Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 10
10 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Bandaríkin ■ Evrópa LISTAVERK HITLERS Vatnslitamynd af Karlskirkjunni í Vín eftir Adolf Hitler er nú til sýnis í Tókíó. Í kvik- myndahúsi þar í borg er nú verið að sýna heimildarmynd um feril Hitlers sem lista- manns. ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gerði ákvörðun Símans um að kaupa 300 milljóna króna hlut í búlgarska símanum að umfjöllunarefni í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann benti á að Síminn hefði mörg ár í röð ekki getað séð af 35 milljónum króna til þess að lagfæra fjarskiptamálin í Norður-Þingeyjarsýslu og spurði fjármálaráðherra hvort þessi fjár- festingarstefna væri með sam- þykki ríkisstjórnarinnar. Fjár- málaráðherra sagði Símann fram- sækið fyrirtæki sem væri í hönd- um nútímalega þenkjandi stjórn- enda. „Ég geri engar athugasemdir við það þótt þeir færi sér í nyt nýj- ar aðferðir við að efla fyrirtækið. Ég treysti þeim til að taka skyn- samlegar ákvarðanir. Varðandi fjárfestingu fyrirtækisins erlend- is, þá er það ákvörðun sem tekin var af stjórnendum, í umboði stjórnar félagsins. Ég tel að þetta sé til marks um það að fyrirtæki eins og Síminn eigi mjög góða framtíð, bæði innanlands og er- lendis,“ sagði fjármálaaráðherra. ■ SJÁVARÚTVEGSMÁL Vegna niður- skurðar á fjárlögum áformar Haf- rannsóknastofnunin að grípa til niðurskurðar í rekstri og leggja einu af þremur rannsóknaskipum sínum á miðju ári og að auki skera niður úthald hinna tveggja um 80 daga. Þetta gengur þvert á langtímaáform Hafró, sem gerði ráð fyrir aukn- um fjárveiting- um til reksturs skipanna. Jó- hann Sigurjóns- son, forstjóri stofnunarinnar, segir að ekki muni koma til uppsagna á fólki en þeir sem verið hafi í afleysing- um muni missa vinnuna. Hafrann- sóknastofnunin gerir út Árna Frið- riksson RE, Bjarna Sæmundsson RE og Dröfn RE sem er lang- minnst rannsóknaskipanna og verður lagt. Úthald þeirra tveggja skipa sem eftir verða mun aðeins verða sem nemur 150 dagar á þessu ári á hvort skip. „Við lendum í flötum niður- skurði eins og aðrir en það hef- ur legið fyrir að við þyrftum meira rekstrarfé til að geta haldið úti þremur skip- um. Fyrst við fáum ekki það rekstrarfé sem við þurfum verð- um við að taka á því með því að hagræða og leggjum Dröfninni. Við teljum okkur geta sinnt þeim verkefnum sem fyrir liggja; ann- ars vegar með því að Bjarni Sæ- mundsson RE taki yfir verkefnin en hins vegar munum við leigja skip. Þetta er hreinlega of lítið út- hald á skipin til þess að stætt sé á því að vera með þrjú skip og þrjár áhafnir. Við erum að sníða okkur stakk eftir vexti og þetta hefðum við kannski mátt gera fyrr,“ segir Jóhann. Hann segir að ekki liggi fyrir hvort Dröfn verði seld. „Ef einhver kemur með gott til- boð í Dröfnina þá er hún föl í sjálfu sér. Það liggur hins vegar fyrir að skipið hentar vel til innfjarðarann- sókna og ef rekstrarforsendur breytast á næsta ári er óþarfi að selja hana strax,“ segir Jóhann. Hann segir að ekki verði sárs- aukalaust að skera niður. „Verkefnin eru auðvitað ærin og auðvitað viljum við meira rekstrarfé til að geta haldið úti skipunum tveimur lengur. Nú er mikilvægt að reka þetta af eins mikilli hagkvæmni og hægt er,“ segir hann. rt@frettabladid.is Lögreglan í Reykjavík: Játuðu vopnað rán LÖGREGLA Tveimur mönnum á fer- tugsaldri var sleppt úr haldi lög- reglu á mánudagskvöld eftir að þeir játuðu aðild sína í vopnuðu ráni í verslun 10-11 á sunnudags- kvöld. Annar mannanna játaði að hafa farið inn í búðina þar sem hann hótaði starfsfólki með barefli og heimtaði peninga. Hinn maðurinn ók flóttabílnum. Féð sem þeir fengu úr peningakassanum var aðeins skiptimynt. Málið er upp- lýst. ■ „Fyrst við fáum ekki það rekstrarfé sem við þurf- um verðum við að taka á því með því að hagræða. - Lengd: 90 stundir. - Næsta námskeið: 6. feb. - Kennslutími: Helgarnám - Stgr.verð: 109.250 Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl á viðgerðarsviðinu. Verklegur undirbúningur fyrir A+ gráðuna frá Comptia. Eftir námið eiga nemendur að vera í stakk búnir til að uppfæra, greina bilanir og gera við tölvubúnað, ásamt því að setja upp viðeigandi stýrikerfi og koma tölvum í netsamband. Inntökuskilyrði: Góð enskukunnátta. NÁMSGREINAR: Uppsetningar og bilanaleit á: móðurborðum, örgjörvum, spennugjöfum, hörðum diskum, geisladrifum, disklingadrifum, BIOS, skjákortum, prenturum, skjám, hljóðkortum, modemum, SCSI tækjum, minni o.s.fr. Einnnig verður farið í grunn- upppsetninga og stillinga á stýrikerfum og grunnhugtök í netmálum, Tcp/ip o.fl. VIÐSKIPTI Pharmaco hefur í gegnum