Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 8
8 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Fjarverandi „Það er alls ekki hægt að nota það sem afsökun að forsetinn sé erlendis og því þurfi að boða til skyndifundar í ríkisráðinu án forsetans.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Frétta- blaðinu 3. febrúar um ríkisráðsfund sem hann frétti af eftir á. Sjálfsagður fundur „Mér finnst fundurinn hafa verið það sjálfsagður að forsetinn hefði getað sagt sér það sjálfur.“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis og handhafi forsetavalds, í Morgunblaðinu 3. febrúar um sama ríkisráðsfund. KB uppreisn? „Ég get ekkert annað sagt en að ég gerði ekkert af mér.“ Kristján B. Snorrason, brottrekinn útibússtjóri KB banka í Borgarnesi, í DV. Blaðið skýrir brott- reksturinn þannig að Kristján hafi líkt og aðrir Borgfirðingar viljað standa vörð um merki kaup- félagsins, KB. Orðrétt Lúðvík Bergvinsson: Okkar vinna bjargar sparisjóðakerfinu ALÞINGI Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingunni, segist fagna því að frumvarp hans og Einar Odds Kristjánssonar um sparisjóðina hafi orðið til þess að viðskiptaráð- herra leggi einnig fram frumvarp um sama mál, sem gengur þó skemur gagnvart sparisjóðunum að sögn ráðherra. „Ef það kemur á daginn að frumvarp ráðherra heldur og nær þeim markmiðum sem að er stefnt, þá trúi ég ekki öðru en að við Ein- ar Oddur skoðum það mjög vand- lega að draga okkar frumvarp til baka. Ef það á hinn bóginn heldur ekki, í ljósi þess að við njótum mik- ils meirihlutastuðnings hér á þing- inu, þá látum við að sjálfsögðu á það reyna,“ segir Lúðvík. Hann segir það athyglisvert að Valgerður Sverrisdóttir hafi óskað eftir svörum frá SPRON um málið fyrir 6. febrúar, en í millitíðinni ætli hún að leggja frumvarpið fram. „Ég held að vinna okkar Einars Odds sé að skila því að líklega verði sparisjóðakerfinu bjargað. Og því ber að fagna,“ segir Lúðvík. ■ Ábyrgðarhluti að hindra framþróun sparisjóðanna Frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um sparisjóðina kemur í veg fyrir að stofn- fjáreigendur ráði yfir sjálfseignarstofnunum. Hún efast um að sparisjóðafrumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar standist stjórnarskrárákvæði. ALÞINGI Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp Val- gerðar Sverrisdóttur viðskipta- ráðherra um sparisjóðina, og hafa þingflokkar stjórnarflokkanna veitt því stuðning. Frumvarpið er í samræmi við hugmyndir sem ráðherra kynnti í byrjun janúar, en í því er skilið á milli stofnfjár- eigenda og sjálfseignarstofnunar þannig að stofnfjáreigendur ráði ekki sjálfseignarstofnun, sem verður til ef sparisjóði er breytt í hlutafélag. „Frumvarpið er í samræmi við þann málflutning sem ég hef haft uppi í þessu máli, bæði á minni heimasíðu og í bréfi sem ég sendi stjórn sjálfseignarstofnunarinnar í síðustu viku. Þetta er allt öðru- vísi frumvarp en það sem Lúðvík Bergvinsson og Einar Oddur Kristjánsson hafa lagt fram. Það er einfaldara og minna frumvarp og það er ekki gengið eins langt og þeir félagar gera. Ég tel að það sé mjög stór spurning hvort þau ákvæði sem þeir leggja til stand- ist eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar og EES-samninginn. Það er ábyrgðarhluti að læsa sparisjóðina algerlega inni. Spari- sjóðirnir verða að eiga möguleika á ákveðinni framþróun í við- skiptaheiminum, enda eru þeir reknir eins og hverjar aðrar fjár- málastofnanir,“ segir Valgerður, sem bætir því við að hún efist um að frumvarpið verði stutt af Pétri Blöndal, sem er einn stofnfjáreig- enda. Ekki verður annað séð en að frumvarpið, verði það að lögum fyrir 10. febrúar, kollvarpi áform- um SPRON um hlutafélagavæð- ingu og samstarf við KB banka. Ólíklegt verður að telja að sú stjórn sem stýra mun SPRON, að frumvarpi ráðherra