Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 4
4 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Á að stöðva söluna á SPRON til KB banka? Spurning dagsins í dag: Bar forsetanum að vera heima á aldar- afmæli heimastjórnarinnar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 25% 75% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Fæðingarorlofssjóður að óbreyttu þurrausinn í lok árs: Brugðist við innan fárra daga FÆÐINGARORLOFSSJÓÐUR „Það liggur ekki alveg fyrir hvernig brugðist verður við vanda Fæðingarorlofs- sjóðs en sú vinna er þó á lokastigi. Ég á von á því að innan tíu daga liggi fyrir með hvaða hætti verð- ur brugðist við,“ sagði Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra. Það hefur gengið mun hraðar á eigið fé Fæðingarorlofssjóðs en gert var ráð fyrir og verður eigið fé sjóðsins uppurið í lok þessa árs að óbreyttu. „Það kemur í sjálfu sér ekki nema tvennt til, að auka inn- streymið í sjóðinn eða draga úr út- gjöldum. Ég er hins vegar ekki til- búinn til þess að beita mér fyrir breytingum á lögum um sjóðinn sem ganga gegn meginmarkmið- um þeirra um aukið jafnrétti og auknar samvistir barna við báða foreldra. Það verður því líklega brugðist við vandanum með því að auka framlög til sjóðsins en um leið verður eftirlit með greiðslum hert og heimildir til greiðslu úr sjóðnum hugsanlega þrengdar,“ sagði Árni Magnússon. ■ Góð ávöxtun hjá lífeyrissjóðunum Eftir afar döpur ár í ávöxtun fjármuna er bjartara umhorfs hjá lífeyris- sjóðunum. Hjá þremur af fjórum stærstu sjóðunum sem hafa birt upp- gjör er meðalraunávöxtun síðustu fimm ára yfir fjögur prósent. LÍFEYRIR Lífeyrissjóðir skiluðu góðri ávöxtun í fyrra eftir erfið ár þar á undan. Raunávöxtun þeirra sjóða sem þegar hafa birt uppgjör er á bilinu 12 til 15%. Afkoma líf- eyrissjóðanna næstu þrjú ár á und- an var slök. Árin 2000 til 2002 voru mestu lækkunarár alþjóðlegra hlutabréfamarkaða frá verðbréfa- hruninu mikla í október 1929. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins hefur ekki birt uppgjör en hann er stærsti lífeyrissjóðurinn með ríflega 17% af heildareignum lífeyrissjóðanna. Þrír næstu í röð- inni eru Lífeyrissjóður verslunar- manna með ríflega 15%, Lífeyris- sjóðurinn Framsýni með tæp 8% og Lífeyrissjóður sjómanna með tæp 7% af heildareignum lífeyris- sjóðanna eins og Sameinaði lífeyr- issjóðurinn sem er sá fimmti stærsti. Þessir fjórir hafa allir birt uppgjör fyrir síðasta ár. Lífeyrissjóður sjómanna var með hæsta raunávöxtun þessara þriggja, 15,3%. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðastliðin fimm ár er 4,9%. Næstbestu ávöxtun í fyrra náði Framsýn, 13,9%. Meðalávöxt- un síðustu fimm ára er 4,59%. Líf- eyrissjóður verslunarmanna var með 12,1% ávöxtun og 4,1% ávöxt- un síðustu fimm ár. Lakasta ávöxt- un þessara fjögurra var hjá Sam- einaða lífeyrissjóðnum, 7,2%. Raunávöxtun Sameinaða lífeyris- sjóðsins var 1,8% síðastliðin fimm ár. Staða lífeyrissjóðanna gagnvart heildarskuldbindingum sínum er mismunandi. Framsýn stendur best að vígi og á eignir umfram skuldbindingar sínar sem nemur 1,5%. Staða hinna er neikvæð. Þannig eru eignir Sameinaða líf- eyrissjóðsins 8,6% af heild- arskuldbindingum í stigadeild. Skuldbindingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru 6,8% umfram eignir. Þegar reiknaðar eru út heildar- skuldbindingar sjóðanna er miðað við að þeir nái 3,5% meðalávöxtun yfir lengra tímabil. Nokkur góð ár á verðbréfamörkuðum geta því breytt stöðu sjóðanna gagnvart heildarskuldbindingu við eigendur sína. haflidi@frettabladid.is PATREKSFJÖRÐUR Vöruafgreiðslan var ekki samþykkt af heil- brigðiseftirlitinu. Vöruafgreiðslan ehf. Neitað um starfsleyfi VÖRUFLUTNINGAR Vöruafgreiðslan á Patreksfirði, sem starfað hefur í tvö ár án rekstrarleyfis, hefur heldur ekki starfsleyfi frá Heil- brigðiseftirlitinu. Fulltrúi Heil- brigðiseftirlitsins mun hafa neit- að að gefa út starfsleyfi og gert athugasemdir við starfsemina í ljósi þess að matvælaflutningar eiga sér stað. „Við höfum unnið samkvæmt því bréfi og málin eru komin í