dótturfyrirtæki sitt, United Nordic Pharma í Danmörku, fest kaup á sölu- og markaðshluta lyfjafyrir- tækisins Pliva Pharma Nordic, dótt- urfélags lyfjafyrirtækisins Pliva sem staðsett er í Króatíu. Ekki eru veittar frekari fjárhagsupplýsingar um kaupin. Með kaupunum fær Pharmaco greiðari aðgang að finns- ka og norska markaðnum og hefur nú beint aðgengi að öllum norræna markaðnum. Samkvæmt upplýsing- um frá Pharmaco munu kaupin hafa óveruleg fjárhagsleg áhrif á fyrir- tækið. ■ GILLIGAN MIÐUR SÍN Breski fréttamaðurinn Andrew Gilligan, sem sagði upp hjá BBC um helg- ina í kjölfar Hutton-skýrslunnar, segist hafa upplifað verstu viku lífs síns í síðustu viku. Hann sagðist aldrei hafa búist við gagnrýni eins og þeirri sem fram kom í skýrslunni en viðurkennir að hafa gert mistök. „Ég stend þó við flest það sem ég sagði“. EKKI FUGLAFLENSA Í ÞÝSKALANDI Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær að konan sem grunur lék á að væri smituð af fuglaflensu, nýkomin frá Taílandi, væri „mjög líklega“ ekki smituð af flensunni heldur með venjulega inflúensu. Gerd Dieter Burchard, yfirmaður Bernhard Nocht-smitsjúkdóma- stofnunarinnar, sagði að konan væri við góða heilsu og ekkert benti til fuglaflensu. FRAMBOÐ PÚTÍNS STAÐFEST Framboð Vladimírs Pútín Rúss- landsforseta fyrir for- setakosning- arnar í mars var form- lega stað- fest í gær eftir að far- ið hafði ver- ið yfir með- mælalista. Búist er við öruggum sigri Pútíns í kosningunum en hann býður sig fram utan flokka en nýtur stuðnings stjórnarflokk- anna. Búist er við að vinstri þjóð- ernissinninn Sergei Glatsjev verði helsti keppinautur Pútíns. Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmdur fyr- ir kjaftshögg DÓMUR Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd- ur í 30 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa slegið mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og framtönn brotnaði við tannhold. Ákærði játaði brotin en við ákvörðun refsingar var einnig lit- ið til þess að ákærði á nokkurn sakaferil að baki. Þá var honum gert að greiða manninum sem hann réðst á um 350 þúsund krón- ur í skaðabætur. ■ FRUMVARPIÐ GAGNRÝNT Fjár- lagafrumvarp Bush Bandaríkja- forseta, sem lagt var fram í þing- inu í fyrradag, hefur verið harð- lega gagnrýnt bæði af stjórnar- og stjórnarand- stöðuþingmönn- um en félagar hans úr Repúblikanaflokknum gagnrýna hann fyrir að eyða of miklu og demókratar fyrir rang- ar áherslur. ÓVENJULEGUR DÓMUR Banda- ríkjamaðurinn Michael Carreras frá Miami Beach hlaut óvenjuleg- an dóm á dögunum eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa spilað rapptónlist allt of hátt í bíl sínum á almannafæri. Carreras gat valið um að greiða 35.000 króna sekt eða hlusta á óperuna La Traviata í tvo og hálfan tíma. „Þetta var ótrúlega afslappandi,“ sagði Carreras eftir að hafa hlustað. ÓHEPPNIN ELTIR HANN Það má segja að óheppnin elti hinn 25 ára gamla Adrian Matthew Conde frá New York, sem reyndi að fremja sjálfsmorð eftir að hafa veðjað á rangt lið í úrslitaleiknum í ruðn- ingi sem fram fór um helgina. Conde kastaði sér fram af Whitestone-brúnni, sem liggur yfir Austurá, en lenti lítið meidd- ur í snjóskafli sem hlaðist hafði upp á grynningum undir brúnni. Nýskráning fyrirtækja: Fækkar milli ára HLUTAFÉLÖG Nýskráningum hluta- félaga hjá Fyrirtækjaskrá fækkaði um 23% í fyrra. Nýskráningar voru 2.389 í fyrra, en árið 2002 voru þær 3.120. Eins og næstu ár á undan voru flestar nýskráningar í flokkn- um fasteignaviðskipti, leigustarf- semi og ýmis sérhæfð þjónusta. Undir þennan flokk fellur ýmis þjónusta sérfræðinga, svo og eign- arhaldsfélög. Tæplega 70% nýskráninga eru á höfuðborgarsvæðinu, en ef miðað er við höfðatölu eru Vestfirðingar duglegastir við að stofna fyrirtæki. Þar voru skráð 9,2 fyrirtæki á hverja þúsund íbúa. ■ Pharmaco kaupir á Norðurlöndum: Eignast sölufyrirtæki Minni rannsóknir og einu skipi lagt Hafrannsóknastofnunin leggur Dröfn RE vegna niðurskurðar. Jóhann Sigurjónsson forstjóri segist leigja skip í staðinn. Úthald hinna skipanna skorið niður um 80 daga. DRÖFN RE Skipinu verður lagt og hugsanlega selt. Flatur niðurskurður verður til þess að skorið verður niður innan stofnunarinnar. JÓHANN SIGURJÓNSSON Lendir í flötum niðurskurði og mætir honum. Steingrímur J. Sigfússon: Gagnrýnir kaupin á búlgarska símanum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þingmaður Vinstri grænna gagnrýndi að Síminn skyldi hafa fjárfest fyrir 300 millj- ónir í búlgarska símanum, en á sama tíma gæti fyrirtækið ekki séð af 35 milljónum til að lagfæra fjarskiptamál í Norður-Þing- eyjarsýslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.