Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 22
4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík og breyting á Aðalskipulagi Reykja- víkur 2001-2024 samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: Reitur 1.152.5, Hverfisgata, Vatnsstígur, Lindargata, Frakkastígur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, sem afmarkast af, Hverfisgötu, Vatns- stíg, Lindargötu og Frakkastíg. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að byggð meðfram Lindargötu er þjappað saman til að mynda heildstæða mynd til mótvægis við skipulag norðurhliðar götunnar. Þá er gert ráð fyrir að byggingar á miðhluta reitsins verði fjarlægðar til að gefa möguleika á uppbyggingu þar. Ekki er lengur gert ráð fyrir byggingu skóla á reitnum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvar- reitur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Höfðatúni. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á landnotkun þannig að heimilt verði að reka matvöru- verslanir á svæðinu. Að öðru leyti er ekki um breytingar að ræða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Vesturlandsvegur, breyting á aðal- skipulagi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Vesturlandsvegar frá Víkurvegi að sveitar- félagsmörkum Mosfellsbæjar. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að stofnbraut frá Vesturlandsvegi að Leirtjörn færist til suðurs, tengibraut austan Vesturlandsvegar færist vestur fyrir Vesturlandsveg frá mörkum Mosfellsbæjar til suðurs að Úlfarsá, breyting á göngu- og hjólreiðastígum, breyting og til- færsla á miðsvæðum beggja vegna Vestur- landsvegar og framtíðar kirkjugarðssvæði vestan við Vesturlandsveg er fært austur fyrir Vesturlandsveg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 4. febrúar til 17. mars 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 17. mars 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 4. febrúar 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til rannsókna, lista og þróunarverkefna sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn ásamt greinargerð um verkefnið skal senda fyrir 29. febrúar 2004. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upp- lýsingum um verkefnið og fjármögnun þess og leita umsagnar fagaðila. Reykjavík 31. janúar 2004. Barnavinafélagið Sumargjöf Pósthólf 5423, 125 Reykjavík StyrkirAðalfundur Tollvörugeymslunnar-Zimsen hf., verður haldinn á Veitingahúsinu Apótek bar-grill, Austurstræti 16, fundarsal á 5tu.hæð, gengið inn frá Pósthússtræti í Reykjavík, miðvikudaginn 18. febrúar 2004, klukkan 14:00. Á dagskrá fundarins verða aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Kjörgögn verða afhent í fundarsal á 5tu. hæð á fundardegi frá kl.13:00. Stjórnin. Aðalfundur TVG-Zimsen hf Kópavogsbær Miðhverfi. Úthlutun á byggingarrétti. Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til út- hlutunar við Vallakór 2 og 4. Um er að ræða byggingarrétt í fyrirhug- uðu miðhverfi á mörkum Hvarfa- Þinga- og Kórahverfa. Íbúafjöldi í þessum hverf- um fullbyggðum er áætlaður milli 5.000- 6.000. Miðhverfið verður við Vatnsenda- veg sem er og verður aðal umferðaræð byggðarinnar á Vatnsendasvæðinu og til vestur og norðurs tengist miðhverfið íþrótta- og skólasvæði. Á hvorri lóðinni fyrir sig er áætlað að byggja 2-5 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði alls 6.500 m2 að samanlögðum gólffleti. Samkvæmt skipulagi er því áætlað að á báðum lóð- unum verði reist verslunar- og þjónustu- húsnæði fyrir um 13.000 m2, sem gæti t.d. hýst nýlenduvöruverslun, bakarí, lyfja- verslun, banka, pósthús, sjoppu, veitinga- stað auk skrifstofa af ýmsu tagi. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í mars 2005. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar ásamt umsóknareyðublöðum og út- hlutunarreglum fást afhent á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2 hæð frá kl. 9-16 mánudaga til fimmtudaga og 8-14 á föstu- dögum. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 17. febrúar 2004. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknum um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir- tækjum sem sækja um byggingarrétt ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2002 árituð- um af löggiltum endurskoðendumog eða milliuppgjöri fyrir árið 2003 árituðum af lög- giltum endurskoðendum. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Kórar. Úthlutun á byggingarrétti. Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum fyrir: • einbýlishús við Fjallakór 5, Dofrakór 4 og Desjakór 2, 4 og 6. Lóðirnar verða byggingarhæfar í lok ágúst 2004 • fjölbýlishús við Ásakór 1-3 (30 íbúðir), Ásakór 2-4 (18 íbúðir), Ásakór 5-7 (30 íbúðir), Ásakór 6-8 (18 íbúðir), Ásakór 9-11 (30 íbúðir), Ásakór 10-12 (18 íbúðir) og Ásakór 13-15 (30 íbúðir). Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í mars 2005. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum fást afhent gegn 500 kr. gjaldi á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2 hæð frá kl. 8-16. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 10. febrúar 2004. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsa- lóða kr. 15 milljónir. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2002 og eða milli- uppgjöri fyrir árið 2003 árituðum af löggiltum endurskoðendum. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Kópavogsbær Kórar. Hverfisþjónusta. Úthlutun á byggingarrétti. Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlut- unar við Búðakór 1. Á lóðinni sem er um 3.000 m2 að flatarmáli er gert ráð fyrir hverf- isþjónustu á tveimur hæðum auk kjallara. Grunnflötur húsa er áætlaður allt að 500 m2. Áætlað er að lóðin verði byggingarhæf í lok ágúst 2004. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar ásamt umsóknareyðublöðum og út- hlutunarreglum fást afhent á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2 hæð frá kl. 9-16 mánudaga til fimmtudaga og 8-14 á föstu- dögum. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 10. febrúar 2004. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Ef um fyrirtæki er að ræða þá ber þeim að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2002 árituðum af löggiltum endurskoð- endumog eða milliuppgjöri fyrir árið 2003 árituðum af löggiltum endurskoðendum. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Kópavogsbær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.