Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 16
Manneskjan er í forgrunni og erskoðuð með hjálp drauma, vona, minninga og hversdagsleik- ans þar sem atburðir, staðir og um- hverfi leika aukahlutverk,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri heimildarmyndarinnar Proximitas sem frumsýnd verður síðar í vik- unni. Nafn myndarinnar er sótt í lat- ínu og stendur fyrir nálægð, nána tengingu eða það sem einhverjir eiga sameiginlegt. „Nálægðin er viðfangsefni myndarinnar og við leitumst við að finna í fólki það sem gerir okkur mannleg, það sem teng- ir okkur saman, þá nálægð sem finna má í fjarlægðinni milli fólks.“ Kvikmyndafélagið Popoli fram- leiðir myndina en vinnsla hennar stóð yfir í 13 mánuði og tökur fóru fram bæði á Íslandi og Indlandi. „Myndin gerist annars vegar á Íslandi og hins vegar á Indlandi, þar sem manneskjur, í afar ólíku umhverfi og menningu, ramba í gegnum sameiginlegan hvers- dagsleika. Viðfangsefnin eru val- in af handahófi, sett saman, stundum tengd, stundum ekki. Hugmyndin að þessari mynd hef- ur verið í þróun í nokkurn tíma og tekið á sig síbreytilegar myndir. Það er mikið hægt að ræða þessa hugmynd á heimspekilegum grunni, orð sem innihalda ekkert annað en spekúleringar. Ég kýs að gefa lítið meira upp um mynd- ina,“ segir Ólafur, sem vill leyfa fólki að sjá hana með opnum huga. ■ 16 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Dómstóll í Los Angeles fann O.J.Simpson sekan um að hafa valdið dauða fyrrum eiginkonu sinnar Nicole Brown Simpson og vinar hennar Rons Goldman. Simp- son hafði áður verið sýknaður af ákærum um morðin en ættingjar fórnarlambanna höfðuðu einkamál á hendur Simpson þar sem niður- staðan varð þessi. Réttarhöldin stóðu yfir í fjóra mánuði og komst kviðdómur að einróma niðurstöðu en þar sem ekki var um eiginlegt sakamál að ræða hefði nægt að einungis 9 kviðdómendur af 12 kæmust að þeirri niðurstöðu að yfirgnæfandi líkur væru á sekt ruðningshetjunn- ar fyrrverandi. Simpson var ekki dæmdur til fangelsisvistar þar sem um einka- mál var að ræða en honum var aftur á móti gert að greiða fjöl- skyldu Goldmans um það bil 8,5 milljónir dollara í skaðabætur. Þá átti hann fleiri skaðabótamál yfir höfði sér og því blasti gjaldþrot við honum, en kostnaður við málsvörn hans í morðmálinu var gríðarlegur enda tefli hann fram úrvalsliði lögfræðinga. Meirihluti kviðdómenda var hvítur í einkamálinu en blökku- menn voru í meirihluta þegar Simp- son var sýknaður. Sektardómurinn vakti hörð viðbrögð meðal margra blökkumanna, sem sögðu niðurstöð- una byggja á kynþáttafordómum. ■ 13.30 Jóhann Freyr Ásgeirsson, Kambaseli 64, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Friðjón Þorleifsson, Einholti 9, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Ísak Elías Jónsson tónlistarkenn- ari, Bollebygd, Svíþjóð, verður kvaddur frá Hveragerðiskirkju. Bálför hefur þegar farið fram. Jarðsett verður frá Ísafirði. Arthur Ólafsson er látinn. Halldór Arason, bifvélavirkjameistari, Tjarnarlundi 12a, lést sunnudaginn 1. febrúar. Heiðbjört Jónsdóttir, Hofsá, Svarfaðar- dal, lést þriðjudaginn 27. janúar. Hildur Ísfold Steingrímsdóttir, Nesvegi 43, Reykjavík, lést laugardaginn 31. jan- úar. Margrét Ármannsdóttir, Deildartúni 2, Akranesi, lést sunnudaginn 1. febrúar. Sveinn Konráðsson, Háagerði 25, lést sunnudaginn 1. febrúar. Viðar Óskarsson, Glæsibæ 14, Reykja- vík, lést mánudaginn 2. febrúar. Ég á von á bókasendingu fráBretlandi um alþýðulist. Eftir þessum bókum hef ég beðið í þrjár vikur og ætla því að fara yfir þær,“ segir Níels Hafstein, myndlistarmaður og safnavörður á Safnasafninu á Svalbarðsströnd, sem er 57 ára í dag. „Einnig ætla ég að slá botninn í skáldsögu í dag sem ég hef verið að skrifa í tíu ár. Helgi Þ. Friðjónsson myndlistar- maður myndskreytir bókina og hún verður algjört dúndur ef hún kemst á prent, bæði í innihaldi og útliti.