Fréttablaðið - 04.02.2004, Page 1

Fréttablaðið - 04.02.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR TVEIR BIKARLEIKIR Tveir leikir fara fram í SS-bikarkeppni kvenna í hand- bolta. Grótta/KR tekur á móti Haukum klukkan 19.15 og á sama tíma sækja FH- ingar lið ÍBV heim. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ENN MUN SNJÓA Á NORÐUR- LANDI Mest verður úrkoman á Norð- austur- og Austurlandi og horfur á að snjói út vikuna. Syðra verður úrkomulítið, síst þó síðdegis. Veður fer kólnandi. Sjá síðu 6 4. febrúar 2004 – 34. tölublað – 4. árgangur ● glens og grín Verslingar: ▲ SÍÐA 17 Setja upp nýjan söngleik ● 57 ára í dag Níels Hafstein: ▲ SÍÐA 16 4.000 gestir á ári EFAST UM LÖGMÆTI Frumvarp við- skiptaráðherra um sparisjóðina kemur í veg fyrir að stofnfjáreigendur ráði yfir sjálfseign- arstofnunum. Ráðherra efast um að spari- sjóðafrumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar standist stjórnarskrár- ákvæði. Sjá síðu 8 JÁTAÐI SVIK Bjarni Sigurðsson, eigandi fasteignasölunnar Holts, játaði öll brot ákæru þegar mál gegn honum var þingfest í gær. Svikin eru samtals upp á 160 millj- ónir. Sjá síðu 2 GÓÐ ÁVÖXTUN Eftir afar döpur ár í ávöxtun fjármuna er bjartara umhorfs hjá lífeyrissjóðunum. Árið í fyrra hífði upp slaka ávöxtun áranna á undan. Sjá síðu 4 FORSETANUM EKKI BOÐIÐ Oddvit- ar Ísafjarðarbæjar buðu forseta Íslands ekki til hátíðarhalda vegna 100 ára heimastjórn- arafmælis. Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfull- trúi Samfylkingar, segir fólk í bænum undr- ast þetta mjög. Sjá síðu 6 BORGARMÁL Þórólfur Árnason borgarstjóri segist vonast til þess að lokið verði við gerð samnings um aukið rekstrarframlag til Leikfélags Reykjavíkur um miðj- an mars. Þórólfur segir rekstur leik- hússins hafa gengið vel síðastliðið ár og borgaryfirvöld vilji verð- launa þann góða árangur með endurskoðun á samningsbundnu rekstrarframlagi til hækkunar. Samkvæmt núgildandi samningi fær leikhúsið 215 milljóna rekstr- arframlag og að auki fær Leikfé- lagið leiguframlag sem metið er á 150 milljónir króna á ári. Þórólfur segist ekki vilja segja hvað verið sé að tala um að hækka rekstrar- framlagið mikið. Auk þess að endurskoða rekstr- arframlagið er verið að skoða nýj- ar hugmyndir um rekstrarfyrir- komulag hússins og leita leiða til að styrkja ímynd þess sem menn- ingarstofnunar og menningarmið- stöðvar. Þá á að setja skýrar leik- reglur um aðkomu annarra menn- ingarhópa en Leikfélags Reykja- víkur að húsinu. Sjálfstæðismenn lögðu til að 8 milljón krónum til viðbótar yrði veitt til að standa undir starfs- lokasamningum við eldri leikara og aðra starfsmenn. Í ályktun borgarráðs segir að Leikfélaginu sé ekkert til fyrirstöðu að ganga frá þeim samningum á grundvelli núgildandi samnings. ■ Davíð segir viðbrögð forsetans illskiljanleg Forsætisráðherra segir viðbrögð forseta Íslands vegna ríkisráðsfundarins 1. febrúar illskiljanleg. Hann segir að forsetinn hafi sjálfur kosið að vera á skíðum erlendis frekar en að vera viðstaddur heimastjórnarhátíðina. Viðræður milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur: Rekstrarframlag verður aukið FÁMÁL Ráðherrar samgöngu-, umhverfis-, mennta- og félagsmála vildu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær lítið ræða umdeildan ríkisráðsfund og annað sem tengist hátíðarhöldum vegna aldarafmælis heimastjórnar á Íslandi. Boðun ríkisráðsfundarins: Ráðherrar grunlausir FRAMKVÆMDAVALDIÐ Að minnsta kosti þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands vissu ekki að boðað hefði verið til ríkisráðsfundar í Ráð- herrabústaðnum síðastliðinn sunnudag, án vitneskju forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar. „Nei,“ svaraði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Landbúnaðarráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins svaraði á sama veg. „Nei, ég vissi að forseti var erlendis,“ sagði Guðni Ágústsson. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra svaraði spurningunni sömuleiðis neitandi. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra, Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra kusu að tjá sig ekki um málið. ■ Glaðari starfsmenn eru betri kennarar nám o.fl. Ingunn Gísladóttir: ▲SÍÐUR 18–19 ● gildi náms erlendis ● íslenskuskóli á netinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ● fá ekki að vera með Mínus: ▲ SÍÐA 30 Deila við Samfés Tölvuþrjótur: Slapp vel LONDON Átján ára breskur verk- fræðinemi hefur verið dæmdur í 200 tíma samfélagsþjónustu fyrir að brjótast inn í tölvukerfi banda- ríska orkumálaráðuneytisins. Táningurinn braust inn í kerfið skömmu eftir hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana í New York. Þeg- ar tæknimenn sáu að brotist hafði verið inn í kerfið ýttu þeir á örygg- ishnapp sem kemur af stað viðbún- aðaráætlun vegna hryðjuverka- árásar. Dómarinn í málinu sagði við táninginn að hann væri heppinn að sleppa við fangelsisvist. ■ RÍKISRÁÐSFUNDUR Davíð Oddsson forsætisráðherra var spurður að því á Alþingi í gær með hvaða hætti hefði verið staðið að boðun ríkis- ráðsfundar 1. febrúar þegar haldið var upp á 100 ára afmæli heima- stjórnarinnar, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem staddur var er- lendis þennan dag, telur að forseta- embættinu hafi verið sýnd van- virðing með því að fá ekki form- lega boðun á ríkisráðsfundinn. „Boðun fundarins var nákvæm- lega í samræmi við stjórnskipun- arreglur og venjur ríkisins,“ sagði Davíð. Hann sagði að handhafar forsetavaldsins hefðu fengið faxað bréf frá forsetanum föstudags- kvöldið 23. janúar þar sem staðið hefði að forseti Íslands færi til Bandaríkjanna í embættiserindum sunnudaginn 25. janúar næstkom- andi. Dagskrá væri í New York frá 25.-30. janúar og í framhaldinu yrði forsetinn í einkaerindum og heimkoma tilkynnt síðar. „Ég sá þetta bréf á mánudegi og hafði ekki hugmynd um það að for- setinn væri að fara til útlanda, hann hafði ekki rætt það við for- sætisráðuneytið. Hann vissi mjög vel um 1. febrúar, enda kom það fram í hans áramótaávarpi eins og menn vita. Þetta upphlaup hans núna er því algjörlega út í himin- bláinn,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra segir að rík- isráðsfundi hafi ekki verið haldið leyndum fyrir forseta eins og for- setinn hefur haldið fram. Forseta- skrifstofan hafi fengið upplýsing- ar um dagskrá hátíðarhaldanna. „Þetta var sjö mínútna fundur og forsetinn hafði ákveðið að vera í skíðafríi erlendis. Því skyldi hann snúa heim fyrir sjö mínútna fund, frekar en þá hátíðina sjálfa?“ sagði Davíð og bætti því við að hann ætl- aði ekki að kveða upp dóm um það hvort forsetinn hefði sýnt vanvirð- ingu með því að vera ekki við- staddur hátíðarhöldin. Forsetinn hefði sjálfur tekið ákvörðun um að fara til útlanda á þessum tíma, en lengi hefði legið fyrir hvenær 100 ára afmæli heimastjórnar yrði. Davíð segist undrast viðbrögð for- seta Íslands vegna málsins. „Þau eru illskiljanleg og frá- leitt af forsetanum að tala í þeim dúr að ríkisráðsfundir séu æðsta verkefni embættisins. Hann ákvað að vera í skíðafríi á þessum tíma. Yfir hverju getur hann þá verið reiður?“ segir Davíð. En má túlka þau orð sem fallið hafa sem kulda í samskiptum embættanna? „Það hafa engin orð fallið frá mér til þessa. Ég sendi ekki for- setann á skíði. Ég ætla ekki að láta þetta tal og símtöl bitna á honum. Þetta er allt fáránleiki sem ég vona að forsetinn jafni sig á,“ sagði Davíð. bryndis@frettabladid.is Sjá nánar bls. 12-13 „Ég sendi ekki forset- ann á skíði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.