Tíminn - 26.10.1971, Síða 1
243. tbl.
ÞriSjudagur 26. október 1971
55. árg.
Eftir viku um-
ræður er allt
óvíst um Kína
Atkvæðagreiðsla fer fram í dag
Yfirlit um starfsmannafjölda og fasteignir sendiráða í Reykjavík:
Flestir starfsmenn hjá
bandaríska sendiráðinu,
en Rússar með fíest hús
EJ—Reykjavík, mánudag.
Utanríkisráðuneytið hefur gefið yfirlit yfir starfsmannafjölda «g
fasteignir sendiráða í Reykjavík. Þar kemur m.a. í ljós, að sé tekinn
heildarfjöldi starfsmanna erlendra sendiráða í Reykjavík, þá er sá
fjöldi mestur hjá Bandaríkjunum, samtals 35 starfsmenn, cn næst
koma Sovétríkin með 30 starfsmcnn. Séu fjölskyldur erlendra sendi-
ráðsstarfsmanna hins vegar meðtaldar, þá eru Sovétríkin í fyrsta sæti
hvað fjölda snertir með 65, en Bandaríkin næst með 55.
NTB—New York, mánudag.
Umræðum um Kína-málið
lauk í dag í aðalstöðvum Sam-
einuðu þióðanna. Bæði þeir,
sem standa með bandarísku til-
lögunni um „tvö Kína“ og hinir,
sem styðja aðild Pekingstjóm-
arinnar og brottvísun Formósu-
stjórnar spáðu i kvöld, að
þeirra málstaður sigraði við at-
kvæðagreiðsluna, sem fram
fer á morgun.
Eftir rúmlega vikulangar
umræður, þar sem um 80 af 131
aðildarlandi samtakanna hafa
tekið til máls, eru úrslitin mjög
tvísýn. Mörg lítil ríki hafa ekki
enn skýrt frá afstöðu sinni og
það eru þau, sem koma til með
að ráða því, hvort fólksflesta
land veraldar verður áfram
látið standa utan alþjóðasam-
takanna.
Til að tryggja báðum kín-
versku stjórnunum sæti, hafa
Bandaríkin lagt fram tillögu
ÞÓ—Reykjavík, mánudag.
í þessari viku eiga sex ís-
lenzk skip að selja í Grimsby
og Hull, og er búizt við að gott
verð fáist fyrir fiskinn, en mjög
gott verð hefur fengizt fyrir ís-
fisk í jBretlandi síðan bátamir
byrjuðu að selja í haust. Það
sem helzt kemur til með að
draga úr sölunum er það, hvað
fiskurinn er orðinn gamall þeg-
ar 'hann kemur á markaðinn
úti. Bátamir þafa verið lengi að
fiska í sig að undanfömu, þar
sem mjög tregt hefur verið hjá
þeim síðustu vikumar.
Fyrsti báturinn, sem seldi í
Bretlandi í þessari viku var
Siglunes frá Grundarfirði, en
Siglunes seldi 35.2 tonn í
Grimsby í morgun fyrir 6930
íslendingaþættir
fylgja blaðinu
á morgun
um að tvo þriðju hluta atkvæða
skuli þurfa til að vísa Formósu
stjóm úr samtökunum. Banda-
ríkin álíta, að svo fari ekki og
þýðir það þá að Alþýðulýðveld-
ið mun framvegis verða utan
samtakanna, þar sem Peking-
stjórnin hefur marg lýst því
yfir, að hún sitji ekki í sömu
samtökum og Formósustjórn.
Þeir, sem styðja tillögu Al-
baníu um að Formósa víki fyr-
ir Peking, segja, að bandaríska
tillagan verði felld með tveim
til Þrem atkvæðum og þá sé
leiðin opin fyrir albönsku til-
löguna, sem er þess efnis, að
Alþýðulýðveldið taki réttmætt
sæti sitt í öllum ráðum SÞ og
út fari „Shang Kai-Shek-klíkan“
eins og það er orðað í tillög-
unni.
í Kína hefur ekki verið skýrt
frá því opinbcrlega, að umræð-
um sé lokið og að atkvæða-
greiðslan fari fram á morgun.
sterlingspund. Fékkst Því kr.
42.70 fyrir kílóið og heildar-
salan nemur því rúmri 1%
milljón.
EB-Reykjavík, mánudag.
— Það er ekki fyrirhuguð nein
breyting á starfssviði ráðherra.
Utanríkismál, og þar með talin
varnarmái, heyra, samkvæmt
stjórnarsamningnum og skiptingu
verkefna þar, undir utanríkisráð-
herra, og svo verður áfram, sagði
Einar Ágústsson, utanríkisráðli.,
I neðri deild í dag, þegar hann
svaraði fyrirspurn frá Jólianni
Ilafstein (S), um það, hvort skip-
Samkvæmt yfirlitinu hafa 10
erlend ríki scndiráð í Reykiavík.
Erlendir sendiráðsstarfsmenn eru
samtals 89 talsins, en að meðtöld-
um fjölskyldum þeirra 183. ís-
lenzkir starfsmenn hjá sendiráð-
unum eru 38 talsins.
Hér fer á eftir yfirlit yfir fjölda
starfsm. og fjölskyldumeðlima
erlendra sendiráða í Reykjavík, og
eru löndin tekin í stafrófsröð:
Bandaríkiii: Bandarískir þegnar 16.
Islenzkir þegnar 19. Fjölskyldu-
meðlimir 15.
Bretland: Brezkir þegnar 7, ís-
lenzkir þegnar 6, fjölskyldumeð-
iimir 14.
