Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 30
30 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Nýr heimavöllur Arsenal: Kaupin á Reyes breyta engu FÓTBOLTI „Þetta hefur engin áhrif á áform okkur um að byggja nýja völl,“ sagði Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, um kaupin á Spánverjanum Jose Antonio Reyes. „Við gerðum ráð fyrir kaupum á leikmönnum í fjárhagsáætlun okkar og þetta hefur ekki áhrif á nýja völlinn. Við notuðum stóran hluta fjárins í þessum félagaskiptaglugga í stað þess að bíða til loka leiktíðar.“ Arsenal áformar að byggja nýjan völl í Ashburton Grove, skammt frá Highbury, sem mun rúma um 60.000 þúsund manns í sæti. Talið er að nýi völlurinn kosti um 400 milljón pund. Hill-Wood sagði að kaupin á Reyes þýddu ekki að Thierry Henry væri á förum frá félaginu. „Hann fer hvergi – ekki til Real Madrid eða nokkuð annað. Það er endanlegt. Ég held að hann vilji ekki fara. Hann er mjög ánægður hér og ann bæði félaginu og lífsstílnum.“ Kaupin á Jose Antonio Reyes styrkja sókn Arsenal en Nwankwo Kanu leikur nú með Nígeríumönn- um í Afríkukeppninni og Sylvain Wiltord og Jeremie Aliadiere eru meiddir. ■ Elsta fótbolta- félag Svíþjóðar Örgryte IS keppir á Iceland Express mótinu um helgina. Örgryte kepp- ir við KR annað kvöld og ÍA eða Keflavík á laugardag. FÓTBOLTI Örgryte Idrottssällskap er elsta fótboltafélag Svíþjóðar. Félag- ið var stofnað sem skautafélag árið 1887 en hóf að leika knattspyrnu árið 1891 að áeggjan tveggja skoskra kaupmanna sem störfuðu í Gautaborg. Örgryte vann Lyckans Soldater 1-0 árið 1892 í fyrsta opin- bera fótboltaleiknum sem fram fór í Svíþjóð. Félagið var lengi vel í fremstu röð og sigraði í ellefu af fyrstu átján keppnunum um sænska meistaratit- ilinn. Örgryte varð einnig tvisvar meistari á þriðja áratugnum en upp úr því fór að halla undan fæti og lék félagið í neðri deildunum á árunum 1940 til 1958. Örgryte hefur leikið í efstu deild, Allsvenskan, frá 1995 og varð í fjórða sæti í fyrra. Örgryte varð síðast sænskur meistari árið 1985 eftir sigur á erki- féndunum í IFK Göteborg í tveimur úrslitaleikjum og bikarmeistari í fyrsta sinn árið 2000 þegar Örgryte vann AIK 2-1 samanlagt í tveimur úrslitaleikjum. Örgryte hefur fimm sinnum áður tekið þátt Evrópukeppni, síð- ast í UEFA-bikarkeppninni 2000- 2001 þar sem Örgryte vann Coler- aine í undanrásum en tapaði fyrir Rapid Wien í 1. umferð. Sex Íslendingar hafa leikið með Örgryte á undanförnum árum. Keflavíkingurinn Sigurður Björg- vinsson og Eyjamaðurinn Örn Ósk- arsson léku með Örgryte í upphafi níunda áratugarins og KR-ingarnir Rúnar Kristinsson og Brynjar Björn Gunnarsson á tíunda áratugn- um. Akureyringurinn Atli Sveinn Þórarinsson hefur leikið með Ör- gryte undanfarin fjögur ár og í síð- ustu viku gekk Jóhann Birnir Guð- mundsson til liðs við Gautaborgar- félagið. Finninn Jukka Ikäläinen tók við þjálfun Örgryte í haust af Erik Hamrén sem fór til danska félags- ins AaB í Álaborg. Ikäläinen lék með Örgryte á árunum 1981-85. Iceland Express mótið er einn liðurinn í undirbúningi Örgryte fyrir keppnina í Allsvenska í sum- ar. Félagið tók þátt í hraðmóti í Álaborg fyrir tíu dögum og leik- menn liðsins verða í æfingabúð- um hjá brasilíska samstarfsfélagi sínu Atletico Mineiro frá 22. febr- úar til 12. mars. Sænska deilda- keppnin hefst í byrjun apríl og á Örgryte útileik gegn Elfsborg í fyrstu umferð. ■ Norska landsliðið: Aftur langspyrnur FÓTBOLTI Norðmenn unnu Singapúr 5-2 í gær í úrhelli í Singapúr. Anders Stadheim og Alexander Ås komu Norðmönnum 2-0 yfir en Daniel Bennett og Shahril Ishak jöfnuðu. Håvard Flo bætti svo við tveimur mörkum og Harald Brattbakk einu. „Við urðum að leika öðruvísi en við erum vanir,“ sagði Åge Hareide þjálfari. „Við getum ekki leikið bolt- anum stutt þegar hann rúllar ekki.“ Verdens Gang sagði rigninguna hafa neytt Norðmenn til að nota langspyrnur sem einkenndu leikstíl Egils „Drillo“ Olsen en Drillo hefur gagnrýnt leikstíl liðsins undir stjórn Hareide. ■ ■ ■ LEIKIR  19.00 Víkingur og Fjölnir leika í Egilshöll á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta.  19.15 Hamar leikur við Breiðablik í Hveragerði í Intersport-deildinni í körfubolta.  