lag,“ sagði starfsmaður Vöru- afgreiðslunnar. Hann segir að heilbrigðiseftir- litið hafi enn ekki komið til að taka út úrbæturnar. Starfsmaðurinn vildi ekki tjá sig um það hvernig mál varðandi starfsleyfi stæðu að öðru leyti en því að Vegagerðin hefur kært að fyrirtækið uppfylli ekki skilyrði fyrir slíku leyfi. ■ CHEN SHUI-BIAN Forseti Taívans leggur til að sundið milli Kína og Taívans verði lýst hlutlaust belti. Forseti Taívans: Vill hlutlaust belti TAÍVAN, AP Chen Shui-bian, forseti Taívans, hefur lagt til að sundið milli Taívans og Kína verði lýst hlutlaust belti. Hann leggur til að hermenn og allur vopnabúnaður verði fluttur á brott til þess að ryðja brautina fyrir sáttaviðræð- ur milli þjóðanna. Þetta kom fram í kosninga- ræðu forsetans í höfuðborginni Taipei í gær en forsetakosningar fara fram í landinu í næsta mán- uði. Hann ítrekaði einnig fyrri ósk sína um að þjóðirnar skiptist á sendifulltrúum og taki upp stjórn- málasamband, sem ekki hefur verið fyrir hendi síðan Taívanar rufu tengslin við Kína árið 1949, en kínversk stjórnvöld líta á eyj- una sem hluta af Kína. ■ Bylting í fjarskiptum: Öryggi og þúsundföld geta FJARSKIPTI „Við erum með þessu að byggja nýja brú milli Íslands og meginlandsins í samstarfi við okkar góðu granna Færeyinga,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra við vígslu Farice-sæstrengs- ins í gær. Strengurinn markar tímamót í fjarskiptum Íslendinga, þar sem landið er nú tvítengt um aðskilda ljósleiðara, austur og vestur um haf. Þetta þýðir aukið öryggi fyrir síma og tölvunotendur í samskiptum við útlönd. Strengurinn allt að þúsundfaldar flutningsgetu landsins þegar hann verður fullnýttur. Hámarksflutn- ingsgeta strengsins er 720 Gb/s, en einungis lítið brot getunnar verður nýtt í upphafi. Notkun strengsins felur í sér önnur tímamót, en þetta er fyrsta fjarskiptatenging Íslands við útlönd sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Heildarfjárfesting í strengnum er um fjórir milljarðar króna. Farice, sem á og rekur strenginn, mun selja þjónustu sína í heildsölu til fjar- skiptafyrirtækja sem munu selja hana áfram í smásölu. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra segir skammt í að til- lögur vegna fjárhagsvanda Fæðingarorlofs- sjóðs verði kynntar. Ferðakostnaður Reykjavíkurborgar: Lækkar um 18% milli ára BORGARMÁL Ferðakostnaður borgar- fulltrúa og borgarstarfsmanna var rúmar 76 milljónir króna á síðasta ári. Kostnaðurinn lækkaði um tæp 18% frá árinu 2002, þegar hann var 93 milljónir. Samkvæmt tölum um ferða- kostnað frá árinu 1998 hefur hann aldrei verið lægri en í fyrra. Mestur var kostnaðurinn árið 2000 þegar hann nam tæpum 100 milljónum. ■ FERÐAKOSTNAÐUR Ár Milljónir 1998 87,9 1999 82,6 2000 99,6 2001 97,2 2002 92,8 2003 76,4 Tölur eru á verðlagi í janúar 2004 KK Á BANDVÍDDINNI Sturla Böðvarsson vígði nýjan sæstreng sem margfaldar flutningsgetu og eykur öryggi í fjarskiptum. BHM vegna uppsagna á Landspítalanum: Íhuga málsókn UPPSAGNIR Miðstjórn Bandalags háskólamanna hefur verið boðuð til aukafundar í dag til að ræða hugs- anlega málsókn á hendur Landspít- ala-háskólasjúkrahúsi vegna hóp- uppsagna. Á dögunum afhenti BHM at- hugasemdir vegna uppsagnanna og krafðist þess að einstaklingsbundn- ar tilkynningar um uppsagnir eða aðrar aðgerðir gagnvart starfs- mönnum yrðu dregnar til baka skriflega áður en lengra væri hald- ið. Við því var ekki orðið, uppsagn- arbréfin voru afhent og telur BHM það ekki samrýmast lögum, þar sem félagslegu samráði var ekki lokið. BHM telur svo mikla galla á samráði í aðdraganda hópuppsagna á sjúkrahúsinu að ekki verði við unað. ■ ÁHYGGJULEYSI Á ÆVIKVÖLDINU Ávöxtun lífeyrissjóðanna skiptir miklu fyrir landsmenn. Niðurstaða þeirra til lengri tíma ræður því hvernig þorri almennings getur notið efri ára. Lífeyrissjóður Raunávöxtun 2002 Raunávöxtun 2003 Lífeyrissjóður verslunarmanna -2,7% 12,1% Lífeyrissjóður sjómanna 0,63% 15,3% Lífeyrissjóðurinn Framsýn -1,2% 13,9% Sameinaði lífeyrissjóðurinn -9,9% 7,2%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.