Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. febrúar 2004 Í síðustu viku var bókaverslun íborginni kærð fyrir sölu og dreifingu á klámi. Þessi kæra vakti nokkur viðbrögð og í kjöl- farið tóku þær Hrafnhildur Hjaltadóttir og Alfífa Ketilsdóttir sig til og kærðu í gær Pennann- blaðadreifingu fyrir innflutning, sölu og dreifingu á klámi í ágóða- skyni. „Okkur misbýður klámvæð- ingin og viljum gera eitthvað í því,“ segir Hrafnhildur Hjalta- dóttir. „Stelpurnar sem kærðu í síðustu viku voru okkur hvatning og við viljum eins og þær sýna að maður á ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við höfum reynt að senda fyrirtækjum bréf vegna þessa, Pennanum-blaðadreifingu, bensínstöðvum og öðrum verslun- um, en alltaf fengið loðin svör til baka. Við höfum undir höndum dóma héraðs- og hæstaréttar sem skilgreina og lýsa því hvað er klám. Það er augljóst að það sem við erum að kæra fellur undir sömu skilgreiningu.“ ■ Láta ekki bjóða sér hvað sem er  Klám PENNINN-BLAÐADREIFING ■ fékk í gær á sig kæru fyrir innflutning, sölu og dreifingu á klámi í ágóðaskyni. HRAFNHILDUR HJALTADÓTTIR OG ALFÍFA KETILSDÓTTIR Ofbýður klámvæðingin og kæra Pennann- blaðadreifingu. Hinn árlegi söngleikur nemendaVerslunarskólans verður frum- sýndur í kvöld. Að vanda er leitað til úrvalsmanna á hverju sviði til þess að aðstoða nemendurna við upp- setninguna. Leikstjóri er Jóhann G. Jóhannsson, um tónlistina sér Jón Ólafsson og Helena Jónsdóttir út- færir dansatriðin. Höfundur söngleiksins er Þor- steinn Guðmundsson, leikari og spaugari af guðs náð. „Þau hringdu í mig síðasta sum- ar og báðu mig um að skrifa fyrir sig söngleik,“ segir Þorsteinn. „Mér fannst það nú töluverð áskorun og byrjaði þetta verkefni á því að skrifa leikrit, sem ég þekki kannski betur að gera.“ Í framhaldi af því þurfti Þor- steinn að huga að tónlist, því þetta átti jú að vera söngleikur. „En þá kom upp úr dúrnum að ég átti að semja texta við lögin líka, og þá brá mér. En svo settist ég bara niður og setti mér það markmið að gera einn texta á dag.“ Sem tókst víst með ágætum, því nú í síðustu viku skrapp Þorsteinn á æfingu hjá krökkunum og segist hafa verið steinhissa á því hve vel þessi textagerð gengi upp. Söngleikurinn gerist í útskriftar- ferð Verslinga á Benidorm. „Það er fjallað um samskipti þeirra, bæði ástarsambönd og vina- sambönd og alls konar klisjur líka. Eins og til dæmis um Íslendinga í útlöndum. Þetta gerist í nútímanum og það blandast inn í þetta karókí- bar og júróvisjónlög. Það er alveg góð kássa af tónlist í þessu. Það var lagt upp með að hafa þetta popptón- list, en hún er fengin úr öllum átt- um. Lögin eru bara valin með það í huga að þau henti framvindunni.“ Dansatriði setja stóran svip á sýninguna, og var leitað til Helenu Jónsdóttur dansara í þeim efnum. „Dansarnir eru alveg merkilega flottir, finnst mér,“ segir Þorsteinn. „Helena er listdansari sjálf og hún er mjög framúrstefnuleg, þannig að það er ýmis nýbreytni í dönsunum. Hún lét krakkana hafa frumkvæði að dönsunum og oft komu frá þeim mjög frumlegar hugmyndir. Þessir dansar eru stundum mjög fyndnir, mikill húmor í þeim.“ ■ ALLIR VILJA KOMAST Í ÚTSKRIFTARFERÐ Mikil þröng var á þingi þegar miðasala á söngleik Verslunarskólans hófst á mánudaginn. Fyrsta frumsýningin verður í kvöld. Verslingar á Benidorm Söngleikur VERSLÓ ■ Það telst ætíð til tíðinda þegar nem- endur í Versló slá upp söngleik. Að þessu sinni leituðu þeir til spaugarans Þorsteins Guðmundssonar, sem sérsamdi söngleik fyrir Verslingana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.