Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 32
32 29. janúar 2004 FIMMTUDAGURBorðtennis Óvæntustu úrslit milliriðlanna í gær: Göldróttur Galia HANDBOLTI Tékkneska landsliðið í handknattleik sýndi styrk sinn svo um munaði í gær þegar liðið bar sigurorð af Frökkum, 32-31, í B-riðli milliriðlanna á EM í Sló- veníu í gær. Fyrir leikinn höfðu menn ekki mikla trú á því að Tékkar gætu strítt Frökkum enda Frakkar taplausir í keppninni til þessa en Tékkar mættu til leiks með tíu marka tap gegn Þjóðverj- um á bakinu. Það var þó engin hræðsla í þeim því þeir höfðu frumkvæðið í leiknum frá byrjun og leiddu með tveimur mörkum, 17-15, í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu þeir mest sjö marka forystu, 26-19, þegar átján mínútur voru eftir en Frökkum tókst með mik- illi seiglu að jafna leikinn, 31-31, þegar þrjár mínútur voru eftir. Það var síðan David Juricek sem skoraði sigurmark Tékka þegar tæp mínúta var til leiksloka. Tékkar geta þakkað markverði sínum, Martin Galia, sigurinn en hann varði oft á tíðum ótrúlega og alls 21 skot í leiknum. Áðurnefnd- ur Juricek var markahæstur hjá Tékkum með níu mörk, Michal Kraus og Tomas Heinz skoruðu fimm mörk hvor og Filip Jicha skoraði fjögur mörk. Guillaume Gille og Olivier Girault voru markahæstir hjá Frökkum með sex mörk, Cedric Burdet skoraði fimm mörk og Bertrand Gille skoraði fjögur mörk. Thierry Omeyer varði ellefu skot í marki Frakka. ■ Danir unnu Svía Danir ætla í undanúrslitin á EM en vonir Svía um sæti á Ólympíuleikunum eru að engu orðnar. HANDBOLTI „Ég á erfitt með að orða tilfinningar mínar einmitt núna,“ sagði Torben Winther, landsliðs- þjálfari Dana, eftir 34-28 sigur á Svíum í Slóveníu í gærkvöldi. „Við ætlum að vinna Svisslendinga en eftir tvo góða leiki við Rússa og Svía getur orðið erfitt að leika við andstæðing sem er veikari á pappírnum,“ sagði Winther. „Í þetta sinn þori ég að spá. Við för- um í undanúrslitin en þá verða leikmennirnir að vera einbeittir. En ég efast ekki um að þeir verða það.“ Danir eru því í öðru sæti riðils- ins og eiga góða möguleika á að keppa í undanúrslitum mótsins á laugardag og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu í sum- ar. Úrslitin þýða hins vegar að markmið Svía um að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar eru brostin. Þar með er einnig ljóst að draumur Magnusar Wislander og Staffans Olsson um gullverðlaun á Ólympíuleikum rætist ekki. Skotnýting Dana var afburða- góð. Michael Knudsen skoraði átta mörk úr níu skotum og Søren Stryger sjö mörk úr átta skotum. Lars Krogh Jeppesen og Klavs Jørgensen skoruðu fimm mörk hvor, Joachim Boldsen þrjú og Lars Christiansen, Claus Jakob- sen og Kasper Nielsen tvö hver. Stefan Lövgren var marka- hæstur Svía með níu mörk úr sautján skottilraunum. Staffan Olsson skoraði fjögur mörk, Marcus Ahlm, Martin Boquist og Jonas Larholm skoruðu þrjú hver, Johan Pettersson og Magnus Wis- lander tvö hvor og Mathias Franz- en og Jonas Ernelind eitt hvor. ■ Aðalfyrirlesari og gestur ráðstefnunnar er Georg Træland, sérfræðingur frá Arendal í Noregi og ræðir hann meðferðarúrræði við eyrnasuði sem reynt hefur verið þar. Aðrir fyrirlestrar eru: Eyrnasuð: Hannes Petersen, læknir. Tengd vandamál. Haukur Hjaltason, læknir. Niðurstöður starfshóps um eyrnasuð: Jörundur Kristinsson, læknir. Þrír þolendur segja frá lífi með eyrnasuði. Ávörp verða flutt og nýr vefur Heyrnarhjálpar verður opnaður. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum. Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Aðgengi fyrir alla! Tónmöskvi, rittúlkun, táknmálstúlkun og erlendur fyrirlesari verður túlkaður yfir á íslensku. Félagið Heyrnarhjálp og Landlæknisembættið gangast fyrir ráðstefnunni. Grand Hótel Reykjavík við Sigtún á morgun föstudag kl. 13.00 til 17.00 Ráðstefna um eyrnasuð Heyrnar- og talmeinastöð Íslands styrkir ráðstefnuna Sent heim: ÞORRAHARÐFISKUR Hjallaþurrkuð ýsa/steinbítur Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is KANOUTE Á ÓL? Frederic Kan- oute, leikmaður Tottenham, gæti misst af upphafi næstu leiktíðar. Kanoute leikur þessa dagana með Malí í Afríkukeppninni en þjóðin keppir á næstu mánuðum um sæti á Ólympíuleikunum í sumar. Talið er víst að Kanoute verði valinn takist Malímönnum að ná sæti í keppninni. Fótboltakeppni ÓL hefst 11. ágúst, þremur dög- um fyrir fyrsta leikdag í ensku úrvalsdeildinni. Keppninni lýkur með úrslitaleik 28. ágúst. BLÓÐPRUFA SKILYRÐI „Leikmenn sem neita að fara í blóðprufu verða ekki valdir í landsliðið,“ sagði Franco Carraro, forseti ít- alska knattspyrnusambandsins. „Þeir geta einnig átt von á próf- um hvernær sem er á leiktíð- inni.“ Knattspyrnusambandið og samtök leikmanna hafa deilt um réttmæti þess að skikka leik- menn til að fara í blóðprufu. Tals- maður leikmanna benti á það í síðustu viku að samþykki leik- manna þyrfti fyrir blóðprufu. Intersport-deildin í körfu: Hamar bætir við sig KÖRFUBOLTI Lið Hamars í Inter- sport-deildinni teflir fram nýj- um leikmanni í leik sínum gegn Breiðabliki í Hveragerði í kvöld en 35 ára framherji, Adrian Owens hefur gert saming við lið- ið. Owens spilaði síðast í Chile en hefur ekkert spilað í eitt og hálft ár. Að sögn Péturs Ingvarssonar, þjálfara liðsins, hefur þetta kannski mest áhrif á hann sjálf- an þar sem hann verður að hætta að spila vegna launaþaksins en þessi liðstyrkur kemur fyrst og fremst til með að auka breiddina í Hamarsliðinu sem hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa byrjað árið með því að vinna Keflavík. Pétur segist þó ekki vera hættur en geti nú það sem eftir er tímabilsins einbeitt sér að því að stjórna Hamarslið- inu, sem er sem stendur í 7. sæti með 14 stig úr 14 leikjum. Nú hafa öll lið nema Njarðvík, Grindavík og Keflavík fengið sér þrjá erlenda leikmenn. ■ ÆFT FYRIR ÓLYMPÍULEIKA Æfingamót í Aþenu fyrir Ólympíuleikana í sumar. Mótin eiga ekki aðeins að reyna á keppendur heldur einnig skipulag móta og framkvæmd þeirra. ■ Fótbolti FRÆKNUM SIGRI FAGNAÐ Tékkneska skyttan Michal Brüna fagnar hér sigrinum á Frökkum í gær að hætti hússins. HANDBOLTI Serbar/Svartfellingar og Ungverjar skildu jafnir, 29-29, í 2. milliriðli Evrópumótsins í handbolta í gær. Ungverjar leiddu 29-26 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en Serbum tókst að jafna með tveimur mörkum Zik- ica Milosavljevic og einu frá Danijel Andjelkovic. Milosavl- jevic var markahæstur Serba og Svartfellinga með níu mörk en Nenad Maksic og Ivan Lapcevic skoruðu fjögur mörk hvor. Gabor Csaszar setti sjö af mörkum Ung- verja en Laszlo Nagy skoraði sex sinnum. Króatar unnu Svisslendinga 30-27 í 1. milliriðli. Sigurinn var mjög öruggur því Svisslendingar breyttu stöðunni úr 28-19 í 30-27 á síðustu tíu mínútunum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddu Svisslendingar 8-5 eftir góðan kafla snemma í leiknum en Króatarnir voru yfir í hléi, 15-13. Robert Kostadinovic var sem fyrr markahæstur Svisslendinga, nú með sjö mörk, Carlos Lima skoraði fimm mörk og Simon Brogli fjögur. Ivano Balic skoraði sex mörk fyrir Serba en Mirza Dzomba og Renato Sulic skoruðu fimm mörk hvor. ■ ROBERT KOSTADINOVIC Skoraði sjö mörk gegn Serbum og Svart- fellingum. Kostadinovic hefur skorað 35 mörk í keppninni. Evrópumótið í handbolta: Króatar unnu en Serbar náðu jafntefli DANIR STÖÐVUÐU SVÍA Daninn Claus Jakobsen stöðvar Svíann Staffan Olsson í leik þjóðanna á EM í Slóveníu í gærkvöldi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.