ Það er alltaf bjart yfir dagskrárgerðarmönnum FM957, sama hvernig viðrar úti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.