Danmörk: Danskir þegnar 6,
lenzkir þegnar 2, fjölskyldumeð-
limir 1.
Frakkland: Franskir þegnar 8,
íslenzkir þegnar 4.
Noregur: Norskir þegnar 5, fjöl-
skyldumeðlimir 3.
Pólland: Pólskir þegnar 2, ís-
lenzkir þegnar 2, fjölskyldumeð-
limir 4.
Sovétríkiii: Sovézkir þegnar 30,
fjölskyídumeðlimir 35.
Svíþjóð: Sænskir þegnar 4, fjöl-
skyldumeðlimir 3.
Tékkóslóvakía: Tékkneskir þegn
ar 4, fjölskyldumeðlimir 4.
un ráðherranefndar um herstöðva
máiið, fæli í sér breytingu á verka
skiptingu ráðherra og hvers vegna
sú samstarfsnefnd hefði verið
skipuð. |
Jóhann Hafstein sagði, að til-
efni fyrirspurnar sinnar væri frétt
í Þjóðviljanum s.l. fimmtudag um
að skipuð hefði verið ráðherra-
nefnd um varnarmálin, en í þeirri
nefnd eiga, sem kunnugt er, sæti:
Einar Ágústsson, utanríkisráðh.,
Þýzkaland: Þýzkir þegnar 7, ís-
lenzkir þegnar 5, fjölskyldumeð-
limir 10.
Þá kemur fram í yfirlitinu, að
við Upplýsingaþjónustu Bandaríkj
anna starfa 7 íslendingar og einn
bandarískur yfirmaður, og við
sovézku fréttastofuna Novosti
starfa sovézk hjón. Báðar Þessar
stofnanir eru í leiguhúsnæði.
Lóðarcign erlendra ríkia.
Einnig er birt í vfirlitinu skrá
um lóðareign erlendra ríkja í
Reykjavík vegna sendiráða. Kem-
ur þar í ljós, að lóðareign þessi
nemur samtals 16.833,5 fermetrum.
Bandaríkin eiga Laufásveg 21
og 23 og Þingholtsstræti 36 og 34,
samtals 1.394 fermetra.
Bretland á Laufásveg 31 og 33,
samtals 2.449,5 fermetra.
Danmörk á Hverfisgötu 29, sam-
tals 1.338 fermetra.
Frakkland á Túngötu 22 og Skál
holtsstíg 6, samtals 1.924 fermetra.
Noregur á Hverfisgötu 45 og
Fjólugötu 15 og 17, samtals 2.234,3
fermetra.
Pólland á enga lóð.
Sovétríkin eiga Garðastræti 33
og 35 og Túngötu 9 og 24, samtals
3.672,1 fermetra.
Magnús Torfi Ólafsson, mennta-
málaráðherra og Magnús Kjartans
son, iðnaðar- og heilbrigðismála-
ráðherra.
Svör utanríkisráðherra fara hér
orðrétt á eftir:
„Fyrri spurningin var sú, hvort
í skipun þeirrar samstarfsnefnd-
ar, sem liann ræddi um, felist
hreyling á verkaskiptingu ráð-
lierra frá því, sem áður hafði
vcrið tilkynnt. Svarið við þessari
Sviþjóð á Fjólugötu 9, samtaís
1.351,8 fermetra.
Tékkóslóvakía á Smáragötu 16,
samtals 971,4 fermetra.
Sambandslýðveldið Þýzkaland á
Túngötu 18 og Laufásveg 70, sam-
tals 1.498,4 fermetra. -
Fasteignir erlendra rikja.
Þá er einnig yfirlit yfir fasteign-
ir erlendra ríkja í Reykjavik vegna
sendiráða. Þar kemur fram eftir-
farandi:
Bandaríkin: Laufásvegur 21—23,
samtals 3.923 rúmmetrar.
Bretland: Laufásvegur 33, 1.595
rúmmetrar.
Danmörk: Hverfisgata 29. 3.065
rúmmetrar.
Frakkland: Túngata 22 og Skál-
holtsstígur 6, samtals 2.754 rúm-
nrtrar.
Noregur: Hverfisgata 45 og
Fjólugata 15, samtals 2.724 rúm-
metrar.
Pólland: Engin fasteign.
Sovétríkin: Garðastræti 33 og 35,
Túngata 9 og 24, samtals 7.261
rúmmetrar.
Svíþjóð: Fjólugata 9, 1.816 rúm-
metrar.
Tékkóslóvakía: Smáragata 16,
1.555 rúmetrar.
Þýzkalaud: Túngata 18 og Lauf-
ásvegur 70, samtals 3.712 rúm-
metrar.
Fasteignir erlendra rikja vegna
sendiráða í Reykjavik eru sám-
tals 28.405 rúmmetrar.
Yfirlit þetta er miðað við júlí
síðastliðinn.
spurningu er nei. Það er ekki
fyrirhuguð nein breyting á starfs-
sviði ráðherra. Utanrikisraál, og
þar með talin varnarmál, heyra
samkvæmt stjórnarsamningnum,
og skiptingu verkefna þar, undir
utanríkisráðhcrra, og vcrður svo
áfram.
Önnur spurningin var, ef ég hef
numið rétt, sú, hvers vegna þessi
samslarfsnefnd hefði verið skipuð.
Framhald á 11. síðu.
Búizt við góðum
sölum / vikunni
\ ■ 1
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■?■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Engin breyting á vald-
sviði utanríkisráðherra
Einar Ágústsson utanríkisráðherra vísar fullyrðingum stjórnar-
andstöðunnar um skert valdsvið; algjörlega á bug