19.15 KR og KFÍ keppa í DHL-Höll- inni í Intersport-deildinni í körfu- bolta.  19.15 ÍR mætir Haukum í íþrótta- húsi Seljaskóla í Intersport-deild- inni í körfubolta.  21.00 Fram keppir við Fylki í Egils- höll á Reykjavíkurmóti karla í fót- bolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.25 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Tékka og Serba/Svartfellinga í milliriðli.  16.55 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Svía og Spán- verja í milliriðli.  17.50 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Middlesbrough og Arsenal í undanúrslitum deilda- bikarkeppninnar.  19.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  20.00 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  20.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  21.00 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýmsum þrautum.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  00.05 EM í handbolta á RÚV. Út- sending frá leik Rússa og Króata í milliriðli. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 33 17 0 1/ 20 04 Greiðsluþjónusta www.landsbanki.is sími 560 6000 Minni áhyggjur - fleiri gæðastundir Milliriðlar á EM í Slóveníu: Rússar rifu sig upp Fulham: Neitar að borga HANDBOLTI Rússar lyftu sér úr lægðinni eftir tap gegn Dönum á þriðjudagskvöldið með því að leggja Spánverja að velli, 36-30, í A-riðli milliriðlanna á EM í hand- knattleik í Slóveníu í gær. Leikur- inn var jafn lengst af fyrri hálf- leiks og leiddu Rússar með tveim- ur mörkum í hálfleik, 16-14. Þeir héldu frumkvæðinu allan síðari hálfleikinn og tókst Spánverjum aðeins að minnka muninn niður í eitt mark, 21-20, þegar átján mín- útur voru til leiksloka. Rússar sigu síðan aftur fram úr og unnu að lokum öruggan sigur, 36-30. Hornamaðurinn Eduard Kok- sjarov var markahæstur hjá Rússum með tíu mörk, Alexey Rastvortsev skoraði sex mörk, gamla brýnið Alexander Tútsjkin skoraði fimm mörk, Vitaly Ívanov skoraði fjögur mörk og Andrey Lavrov varði tólf skot í markinu. Fernando Hernandez var marka- hæstur hjá Spánverjum með átta mörk, Demetrio Lozano skoraði sjö mörk, Mariano Ortega og Ro- berto Garcia skoruðu fjögur mörk hvor og Jose Javier Hombrados varði fimm skot í marki Spánverja. Eftir þennan leik eru Rússar komnir í ágæta stöðu fyrir lokaumferðina á morgun en Spánverjar munu væntanlega þurfa að spila um 9.- 12. sætið nema þeim takist að leggja Svía á morgun. Þá eiga þeir möguleika á því að spila um 5.-8. sætið. ■ FÓTBOLTI Fulham hefur neitað að greiða Juventus eftirstöðvarnar af kaupverði Edwins van der Sar. Ful- ham hafði greitt Juventus fimm af þeim sjö milljónum sem félögin sömdu um en nú er Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, ósáttur við kaupverðið og neitar að borga. Málið á sér hliðstæðu því Al Fayed neitaði að gera upp við Lyon vegna kaupanna á Steve Marlet. Fulham samþykkti að greiða 11,2 milljónir punda en þegar á reyndi neitaði Al Fayed að greiða 3,2 milljónir vegna óá- nægju með þátt umboðsmanna í kaupunum. Málið fór fyrir gerð- ardómstól íþróttamála í Sviss sem skikkaði Fulham til að standa við gerða samninga. Fulham er gert að mæta fyrir gerðardómstólinn 29. febrúar næstkomandi vegna kaupanna á van der Sar. ■ MOHAMED AL FAYED Er ósáttur við kaupverðið á Edwin van der Sar. RÚNAR KRISTINSSON Lék með Örgryte á árunum 1995 til 1997. ÖRGRYTE IDROTTSSÄLLSKAP Stofnað 4. desember 1887 Heimavöllur Örgyte er Gamla Ullevi sem rúmar um 18.000 manns, þar af um 6.000 manns í sæti. Örgryte leikur einnig á Nya Ullevi sem rúmar 43.200 manns í sæti. Örgryte leikur í rauðum treyjum og blá- um buxum Meistarar (14): 1896, 1897, 1898, 1899, 1902, 1904, 1905, 1906, 1907, 1909, 1913, 1926, 1928 og 1985. Bikarmeistarar: 2000. Stærsti sigur: 32-0 gegn Varbergs GIF, 22. september 1907. Versta tap: 2-10 gegn Kaupmannahöfn, 17. október 1911. Íslenskir liðsmenn Örgryte Sigurður Björgvinsson 1981 Örn Óskarsson 1981-1983 Rúnar Kristinsson 1995-1997 Brynjar Björn Gunnarsson 1999 Atli Sveinn Þórarinsson frá 2000 Jóhann Birnir Guðmundsson frá 2004 JOSE ANTONIO REYES Arsenal greiddi Sevilla 20 milljónir punda fyrir Reyes. hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 JANÚAR Fimmtudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.