Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 12
12 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR FÓRNARLAMBA MINNST Írönsk kona yfirgefur rústirnar sem jarð- skjálftinn í borginni Bam í Íran skildi eftir sig 26. desember síðastliðinn. Í gær var fórnarlamba jarðskjálftans minnst. RÍKISRÁÐSFUNDUR Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vill ekki fella dóm yfir þeim ummælum forseta Íslands að ríkisráðsfundi hafi verið haldið leyndum fyrir sér. Guðni bendir á að forsetinn hafi boðað að hann yrði erlendis frá 25. janúar til 18. febrúar. For- sætisráðherra hafi tekið ákvörð- un um að ljúka við reglugerð um stjórnarráðið og því legið fyrir að hann kallaði handhafa forseta- valds til þess. „Ég saknaði forsetans sem var fjarverandi á fundinum og ekki síður hátíðarsamkomu í Þjóð- menningarhúsinu. Menn hafa bara mikið að gera, eru að sinna málefn- um þjóðarinnar annars staðar og sjálfur tók forsetinn ákvörðun um sitt eigið frí í framhaldinu. Við hin- ir sem vorum heima vorum aftur á móti fullklárir til að klára málið,“ segir Guðni. Landbúnaðarráðherra segir að forseti Íslands verði að gera þetta mál upp við sjálfan sig. Hann ger- ir ekki mikið úr deilu forsætisráð- herra og forseta Íslands. „Þetta er bara stormur í vatns- glasi. Forsetanum hefur greini- lega brugðið og hann verður bara að jafna það við forsætisráðherra og sína samvisku að hann skuli ekki hafa verið heima 1. febrúar,“ segir Guðni. ■ Alkul í samskiptum for- seta og forsætisráðherra RÍKISRÁÐSFUNDUR Fáir ef nokkrir sáu fyrir atburðarásina sem fór af stað eftir hátíðarfund í Ríkis- ráði sunnudaginn 1. febrúar í til- efni af 100 ára afmæli heima- stjórnar Íslands. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var er- lendis í opinberum erindagjörð- um og í framhaldi af því í einka- erindum og því stýrði fundinum Halldór Blöndal, forseti Alþingis og einn handhafa forsetavalds í fjarveru forsetans. Ólafur Ragnar mætti heldur ekki á hátíðardagskrá sem efnt var til í Þjóðmenningarhúsinu að kvöldi sunnudagsins og þótti það sæta nokkrum tíðindum. Menn leita skýringa á fjarveru forset- ans á þessum tímamótum. Meðal líklegra skýringa er nefnt að for- setanum hafi ekki verið ætlað hlutverk í þeirri dagskrá sem efnt var til á þessum tímamótum og því hafi forsetinn séð þann kost vænstan að taka sér frí. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa margir haft á orði að „alkul“ ríki nú í samskiptum forsætis- ráðuneytisins og forsetaskrif- stofunnar, svo stirð séu sam- skiptin að jaðri við kreppu. Aðrir segja að nú hafi einungis komið upp á yfirborðið margra ára nún- ingur milli forsetans, Ólafs Ragnars, og forsætisráðherrans, Davíðs Oddssonar. En bar Ólafi Ragnari Gríms- syni að vera heima og vera við- staddur hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar Ís- lands? Fréttablaðið spurði nokkra þingreynda einstaklinga og fyrr- verandi forseta Alþingis. ■ ÚTSALA 20-50% afsl. Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 Sverrir Hermannsson: Bar að vera heima Hundrað ára afmæli íslensksráðherradóms er hátíð sem Alþingi á að sjá fyrir en ekki framkvæmdavaldið. Þarna er minnst skipunar fyrsta ráðherr- ans sem lýtur þingræðisvald- inu,“ sagði Sverrir Her- mannsson, fyrr- verandi alþing- ismaður, ráð- herra og forseti Alþingis. „Svo er hitt allt annað mál að eins og þessar sakir standa, þá álít ég að forseta Íslands hafi borið að vera hér heima.“ ■ Guðrún Helgadóttir: Nærveran æskileg Já, ég tel að æskilegt hefði ver-ið að forseti lýðveldisins hefði verið viðstaddur þessa há- tíðarsamkomu, ef hann hefði átt þess nokkurn kost,“ sagði Guðrún Helga- dóttir, fyrrver- andi alþingis- maður og for- seti Alþingis í þrjú ár. Hún vill þó ekki fella neina dóma um það hvort finna hefði átt forsetanum sérstakt hlutverk í dagskránni, málið snúist ekki um það. ■ Salome Þorkelsdóttir: Fjarveran kom á óvart Það kom mér á óvart að ÓlafurRagnar Grímsson, forseti Ís- lands, væri ekki viðstaddur hér á landi á þessum tímamótum,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi al- þingismaður og forseti Alþingis til margra ára. „En þetta er náttúrlega mat forsetans og ég get í raun og veru ekki lagt neinn dóm á það hvort honum bar að vera heima við á aldar- afmæli heimastjórnarinnar.“ ■ Ragnar Arnalds: Eldfimt mál Það leysir engan vanda að viðsem utan við stöndum fellum dóma um þetta mál sem virðist svo eldfimt í fjölmiðlum,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, alþingismaður og fyrsti varafor- seti Alþingis. Hann kaus að svara báðum s p u r n i n g u m blaðsins á sama hátt. „Við skulum frekar gefa deiluaðilum ráðrúm til að hittast og leysa sjálfum úr þessum ágreiningi. Eðli sínu samkvæmt á það ekki heima í pólitískum skotgröfum.“ ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra segist hafa saknað forsetans, sem var fjarverandi á ríkisráðsfundin- um. Segir hann hafa haft mikið að gera við að sinna málefnum þjóðarinnar annars staðar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra: Ég saknaði forsetans BILL FRIST „Þetta er glæpsamlegt athæfi og málið verður rannsakað sem slíkt,“ segir Frist. Bandaríska þingið: Eitur fannst á skrifstofu BANDARÍKIN, AP Þremur skrifstofu- byggingum öldungadeildar Bandaríkjaþings var lokað tíma- bundið í gær eftir að eiturefnið rísin fannst á skrifstofu Bills Frist, leiðtoga repúblikana í öld- ungadeildinni. Að sögn embættis- manna sýna niðurstöður fyrstu rannsókna að um sé að ræða ban- vænt rísin, sem unnið er úr aldin- kjörnum kristpálma, en eitrið get- ur valdið dauða á þremur til fimm dögum komist það ofan í fólk. Að sögn Frists virðist engum hafa orðið meint af og engin ástæða til að óttast. „Þetta er glæpsamlegt athæfi og verður rannsakað sem slíkt,“ sagði Frist, en það var starfsfólk hans sem uppgötvaði eitrið í umslagi sem barst í pósti. Sextán manns sem hugsanlega komust í snertingu við efnið fengu strax viðeigandi meðferð. ■ RÍKISRÁÐSFUNDUR Á BESSASTÖÐUM 31. DESEMBER 2003 Ríkisráð kemur saman tvisvar til þrisvar á ári og oftar ef þurfa þykir, til dæmis vegna ráðherraskipta. Alla jafna stýrir forseti Íslands fundum ríkis- ráðs en forsætisráðherra boðar ríkisráðsfundi í umboði forseta Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.