“ Það er mikið að gera á Safna- safninu, þar sem alþýðulist er safnað saman og höfð þar til sýn- is. „Þessa dagana er ég að breyta öllu og setja upp listaverka- geymslu. Það koma að meðaltali 350 verk á ári inn í safnið, þannig að ef ég fæ ekki stuðning til að byggja við fyllum við húsið af list- munum og við hjónin flytjum bara niður í anddyri.“ Safnasafnið er líklega eitt af gestkvæmustu heimilum landsins og segir Níels að það sé passlegt að fá um 4.000 gesti á árið. Það má segja að sýnt sé í nánast öllum herbergjum hússins auk útisýn- inga. Um tíu sýningar eru á safn- inu á ári og því alltaf verið að breyta til. Því eru fá heimili sem skipta jafn oft um listaverk á veggjum sínum. Þrátt fyrir vinsældir alþýðu- listarinnar meðal kaupenda og gesta safnsins segir Níels að vin- sældir hennar nái ekki inn fyrir veggi ráðuneyta og Alþingis nema í takmörkuðum mæli. „Ég hef ver- ið að gæla við þá hugmynd að ef íslenskir ráðamenn ætli ekki að sjá að sér í þessum efnum muni ég flytja þetta til útlanda. Listasafn Íslands á samkvæmt lögum að kaupa alþýðulist til jafns við aðra myndlist, sem hefur ekki verið gert. Við höfum því tekið að okkur hlutverk þjóðlistasafnsins og mér finnst að Alþingi standi í þakkar- skuld við okkur. En þetta er mjög gefandi og fádæma skemmtilegt að vinna með alþýðulistafólki.“ ■ Afmæli NÍELS HAFSTEIN ■ er 57 ára. Leggur lokahönd á bók sem hann hefur verið að skrifa í tíu ár. DAN QUAYLE Þessi sérkennilegi varaforseti Bandaríkj- anna sem gegndi embættinu í forsetatíð George Bush eldri er 57 ára í dag. Hans er helst minnst fyrir það að hafa ekki kunnað að stafa orðið „potato“, eða kartafla. 4. febrúar ■ Þetta gerðist 1789 George Washington er valinn fyrsti forseti Bandaríkjanna. 1932 Fyrstu vetrarólympíuleikarnir eru haldnir í Lake Placid en borgin var síðan gestgjafi vetrarólympíu- leikanna aftur árið 1980. 1974 Fjölmiðlaerfingjanum Patty Hearst er rænt. 1975 Kröftugur jarðskjálfti skekur Gvatemala og Hondúras með þeim afleiðingum að yfir 22.000 manns týna lífi. 1980 Ayatollah Khomeini útnefnir Abolhassan Bani-Sadr forseta Írans. 1983 Poppsöngkonan Karen Carpent- er deyr, 32 ára gömul. 1987 Píanóleikarinn glysgjarni Liber- ace deyr á heimili sínu í Palm Springs, 67 ára að aldri. O.J. SIMPSON Var dæmdur til að greiða háar skaðabætur fyrir að valda dauða fyrrum eiginkonu sinnar og vinar hennar. Ættingjar fórnar- lambanna skáluðu í kampavíni eftir að niðurstaðan varð ljós. Simpson gengur enn laus. O.J. fundinn sekur O.J. SIMPSON ■ Tapaði einkamáli sem ættingjar Nicole Brown og Rons Goldman höfðuðu á hendur honum. Hann hafði áður verið sýknaður af ákærum um að hafa orðið parinu að bana. 4. febrúar 2001 Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Verðhrun síðustu útsöludagar ótrúleg tilboð Hjalti Hugason guðfræðingur er 52 ára. Heiðmar Vilhjálmur Felixson hand- boltakappi er 27 ára. NÍELS HAFSTEIN Sér fram á að flytja niður í anddyri og fylla húsið af alþýðulistaverkum ef hann fær ekki stuðning til viðbyggingar á Safnasafninu. Lítill skilningur ráða- manna á alþýðulist Heimildarmynd ■ Hvað eiga Íslendingar og Indverjar sameiginlegt? Það er víst ansi margt ef vel er að gáð eins og kemur fram í nýrri heimildarmynd sem verður frumsýnd í vikunni. ??? Hver? Formaður Tónskáldafélagsins og tón- skáld. ??? Hvar? Í nýrisnu tónlistarhúsi Íslands. ??? Hvaðan? Reykjavík. ??? Hvað? Semja tónlist og sjá um Myrka músík- daga. ??? Hvers vegna? Af því það er bráðnauðsynlegt innlegg í íslenskt menningarlíf. ??? Hvernig? Með því að skipuleggja tónleika og stuðla að flutningi nýrra íslenskra og er- lendra verka. ??? Hvenær? Frá 1. til 11. febrúar verða daglegir tón- leikar á höfuðborgarsvæðinu. ■ Persónan KJARTAN ÓLAFSSON Formaður Tónskáldafélags Íslands skipu- leggur Myrka músíkdaga, sem bjóða upp á daglega tónleika í skammdeginu. Tón- smíðar eru aldrei fjarri huga hans. Náin kynni úr fjarlægð PROXIMITAS Fjölbreyttur hópur Íslendinga og Indverja kemur fram í myndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.