Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. FRÆÐSLULEIKIR FÁST Í BT Keramiknámskeið Unnið með brennda og óbrennda leirmuni, glerungar, steinalitir o.fl. Vikulegir tímar í 6 vikur, hefjast 9.feb. kl. 20-23. Verð aðeins kr. 5000. Laugavegi 48b, sími 552 2882, meira á www.keramik.is eða í netpósti: keramik@keramik.is Skemmtilegar aðferðir við málun og skreytingu á nytjahlutum. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa og NÝTT! Astanga joga Mikill fjöldi sótti ráðstefnunaBætt líðan – betri skóli, um aðgerðir til að draga úr álagi og koma í veg fyrir kulnun starfs- manna í grunnskólum. „Fyrir tveimur árum gerðum við vinnustaðagreiningu í grunn- skólum. Niðurstaðan var sú að starfsfólk í grunnskólum upplifði meiri streitu og álag en almennt gerist í viðmiðunarhópum. Ákveð- ið var bregðast við og bæta vinnu- umhverfið, með það að markmiði að bæta skólann fyrir nemend- urna,“ segir Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. „Við réðum til okkar mannauðsráðgjafa á fræðslumiðstöð, en markmiðið í þeirra starfi er að styrkja stjórn- endur í þeirri viðleitni að bæta vinnuumhverfið. Einnig fórum við í samstarf við trúnaðarlækni Reykjavíkurborgar og stærstu stéttarfélögin. Árangurinn er sá að búið er að koma á fót vinnuum- hverfisteymum í næstum öllum skólum. Teymin eru skipuð starfs- mönnum úr hverjum skóla sem reyna að bæta eigið vinnuum- hverfi og láta sig varða alla þætti sem tengjast starfsánægju. Ráðstefnan nú er liður í að fylgja eftir þessari vinnu sem komin er af stað. Við leggjum áherslu á að allir starfsmenn geti haft áhrif á vinnuumhverfi sitt og að mikilvægt sé að þeir fái tæki- færi til þess. Viðbrögðin við ráð- stefnunni sýna okkur að þessi um- ræða hefur haft rétt á sér og fólk virðist mjög ánægt með framtak- ið. Við munum halda áfram að styðja þessi teymi innan skólanna, en ég tel mjög mikilvægt að starfsmennirnir taki á þessum málum sjálfir.“ ■ Breytt viðhorf og skipulag: Sameiginleg ábyrgð Áráðstefnunni Bætt líðan – betriskóli sagði fulltrúi Árbæjar- skóla frá því hvernig unnið hefur verið að því að bæta vinnuum- hverfi í skólanum. „Við höfum kallað fólk til auk- innar ábyrgðar í skólastarfinu, um fleiri þætti en snerta beinlínis starf þeirra,“ segir Þorsteinn Sæ- berg, skólastjóri í Árbæjarskóla. „Þetta leiðir af sér breytt viðhorf og skipulag innan skólans. Þeir kennarar sem vilja setjast í stýri- hópa þar sem fjallað er um einstök málefni. Þannig leggur fólk sitt af mörkum við að breyta og bæta. Við settum meðal annars á fót stýrihóp sem ber yfirskriftina Vellíðan á vinnustað. Annar ber yfirskriftina Kennarahjálp og veitir öðrum starfsmönnum ráð og aðstoð af ýmsu tagi auk þess að klappa þeim á bakið sem vel gengur hjá og hvetja til aukinna afreka.“ Þorsteinn segist ánægður með árangurinn. „Við teljum okkur vera á réttri leið. Fólk verður með- vitaðri um vinnustaðinn og geri sér ljóst að hann snýst ekki um ein- staklinga heldur liðsheild. Við höfðum líka í auknum mæli til nemendanna. Sýnum þeim fram á að þau eru hluti af stórum vinnu- stað og að árangur næst ekki nema við vinnum öll saman og öxlum sameiginlega ábyrgð.“ ■ Dr. Daníel Þór Ólason, aðjúnkt ísálfræði við Háskóla Íslands, fjallaði á ráðstefnunni um bjart- sýni, svartsýni, baráttuþrek, áhrif þess á hugsanir, tilfinningar og heilsufar. Niðurstöður rannsókna benda til að bjartsýni hafi góð áhrif á líðan og jafnvel heilsu fólks. „Bjartsýnt fólk virðist síður líklegt til að upplifa þunglyndi eða streitu og virðist ánægðara með lífið yfirleitt. Ýmis- legt bendir til þess að það sé vegna þess að bjartsýnir takast öðruvísi á við aðstæður en svartsýnir. Bjart- sýnt fólk er líklegra til að leita sér upplýsinga og reyna að takast á við vandamálin á jákvæðari hátt,“ segir Daníel Þór en hann fjallaði einnig um annan eiginleika sem hann kall- ar baráttuþrek. „Niðurstöður rannsóknar sem ég gerði sýndu að þeir sem mældust með mikið baráttuþrek brugðust já- kvæðar við streituvaldandi aðstæð- um en þeir sem höfðu lítið baráttu- þrek. Jafnframt virtust þeir ein- beittari og öruggari og sýndu vilja til að standa sig betur. En rétt er að taka fram að frekari rannsókna er þörf á þessu sviði.“ Bjartsýni virðist að hluta til meðfæddur eiginleiki og að hluta til lærð í æsku. Fólk getur þó tamið sér bjartsýnni hugsunarhátt með því að skoða sjálft sig kerfisbundið, hvern- ig það bregst við í tilteknum að- stæðum, og breyta væntingum sín- um. „Það er því ljóst að draga má úr svartsýni. En það krefst mikillar vinnu.“ ■ Styrkir til þróunarverkefna Menntamálaráðuneytið veitir árlega styrki til þróunar- verkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu. Nú er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna á skólaárinu 2004-2005. Heimilt er að sækja um styrki til hvers kyns þróunarverkefna en verkefni tengd kennslu á sviði starfsmenntunar og verkefni á sviði fullorðins- fræðslu njóta forgangs. Umsóknir skulu berast mennta- málaráðuneytinu í síðasta lagi 27. febrúar á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að fá í afgreiðslu ráðu- neytisins. Eyðublaðið er einnig að finna á vef ráðuneyt- isins www.menntamalaraduneyti.is. FORELDRAR HÉLDU UPPI SKÓLASTARFI Í VESTURBÆJARSKÓLA Á meðan stór hópur starfsfólksins fór á ráðstefnuna Bætt líðan betri skóli. Í skólanum starfa rúmlega 40 starfsmenn, sem taka í starfi sínu mið af gildunum virðing, traust, gleði, samkennd, jákvæðni, ábyrgð og metnaður. INGUNN GÍSLADÓTTIR Starfsmannastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Bætt líðan – betri skóli: Glaðari starfsmenn eru betri kennarar DANÍEL ÞÓR ÓLASON Fjallaði um bjartsýni og baráttuþrek á ráð- stefnunni Bætt líðan – betri skóli. ÞORSTEINN SÆBERG Skólastjóri í Árbæjarskóla segir að starfs- fólk hafi verið kallað til aukinnar ábyrgðar um fleiri þætti í skólastarfinu. Viðbrögð við mótlæti: Hægt að temja sér bjartsýnni hugsunarhátt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.