samþykktu, semji við KB banka, í samræmi við þá viljayfirlýsingu sem undir- rituð var milli núverandi stjórnar SPRON og KB banka. Viðskiptaráðherra vill ekki fullyrða neitt um áhrifin á vilja- yfirlýsingu SPRON og KB banka. „Frumvarpinu er ekki beint gegn einhverjum einum spari- sjóði, þetta er almennt frumvarp og ég tel mikilvægt að þessi breyting verði gerð. Eins og ég hef bent á fara fyrrgreindir hags- munir illa saman, að vera að selja eigin bréf og vera að selja bréf sjálfseignarstofnunar. Og í því til- felli sem uppi er þá er meiningin að selja bréfin á mismunandi gengi. Það finnst mér sýna að þessir hagsmunir fara illa sam- an,“ sagði Valgerður. bryndis@frettabladid.is the@frettabladid.is Davíð Oddsson um frumvarp ráðherra: Áhugi kaup- enda kann að minnka SPRON Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að fullt samkomulag sé um það innan ríkisstjórnarinn- ar að styðja við frumvarp við- skiptaráðherra um sparisjóðina. Hann gerir ráð fyrir að frumvarp- ið komi til með að breyta nokkru um fyrirhuguð kaup KB banka á SPRON. „Það kann vel að vera að áhugi kaupenda minnki eins og málið er nú vaxið. Það eru tekin út ákvæði um að stofnfjáreigendur sem selja sín bréf geti áfram verið stjórnarmenn í stórum og miklum sjóðum þegar þeir eiga ekki neitt. Það var auðvitað yfirsjón að hafa þetta ákvæði inni. Það verður leitast við að hraða þessu frum- varpi í gegn þannig að það verði orðið að lögum áður en áformað er að hlutafélagsvæða SPRON 10. febrúar næstkomandi,“ segir Davíð. ■ - Lengd: 210 stundir. - Næsta námskeið: 9. feb. - Kennslutími: 2 kvöld og laugard. - Stgr.verð: 155.800 Á námskeiðinu læra nemendur að hanna, viðhalda og setja upp gagnagrunna og gagnagrunnstengdar vefsíður með þeim forritum sem mest eru notuð á markaðnum í dag. Þeir sem hafa hug á þessu námi þurfa að hafa haldgóða tölvukunnáttu og þekkja vel til Windows stýrikerfisins og notkun internetsins. Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á ntv.is Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta: Myndvinnsla fyrir vefinn Fireworks MX 2004 - 54 stundir Almenn vefsíðugerð Dreamweaver MX 2004 - 72 stundir Gagnagrunnstengd vefsíðugerð Dreamweaver MX 2004 - 84 stundir NÁMSGREINAR: LÚÐVÍK BERGVINSSON Segir að hann og Einar Oddur muni skoða það vandlega að draga sparisjóðafrumvarp sitt til baka, nái frumvarp viðskiptaráðherra um sama mál þeim markmiðum sem að sé stefnt. Sparisjóðafrumvarp Lúðvíks og Einars Odds: Sjö manna stjórn ALÞINGI Samkvæmt frumvarpi um fjármálafyrirtæki sem Lúð- vík Bergvinsson og Einar Oddur Kristjánsson eru flutningsmenn að og kemur í veg fyrir kaup KB banka á SPRON er meðal annars tekið mið af norskum lögum um sparisjóði. Í ákvæðum laganna gilda reglur um það hvaða við- skiptamönnum verður boðið að gerast stofnfjáreigendur og þeir skulu við breytingu á sparisjóði í hlutafélag eingöngu fá hlutafé í félaginu sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína. Eignarhald stofnunarinnar á hlutafé í sparisjóðnum skal grundvallað á langtímahags- munum hvað snertir vöxt og við- gang sjóðsins. Fyrstu þrjú árin eftir breytingu sparisjóðs í hlutafélag getur sjálfseignar- stofnunin ekki selt af hlutafjár- eign sinni í sjóðnum, nema með einróma samþykki stjórnarinn- ar. Stjórn sjálfseignarstofnunar- innar verður samkvæmt frum- varpinu skipuð sjö mönnum sem fara með hlutafjáreignina, þremur fulltrúum sveitarfélag- anna, tveimur frá viðskiptaráð- herra, einum frá starfsmönnum og einum frá öðrum stofnfjár- eigendum. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Í frumvarpi viðskiptaráðherra um sparisjóðina er skilið á milli stofnfjáreigenda og sjálfseignarstofnunar þannig að stofnfjáreigendur ráði ekki sjálfseignarstofnun, sem verður til ef sparisjóði er breytt í hlutafélag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.